Alþýðublaðið - 20.05.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.05.1944, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLADID Laugardagur 20. maí 1944. I (Uþtjðnblaðið :5S| Ritrtjórl: Stefán Pétarsson. Bíœar ritstjómar: 4901 og 4902. Sitstjórn og afgreiðsla í Al- þýSuhúsinu við Hverfisgðtu. Otgefandi: AlþýSnflokkurinn. Biznar afgreiðslu: 4900 og 4906. VerB i lausasðlu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan hiL Þagnlð dægnrþras og rfgnr — FYRSTI dagur þjóðarat- kvæðagreiðslunnar um sambandissli'tin við Dan- sniörku og stofnun lýðveldis á ís- landi er í dag. Ein af örlaga- stundum áslenzku þjóðarinnar er upp runnin. Á sOikfi strmdu á allt diægurþras og allur rígur að þagna. Þær ákvarðanir, sem verið er að taka, eiga að vera hafnar yfir allar deilur, enda hafa allir flokkar tekið höndum saman um að leggjast á eitt við iþjóðaratkvæðagreiðsluna, svo ,að hún megi verða öllum heimi sem voldugastur vitnis- burður þjóðarviljaíns, — að ljúka sjálfstæðisbaráttunni nú með full'um skilnaði við Dan- miörku og eftirfarandi endur- reisn lýðveldisins á ílslandi. t dag og næstu daga ætti þjóð in einnig að minnast þess, með hvílíkum einihug alþingi af- greiddi skilnaðarmálið og lýð- veldisstj órnarskrána í hendur hennar, þriátt fyrir harðar und- angegnar deilur hraðskilnaðar- manna og lögskilnaðarmanna um hvorttveggja. Þegar sam- il^amulag hafSl náðist um að þjóðaratkvæðagreiðslan skyldi ekki fara fram fyrr en 20. maí, þegar heimilt væri samkvæmt samibandislag-asáttmálanum, og að frtestað skyldi fram yfir hana að taka ákvörðun um stofndag lýðveldisins, sýndi atbvæða- greiðslan á alþingi. það, sem hér í blaðinu hefir alltaf verið hald- ið f-ram, að um höfuðatriði væri í þ'essum rnálutm enginn ágrein- ingur meðal þjóðarinnar: Allir vildu 'skilnað við Danmörku og st-ofnun lýðveldis ó íslandi, hvort sem iþeir væru h-raðskiln- aðarmenn eða lögskilnaðar- menn. Hvert sæti var skipað á al- þingi, þegar atkvæðagreiðslan um skilnaðinn fór fram, að einu eina-sta undanteknu, sem lengi hafði verið autt vegna vanheilsu þingmannsins, og hvert einas-ta greitt atkvæði um skilnaðartil- löguna var jákvæði. Hún var samþýkkt í einu hlj-óði. Og svo var einnig um lýðveldi-sstjóm- arskrána, þótt harðar deilUr stæðu um einstök atriði hennar fram á síðustu stundu, því að þær voru heldur ekki um aðal- atriðið, — að lýðveldið skyldi endiurrieist, þegar sambandinu befði verið -slitið við Danmörku; um það vo-m allir sammála. Þannig hefir alþingi að minnsta ko-sti í sjálfstæðismáll- inu gefið þjóðinni fagurt for- dæmi,og nú, í dag og þrjá næstu daga, er það hennar, að sýna, að ekki heldur hana skorti ein- hug eða árvekni á þessari ör- lagastund, þegar endu-rheimt sjálfstæðisins, endurreisn lýð- veldisins og álit landsins út á við er undir kjönsókn hennar koanið. Hvaða íslendingur mun á slíkri stundu bregðast kallinu að kjönborðinu? Alli-r verða að Framhald á 6. síðu. Jóhann Sæmundsson: Skulöin uið lanöið. HÁKON BJARNASON skóg- ræktarstjóri telur að gróðurlendi íslands hafi verið um 34 þús. ferkílómetrar í fornöld og hafi um helmingur þe9S verið skóglendi. Nú sé hins vegar svo komið, að gróð- ur klæði aðeins 17 þús. ferkíló- metra lands, en skóg- og kjarr- lendi sé nú aðeins tæpir 1 þús. ferkílómetrar. íslenzka þjóðin stendur því í stórkostlegri skuld við fóstur- jörðina eftir rúmlega þúsund ára ábúð. Ef reiknað er í hektur- um er skuldin þannig: Glatað gróðurlendi alls 1.700.000 hektarar, en eytt skóglendi nem-ur 1.600.000 hekturum að víðáttu. Með öðr- uim orðum: Nálega 1 þúsund og sjö hundruð hektarar gróður- lands hafa breytzt í eyðimörk á hverju ári að meðaltali frá því að ísland byggðist. Manni bregður óþægilega í brún við þessi tíðindi, og ó- sjálfrátt leitar hugurinn að málsbótum, að einhverju, er vegi upp á móti. Og manni verður á að spyrja: Hve mikil ræktun kemur á mó-ti eyðing- unni? Um síðustu aldamót nam túnastærðin í öllu landinu um 18 þúsu-nd hekturum. íbúar landlsins voru þá um 78 þúsund. Hvert mannsbarn á landinu hlaut því um 2000 fermetra túnlendis í arf aldamótaárið. Þegar athugað er, að þetta var arfur, er safnazt hafði á rúm- lega þúsund árum, sést, að meðalaukning arfsins hefur ver ið 2 ferm. — tveir fermetrar — á ári, sé miðað við mannfjöld- ann árið 1900. Mon^roð jörð. Um aldamótin var ræktun- arástand túnanna þannig, að töðufallið var talið 538 þús. hestar á öllu landinu, eða um 12 þús. -kýrfóður. Búfj-áreign landsmanna var þá talin 24 þús. nautgripir, 469 þús. fjár og 42 þús. hross. Töðufengur- inn nægði því aðeins til fóðurs helmingi nautgripanna, eða vel það, en helmingur þeirra, allt féð og öll hrossin urðu að bjargast á útheyi og grasi af óræktarjörð. Frjóefni jarðar eru ekki óþrjótandi, og þegar sífellt er af þeim tekið, án þess að jörðin hljóti nokkuð í stað- inn, ganga þau til þurrðar smám saman. Hungraðar hjarð- ir búpenings þyrma engu. Þær ráðasst -á hvert soltið stná, er þær komast að, rótnaga gróð- urinn og krafsa upp rótarleif- arnar. Þegar slík rányrkja er rekin öldum saman, er náttúru- öflunum auðveldur eftirleikur- inn, og merkin sína verkin eftir hið langa eyðingarstríð. Framfara- og menntamenn ýmsir á 18. öld sáu þó hvert stefndi, og þeir reyndu að vekja áhuga fyrir aukinni rækt un og jafnvel trjárækt, en varð lítið ágengt. Tilraunir danskra stjórnarvalda til að glæða skilning manna á þessum málum hlutu einnig daufar undirtektir. Með tilskipun 1776 bauð danska stjórnin hverjum bónda að slétta 36 faðma í túni fyrir hvern verkfæran heimilismann, og skyldi beita sektum, ef þetta væri vanrækt, en verðlaunum heitið, ef betur var gert. Menn daufheyrðust við tillögum Jóns Snorrasonár sýslumanns um túnrækt og sáð- sléttur, og plógarnir, sem danska stjórnin sendi hingað gefins, munu ekki hafa verið óhreinkaðir til muna í íslenzkri mold. Þeir voru látnir ryðga niður. Varnargarður séra Björns í Sauðlauksdal hlaut nafnið Ranglátur, eins og kunnugt er. Á síðari hluta 19. aldar fór þó að rofa til í þessum efnum. Eyjólfur í Hvammi beitti sér fyrir sandgræðslu í verki, og Sæmundur Eyjólfsson ritaði hugvekjur um jarðræktina, er munu hafa vakið marga af svefni. Tveir danskir menn, Ryder sjóliðsforingi og Prytz prófessor í Kaupmannahöfn, beittu sér fyrir friðun skóg- lendis. En allar framkvæmdir voru þó í smáum stíl. Síranmhvörf, Síðan um aldamót hefur miðað ákveðið að réttu marki, hægt í fyrstu, en hraðar á síð- ari árum. Viðhorf manna til þessara mála eru mjög breytt til batnaðar. Túnastærðin hef- ur tvöfaldazt á þessum tíma eða vel það, sandgræðslugirð- ingar umlykja nú um 40 þús. hektara, en skógræktargirðing- ar um 20 þús. hektara og eru þar af um 3 þús. hektarar skóg- lendi og skógarleifar. Alls eru því um 100 þús. hektarar lands víggirtir á þenn- an hátt og undir vernd manna. Er það !4 hluti af því gróður- lendi, sem í upphafi var á ís- landi. Að öðru leyti liggur landið enn að mestu undir rán- yrkju, og er því í hættu. En rányrkjan er hrein skerðing á frá SíldarverksmSÖfgjim ríkisisis Ákveðið er að starfrækja Síldarverksmiðjur ríkisins á Siglufirði, Raufarhöfn og Húsavík í sumar. Þetta er þó bundið því skilyrði að nægar rekstursvörur fáizt. Greitt verður fast verð kr. 18.00 pr. mál fyrir síldina, en þeir sem þess óska heldur gcta lagt síldina inn til vinnslu og fá þá greiddar kr. 15.30 pr. mál við af- hendingu síldarinnar og andanlegt uppgjör síðar. Þeir, sem ætla að leggja upp afla hjá Síldarverk- smiðjum ríkisins í sumar, þurfa að senda umsóknir um það á skrifstofu vora í Siglufirði eigi síðar en 31. þ. m. 17. maí 1944. SÍLDARVERKSMIÐJUR RÍKISINS höfuðstól landsmanna. Eins og fyrr segir, komu um 2000 fermetrar túnlands á hvern íbúa landsins um síðustu alda- mót, eða blettur, sem nemur hálfri stærð Austurvallar. En stærð alls þess gróðurlendis, sem hefur eyðst síðan á land- námstíð, er rúmlega 4 milljón sinnum meiri, en stærð Austur vallar. Það er því ekki ófyrirsynju, að nú er ráðizt í stofnun Land- græð’slusjóðs íslands, og þeir munu *verða margir, er vilja greiða fósturjörðinni afborgun upp í hina miklu skuld af fúsu geði. En það verður erfitt verk og fjárfrekt að græða hinn blásnu kaun og verja þann gróður, sem enn er til, nema riányrkjan hætti og m-enn hafi réttan skilning á þessum mál- um. Búskapurinn verður að byggjast á ræþtuðu landi, en ekki á eltingarleik manna og skepna við gisin strá, sem blakta eins og sorgarfáni yfir fjöllnum og fallandi gróðri soltinnar jarðar. Til þess að kapprækta jörðina, er oss nauðsyn að hér rísi upp áburð- arverksmiðja hið allra fyrsta, Þið, sem viljið peninga ættuð að athuga það, að sum- arbústaður óskast í nágrenni Reykjavíkur, helzt á fögrum stað, en aðeins á leigu þó svo há leiga sé í boði, að þvínær geti kaup talizt.. Tilboð merkt. „Fantastid,“ sendist afgr blaðsins. nnnEsannmnnn Ofbreiðið AlþýðublaSiS. svo að rányrkja hins ræktaða lands hverfi úr sögunni, fyrst af öllu. En það verður líka að keppa að því að hafa ræktuð beitilönd, og yfirleitt ber að stefna að því, að byggð- án sé þar, sem bezt er að búa og hægt er að veita fólkinu sæmileg lífsskilyrði og þægindi með aðstoð rafmagns og marg- víslegrar tækni nútímans. Von- andi gengur þróunin í þessa átt á næstu árum, en jafnframt verður landgræðslan að verki og skapar smám saman skilyrði. til nýs landnáms. Skrifsfofa slusjóðs verSur í húsi BúnaSarfélags islands kesningadagana (sími 311® ©g SS5S) en eftir þann tíma á Laugavegi 3 í skrifstefu skógræktarstjéra. Stjórn Skógræktarféiags Isiands. Veiðin í Þinavallavafni i s í er byrjuð — Þeir, sem hafa pantað bát, og vikuveiði- V y tíma í Valhöll, vinsamlegast tali sem fyrst við Sigurð V y Gröndal yfirþjón, og ákveði tímann, vegna mikillar ^ eftirspurnar eftir bátum. ■✓•✓»✓»✓•✓*. V S V s s Rennismiðiri ' 2—3 rennismiði geta fengið framtíðaratvinnu í góðu vinnuplássi við fjölbreyttar smíðar. Vélsmiójan Jötunn h.f.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.