Alþýðublaðið - 07.05.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.05.1944, Blaðsíða 3
Stmnmtagroi Z. msí 2944 3 /M »Oið ?T!J!P- ^Sombre dimanche' NOKKRUM jlC* YRIR INUKKRUM árum, í‘*.senn|lega árið 1936, ! svo við, að ungverskt tón- l skáld samdi lag, sern hlaut : hið franska náfn: „Sombre dimanche,“ sem þýða mætti á íslenzku: „Drungalegur súnnudagur,| í Sagt er, að tónskáldið hafi lent í ein- hverjum ástarraunum, eins og gerist og gengur, og vilj- Æð túlka tilfinningar sínar í ofurdramatískum tónum, þar sem hann lýsir söknuði | sínum á sérlegá hjartnæman hátt. Lag þetta vakti all- mikla eftirtekt þeirra, sem 1 vit hafa á tónlist og jafnvel fáfróðra leikmanna, og var allmjög rætt í ýmsum blöð- um Evrópu um þessar mund- ir, I lagi þessu er einhver dularfull stemning, ef svo mætti segja, þar sem manni finnst maður heyra rigning- una bylja á gluggunum úti fyrir og að tilveran sé ekk- ert nema hjóm, svik og prettir. Að minnsta kosti er það haft fyrir satt, að þegar , er lag þetta var gefið út í • Buda Pest, hafi mikill sjálfs- morðafaraldur gripið um sig og að fjöldi manna á létt- asta skeiði hafi gripið til þess fangaráðs, að. stytta sér ald- ur, vegna þess að þeim hefði ekki orðið nægilega vel til kvenna og farizt á mis við þau gæði, sem farsælt hjóna- band getur veitt mönnum í lífinu. Um þessar mundir stendur innrásarundirbúningur bandamanna ssm hæst. Hafa þeir safnað að sér ógryni hergagna og herliðs að undanförnu, og er búizt við, að innrásin hefjist þá og þegar. Á myndinni sjást olíu- og benzíngeymar á járnbrautarvögnum, sem fluttir hafa verið til Bretlands frá Aonertíku. mennré göngur á llalíu í mesla ólestri. ðuda Pest, Bukaresl eg Ploesti urðu fyrir í gær. |®}éBverjar veittu öflugt viönám. inni. O RÁ norsfca blaðafulltrúan- ~ um í Reykjavik hefir. blað inu borizt eftirfárandi: Háibon konungur heimsótti fyrir nokkru olíuflutningaskip, sem hefir heimsmet í benzín- flutningum í þessari styrjöld. Skip þetta hefir farið yfir' 50 ferðir yfir Atlantshafið og flutt um 330.000 smálestir af flug- vélabenzíni til Bretlands. Auk þess hefir skipið flutt fjölmargar flugvélar, svo og benzínbirgðir til Miöj arð arh a.fs. í för með konungi var Arne Sunde, siglingamálaráðherra Qg aðalforstjóri Nortraship, sem nú hefir umsjón með öllum norsk- um skipurn síðan styrjöldin hófst. í heimsókn þassari sæmdi konungur þrjá menn áhafnarinn ar heiðursmerkjum. í hófi, sem skipstjóri skipsins hélt um borð í skipi sínu, þakkaði konungur frammistöðu nörskra sjómanna. Siglingamálaráðherra Breta hefir sent Sunde ráðherra bréf, þar sem hann segir meðal ann- ars, að norski verzlunarflotinn hafi haft mjög mikilvægt hlut- verk að vinna í baráttu hinna sameinuðu þjóða. Sér í lági er miniizt á áhafnir olíuflutninga- skipanna, sem bafa lent í ótal hættum itil þess að koma farmi sínum á vettvang. „Okkur er þetta ljóst“, sagði ráðherrann, „og við erum fullir þakklætis fyrir áfrek þeirra“. BANDAMENN halda enn áfram árásum sínum og vinna ósleitilega að innrásarundirbúningi sínum. Að þessu sinni var höfuðárásunum einkum beint gegn ýmsum stöðv- um á Balkanska'ga, einkum Rúmeníu. Var ráðizt á 5 staði, ekki all-langt frá Bukarest. Einnig var ráðizt á borgina Bras- ov norður af olíulindunum í Ploesti, en þar er mikilvæg samgöngumiðstöð. Flugvélarnar, sem þátt tóku í árásum | þessum, komu allar frá bækistöðvum á Ítalíu. Voru það I hinar kunnu Halifax- og Wellington-vélar, sem þar voru að verki. Einnig réðust þær á járnbrautina miili Buda Pest og Bukarest og ollu verulegum skemmdum. liAG ÞETTA olli pinhvers konar „Ballyhoo“ hugar- fari, sem áður hefur verið á drepið í þessum dálki. Menn gerðust óðir út af ýmsum Jilútum, sem ekki er að öðru jöfnu ástæða til að æsa sig ■ úft af. Þetta var múgsefjan á hæsta stigi. NÚ MÆTTI lesandi blaðsins spyrja: Hvað kemur þetta , útlendum fréttum við? Það er alveg rétt, það kemur þeim næsta lítið eða ekki neitt við. En í sambandi við „hinn drungalega sunnu- dag“, mætti þó minnast þess, að það var á sunnudögum, sem ofbeldis- klíka þýzku nazistanna vann sína mestu „pólitísku sigra.“ Sum skopblöðin gátu þess, að brezkir stjórnmálamenn fækju jafnan á sig náðir um helgar, hefðu svonefndan „weekend,“ væru í golfleik einhvers staðar í Surrey eða Kent-fylki og mættu ekki vera að því að fást við það, sem óði maðurinn í Bercht- esgaden tæki sér fyrir hend- ur. ÞETTA ER EF TIL VILL, og sennilega, fráleit skýring, en hún hefur þó nokkuð til síns máls. Brezkir stjórnmála- menn voru andvaralausir gagnvart því, sem Þjóðverj- ar aðhöfðust, sér í lagi á sunnudögum. Það er engin grínsaga, heldur blákaldur veruleiki. Meira að segja þurftu brezkir áhrifamenn, sem mikils trausts nutu í heimalandi sínu, svo sem Londonderry lávarður, sem Framhalds á 6. síðu. FRÁ Ítalíu berast þær fregn- ir, að enn hefir ekki kom- ið til neinna meiri háttar átaka á landi. Hins vegar er tilkynnt, að í aprílmánuði hafi banda- menn gert um 700 árásir að meðaltali á dag. Er talið, að gífurlegt tjón hafi hlotizt á járnbrautum og öðrum sam- gönguleiðum, Meðal annars er sagt í London, að járnbrautar- samgöngur fyrir norðan Flor- ens séu í megnasta ólestri. 26 árásir voru gerðar á járnbraut- armannvirki og flutningavagna í þessum mánuði og hlutust mikil spjöll af. Nú er talið, samkvæmt fregn- um frá London, að Þjóðverjar séu farnir að flytja óbreytta í- búa á brottýsem hafast við að baki víglínunni. Tilkynnt hefir verið, að 4 njósnarar, ítalskir, hafi verið teknir af lífi. Var þetta sagt í frengum frá Napoli. Höfðu menn þessir tekið að sér að njósna um skipaferðir þar á höfninni fyrir Þjóðverja. Áður höfðu 6 aðrir njósnarar verið skotnir, en þeir höfðu reynt að eyðileggja olíuleiðslu eina, sem bandamönnum var mjög mik- ilvæg. Bretar afvopnast ekki að sfríðinu loknu. TlLKYNNT var í efri mál- stofu brezka þingsins í gær, að brezkir hermenn hefðu til iþessa ibarizt á 22 vág9töð(vum, menn hafi gert hlé á árásum sínum á „Evrópuvirkið" úr vestri. í stað þess er ráðizt í sí- fellu á hin suðiægari lönd Evrópu, sem Þjóðverjar hafa á valdi sínu. Nota þeir nú af fremsta megni bækistöðvar sín- ar á Ítalíu og leitast við að lama samgöngukerfi Þjóðverja á Balkan, svo og olíulindirnar, sem Þjóðverjum er lífsnauð- syn, að séu í gangi. Það voru um 500 stórar sprengjuflug- vélar, sem fóru til árása á skot- mörk í Rúmeníu, en það land virðist einna liðtækast til sam- vinnu við Þjóðverja. Einnig var ráðizt á olíusvæð- in við Ploesti, og segja flug- merm, sem þátt tóku í árásun- um þar, að þær hafi verið mjög ög venjulega átt við mikinn liðs mun að etja. Lyttelton, einn brezku ráð- herranna hetfir látið svo um mælt, að ekki komi til mála að draga úr vígbúnaði Breta að striðinu loknu, vegna öyggis þjóðarinnar. Bezta tryggingin fyrir frelsi og öryggi brezku þjóðarinnar væri ötflugur her einkum fótgöngulið. Nú er svo að sjá, sem banda- harðar. Sendu Þjóðverjar um 100 orrustuflugvélar til árása á flugvélar bandamanna og hóf- ust harðir bardagar þegar í stað. Allmargar flugvélar Þjóð- verja voru skotnar niður í þess- um átökum. Mustang- og Thunderbolt- flugvélar bandamanna veittu Þjóðverjum þungar búsyfjar. Þá gerðu brezkar flugvélar, sem bækistöðvar hafa á Ítalíu, skæða árás á stíflu í Pescara-á á Ítalíu. Hepnaðist árásin mjög vel, og segja flugmenn, sem tóku ljósmyndir að árásinni lokinni, að vatnsborðið hafi mjög minnkað í ánni. í sam- bandi við stíflu þessa var ein- hver mikilvægasta aflstöð Mið- Italíu, sem veitti ýmsum verk- smiðjum, sem starf í þágu Þjóð- verja að þýðingarmikilli her- gagnaiðju, og er talið, að mjög mikið tjón hafi hlotizt af árás þessari. Öruggt er talið, að Þjóðverjar hafi komið sprengj- um fyrir í stíflunni, ef ske kynni, að bandamenn næðu henni á sitt vald í sókn sinni. Þess vegna varð tjónið svo gíf- urlegt. ; ■ i* . Bandamenn sækja á í Burma. O RÁ Burma-vígstöðvunum eru þær fregnir helztar, að bandamenn eru í sókn á Ko- hima-vígstöðvunuim, en þar hafa istaðið harðir bardagar að undantfömu. Á Arakan-svæðinu hafa Japanir gert skæðar árás ir, sem öllum hefir verið hrund ið við mikið manntjón í liði þeirra. Tilkynnt er í London, að all- margir menn frá Nigeria í Af- ríku taki nú þátt í bardögum í Burtma. Eru menn þessir í fall hlífarhersveitum, eða eru flutt- ir loftleiðis til vígstöðvanna og komið fyrir að baki víglínu ó- vinanna (airborne troops). Hafa hersveitir íþessár gengið vel fram að undanförnu. * RÚSSLANDI ber fátt til j tíðinda. Ekkert hefir bor- izt frá Moskva, sem bendir til þess, að mikil átök hafi átt sér stað. Hins vegar er vitað, að Rússar búa sig kyrfilega undir lokaáhlaupið á Sevastopol og hafa þeir dregið að sér mikinn fjölda fallbyssna og skriðdreka og úggja útvirki Þjóðverja und- ir stöðugri skothríð þeirra. Þá gera Rússar í sífellu árásir á skip Þjóðveja, sem reyna að komast á brott frá Sevastopol. Er svo að sjá, sem Rússar vilji hlífa borginni eftir því sem unnt er, húii hljóti að falla í unnt er, hún hljóti að falla þeim í hendur hvort sem er, án. götubardaga og stórvægilegra hemaðaraðgerða .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.