Alþýðublaðið - 29.04.1944, Blaðsíða 4
4
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Langardag 28. aprfl 1944>
Síðari grein Hannibals Valdimarssonar;
Fyrsta útgerðarsamvinnu^
félagið á íslandi.
rekstrinum 1931 og árin 1933,
1934, 1935 og 1936. Sérstaklega
voru töpin stórfelld árin 1931 og
1935, enda höfðu 'þau nær því
riðið félaginu að fullu.
Um áramótin 1935 og 1936,
þegar ihagur félagsins stóð sem
verst, skuldaði það út á við um
119 þúsund krónur umfram eign
ir. Sótti félagið þá um og fékk,
eins og flest útgerðarfyrirtæki
í landinu, skuldauppgjöf og lán
úr Skuldaskilasjóði vélbátaeig-
enda. Var það að vísu neyðar-
ráðstöfun, en sem kunnugt er,
voru þeir útgerðamenn fáir hér
á landi, sem komizt gátu hjá,
að bíta í þetta súra epli.
í>egar félagið hóf rekstur í
ársbyrjun 1929 var verð á fiski
afarhátt, allt upp í 53 Vi eyri
kílóið. Aflabrögð voru þá ein-
hver hin beztu, sem hér höfðu
verið um langan aldur. En svo
kom verðfallið og hélt stöðugt
áfram frá ári til árs. Vita þeir
það bezt, sem reynt hafa, hvaða
örlög bíða jafnan þeirra, sem
sitja með mikið vörumagn í
lækkandi verðlagi. Enda fékk
Samvinnufélagið rækilega að
finna smjörþefinn af því.
iÞá gerðu fiskikaupmenn bein-
lánis út herferð á hendur Sam-
vinnufélaginu á fyrstu árum
þess. Var bún í því fólgin, að
Auglýsingar,
sem birtast eága í
Alþýðublaðiim,
verða að vera
komnar til Auglýs-
ingaskrifstofunnar
í Alþýðuhúsinu,
(gengið inn frá
Hvexfisgötu)
fyrír kl. 7 að kvöldi.
Sími 16.
þeir buðu óeðlilega 'hátt fisk-
verð, til þess að gera hina lítt
félagsþroskuðu meðlimi hins
unga félags óánægða með hið-
áætlaða útborgunarverð félags-
ins. Tókst þeim því miður allt
of vel að vekja óánægju og tor-
tryggni margra félagsmaima og
knýja félagið út af hinum var-
færna og örugga vegi samvinnu
laganna. En sökum hins litla
fiskimagns, sem fiskikaupmenn
irnir fengu, urðu þessir
skemmdavargar fyrir tiltölulega
litlum töpum af þessu ævintýri„
en þó reistu sumir þeirra ekki
höfuðið frá kodda sem fiskikaup'
menn eftir það.
Hér við bættist svo vaxandi
sölutregða og þar á ofan afla-
leysi eftir 1934. Lá þá nálega
Frh. á 6. síðu.
fUþijftttblaðið
Kitatjóri: Stefán Pétnrssoa.
limar ritatjórnar: 4901 og 4902.
Kltatjóm og afgreiösla 1 Al-
Oýöuhúsinu við Hverfisgötu.
0tgefandi: AlþýVuflokknrinn.
Simar afgrelðslu: 4900 og 4906.
Verð 1 lausasölu 40 aura.
Alþýðuprentsmíðj an hX
Dósentsmálið.
AÐ verður ekki annað séð,
en að hið svonefnda dó-
sentsmál, rekistefrian og rann-
sóknin gegn Sigurði Einarssyni
dósent, sé nú endað með algeni
hneyksli. Eða hvað annaðer hægt
að kalla það, að niðurstöður
rannsóknarinnar skuli vera
þagðar í hel, að hætí skuli vera
víð að láta nokkurn dóm ganga
í málinu, en sakborningurinn
hinsvegar skipaður þegjandi og
hljóðalaust í nýtt embætti í
fræðslumálastjórn landsins, sem
sízt ætti að gera minni kröfur
til verðleika hans, bæði and-
legra og siðferðilegra, en dós-
enstembætið, sem hann þótti ó-
hæfur til að gegna!!
*
Það skal strax tekið fram, að
rekistefnan gegn Sigurði Ein-
arssyni dósent var frá upphafi
grunsamleg. Sú kæra, sem
tveir samverkamenn hans við
háskólann, þeir guðfræðipró-
fessorarnir Ásmundur Guð-
mundsson og Magnús Jónsson,
báru fram á hendur honum,
líktist miklu meira venjuleg-
um, persónulegum eða póli-
tískum rógi, sem breiddur er
út í því skyni, að skaða menn
í opinberu lífi, en rökstuddum
sakargiftum, sem nokkur rétt-
arfarslegur dómur yrði byggð-
ur á. Slíkt krukk í menn út af
einkamálum og persónulegu líf-
erni þeirra, sem kæra þessi var
aðallega falin í, hefir að öllum
jafnaði ekki verið talið nein á-
stæða til þess, að svifta menn
embættum, sem þeir hafa sem
embættismenn rækt á sóma-
samlegan hátt; enda sarmast að
segja svo margir breyzkir í
sínu einkalífi, að það situr
sjaldan á einum, að saka ann-
an. Hér skal að vísu enginn
dómur á það lagður, hvort
hinir háæruverðu guðfræði-
prófessorar, sem ákærðu Sigurð
Einarss. dósent, eru máske þeim
mun heilagri en hann í persónu-
legu líferni sínu, að þeir hafi
verið þess um komnir, að kasta
á hann steinunum. En hitt er
víst, að almenningur efaðist um
það, og tók ákæru þeirra með
undrun og fyrirlitningu.
En úr því, að Einar Arnórs-
son dómsmálaráðherra taldi sig
verða að taka þá kæru svo al-
varlega, að skipa rannsókn í
málinu og láta hefja langa
rekistefnu í því með lögreglu-
valdi og hinu nærgöngulasta
snuðri um alger einkamál hins
ákærða, þá var að minnsta kosti
skylt, að birta niðurstöður þeirr
aar rannsóknar. En það er ekki
gert, þó að rannsókninni muni
fyrir löngu hafa verið lokið. í
stað þess heyra menn, sér til
mikillar undrunar, að hinn
breyzki og óverðugi dósent,
hafi allt í einu verið skipaður
skrifstofustjóri fræðslumála-
stjóra. Þar með virðist eiga að
eyða málinu!
*
Það fer þó ekki hjá því, að
almenningur dragi sínar álykt-
anir af slíkum endalokum þess.
Því að hvemig eiga menn að
geta skilið það öðruvísi, að
Sigurður Einarsson dósent skuli
nú vera talinn hæfur til þess,
SKAL nú vikið nokkuð að
rekstri Samvinnufélags-
ins
Skip félagsins hafa ýmist
•stundað þorskveiðar með línu
eða síldveiðar með herpinót. Eitt
árið gerðu nokkrir samvinnubát
arnir líka tilraun með dragnóta-
veiði, og var sú veiðiaðferð þá
nýmæli hér við land. Enn má
geta þess, að tveir af Björnun-
um hafa hin síðari ár stundað
þorskveiðar með hotnvörpu’
nokkurn hluta ársins.
Ekki verður annað sagt, en
að aflahrögð félagsins hafi verið
góð, og stundum meira að segja
með ágætum, enda hefir ekk-
ert verið til þess sparað, að veiði
arfæraútbúnaður bátanna væri
ávalt í sem beztu lagi. Ennfrem
ur má geta þess, sem reyndar er
' landskunnugt, að viðhald allt á
toátum Samvinnufélagsins hefir
þótt til fyrirmyndar. — Glós-
una alkunnu -um „skemmtiferða
skipin ísfirzku“ teljum við sam
vinnufélagsmenn lof en ekki
last.
Útvarp og talstöðvar og nú
seinast dýptarmæla setti Sam-
vinnufélagið í báta sína áður
en slík öryggistæki voru almenn
orðin í fiskiskipum af þessari
stærð hér við land.
Veturinn 1940 varð félagið
fyrir því áfalli að missa einn af
7 bátum sínum, ísbjörn. Mann-
tjón varð þó ekki.
Hefir sú hamingja fylgt bát-
um Samvinnufélagsins, að á 16
ára starfstíma 7 skipa, sem stund
að hafa þó veiðar jafnt vetur og
sumar, hefir aðeins einn maður
drukknað af þeim, og önnur
slys engin orðið á mönnum hjá
félaginu á landi eða sjó svo telj
andi séu. Mun þetta nálega mega
teljast einstætt, þegar tekið er
tillit til þess gífurlega mann-
tjóns, sem árlega verður í ís-
lenzkri sjómannastétt, og jafn-
að hefir verið með réttu til
mannfalls hernaðar*þjóða á styrj
aldartímum.
Samvinnufélagið tók strax
fiskverkunarstöðina í Neðsta
kaupstað ó leigu. Lét það verka
þar afla sinn, og voru þá oft
í vinnu í landi hjá félaginu á
annað hundrað verkamenn og
kvenna. Árið 1935 sagði félagið
upp fiskverkunarstöðinni, og
seldi afla bátanna Ólafi Kóra-
syni kaupmanni, sem þá hafði
fiskverkunarstöð Útvegsbank-
ans, Edinborg, á leigu og lét
verka fiskinn þar. Næstu árin
tók Kaupfélag Isfirðinga Neðsta
kaupstaðarstöðina á leigu og
samdi við Samvinnufélagið um
að verka aflann af toátum þess.
Hefir ávallt tekizt að láta bæjar
búa njóta atvinnu við verkun
að gegna ábyrgðarmiklu emb-
ætti í fræðslumálastjórn lands-
ins, umsjónarstarfi með öllum
uppeldis- og skólamálum þess,
ef hin langa rannsókn og reki-
stefna gegn honum hefði ekki
runnið alveg út í sandinn og á-
kæra hinna háæruverðu guð-
fræðiprófessora raunverulega
reynst rógplagg eitt?
En þá vaknar hin spurningin:
Hvers vegna varð Siðurður
Einarsson dósent þá yfirleitt að
víkja frá háskólanum? Menn
geta að vísu vel gert sér í hug-
arlund, að það hefði ekki verið
neitt þægilegt fyrir ákærendur
hans og fyrrverandi samstarfs-
menn við guðfræðideild háskól-
ans, að fá hann aftur settan inn
í emhætti sitt við hlið þeirra;
og sennilega er það skýringin
á þeim ömurlegu hrossakaup-
um, sem dósentsmálið svokall-
aða hefir nú endað í. En hvað,
þess afla, sem samvinnubátarn-
ir hafa horið að landi.
Lifrarbræðslu hefir félagið
starfrækt alla tíð. Sömuleiðis
hefir Samvinnufélagið allt frá
ársbyrjun 1927 haft á leigu hjá
hafnarsjóði ágætt íshús, er hann
á í Neðstakaupstað. _____
Félagið hefir sjálft annazt
sameiginleg innkaup á salti og
veiðarfærum fyrir báta sína, en
löngum hefir skortur á rekst-
ursfé hamlað því að hægt væri
að færast meira í fang um nauð
synlega vöruútvegun milliliða-
laust, svo að félagið væri sjálfu
sér nógt á því sviði. Þetta hefir
þó hreytzt verulega hin síðari
ár.
Árið 1938 festi Samvinnufé-
lagið kaup á allstórri síldarverk
unarstöð á Siglufirði, og hefir
haft þar síldarsöltun á hverju
sumri síðan. Á síldarstöðinni eru
allstórar byggingar, stórt söltun
arplan og þrjár bryggjur. Hefir
alknargt ísfirzkra kvenna fylgt
bátunum eftir norður á sumrin
og unnið þar við verkun aflans
af Björnunum.
Bræðslusíld sína hafa sam-
vinnúbátarnir jafnan lagt upp 1
Síldarverksmiðju ríkisins á
Siglufirði, og haft við þær jafn-
mikil viðskipti.
Mörg góð málefni hefir Sam-
vinnufélagið stutt á liðnum ár-
uim. Þannig gaf það 15 000 krón
ur til sundlaugarsjóðs, núna ó
15 ára afmæli sínu, og nú er
það einn aðalhlut'hafi í félagi,
sem keypt hefir vélsmiðjuna
Þór og hyggst að koma upp ný-
tízku vélsmiðju hér í bænum
á sumri komanda.
Alls hefir umsetning félags-
ins á liðnum 14 árum (árið 1942
ekki talið með) numið röskum
13 milljónum króna. Þar af eru
greidd vinnulaun á sjó og landi
rúmlega hálf sjöunda imilljón
krónur. í opinher gjöld hefir
félagið alls greitt um 500 þúsund
ir króna, þar af nálega 240 þús-
undir í útflutnings og vörutolla.
í útsvör hefir það greitt 75
þúsund krónur og í hafnargjöld
sem næst 40 þúsundum króna.
Hæstir hafa hásetahlutir orð
ið hjá félaginu ílil 729,29 kr.
og lægstir 1287,00 'krónur á
einu ári. En flest árin fyrir stríð
léku þeir á þriðja og fjórða þús-
undinu.
Fjárhagsleg afkoma félagsins
hefir verið upp og niður, eins
og gengur og gerist hjá útgerð
arfyrirtækjum. Nokkurn ágóða
hafði félagið af rekstri sínum
á árunum 1929, 1930, 1932 og
1937, svo og fjögur árin sein-
ustu. En hins v’egar var tap á
sem aðilar þess kunna að hafa
talið viðunandi hver fyrir sig
til þess að eyða málinu, þá er
'hitt víst, að í siðferðisvitund
þjóðarinnar eru slík endalok
þess algert hneyksli.
Úr því, að rannsókn var fyr-
irskipuð í málinu, var skylt að
þirta niðurstöður hennar hvort
sean þessum aðilanum eða hin-
um líkaði hetur eða verr
Og hafi það komið í ljós, eins
og nú er full ástæða til að ætla,
að kæran gegn Sigurði Einars-
syni dósent hafi verið marklaust
rógplagg, sem ekki gaf neina
átyllu til þess að dæma hann
frá emhætti, þá var tvöföld
skylda að skýra frá því, eftir að
ákveðið var að skipa hann í
annað, engu ábyrgðarminna,
enibætti, hversu óþægilegt, sem
það hefði verið fyrir ákærend-
ur hans, hina háæruverðu guð-
fræðiprófessora.
AÐ leikur ekki á tveimur
tungum, að við munum,
vegna hinnar miklu og vaxandi
dýrtíðar í landinu, verða að horf
ast í augu við ákaflega alvar-
legt ástand í atvinnulífi okkar
og viðskipta, þegar striðinu er
lokið og veltiárin af völdum
þess eru á enda. En um hitt,
hvað gera skuli til þess að við
verðum þá samkeppnishæfir á
erlendum markaði með miklu
lægra verðlagi, virðist skoðan-
irnar vera harla þokukenndar
og skiptar. Mest hefir verið
bollalagt um hlutfallslega jafna
lækkun verðlags og kaupgjalds
í landinu. En hvernig hún megi
takast, er mönnum enn ráðgáta.
Nú birti Framsókna'rblaðið Dag-
ur á Akureyri hins vegar fyrir
skömmu síðan grein eftir Hall-
dór Halldórsson byggingarfull-
trúa, sem talar allt öðru máli.
Hann telur aðeins „eina leið
færa“, ef ekki eigi „að baka at-
vinnulífi þjóðarinnar óbætan-
legt tjón“, en það sé ,,að skapa
verðjöfnuð í erlendum viðskipt
um með gengisbreytingu“ eftir
stríðið. Um þetta segir greinar-
höfundurinn meðal annars:
„Það er hægt að leiða margs
konar rök að því, að gengisbreyt-
ing sé auðveldasta og hagkvæm-
asta lausn dýrtíðarvandamálanna.
1) Það skapar án tafar hag-
kvæmari viðskiptaaðstöðu út á við.
Með því notast möguleikar til at-
vinnuframkvæmda, sem þjóðin
mun annars verða án.
2) Það hindrar óeðlilegt undir-
boð erlendra iðnaðarvara, — vara,
sem við getum sjálfir framleitt.
3) Það viðheldur nauðsynlegri
kaupgetu þjóðarinnar, viðheldur
peningastraumnum en minnki hann
(kreppa), dregur úr framleiðslu
þeirrar vöru, sem seld er á inn-
anlandsmarkaði. Gildir það eink-
um um iðnaðarvörur, en neyzla
landbúnaðarafurða mun einnig
minnka. Von um vaxandi verS-
gildi peninga mun og draga úr á-
huga fyrir nýjum framkvæmdum.
4) Það mun hlífa þeim, er stofn-
að hafa til skulda á verðubólgu-
tímanum, við því áfalli, að skuld-
irnar endurgreiðist með stórauknu
uppnmalegu verðgildi.
Á undanfarandi velgengisárumt
hefir bjartsýni og áræði til nýrra
atvinnuframkvæmda vaxið með
þjóðinni. Atvinnulíf hennar hefir
þróazt til meiri fjölbreytni.
Mörgum hinna nýju atvinnu-
fyrirtækja mundi vaxandi skulda-
birgði af völdum verðhækkunar
lánsfjár, samfara minnkuðum sölu-
möguleikum, verða ofraun. Auk
þess má benda á, að því nær þriðj-
ungur þeirra landsmanna, er lifa
nú í kaupstöðum landsins, búa við
leigu hinna nýbyggðu húsa.“
Og enn segir greinarhöfund,-
urinn:
„Gengisbreyting myndi bæta að-
stöðu flutningaskipa okkar, sem
annars myndu sigla með helmingi
hærri farmgjöldum en erlend ílutm.
ingaskip á sömu leiðum. Gengis-
breyting myndi koma í veg fyrir
kaupdeilur, sem lækkandi verðlag
óhjákvæmiiega mun orsaka.
Öll hin sömu rök, sem mæla með
gengislækkun gjaldeyris okkar, eft-
ir lok styrjaldarinnar, ganga
gegn hinni annarri lausn dýrtíð-
armálanna: að lækka verðlag og
kaupgjald niður á það stig, að við
verðum viðskiptahæfir á erlend-
um markaði. Við höfum nú kynnzt
því, hve fjárfrekt ríkiskassanum
hefir reynst það eitt, að stöðva
aðeins verðbólguna. Hversu marga
tugi milljóna króna mundi það
þá eigi kosta ríkið, að greiða verð-
lagið niður.
Það skal hér fúslega viðurkennt,
að þjóðfélagið stendur í óbættri
skuld við þá einstaklinga og sjóðs-
stofnanir, er sparifé áttu við byrj-
un styrjaldarinnar og enn stendur-
Frh. af 6. síðu