Alþýðublaðið - 07.05.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 07.05.1944, Blaðsíða 6
6 Chaplin er ekki faðir barnsins Þessi mynd er af Joan Berry og barninu hennar, sem hún keimdi hinum heimsfræga skopleiikara Charlie Chaplin. Mik- il málaferli risu út af sambandi hans við Joan Berry sem hann var meðal annars sakaður Um að hafa svift frjálsræði og flutt nauðuga milli rókja í Bandaríkj unum, en nú hefir Chaplin verið sýknaður af öllu einnig af faðerninu, að und- anigenginni blóðrannsókn. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIhJ PYh. af 4. síðu. komið, er auðsætt að hvorki kon- ungur, Alþingi né ríkisstjórn gt.t- ur svift þjóðina þeim rétti, sem henmi ber lðgum samkvæmt til þess að ákveða afdrif málanna, með því að þessir aðilar hafa þegar falið henni það. Ekki getur því til mála komið að skeyti kon- ungs og tilmæli geti haft nokkur éhrif á gang máisins :ir þessu. Forsætisráðherra virðist því ekki geta svarað konungi öðru em því, að tilmæli hans komi um seinan. Afdrif málsins séu ákveðin. Hins vegar hafa flokkarnir og ríkis- stjórnin gefið út sameiginlega yfir- lýsingu, sem er óvenju einheitt. Undir hana mimu allir landsmenn taka.“ Þjóðviljinn, sem einn alLra blaða telur sér sæmandi að vera með slettur í garð konungs og hinnar dönsku bræðraþjóðar okkar í sambandi við þetta mál, skrifar í aðalriístjómargrem sinni í gær: „Það er leitt að Kristján ko:i- ungur skuli hafa látið he-nan. boðskap frá sér fara. Að visu mætti segja, að ekki væri of mikið mark á boðskap þessum taicandi, þar sem konungurinn er raun /. ia- lega fangi Þjóðverja og þýz'cu naz- istarnir hafi tekið sömu afsrtöðu cg hann á móti lýðveldisstofnun á ís- landi. En ekki er líklegt að þao bafi hér ráðið um boðskap hans, — þó það kunni hins vegar að hafa hjálpað til þess hve auðveld- lega boðskapur konungs berst hing- að, því vart myndi boðskapur hans til þjóðar sinnar, Dana, berast jafn greiðlega. Boðskapur þessi er hins vegar í Bamræmi við afstöðu nokkurra Stór-Dana, sem alltaf eru að reyna að véfengja rétt íslendinga til þess að ráða sér algerlega sjálfir; — og f skerandi ósamræmi við þær yfir- lýsingar, sem íslendingum hafa éður borizt frá ýmsum frjálslynd- um Dönum um viðurkenningu á ótviræðum rétti þeirra til að ráða eér sjálfir. * * • Kbnungur hefur fengið að tjá íslendingum skoðun sína. Ríkis- Btjóm og þingflokkar hafa sagt þjóðinni að dæma og vér efumst ekki um hennar dóm. En þess er að vænta að af hálfu danskra stjórnarfulltrúa komi ekki fram nein afskipti af þessum mál- um vorum. Slíkt myndi erða „miður farsælt fyrir bræðrakig" þessara þjóða, — svo notuð séu orð konungs. íslenzka þjóðin á ekki minni rétt en sú danska eða hver önnur þjóð, þótt vér höfum lengur verið kúgaðir og svívirði- legar meðhöndlaðir fyrr á tímum, en flestar aðrar hvítar þjóðir. — Og það er á ábyrgð danska uftur- haldsins, ef það nú veldur því með óskynsamlegri framkorr.u sinni, að farið verði að rifja upp þá sögu og gera upp sakirnar.“ Það var svo sem auðvitað, að slík hreystiyrði myndi ekki vanta í garð hinnar undirokuðu bræðra'þjóðar okkar í athuga- semd Þjóðviljans við orðsend- ingu konungs. Þjóðviljinn er alltaf samur við sig. HJörvarður Ámason hverfur Sséiai. ListameBDn kvöddu hann með samsæti í gær. Hjörvarður Arnason, vestur-íslenzki listfræð- ingurinn, sem dvalið hefur hér á landi, undanfarin ár, er á för- um héðan. Hér á landi hefur Hjörvarð- ur unnið mikið og gott starf með fyrirlestrum sínum um list- ir og listastefnur. Hann hefur dvalið hér í þjónustu Banda- ríkjastjórnar, en starf hans hef- ur og orðið á öðrum sviðum, svo vel hefur hann samlagazt þjóð foreldra sinna. Listamenn héldu Hjörvarði kveðjúsamsæti í Golfskálanum í gær, og hófst það kl. 4. — Beztu kveðjur og þakkir fylgja Hjörvarði Árnasyni, er hann hverfur, héðan af íslandi. Bnundagn 7. ntai 1944 Framhald af 4. sfðu. í vinnu við stjórn Farmanna- og í fiskimannasambandcs íslands um; ! að Slysavarnafélagið fái allt að 8 síður í málgagni sambandsins,1 Sjótmannablaðinú Víkingur, fyr : ir þau análefní, sem snerta starf ■ semi Slysavarnafélagisins. Verði efni þetta aðskilið frá öðru efni : blaðsins með sérstöku mynda- móti með nafni Slysavarnafé- laigsins. ! Landeþingið samiþykkir að fela stjórn S.V.I. að semja um fjár- hagshlið þœsa máls. Landsþing- ,ið felur að öðru leyti stjórn SÍysavarnaíélagsins að ganga frá einstökum atriðum þessa : máls, en leggur áherzlu á að reynt verði af ýtrasta megni að koma þessU í framkvæmd á þessu ári.“ Hvernig hefði farið um hlut- J leysi Slysavarnaifélagsins, hefði j þessi tillaga verið samþykkt? i Hvem þátt í þeirri þjóðarein- ! -ingu, sem ríkt hefir um Slysa- varnarfélagið, hefðu þeir menn tekið, sem á hverjum tíma er velkt' í hinu óhugnanlega gini V'íkingsskötuselsins, hefði Vík- ingurinn fengið fé frá Slysa- varnafélaginu, til þess að fara með einkasöluvald yfir öllu prentuðu máli í þágu félagsins. Erfitt er að verjast þeirri . hugsun, að þetta vinnulag sé ekki viðihaft af fákænsku einni, heldur sé hér á ferðinni hin venjulega sundrungar- og skeonmdarstarfisemi kommún- isita. - * Skemmdarstarfsemi kom- múniista í íslenzku þjóðfélagi hefir nú náð hámarki. Við völd situr valdalítil og úrræðalaus ríikisstjórn, sem enginn treystir oig enginn vill taka opinberlega ábyngð á. Ríkisstjóm þessi á völd sín að þakka skemmdarstarfsemi kommúnista á aliþingi.. Það eru þeirra verk, að ekki hefir auðn- azt að mynda þingræðislega vinistri stjórn, sem hefði verið vaxin þeim vanda að leysa dýr- tóðarmlólin og önnur mest að- kallandi diægurmál. Verkalýðs- hreyfinguna haifa tooanmúnistar klofið og sundrað, með þeim árangri, að mikill fjöldi verka- lýðsins verður að vinna nótt með degi til þess að geta dregið fram lífið í öllu peningaflóðinu. Sjómannasamtökunum í Rvík hefir auðnazt flestum félags- heildum þetur að sleppa við sundrungar- og .ráðleysissýkil kommúnismans. Eðlileg verka- skipting milli félaga undir og yfinmanna hefir skapazt. í Sjó- mannafélagi Reykjavíkur heyja sjcmennirnir launabaráttu og stéttabaráttuna aðallega. í yfir- mannafélögum er háð barátta fyrir ýmsum umbótamálum stéttarinnar og réttindamálum með mismunandi árverkni þó. Sameinuð heyir stéttin bar- áttu fyrir skólamálum, um ör- yggismálin hefur öll stéttin haft samflot undir forustu form. Sj ómannafélags Reykja- ■vákuir, sem hefir háð til sigurs baráttu fyrir alhliða félags- málalöggjöf sjómanna með vel- vild og skilningi stéttarinnar að baki sér. Sjómannadagurinn hefir eflt mjög samhug og skilning stétt- arinnar inn á við. Frá allri þess- ari þróun, hefur auðnast að halda kommúnistum með allt sitt málrótf og asnaspörk. Meðal undirmanna í Sjómanna félagi Reykjavíkur er gengi kommúnista þorrið, að mestu. Við síðustu stjórnarkosningar í félaginu fékk sá flokksmaður þeirra, er flest atkvæði hlaut að eins 16 atkvæði, og er þó mjög velþekktur og velmetinn félags- maður of kommúnista að vera. Þann veg er ekki málum hátt að í Farmannasambandinu, og verður ekki á meðan H. J. hef- ur þar þau völd, er hann nú hefur, því þó hann spili öðru hvoru „reiðara£lautu“ í dálkum Víkingsins, þá er það aðeins eín af aðferðum kommúnista að villa á sér heimildir. Takmark kommúnista er að koma Far- mannasambandinu undir áhrifa ■vald sitt og ná á þann hátt nokkrum tökum á félagsmálum sjómannastéttarinnar eftir að þeir eru orðnir úrkula vonar, að ná yfirráðum í Sjómanna- félagi Reykjavíkur. Kemur nú til kasta yfirmann anna, hvort þeir una því, að kommúnistum takist þetta. Halldóri Jónssyni ann ég þess af heilum huga, að hann leggi koonmúnismann á hilluna, og taki, undanbragðalaust, þátt í baráttu hinnar íslenzku sjó- mannastéttar fýrir velferðar- málum hennar. Svíþpástrí&árunum Frh, af 5. síðu. nokkuð. 1 úthverfum stærri borga landsins, svo og í sveit- umum, hefir verið bætt nokkuð úr þessum vandræðum með því að Svíar hafa hafið framleiðslu á timburhúsum, sem auðvelt er að setja saman og ganga frá. Hús.þéssi hafa þótt reynast vel, og Énglendingar munu jafnvel hafa hug á því að flytja þau inn í stórum stíl eftir stríð. Ég hefi búið í einu þessara húsa og get borið það, að þau eru eigi síð- ur hlý og vistleg en steinhús. Eldhætta er þar engan veginn meiri en í venjulegum húsum, og maður gleymir henni fljót- lega. Því fer alls fjarri, að Svíar lifi í vellystingum og munaði, vegna þess að lahd þeirra er hlutlaust, og leggi ekkert af mörkum í þágu frelsins og lýð- ræðisins. Svíar hafa gengt merki legu hlutverki í styrjöldinni, þrátt fyrir hina erfiðu aðstöðu sína. Og að ráðnum úrslitum hildarleiksins munu þeir láta norræna samvinnu og endur- reisnarstarf heimsins til sín taka eins og slíkri þjóð sæmir.. Og vissulega hafa Svíar ekki farið varhluta af ýmsum þeim erfiðleikum, sem styrjöldin hef ir skapað þjóðunum jafn þeim, er hann heyja og hinna, sem hlutlausar teljast. HANNES A HORNINU CFrh. af 5. síðu.) upp þetta nafn? Vilja þeir ekki láta hinum eiginlega ísafirði ein- um eftir hans gamla nafn? En máske verða þeir íhaldssamir við nafnið af gömlum vana, þó að þeir séu í „Rauðum bæ.“ JÓAKIM skrifar mér um hádeg- isútvarpið: „Ég er þannig gerður að ég hefi gaman af að hlusta á útvarpið og er sæmilega ánægður með flest sem þar er flutt; en af því sem ég er ekki ánægður með er tvent, sem einkurn kemur fyrir í hádegisútvarpinu og mér svo mjög leiðist að við liggur að ég hætti að hlusta á hádegisútvarp. Þetta tvent er fyrst og fremst hin- ir hræðilegu skosku harmoniku- dansar, sem ég vart get hugsað að nokkur maður hafi ánægju af, ef kostur er á nokkru skárra, og gam- an þætti mér að heyra einhverjar skýringar frá tónlistardeild út- varpsins irm listgildi þeirra." „HITT ATRIÐIÐ eru „harpsi- cord“ einleikar, þeir sem nú virðast vera í mjög miklu uppáhaldi hjá Ríkisútvarpinu. Ég efast ekki um að þeir eru margir sem mér eru sammála um að æskilegra væri að fá þessi sömu tónverk flutt á ann- an og skemmtilegri hátt. Þessir „harpsicord“ einleikar leiðast mér svo mjög og þannig er öllum þeim farið sem ég hefi talað við, að ég er viss um að þeir eru margir sem þér yrðu þakklátir ef þú gætir stufilað að því, að þeir yrðu fram- vegis geymdir á þeim stað í plötu- safni útvarpsins sem erfiðastur er aðgöngu.” i.utn, Frh. af 3. síöu. um eitt skeið var flugmála- ráðherra Bretlands, að rita bók, sem hann nefridi ,,Our- selves and Germany,“ þar sem hann lýsir nauðsyn þess, að Bretar komizt að betra samkomulagi við Þjóðverja. Á þetta hefur áður verið minnzt hér í dálkinum, en er þó gert að umtalsefni á nýj- an leik, vegna þeirra aðal- lega, sem engu hafa gleymt og ekkert lært, eins og sagt var um marga Bourbona- prinsa á sínum tíma, þegar öldur stjórnbyltingarinnar risu hvað hæst. LÁVARÐURINN, sem hér var tninnzt á að framan, fann mikla fróun í að lýsa gest- risni og vináttu Görnigs, gáfum Papens og andríkum víðræðum við Hitler. Hon- um datt þá ekki í hug, eins og miljónum manna áður, að þessir sömu menn ættu eft- ir að láta rigna eldi og brennisteini yfir menningar- verðmæti Bretlands. Honum datt ekki í hug, frekar en Chamberlain heitnum, að menn gætu verið fantar og bófar, þótt þeir töluðu fag- urlega og fullvissuðu brezka gesti um órjúfandi vináttu Þjóðverja, þegar þeir sóttu þá heim. EN ÝMISLEGT gerðist á sunnudögum, og meðan ýms- ir brezkir áhrifamenn stund uðu veiðar, léku golf, eða bara létu sér líða vel á sveitasetrum sínum, stóðu menn við aflinn í verksmiðj- um Kxupps og smíðuðu vopn þau, sem áttu að granda brezka heimsveldinu. Það tókst þó ekki, sem betur fór, og undir forystu eins víðsýn- asta og gáfaðasta stjórnmála- manns, sem nú er uppi, Churchills, og hinna þekktu leiðtoga brezka Alþýðu- flokksins, Bevins og Morri- sons, hafa Bretar hrist af sér mókið og jiú er öruggt, hvert stefnir. ÞJÓÐVERJUM hefur þó tekizt, eða kannske réttara villi- mannaklíku Hitlers, að skapa marga „drungalega sunnu- daga“ fyrir blásaklaust fólk, sem hafði ekkert sér til saka nema það, að vera örlítið bet- ur úr garði gert en dr. Ley, Streicher og fleiri slíkir, sem nú hafa forpestað andrúms- loft Evrópu um meira en, ára- tugsskeið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.