Alþýðublaðið - 20.05.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 20.05.1944, Blaðsíða 5
Laugardagur 20. maí 1944. ALÞYÐUBLAÐIÐ Guðsþjónusta fiskimannanna Mynd þessi er tekin við höfnina í Seattle á Kyrrahafsströnd AimJeníku. Klerkixrinn á jnynd- inni heitir H. T. Stuib (tiívinstri). Hann er að biðja fyrir fiskimönnunum, sem eru í þann veg- inn að láta úr höfn, og óskar ’þeiim farnaðar og góðs afla. Evrópa er sem eyðimörk. EFTIR HEIMKOMU mína hefi ég heyrt minnzt á fjölmargar ráðagerðir um við- reisn á Bretlandi eftir stríð. Hins vegár hefi ég lítt heyrt rætt um viðreisn í Frakklandi, Italíu, Þýzkalandi eða yfirleitt öðrum löndum. Ég veit að sönnu, að Þjóðverjar og ítalir hófu styrjöldina og eru ábyrg- ir að henni. En ég geri mér þess og glögga grein, að það skiptir eigi síður miklu máli fyrir Breta, að efnt verði til viðreisnar á meginlandi Evrópu en í heimálandi þeirra. Það er vissulega eigi allt fengið með því fyrir Breta, þótt þeir búi sjálfir við rausn, ef allir grann- ar þeirra verða að una þrauta- hag. Hagur brezku þjóðarinn- ar nú má heita harla góður, þegar tillit er tekið til viðhorf- anna í öðrum löndum álfunn- ar. Bretar lifa raunar ekki í nægtasæld og munaði, en þeir fá notið öryggis, og það er mikils um vert. Hinn brezki borgari lifir eigi í sífelldri ógn og kvíða. Viðhorfin á Bretlandi eru því næsta önnur en á meg- inlandinu. En Bretar virðast fæstir gera sér þessa þá grein, er skyldi. Eftir heimkomu mína hefi ég iðulega hugsað sem svo, hvort fólk á Bretlandi myndi annars gerá sér í hugaríund það, sem er að gerast í Evrópu, eða hversu þar er umhorfs nú. Á hverjum degi og hverri nóttu leggja sprengjuflugvél- arnar upp í leiðangra sína frá Bretlandi. Morguninn eftir les svo hinn brezki borgari, að ný loftárás hafi verið gerð á Frankfurt og að svo og svo mörgum smálestum sprengna hafi verið varpað á Milano. Hersveitir bandamanna sækja fram, og á uppdráttum í blöð- unum er víglínan mörkuð örv- um. Þar er og greint frá vopna- viðskiptunum, og það eru þau kynni, sem hinn óbreytti brezki borgari hefir af styrjöldinni. Ef til vill er þetta eitthvað orðum aukið hjá mér, en í að- alatriðum hygg ég, að þetta sé þó rétt. Ég fullyrði þó engan veginn, að fólk láti stríðsfrétt- irnar sig litlu varðá. En þó hygg ég, að óhætt muni að full- yrða, að enginn geti gert sér þess glögga grein, sem nú er að gerast í Evrópu, neroa hann hafi dvalizt þar sjálfur og |H*aEIN ÞESSI, sem er eftir Alan Moorehead, var upphaflega flutt sem er- indi í brezka útvarpið, en er hér þýdd úr útvarpstíma- riíinu, The Listener. Fjallar hún um viðhorfin í Evrópu einkum með hliðsjón af því, sem bar fyrir augu höfundar ins á Ítalíu. Hann líkir Ev- rópu við eyðimörk, og telur að viðreisnarstarfið muni verða miklum erfiðleikum háð. kynnzt að rneira eða minna leyti af eigin raun hyriarstormi þeim, sem steðjar að Þýzka- landi. Styrjaldarárin hafa valdið míklum mun á kjörum þeirra, sem byggja Bretlandseyjar og fá notið öryggis og óttaleysis og hinna, er ala aldur sinn á meginlandi Evrópu og lifa í sífelldum ótta og kvíða. Um þriggja ára skeið, eða þar til hersveitir bandamanna gengu á land á Italíuströndum, hafði Evrópa verið Bretum svo að segja lokuð bók. Þegar her- sveitir vorar höfðu efnt til inn- rásarinnar á Ítalíu, var fólk mjög fíkið í fréttir og upplýs- ingar þaðan eins og menn munu minnast. Og þegar sókn her- sveita vorra á Ítalíu tók að miða örugglega áfram, birtust leyndardómar möndulveldanna okkur hver af öðrum. Við ræddum við alla þá, sem við áttuiri annars kost á — ítali og Þjóðverja, brezka fanga, sem tekizt hafði að flýja, svo og klerka. Svo kom að því, að bandamenn náðu Napoli á vald sitt, og þá komast ég yfir merki- legan fjársjóð, þótt af einskærri hendingu væri. Hermaður, sem ég þekkti, stöðvaði mig dag nokkurn á Via Roma. „Komdu hingað með mér“, mælti hann. „Ég hefi hér nokkuð að sýna þér“. Við fórum inii í stórhýsi þarna í grenndinni, og á borði i herbergi uppi á lofti gat að líta hlaða að ítölskum blöðum. Þar voru fréttir úr öllum lönd- um af meginlandi Evrópu, fréttir, sem lýstu glögglega viðhorfunum í Þýzkalandi, Frakklandi, og á Balkanskaga. Það tók okkur þrjá daga að vinna úr blöðum þessum. Tveir okkar þýddu fréttirnar, en einn maður skrifaði allt hið markverðasta á ritvél. Smám saman birtist okkur við iðju þessa átakanleg mynd af Evrópu undir yfirdrottnun nazista. Þar var greint frá upp- reisnum í Júgóslafíu og Grikk- landi, verkföllum og skemmda- verkum í Ungverjal. og Rúm- eníu, hermdarverkum á Frakk- landi, öngþveiti því, sem loft- árásir bandamanna höfðu vald- ið í Ruhrhéruðunum, hungri og tortímingu. Þetta var áþekkt því að lesa leynilögreglusögu, þar sem sérhver síða greinir frá ógnlegum og ■ átakanlegum atburðum. Raunar ber þess að geta, að hér var um að ræða skuggahlið- ar ástandsins í Evrópu. Frétt- irnar greindu aðeins frá því, sem aflaga fór og teljast hlaut til vandræða. Þetta var mynd, sem hlaut að verða hverjum manni rík í minni. Og hér var ekki um áróður að ræða. Það var eigi til þess ætlazt, að fréttir þessar bærust útlend- ingum í hendur. Þær báru þess augljóst vitni, að síðast liðið haust tók fúa að gæta í lífstré möndulveldanna. Eg á hér eigi við heri þeirra. Ég á hér við hina óbreyttu borgara, sem unað hafa yfirdrottnun Hitlers, fólks þess, er hafði verið neytt til þess að leggja hart að sér v.ið vinnu, spara við sig mat og þola loftárásir og mannfall vegna stríðs, sem það æskti ekki og gerði sér eigi í hugar- lund að lykta myndi með sigri möndulveldanna. Ég hygg, að fréttir þessar hafi einkum ork- að mjög á hug minn vegna þess, að ég þurfti eigi annað en leggja leið mína út á stræti Napoliborgar til þess að sann- færast um sannleiksgildi þeirra. Niðurlag á morgun. Áheit til ÍSlysavarnafélags íslands hafa borizt frá eftirtöldu fólki: Hall- dóru 10 kr., N. N. 30 kr., Fanney, 20 kr., Ónefndum 100 kr., Krist- jáni Jakobssyni 50 kr. og G. S. 100 kr. Samtals kr. 210.00. Beztu þakk ir. J. E. B. ADALFUNDUR Flugfélags íslands H.F., verður haldinn í Oddfellow- húsinu í Reykjavík miðvikudaginn 31. maí n. k., kl. 2 eftir hádegi. Dagskrá: 1 Venjuleg aðalfundarstörf. Stjómin Fatahrelnsun Fatapressun Fljéfnst afgreiðsSa í bænum Sækjum. Laugaveg 7. Seudustt. Kennilukonur Húsmæðraskóla Reykjavíkur vantar á næsta skóla- ári 3 kennslukonur í matreiðslu og 1 í handavinnu (fata- og kjólasaumi). Upplýsingar um launakjör og starf, veitir formaður skólanefndar, Ragnhildur Pét- ursdóttir, Háteigi, sími 3433, og forstöðukona skól- ans, frú Hulda Stefánsdóttir, Sólvallagötu 12, sími 1578. Umsóknir skulu sendar formanni skólanefndar fyrir 20. júní n. k. Skólanefndin. Skrifsfofur bæjarins Austurstræti 16, veróa Eokaóar I dag allan daginn. Borgarstjórinn í Reykjavák. Mosuinpárifstofa lýðveldiskosninganna Hótel Hekiu er ©pin frá kl. 9--22 dag- ' i lega. - Slmi 1S21. INNILEGUSTU ÞAKKIR til allra fjær og nær: félaga og stofnana, samstarfsmanna minna og vina fyrir rausnar- legar gjafir, heillaóskir og hvers konar vinsemd á fimmtugs- afmæli mínu. Hafnarfirði, 19. maí 1944 Kjartan Ólafsson. S ^ HJARTANLEGA ÞAKKA ég öllum, sem minntust mín S á fnmmtugsafmæli mínu með heimsóknum, blómum, skeyt- ^ um og gjöfum. ^ Einar Einarsson Áskriffarsími Alþýðublaðsins er 4908.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.