Alþýðublaðið - 31.05.1944, Blaðsíða 8
ALÞTÐUiyypifL
MiðrilradaKni 31. miú 1941.
STIGAMENN
(Tlie Desperadoes)
ÍSpennanjdi mynd á eðlileg-
|um litum úr vesturfylkjum
Bandarxk j anna.
Randolph Scott
Glenn Ford
Claire Trevor
Evelyn Keyes
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð fyrir börn innan
14 ára.
Jacaré
Meinvsettur frumskóganna
Barnasýning kl. 3
EAðgangseyrir 1 króna
M
FRÁ ALÞINGI
ÞEGAR ÚTVARPAÐ var frá
Alþingi umræðum um fjárlög
fyrir árið 1944, blöskraði ein-
um góðum norðlenzkum hag-
yrðingi svo, að hann kvað:
Út úr hlóðum alþingis
eiturflóðið rennur,
í þeim glóðum eins og fis
auðna þjóðar brennur.
Annar hagyrðingur norð-
lenzkur á mjög bágt með að
heyra pólitíska leirkerasmiði ó-
kalla sannleikann til stuðnings
sínu máli. Er hann hlýddi á út-
varpsumræður frá alþingi,
fannst honum einn þingmanna
misnota nafn sannleikans all-
freklega og varð að orði:
Gaular Jóseps gullkálfur
gegnum útvarp, mannýgur,
auðvaldsboli ágætur
Einar málasannleikur.
* * *
BARKAKÝLIÐ.
Siggi og Óli voru einu sinni
að ræða um, hvers vegna barka
kýlið væri kallað „Adams-epl-
ið“.
„Veiztu það ekki, „hlandaul-
inn“ þinn“, segir Siggi, „af
hverju það er kallað þessu
nafni? Það er í minningu um
það, þegar Adam beit Evu á
barkann, eftir að hún hafði
narrað hann til að éta eldsúr-
an eplisgrænjaxlinn.“
* * *
FLEST er útlendum manni
falt sé hann frakkur.
ICK
slraumi irlaeanua
vélar handa Frökkum. Það var
líka orðrómur á kreiki um það,
að þýzkir njósnarar væru um
borð, og nokkrum vikum síðar
las ég í blöðunum, að eldur
hefði komið upp í þessu skipi,
þar sem það lá í höfn, og það
brunnið til kaldra kola. Ég
minnist þess, þegar ég dansaði
við fyrsta liðsforingjann á
spegilgólfi skipsins, og allt í
einu kom maður, sem ég ekki
man hvað hét, og stöðvaði okk-
ur. Andlit hans var fölt, og
hann sagði á frönsku: Þjóð-
verjar hafa farið inn í Prag. Ég
man eftir fyndninni um Hitler
og nazistana, sem allir höfðu á
hraðbergi, og hvernig sérhver
maður á gangstéttunum í París
og í skemiíitigörðunum í Lond-
on sagði, að það yrði að stöðva
þennan náunga, hann Hitler.
Maginotlínan var enn óvinn-
andi, franski herinn ósigrandi.
Hægt væri að veita vatni yfir
Holland á fáum klukkustund-
um og drekkja þannig þýzkum
innrásarher á svipstundu. í
Hyde Park var farið að grafa
skotgrafir og leika sér að því,
að byggja örlítil loftvarnabyrgi.
Hver einasti maður, karlar,
konur og börn, vissi, að stríðið
var yfirvofandi, en enginn
vissi, hverrar tegundar það
myndi verða að þessu sí
Enginn óskaði eftir þessu stríði,
en enginn vissi með hvaða
hætti ætti að koma í veg fyrir
það. Við ókum bara niður
bratta brekku með hemlana í
ólagi og þrástörðum á ,cfð”
beygjuna, þar sem lokaslysið
myndi henda.
Og meðan þetta allt henti
veröldina, tók ég að festa ást á
pilti, sem var fimmtán árum
yngri en ég sjálf. Ef það er
nokkuð eins ákaft eins og fyrsta
ástin, þá er það síðasta ástin.
Þegar maður er ástfangin í
fyrsta sinn, er allt einstætt og
án samanburðar. Það er ekki
við að styðjast neina revnslu,
sem geti gefið hugmynd um
það, hve ástin er brothætt. Það
er ekki skuggi af tortryggni í
fyrstu ástinni. Ekki gagnvart
okkur sjálfum, ekki gagnvart
elskhuganum og allra sízt gagn-
vart ástinni. En Iþað er beisk
ánægja að vera ástfangin
í sáðajsta sinn. Ég þekkti
upphafið, hámarkið og endinn,
og ég óskaði ekki eftir neinu
af því. Ástríður eru alltaf til
óþæginda, en hálfu meira, þeg-
ar maður er komin yfir fertugs-
aldurinn. Ég vissi þetta. Ég
tjáði sjálfri mér það á hverj-
um morgni, um miðjan daginn
og á kvöldin. En það var áleitin
löngun, sem hvíslaði og söng:
Aðeins einu sinni enn, í síðasta
skiptið, alsíðasta skiptið, að
gefa sig þessu á vald. Ég hafði
aldrei verið vön að fara heim
I fyrr en buið var að skjóta öll-
’ um flugeldunum og síðasti
flugeldurinn hafði sundrazt í
ótal stjörnur uppi í loítinu. Ég
(hafði verið ástfangin eins lengi
og ég mundi eftir rnér, allt
aftur tij þess tíma, þegar ég var
fjögurra ára og sat á hnjám
hins myndarlega Ágústs, her-
mannsins úr Jífverðinum. Þegar
því að ég varð ástfangin í síð-
asta sinn, var ég næstum því
þakklát, af því að það var í
samræmi við hætti mína og
gaf mér til kynna, að ég væri
þó enn á lífi, og auk þess þurfti
enginn að vita þetta. Ég hefi
séð dansmeyjar frá Kúba, sem
þrátt fyrir ofsafengnar hreyí-
ingar sínar 'báru glas fullt af
vatni á bcfðinu meðan þær
dönsuðu, án þess að nokkur
dropi skvettist út yfir barma
glassins. Þannig þóttist ég hafa
varðveitt ihina heimskulegu ást
mina þessa mánuði, mjög örugg
lega, þannig að ekkert hefði
gusazt út úr.
— Ég kynntist ihinum unga
bróður yðar á gærkveldi, sagði
Mikael, þegar thann hitti mig
hjá myllunni og ég var að svip-
ast utm eftir húsnæði. — Við
skiptum á grammófónplötun-
um okkar og héldum ágæta
hljómleika ó svölunum.
— Já, Mikael sagði mér frá
því. Ég er yður þakklát fyrír
að hafa verið honum til skemmt
unar. Hann var mjög glaður
ytfir þtví.
— Það er mjög skemmtileg-
ur piltur, bróðir yðar.
Ég roðnaði, reiddist við sjálfa
mig og roðnaði enn meira. —
Hann er ekki bróðir minn, hann
er sonur minn. Yngri sonur
minn, sagði ég.
— Oh--------sagði Kristófer.
— Ég skil. Mér datt það ekki í
hug. Þér hljótið að hafa verið
mjög ung, þegar þér giftust.
— Ég get nú ekki beinlínis
fullyrt að mér hafi verið nauðg-
að, þegar ég var þrettán ára,
sagði ég. Kiistófer lét sér ekki
bregða, svo var hamingjunni fyr
ir að þakka, heldur kímdi. Við
litum hvort á annað og hlógum.
Þetta var á fyrsta skipti, sem
ég hitti hann í dagsljósi.
Allt í einu virtist sólin óþægi-
•lega björt, og mér tfannst sér-
j hver hrukka í andliti mínu eins
i og djúp gjó. Mér fannst ég vera
■ eins og svolítil ögn af
einhverju undir smásjá. Eg vildi
| óska, að hann hefði ekki gler-
augu, hugsaði ég.
— Mikael sagði mér, að þér
væruð að svipast um eftir húsi.
Funduð þér nokkuð? Ég er
hnæddur um, að það sé ekki mik
il völ ó slíku á Staufen.
— Ég er einmitt,að fara upp
á hæðina til að líta á húsið, sem
ítalirnir tveir fluttu úr. Fólkið
í myllunni lét mér lykilinn í té.
n NYJ* BfO C j B fiAMU BfO S& f„Bros geptn tári (Smilin’ Through)
1 Ráðkæns sláiican
I j ! Metro Goldwyn Mayer i
f(Thie Anmzing Mrs Holliday)) jsöngvamynd, tekin í eðlileg 1
1 um iitum.
1 Skemmtileg söng\'amynd f AÖalhlutverk leika Jeanette MacDonald
með Brian Aheme G«ne líaymímd
Deanna Dtirbin Sýnd kl. 7 ©g 9
Barry Fitzgerald Kl. 5:
Arthur Treacher Hfðurrifsmennirnir I
I 1 Wrecking Crew
1 Sýnd kl. ö, 7 og B. Rickard Arlen Chester Morriss
jBönnuð bömum innan 12 ára|
— Er yður sama, iþó að ég
labbi með? sagði Kristófer.
Vissulega var mér það ekki á
móti skapi, að hann yrði mér
samíerða upp hæðina.
Okkur lét alltaf svo vel að
ganga saman, var það ekki,
Kxis, vinur minn? Við töluðum
ekki mikið saman á þessari
fyrstu, stuttu gönguferð okkar.
Við bara gengum og genguan, og
okkur leið vel. Eftir nokkra
stund leizt þú niður til mín og
brostir með pípuna milli tann-
anna, og þú sagðir: — Eruð þér
þjálfaðar i göngu?
— Nei, engan veginn, sagði
ég. —«Hvers vegna spyrjið þér?
— Venjulega er ég alltof skref
langur, þegar ég geng með kon-
um; en þess gætir ekki, þegar
ég geng með yður. Þér gangið
eins og karlmaður.
— Já, ég veit það. Það olli móð
ur minni þungbærum óhyggjum,
þegar ég var barn, sagði ég.
MEÐAL BLAMANNA
EFTIE PEDERSEN-SEJERBO
enn. Seinna máttu svo fara að vinna. Annars ertu ágætasta
bogskytta.
Hann roðnar af stolti.
— Jæja. Hver hefir sagt það?
— Wilsoh vinur þinn. Og fyrst þú ert svona góð skytta,
þá vildi ég fá nokkrar svansúíur. Svansúlnasteik er kjör-
fæða. Fuglarnir eru við litla fjallavatnið. Þú getur látið
bræður mína vísa þér á vatnið.
— Þú skalt fá þær strax á morgun.
— Það verða þá ekki svansúlur, sem þú hefir skotið.
Hann ætlar að sýna henni, hvernig hann geti hreyft
höndina og fingurna að vild sinni, og hann reynir að’ taka
upp grein, sem liggur á jörðinni, en gerist náfölur og skelf-
ur um allan líkamann.
— Nei, ég verð víst að bíða eitthvað enn, segir hann
dapur í bragði. — En Alísa, þú lofaðir að segja mér eitthvað
um þig sjálfa.
Hún grípur hann þegar á orðinu til þess að reyna að
drepa hinum dapurlegu hugsunum hans á dreif.
— Já, það er nú í rauninni lítið að segja umfram það,
sem þú veizt þegar. Við komum hingað sem sagt, þegar ég
var bam að aldri. Ég man óljóst eftir hinni skemmtilegu
ferð okkar og komu til villimannanna, sem annars reyndust
okkur beztu vinir frá þeirri stundu, er þeir sáu okkur fyrsta
sinni. Pabbi vildi fara sem lengst upp í land til þess að hitta
fyrir fólk, sem ekki hefði spillzt af kynningunni við hvíta
menn. Hann þreyttist aldrei né lét bugast, ekki einu sinni,
þegar móðir mín dó. Ég held meira að segja, að harmurinn
hafi aukið krafta hans, en sjálf ætlaði ég að örvinglast af
YNDA
SAQA
í FLUTNINGAFLUGVÉUNNI
,,Við eruim tilbúrxir til að leggja
af stað.
KATA: „Öm minn, etf ég bar*
viissi! Ó, ef ég fengi aðeins að
sjá þig í svip!“