Alþýðublaðið - 29.04.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.04.1944, Blaðsíða 3
ALfrÝaUBLAtofig Laugardag 29. aprfl 1944. JógosiaTfa. S>JÓÐVILJANTJM“, s ~i út kom í gær, birtist klausa með fyrirsögninni „Fáfræði eða h.vað?“ Þessi klausa, |>ótt stutt sé, gefur tilefni til ýmissa hugleiðinga. Þar er á það minnzt, að Nýja Bíó hafi nýlega sýnt kvik- inynd, er fjallaði um Miha- ilovitch, hershöfðingjann | júgóslavneska, og það er fullyrt, að „öllum, sem eitt-' ; hvað hafa fylgzt með erlend j| um viðburðum, sé það kunn 1 ugt, að „hetjudáðir“ ‘bessa „quislings“ hafi aðallega sýnt sig í árásum hans á ' ,.„Frelsishreyfinguna“ júgó- ;■ slavnesku (Tito) og ránum og pyntingum á alþýðu lands r ■ ins, sem andstæð er hinum : þýzku innrásarseggjum.“ ; Furöar greinarhöfundur sig á því, að eigendur kvik- myndáhússins skuli „dirfast að bjóða almenmngi upp á slíkar myndir.“ (Tilvitnun- armerki eins og í Þjóðviljan- um). ÞETTA ERU NÆSTA alvarleg- ar ásakanir, og má mikið vera, ef Mihailovitch féllist ekki hendur ef hann sæi rit- smíð þessa. í blaðinu „New Leader“, sem ætla má, að sé ekki lakara heimildarrit en „Þjóðviljinn“, birtist fyrir réttum mánuði athyglisverð • grein um þessi mál, sem varpar nokkru öðru ljósi yfir viðhorfin í hinu ógæfusama landi Júgóslava. ÞAR SEGIR MEÐÁL ANNARS, að utanríkisráðuneyti Banda- ríkjanna hafi nú í fórum sín- um áreiðaanlegar upplýsing- ) ar um ástandið á Balkan- . ; skaga. Amerískir herforingj- , ar séu nýkomnir frá Júgó- ! slavíu og hafi þeir heimsótt í bæði Tito og Mihailovitch. „Skýrsla þeirra til Banda- ríkjastjórnar sýnir“, segir , blaðið, „blekkingaráróður kommúnista um landið“. Blaðið segir ,að það séu mikl- ar ýkjur, sem sagðar eru um styrk Titos, og ósannindi, að Mihailovitch hafi nokkru sinni unnið með ítölum eða Þjóðverjum. Mestur hluti landsmanna fylgi honum að málum, en hann skorti vopn og birgðir, en það telur blað- ið, að sé Bretum að kenna. BLAÐIÐ UPPLÝSIR, að í samningi Breta og Rússa sem veitti Rússum yfirráð á Balkan hafi verið svo ákveð- ið, að Pétöir skyldi halda konungdómi í Júgóslavíu, Tito átti að taka þátt í nýrri stjórn, en Mihailovitch skyldi bolað frá áhrifum. Þess vegna sendu Bretar vopn og birgð- ár til Titos. EN TITO HAFÐI samkomulag þetta að engu, enda haut hann til þess stuðnings ráða- manna í Moskva, þótt leynt færi. Hvers vegna? Vegna þess, að Rússar og Tito þykj- ■ ast geta komið sínum mál- um fram, hvað sem Bretar J segja. Þeir hafa engar á- hyggjur út af Mihailovitch, ' sem er í hinum mesta vanda. í „Ef hann reynist konungi t sínum og stjóm trúr,“ segir • - v ■■-■ Ý ** MXi'Í Míhaítöviteh og Tito Hér sjást þessir tveir frægu -jskæruliðaforingjar í Júgóslavíu, sem svo oft hefir verið talað um <í fréttunum upp á síðkastið, Mihailo- vitch, sem jafnframt er hermálaráðherra útlagastjórnarinnar í Kairo, og Tito marskólkur. (Sjá grein um Júgóslavíu á öðmm stað á þessari síðu iblaðsins í dag). Friedrichshaíen við Boden-vatn - ' v- ; ' t "• varð fyrir sforárás í fyrrinóff. 1,1 ■" -.■.'♦ - 8 gær var ráðizt á ÉygveBBi og Járeihrautar- stöðvar í N.-Frakklandi. IFYRRINÓTTT réðust lun 1000 brezkar sprengjuflugvélar á borgina Friedrichshafen við Boden-vatn í Suður-Þýzkalanri Þar eru miklar flugvélaverksmiðjur, meðal nnars Domier-smiðj- urnar frægu. Mikið tjón varð af, segir í fregnum frá Sviss. í gær fóru fjölmargar amerískar flugvélar til árása á flugvelli og jám- brautarstöðvar £ Frakklandi og Belgíu, meðal annars Le Bourget- völlinn við París og stöðvar í Cherbourg. Jámbrautarsamgöngur við París eru í megnasta ólagi af völdum loftárásanna að und- anfömu. Það voru Lancasterflugvélar, sem réðust ó Friedrichshafen. Svissneskur fréttaritari, sem var sjónarvottur að árásinni, sagði að loftvarnamerki hafi verið gefið um hálfri stundu áður en stórhópar flugvéla birt- ust yfir borginni. Komu upp gríðarlegir eldar í borginni og margar sprengingar urðu. Frá Bretlandi til Friedrichshafen og til ibaka er um 2400 km. flug- leið. Sömu nótt réðust Mosquito flugvélar á Stuttgart. 36 brezk- ar flugvélar týndust í árásum þessum, en fjórar þýzkar orr- ustuflugvélar voru skotnar nið ur. Áður hafði verið ráðizt á ýmsa staði í Frakklandi, þar á meðal Cambrai, Arras, Bethune og Chalons-Sur-Marne. Allan daginn £ gær voru am- erískar flugvélar í árásarferð- um til ýmissa stöðva í Frakk- landi og Belgíu. Von Falken- hausen, yfirmaður þýzka setu- liðsins í Belgíu, hefir tilkynnt, að það sé líflátssök að aðstoða hermenn bandamanna eða flug- menn þar í landi. Finnskt skip, sem var á leið frá Þýzkalandi til Finnlands rakst á tunduxdufl á Eystra- salti og sökk. s22 menn, sem á skipinu voru, náðu landi í Karlskrona í Svíþjóð. blaðið, „verður hann að líta á hina rússnesku heri, sem bráðlega nálgast landið, sem fjandmenn konungs hans og ættjarðar alveg eins og Þjóð verja. Hvað á hann til bragðs að taka? Ef hann ákveður að veita Rússum viðnám fer áróðursvél kommúnista af stað og myndi telja það sönn un þass,- að hann væri á bandi nazista. Ef, á hinn bóginn ákveðið verður að láta Rússa fara sínu fram, eru dagar hans engu að síð- ur taldir, og horfumar óálit- legar fyrir Júgóslava.“ ÞETTA ER MEFINEFNI grein ar þessa blaðs, sem nýtur mjög mikils trausts í Banda- ríkjunum vegna sannsögli og áreiðanleika í málflutningi. Fyrirætlanir Rússa á Balk- anskaga eru deginum ljósari þeir stefna þar að algerum yfirráðum, og þeir kæra sig ekki hætis hót um sjálfs- ákvörðunarrétt hinna smærri þjóða. Og sumum er spum? Hillir undir nýtt Munchen- tímabil, þar sem verzlað verður með tilverurétt smá- þjóðanna, vegna ófyrirleit- inna krafna þeirra, sem meira mega sín? Það er vonandi, að svo sé ekki, þá væri sigur bandamanna unn in fyrir gýg og óhemju blóð- fórnir saklausra manna færð ar til lítils. Þá væri vísir- inn lagður að nýrri stór- veldastyrjöld. Franfe Knox, flofasnáfaráSherra w I Frank Knox. Rússar gera loflárás á Banamein hans var hjartabifun. j "C' RANK KNOX, flotamálaráðherra Bandaríkj anna, lézt í gær af hjartabilun. Hann hafði um nókkurt skeið haft inflúenzu, en var sístarfandi, var síðast á skrifstofu sínni s. 1. þriðjudag. Hann þótti einn ötulasti og röggsam- asti ráðherra Roosevelts. Hann gerðist flotamálaráðherra í stjóm Roosevelts í júlí 1940, enda þótt hann tilheyrði ekki flokki forsetans. Forestall, varaflotamálaráð- herra hefir sent ávarp til allra flotastöðva og deilda Bandaríkj a flotans, þar sem segir, að Banda rfkjaflotinn hafi beðið mikið tjón við fráfall Knox. Alla ævi segir í ávarpinu, vann Knox í þágu ættjrðar sinnar og þjóðar, ibæði er hann starfaði í þágu hins opinibera og eins meðan hann var blaðaútgefandi óg rit- stjóri. Frank Knox var fæddur 1. janúar 1874 í Boston í Mass- achusetts-fylki og var því rúm- þágu ættjarðar sinnar og þjóðar- lega sjötugur, er hann lézt. — Hann lærði til prests,en gekk í herinn er spænsk-am- eríska stríðið hófst, laust fyrir aldamótin síðustu og var í hinni frægu herdeild Theodore Roose velts, er síðar varð Bandaríkja- forseti. Deild þessi, sem bar nafnið „Rough Riders“ gat sér mikinn orðstír og varð Roose- velt fyrirmynd Knox um margt. Þegar Bandaríkin hófu þátt- töku í heimsstyrjöldinni fyrri, var Knox 43 ára gamall. Hann gekk samt í herinn og barðist meðal annars við Meuse og St. Mihiel. Hann varð major, í þeirri styrjöld og ofursti árið 1937. Hann var um tíma yfirmaður allra Hearst-Blaðanna með yfir 150,000 dollara árslaunum, en tók sjálfur við útgáfu og rit- stjórn iblaðsins „Chicago Daily New“ árið 1930. Frank Knox var republikani og á öndverðum meið við Roose velt í innanlandsmálum. Roose- velt bauð honum oft embætti flotamálaráðherra, en hann hafn aði því jafnan, unz hann þáði boðið í júlí 1940, er annar repuiblikani, Henry L. Stimson tók við embætti í stjórninni og gerðist hermálaráðherra. 'Hann 'þótti mikill vinmunað- ur og afkastaði ótrúlega miklu starfi. Undir forsjá hans var hafin hin stórfellda aukning Bandaríkjaflotans.Meðal annars var styttur að mun sá tími, er fór í að smíða herskip og hann vann að því af öllum mætti að skapa „two ocean navy,“ þ. e. a. s. öfluga flota bæði á Atlants- hafi og Kyrrahafi. Má þakka konum að verulegu leyti afrek Bandaríkjaflotans í viðureign- inni við Japana. Hann veitti eldri flotaforingjum lausn og lét yngri menn komast að og meðalaldur sjóliðsforingja O RÁ Rússlandi er enn sem fyrr fátt fregna. Áhlaup- um Þjóðverja í grennd við Stanislawow var hrundið. Hins vegar tilkynna Rússar, að þeir hafi gert mikla loftárás á Lwow, aðalbækistöð Þjóðverja í Suður-Póllandi og valdið miklu tjóni. Nokkrir bardagar hafa ver- ið við rætur Karpatafjalla, en. engin breyting orðið á afstöðu herjanna. Við Jassy var á- hlaupum Þjóðverja hrundið. Rússar hafa sökkt fjórum skipalestum, sem reyndu að flytja þýzka hermenn á brott frá Sevastopol. Bandamðnnum verð- ur vel ágengt á Hýju Guineu. ■OANDAMÖNNM verður vel ágengt á nýju Guineu. Þeir hafa nú náð á vald sitt þrem flugvöllum í nánd við Hollandia. Öll mótspyrna Jap- ana á þessum slóðum hefir nú verið brotin á bak aftur og hafa þeir flúið innar inn í landið. Ástralíumenn hafa tekið Med- ang og Alxishafen. Sækja þeir fram í áttina til Vivak. er nú lægri en nokkru sinni fyrr: RETAR hafa náð á vald B sitt nokkrum mikilvægum stöðvum á Kohima-svæðinu. Hafa þeir víða bætt aðstöðu sína. Er litið svo á í London, að hernaðaraðgerðir undanfar- inna daga sé undanfari mikilla átaka á næstunni. Sama þófíð á Ílalíu. fk ÍTALÍU er allt við það ■*■’*■ sama. Við Anzio hafa banda menn gert þrjú, snögg áhlaup og tekið no'kkra fanga. Slæmt veður hefir hindrað hernaðar- aðgerðir í lofti. Þó var gerð loft órás á skotfærageymzlu við Róm og stöðvar handan Adría- hafs. Allar flugvélar ibanda- manna komu aftur. Annars er helzt um aðgerðir njósnarsveita að ræða. ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.