Alþýðublaðið - 24.05.1944, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 24. maí 1944.
ALÞYÐUBLAÐIÐ
9
Ferðin tll Háiafjalla og Hflarlinða.
ÞTJSUNDIR brezkra manna
þekkja betur Túnis, Bizerta,
Tripolis og Benghazi en Lundúni
eða Glasgow. Þeir hafa dvalizt
þar og barizt þar. Því fer alls
fjarri, að Benghazi sé dularfull í
augum þeirra. En fyrir hálfri ann
arri öld hljómuðu nöfn þessi
næst ókunnuglega í eyrum
brezkra manna. Allar hættur hins
óþekkta virtust leynast handan
strandar Norður-Afríku. Ef ein-
hver lagði þangað leið sína, hlaut
hann að gera sér þess glögga
grein, að feigð hans kunni að
vera á næsta leiti. Sú var líka
raunin um James Bruce, er hann
hóf leiðangur sinn um þessar
slóðir. Hann lagði leið sína til
fjalla þeirra í Abbyssíniu, sem
nefnd eru Mánafjöllin, svo og
upptaka Hvítu-Nílar.
Fáir menn mun hafa verið
gæddir meiri taugastyrk en James
þessi Bruce. í æsku sinni var
hann gervilegur og glæsilegur
piltur, hár vexti og hraustur vel.
Hann hafði mikla trú á sjálfum
sér og bauð öllum hættum ótta-
laus byrginn. Hann var mjög
hreykinn af því að vera niðji
Róberts konungs Bi'uces. Var
hann hrokafullur? Já, það er
mér næst að ætla. Hann var skap
mikill og ákaflyndur. en þó kunni
hann vel að stilla skap sitt, ef
það átti við eins og raunin hefir
jafnan verið um flesta mikilhæfa
Skota. Það var Halifax lávarður
þeirra tíma, sem beindi athygli
Bruces að Norður-Afríku. Hali-
fax þekkti til æskumanns þessa.
Hann vissi, að Bruce var óeirinn
og þráði mjög að rata í ævintýri
í framandi löndum. Hann hafði á-
vallt þráð að kanna ókuníia stigu,
og Halifax vissi, að það myndi
orka miklu til þess, að hann
gleymdi óhamingju þeirri, sem
hann hafði orðið fyrir skömmu
eftir brúðkaup sitt.
Hin unga kona hans hafði ver-
ið töfrandi fríð sýnum, en hún
missti heilsuna með skjótum og
óvæntum hætti. Læknarnir tölu,
að því aðeins myndi von um aft-
urbata, að hún færi brott ax Skot
landi og settist að á Suður-Frakk
landi, Bruce lét þegar af þessu
verða, en þegar þau komu til
Parísar, elnaði konu hans mjög
sóttin, og þar lézt hún. Bruce var
harmi lostinn, og einhverra or-
saka vegna var útförin vandkvæð
'um háð, svo að hann varð að
velja þann kostinn að jarða hina
ungu brúði sína með leynd í
kirkjugarði nokkrum í París á
iiáttarþeli. Strax og hann hafði
búið henni leg, fór hann brott frá
París í stormi og regni. Þegar
hann kom til Boulogne, var hann
sjúkur maður og lagðist rúmfast-
ur með háan sótthita. Þetta varð
til þess, að hann gekk aldrei heill
til skógar langa hríð. Hefði kona
hans liíað, myndi hann að öllum
líkum hafa gerzt samverkamaður
föður síns í atvinnurekstri hans.
Hann hefði þá ýmist alið aldur
sinn í Lundúnum sem auðugur
kaupsýslumaður eða á Skotlandi
sem lávarður, því að hann varð
brátt eigandi að óðalinu Kinn-
aird í Stirlingssýslu. En nú var
aðeins eitt hlutskipti, sem hann
gat hugsað sér að una — að ferð-
ast. Svo kom að því, að hann
lagði upp í för til Afríku eftir að
hafa hlotið árnaðaróskir Halifax
lávarðar, svo og Georgs konungs
þriðja. Tólf ár liðu, unz hann
steig svo áftur fæti sínum á
brezka grund.
Upptök lýíiar voru um þessar
mundir sú gáta, er lcönnuðum lék
mestur hugur á að ráða. Margir
menn höfðu lagt upp í leiðangra
til þess að freista þess að upp-
götva þennan leyndardóm, en
erfiði allra þeirra hafði til þessa
verið fyrir gýg unnið.
Níl — hið skoluga, dulræna,
skáldlega fljót hinna íornu Faraóa
— hafði tekið hug James Bruces
fanginn. Nú orðið telja allir Bláu
Níl meginhluta fljótsins, og það
má heita skammt síðan menn
röktu hana upp til Viktoríu Ny-
Allir, sem 'hlusta á erlent
klukfcuna frægu í turni b:
slær á klukkut'íima fresti í
ameríska hersveit á göngu
ardegi, sem nýlega var hiaJ
stríðsléni, sem
, sem 'hlusta á erlent
tuna frægu í turni b:
á klukkutíma fresti í
útivarp, kannast við „Big Ben,“
brezka iþinglhússins í London, sem
x brezka útvarpinu. Myndin sýnir
fram hjá „Big Ben“ á fjársöfnun-
haldinn í Liondön í tilefni af nýju
boðið hafði verið út.
REIN ÞESSI er eftir Au-
gustús Muir og var upp-
haflega flutt sem erindi í
brezka útvarpið, en er hér
þýdd úr útvarpsíímariímu
The Listener. Fjallar hún um
James Bruce lávarð af Kinn-
aid, er fyrstur Norðurálfu-
manna lagði leið sína til hinna
fögru og dularfullu Mánafjalla
og Nílarlinda.
1
anza vatnsins. En á dögum James
Bruces töldu menn Hvítu Níl
meginhluta þessa mikla vafns-
falls, og það voru upptök hennar,
sem hann þráði að uppgötva. En
hann varð áð afla sér mikils und-
irbúnings áður en hann legði upp
í för sína. Hann nam læknisfræði
og stjörnufræði. Hann hafði þeg-
ar numið arabisku, frönsku,
ítölsku og frönsku. Nú nam hann
og nútíma grísku, hebresku, sýr-
lenzku, etiópisku, tungu Mára og
fleiri þjóðflokka. Hann hóf för
sína frá Algeirsborg, og þótt und-
arlegt kunni að virðast komst
hann til Abyssíníu, því að hann
braut skip sitt við' Benghazi, og
iðulega slapp hann nauðulega
við það að vera ráðinn af dögum.
En honum auðnaðist að komast
þangað heill á húfi — til lands
ryksins, fjallanna og leyndar-
dómanna. Æðsti maður á þessum
slóðum varð næsta hrifinn af hin
um unga og gervilega Skota. Hin
sama varð raunin um konung
landsins. Bruce réðist í þjónustu
konungsins, og áður en langt um
leið var hann önnum kafinn að
þjálfa her hans. En höfðingi nokk
ur, Fasil að nafni, reyndi að gera
honum hvern þann’ óleik, er hann
mátti. En í herför, sem brátt var
farin, gat Bruce sér hinrt bezta
orðstír. Það varð til þess að Fasil
hvarf frá fjandskap sínum við
hann, gerðist góðvinur hans og
veitti homim allt það fulltingi, er
hann mátti, þá Bruce undirbjó
leiðangur sinn til Nílarlida.
Hann lánaði honum meira að
segja hest sinn, er var hvítur að
lit og stólpagripur hinn mesti.'
Hann gaf Bruce það ráð að láta :
hest þennan fara fyrir leiðangr-
inum og taldi, að þá myndi förin
um hið hrjóstruga og torfæra
land ganga að óskum.
För þeirra félaga hafði ekki
staðið nema nokkra daga, er þeir
gáfu því gætur að viðsjárverðir
menn ýmissa þjóðflokka hrukku
þegar til fjalla, erþeir-urðu ferð-
ar þeirra varir. Þeir félagar
hugðu þá í fyrstu hrædda, en
Bruce komst brátt að raun um
það, hvað þessu olli. Menn hinna
ýmsu þjóðflokka, sem höfðu kom
ið á vettvang til þess að leggja
til atlögu við hina ókunnu ferða-
langa, hugðu, að Fasil væri hér
sjálfur á ferð og væri erindi hans
það að krefja þá um skattgreiðsl-
ur.
Það var mikilfenglegasta stund
líf Bruces er hann kom að upp-
tökum Hvítu Nílar. Þau reynd-
ust vera í stórri kvos, þar sem óx
þéttur gróður. Hann steig af baki,
frá sér numinn af fögnuði, og
hugðist hlaupa niður brekkuna,
þegar einn förunauta hans tjáði
þonum, að hann yrði að draga skó
sína af fótum sér, því að hér væri
heilög jörð. Hann gerði sem hon- 1
um var boðið, gekk því næst til
lindarinnar, þar sem hin mikia
elíur spratt fram, og stóð þar
góða stund hljpður og hrifinn. Ér
hann kom til þorps nokkurs
þarna í grendinni, var honum
vísað til húss mann þess, er var
klerkur þar á staðnum. Hann
nefndist Kefla Abay, þjónn fljóts
ins. Þorpsbúarnir auðsýndu hon-
um mikla virðingu, því að hann
ákallaði og tilbað guð fljótsins.
Bruce komst að raun um það, að
þarna var haldin mikil friðarhá-
tíð einu sinni á ári hverju. Allir
þjóðflokkar ‘ þarna í grenndinni
söfnuðust þá s’aman í þorpi þessu,
færðu fórnir og jÖfnuðu deilur
með friðsömum hætti. Bruce
hlaut þarna frábærar viðtÖkur, og
þegar hann liélt brott, fylgdu hin-
ir ungu menn þorpsins honurn á
leið, vopnaðir lensum og skjöldum
eins og' um heiðursvörð væri að
Frh. af 6. stthi.
Enn um verðlagsskrár í veitmgahusum —
eitthvað í ólagi — Um íslenzka konu, sem íslenzkt
Gleymdi. — Bréf frá „Hjalta.“
IC' NN ER MÉR skrifað um nauð-
3 syn þess, að nú þegar séu
settar upp verðlagsskrár á veit-
ingastöðum úti um land. Sumar-
ferðalög eru byrjuð, og er sagt að
verðlag sé furðulega misjafnt á
þessuin stöðum og engum reglum
fylgt um það.
ÞAÐ VIRÐIST eitthvað vera í ó-
lagi méð það malbik, sem borið
hefur verið á götur, sem gert
hefur verið við í vor. Hitar hafa
ekki verið miklir, enn sem komið
er, en fyrir nokkrum dögum kom
þó allmikil hlýja og þá varð fólk
að vaða í bráðnuðu bikinu — og
svo að segja ómögulegt varð fyrir
bifreiðar að aka um það. Hvað
veldur þessu?
„KJALTI“ SEGIR í bréfi: „Ég
vissi það fyrir, að tillagan um að
nota Höfðahverfistúnið handa al-
menningi, hlaut að koma við ltaun
núverandi umráðamanns. Slíkt er
eðlilegt, enda þótt mig minni að
túnið sé gamalt, og þá margbúið að
borga kostnað hins óforsjála rækt-
unarmanns, er eigi gat séð það
fyrir, að fólki, og þó einkum börn-
um, er það eins mikil lífsnauðsyn
og hin ágæta mjólk, að komast
hindrunarlaust á gras til að njóta
sólar og sumars. Tel ég að einka-
hagsmunir S. eigi minni rétt á sér
en nauðsyn fjöldans, enda líklegt,
að túnið verði brátt af honum tek-
ið hvort sem er, annaðhvort undir
hús, eða að því verði breytt í
skemmtigarð handa bæjarbúum."
„Á MEÐAN þetta eigi kemst í
framkvæmd, mætti miðla málum
við S., þann veg, að hann fengi að
halda megin túninu (niður að langa
skurðinum) fram að slætti. En er
slátur hefst, verði S. skyldaður til
að þiggja vinnu allra sjálfboðaliða,
er bjóðast við þurrkun heysins, á
aldrinum 7—16 ára, enda leggi
bærin til hrífurnar. Túnið verði
svo frjálst almenningþstrax í slátt-
arlok.“
„HINN HLUTA TÚNSINS, þar
sem hrossunum var beitt í fyrra,
ætti bærinn að taka strax handa
almenningi, en banna umferð nokk
uð fram eftir vori, meðan grasið
er að gróa nægilega túninu til
hlífðar. Gætum við S. þá væntan-
lega báðir orðið ánægðir með
málalok.“
„KONA“ skrifar mér: „Morgun-
blaðið birti nýlega greinakorn. Er
þar skýrt frá því að víðlesið ame-
rískt tímarit, „Victory“, hafi ný-
lega birt myndir af listaverkum
eftir nokkra íslenzka listamenn. Ég
býst við að grein þessi hafi veitt
lesendum óblandna ánægju, því að
hversu sundurleitir, sem við ís-
lendingar erum á vettvangi okk'ir
eigin dægurmála, þá gleðjumst við
öll yfir hverri frægð, sem landar
okkar hljóta meðal hinna stóru
þjóða. Sjálf hafði ég með gleði séð
Og lesið þetta umrædda tímarit,
Þess vegna varð frásögn Morgun-
blaðsins mér talsverr undrunarefni.
Hvers vegna birti það ekki nafn
þeirrar einu konu, sem hlaut þann
heiður að vera meðal þeirra fáu
listamanna, sem ameríska tímnrit-
ið nafngreindi?“
„Á SÖMU SÍÐU og myndir Ein-
ars Jónssonar eru birtar, er stór
mynd tekin úr sýningarskálanum
ogi eingöngu miðuð við höggmynd
Gunnfríðar Jónsdóttur, þótt þar sjá
ist einnig fleiri listaverk. Undir-
skrif myndarinnar er þessi: „Dom-
inating the sculpture exhibit is
Gunnfríður Jónsdóttir statue of a
woman from Icelandic legeno. Who
appers with crass in hand to guide
mariners“. Á íslenzku: „Sú högg
mynd á sýningunni er vakti mesta
athygli, var eftir Gunnfríði Jóns-
dóttur — af konu tekinni úr ís-
lenzkum þjóðsögum, ber hún kross
í hendi til leiðbeiningar sjófarend-
um.“
„ÞVÍ MIÐUR hafa íslenzkar kon-
ur ekki borið gæfu til þess að
vera nógu samtaka til varnar frelsi
okkar og rétti á umliðnum löldum,
annars myndi nú fleira markvert
vera til athugunar í okkar óskráðu
þroskasögu, En svo einlægan sam-
hug eigum við nútímakonurnar, að
þegar réttur einnar kynsystur okk-
ar er fyrir borð borinn, þá rjúfum
við þögnina til varnar .Gunnfríðux
Jónsdóttir á sérstæðari listamanns
feril að baki en nokkux annar ís-
lenzkur listamaður eða kona. Það
virðist því ómaklegt, að íslenzkt
blað skuli gjalda þögn við þeim
lofsamlegu ummælum, sem hið
ameríska tímarit hefir um verk
þessarar konu, á sama tíma sem það
birtir nöfn allra hinna, sem tíma-
ritið tilgreinir."
BYGGINGARSAMVINNUFÉLAG REYKJAVÍKUR
Tvö hús félagsmanna eru nú boðin til sölu:
1. Húsið nr. 192 við Hringbraut. Tvö herbergi og eldhús laus
til íbúðar.
2. Hálft húsið nr. 4 við Guðrúnargötu. Fjögur herbergi og
eldhús laus til íbúðar í vor eða sumar, eftir samkomulagi.
Þeir félagsmenn, er kynnu að hafa hug á að kaupa, eru
beðnir að senda umsóknir til félagsstjórnarinnar fyrir 30. þ. m.
Nánari upplýsingar má fá hjá Elíasi Halldórssyni, (simi
1072), kl. 2—3, næstu daga.
Reykjavík, 22. maí 1944.
STJÓRNIN.
áUGLÝSIÐ í ALÞÝÐUBLAÐINU