Alþýðublaðið - 20.05.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.05.1944, Blaðsíða 3
 Laagardagur M. maí lt44. Sóknin á fftalíu: Frakkar hafa þegar rofið skarð í AdolfHifier línuna Cassino ®g klasisfrið á vaSdi bandamanna HERSVEITIR Alexanders á Ítalíu sækja enn frana og hafa nú rofið skarð í Hitlerlínuna svonefndu. Eru það Frakk- rV ar enn sem fyrr, sem sækja fástast fram. Hafa þeir á síðasta sólarhring sótt fram um tólf kílómetra vegalengd og síðan sóknin hófst um tuttugU og sjö kílómetra., Strandvirki Þjóð- verja liggja undir stöðugri skothríð frá fallbyssum brezkra og amerískra herskipa, sem valda miklu tjóni. Valda þau miklum truflunum á birgða- og liðflutningum Þjóðverja rnilli Rómaborgar og vígstöðvanna. Ráðist á Beriín og Braunschweig í gær BANDAMENN héldu áfram loftsókn sinni á hendur Þjóðverjum í gær. Um það bil fimm hundrúð flugvirki og Li- berator-flugvélar, varðar álíka mörgum orrustuflugvélum, réð- ust á stöðvar í Berlín og á Braunschweigsvæðinu,- Þjóð- verjar reyndu í útvarpstilkynn- ingum sínum að villa hlustend- um sýn með því að birta upplýs- ingar, sem enga stoð áttu í veruleikanum. Tjón varð mikið á báðum þessum stöðum. Hinar hraðfleygu Mosquito- flugvélar og Typhoon-flugvélar gerðu skæðar árásir á flugvelli og járnbrautarmiðstöðvar í Norður-Frakklandi og Belgíu. Talið er að tjón hafi orðið veru- legt af völdum árása þessara. Lítið var um árásir af hálfu Þjóðverja. Bretar eiga kafbáfa á öllisiti höfun __________ / Ymsar UPPLÝSINGAR voru gefnar um hernað brezkra kafbáta í London í gær. Var meðal annars frá því greint, að er Ítalía gafst upp, hafi all- margir brezkir kafbátar verið fluttir frá Miðjarðarhafi til Norðurhafa. Þessir kafbátar hafa getið sér góðan orðstír og valdið Þjóðverjum miklu tjóni. Meðal annars var á það minnzt, er dvergkafbátar réðust á orr- ustuskipið ,,Tirpitz“ í Altenfirði og löskuðu það mikið. Þá hafa brezkir kafbátar mjög lamað skipaferðir Þjóðverja fyrir Nor- egsströndum þannig, að þeir eiga óhægt um vik að bæta sér upp tjón það, sem þeir hafa orðið fyrir. í fregnum þessum var einnig greint frá því, að Bretar hefðu nú kafbáta um öll höf veraldar, sem væru þannig útbúnir, að þeir gætu verið lengi í leiðangri án þess að taka vistir. Kafbát- ar þessir eru mannaðir, auk Breta, Norðmönnum, Pólverj- :Um, Grikkjum hollendingum og Frökkum. Hafa kafbátar þessir þegar unnið fjandmönn- unum hið mesta tjón. Fyrir norðan og norðvestan þorpið Espería geisa heiftar- legir bardagar, og Bandaríkja- menn hafa rofið veginn, sem liggur um þorpið. Á vígstöðv- um áttunda hersins sækja brezk ar og kanadiskar hersveitir fram í Lírídalnum og verður vel ágengt. Það voru pólskar hersveitir sem tóku Cassino. Þar var ömurlegt um að litast. Meginhluti klaustursins í Cass- ino er í rústum. Hinar fornlegu hvelfingar liggja nú niðri, möl- brotnar eftir skothríð banda- manna. Dýrmæt listaverk hafa þarna farið forgörðum, en liðs- foringi sá, sem fjallar um varð- veizlu fomminja og er með bandamönnum, telur, að takast muni að endurreisa klaustrið í hinni fornu mynd þess. Blöð í Englandi ljúka miklu lofsorði á frammistöðu Frakka og telja, að þeir hafi meira en bjargað vopnaheiðri sínum. Lundúnaútvarpið skýrði frá því í gærkvöldi, að de Gaulle yfir- maður hinna striðandi Frakka, hefði heimsótt herdeildir þær, sem nú berjast á Ítalíu. Flugsveitir bandamanna voru enn sem fyrr athafnasamar í gær yfir Ítalíu og gerðu skæðar og harðar árásir á birgðalestir og samgönguleiðir Þjóðverja. Fáar þýzkar flugvélar komu til móts við þær, og áttu banda- menn alls kostar við þær flug- vélar, sem lögðu til atlögu. Þjóðverjar skjóla 47 Slugforlngja bandamanna fk NTHONY Eden, utanríkis- málaráðherra Bretlands, skýrði frá því í neðri málstof- unni í gær, að Þjóðverjar hefðu skotið fjörutíu og sjö flugfor- ingja, hrezka og af öðrum þjóð- um bandamanna, sem þeir höfðu í haldi. Menn þessir höfðu reynt að strjúka úr fangabúðum en náðst aftur. Eden skýrði frá því, að sjötíu og sex brezkir og aðrir flugmenn bandamanna hefðu sloppið úr þýkkum. . fangabúðum. . síðari hluta marzmónaðár slíðaist lið- inn. Nokkrir þeirra fara enn huldu höfði um Þýzkaland, en fjörtíu og sjö þeirra hafa nú verið teknir af látfi í algerri mót sögn við alþjóðalög. Eden lýsti ytfir því, að hann vænti ná- fcvæmra skýrslna um þessi mál frá þýzku stjórninni, fyrir at- beina hlutlausra riíkisstjórna. ALÞTDUBLftPtÐ _____________________________• | Hvar er Daladier! Þetta er síðasta myndin, sem birzt hefir af Daladier, fyrrverandi forsætisráðherra franska lýð veldisins, í erlendmn blöðum. Hún var tekin af honum haustið 1942 á göngu í fangelsisgarð- inum í Bourassolkastala, skammt frá Vichy, en þar var hann þá fangi Vichystjórnarinnar. Full yrt er, að hann hafi síðar verið fluttur til Þýzkalands, en ekkert er vitað með vissu um örlög hans. Ráðist á hermenn Quislings á Karl Johanssirætf Öeirðirmar stóSu kiykkaistyndism samasi I GÆR bárust þær fregnir til Stokkhólms, frá Osló, að milslir götubardagar hefðu átt sér stað á götum borgar- innar í fyrradag. Hófust upphlaupin vegna þess, að kalla átti til nauðungarvinnu aldursflokkanna 1921—1922 og 1923. Svo yar mál með vexti, ,að Quislingar sem barizt höfðu á austurvígstöðvunum, fóru í skrúðgöngu á Karl Johansstræti sem er aðalgata Osloborgar, en þar veittu menn þeim aðsúg, og tókust þar heiftarlegir götubardagar. Stóðu þeir. klukku- stundum saman og þurfti lögreglumenn úr liði Þjóðverja og Quislings til þess að bæla þá niður. Þetta voru hermenn Quisl- inga, s>cm barizt höfðu á auistur víglstöðvunum. Gerðist mann- ;■ fjöldinn æffur og réðist á þá og« reyndi að granda þeim með hverju, er til náðist. I saanibandi við þetta er á það minnt, að Quisling lofaði Hitler í janúar- mánuði sdðast liðnum, að hann skyldi láta Þjóðverjuim í té þrjú norsk hertfylki. Það er nú ko/mið á daginn, að það var rétt, sem Norðsmenn ótt uðust, þnátt fyrir mótmæli Quisl ings, að Þjióðtverjar myndu nú motfæra sér norsfcan æskulýð og nöta hann í sína eigin þágu. Nú þegar er hafizt handa urn að toveðja til vinnuþjónustu alla únga Norðlmenn, sem fæddir eru árin 1921 og 1922 til svonefndr ar þjóðlegrar vinnuskyldu. í samibandi við þetta hafa félags- múiarúðuneyti Quislings og rík islögreglan norska byrjað á því áð taka í sínar hendur öll göm- ul vegabrétf og hafið að geía út ný, sem virðast hentugri vald- hötfunum. Fram til þessa hefir quislingsstjómin aðeins kvatt þá til vinnuskyldu, sem ekki hafa beinlínis verið undir hand ‘ leiðslu Þjóðverja. Nú á aldurinn að ráða því, hvenær menn eru kvaddir til þessarar vinnu og það sýnir, að vinnuskylda þessi heffir allt annað mankmið heldur en áður var. •Eff þetta vinnuútboð heppnast munu þrír aldursfloikkar norskr ar æisku vinna fyrir Þjóðverja í Nbregi og þá er allt í pottinn búið fyrir næista skrefið; algera notkun þeirra í hernaðarþágu Þjóðverja, sem kvaddir hafa verið til vinnu. Þjóðverjar hafa við haft þessa aðfferð áður í Ev- rópu og með miklum árangri. í Troimstfylki og á Finnmörk eru þýzkir bertflokkar, sem í eru tuttugu og fimm til þrjátíu prós ent Pólverjar og Júgóslavar, sem upiphaflega voru kvaddir til nauðungarvinnu, en urðu síðar að klæðast þýzkum einkennis- búningum. Samkvæant fregnum frá Berg en er sagt, að Þjóðverjar hatfi unldirbúið miklar hersýningar á atfmælisdegi Hitlers tuttugasta apríl. Mikill tfjöldi liðsforingja kom til borgarinnar þennan dag frá nærliggjandi héniðum. En * sprengingin xnikla, sem varð iþá o 17. maí Qulsling ofsækir norska málaflufn- ingsmenn Norska blaðafulltrú ANUM í Reykjavík hafa borizt þessar fregnir um Stokk- hólm: Eins og kunnugt er hafa norsk ir málfærslumenn ekki viljað beygja sig fyrir harðstjórn Quislings. Nú nýskeð hafa Quisl ingar byrjað að framkvæma þær ógnanir, sem þeir höfðu haft í frammi gagnvart þeim. Tveir kunnustu hæstaréttar- málaflutningsmenn Oslóborgar, þeir Carsten Arnholm og Sven Arntsen, hafa verið teknir höndum og auk þess hafa eigur fimmtán lögfræðinga verið gerð ar upptækar, þeirra á meðal Herman Christiansen, Gerhard Holm, Thor Haavind, Rudolf Myhre, Birger Eriksrud, Jens Gram, Inge Skavlan, Ragnar Kalflaath, Harald Gram, Carl Gulbrandsen, Christian Blom og Knut Dybwad. Samkvæmt frétt þessari er sagt að svipað muni eiga sér stað víðar í Nor- egi á næstunni, en til þessa ér ekki vitað nema um eitt dæmi þessa, en það er um Christian Uchermann Sandvig að Litla- Hamri, en lagt var hald á eigur hans. ‘ um mlorguninn, skemcmdi með öllu búistað yfirmanns Þjóðverja o-g talið er, að mikill fjöldi þýzkra liðsforingja, sem þar var saman kominn, til þess að halda atfmiælisdag Hitlers hátíðlegan, hatfi farizt við það tækifeeri.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.