Alþýðublaðið - 08.06.1944, Síða 6

Alþýðublaðið - 08.06.1944, Síða 6
I * FiÉuntndagur 8. júm 1<544» Myndin er tekin víð heræfingar í Ameríku; en nú síga^ hundruð og þúsundir hermanna í fallhlífum til jarðar að baki vígstöðvum Þjóðverja á Ermarsundsströnd Frakklands. Frh. af 3. síðu.;u inu. Sperrle stjórnar flugsveit- unum. iÞýzJsi útvarþg|fyrirlesarinn Sertorius viðurkenndi í gær, að bandiamönnum hefði borizt veru legur liðsauki. Enda hafir það verið upplýst í London, að stöð ugur straumur sprengju- og sviiflflugvéla hafa sést á ferð yf- ir sundið í fyrrinótt og flutt ó- grynni liðs og hergagna til Qherbiourg-skaga. Viiliingásveitir Breta (com- mandos) og Bandaríkjamianna (Rangers) hafa verið athafna- sarnar og átt drjúgan þátt í því að komia á sambandi milli hinna ýmsu hersveita, sem gengið hafa á land á söndunum málli Le Havre og Cherbourg. Fjöl- mörg herskip, þar á meðal ein- hver mestu orrustuskip Breta og Bandaríkjamanna voru til aðstoðar er landgönguherinn gekk á land. Er sagt, að um 60% skipa þessara séu brezk, en hin amerásk, hoDenzk, frönsk, grísk eða norsk. Meðal orrustuskip- anna eru amerísku skipin „Ark ansas,“ „Texas‘ og „Nevada.“ Hið síðast nefnda varð fyrir miklum spjöllum í árás Japana á Pearl Harbor 1941, en hefir síðati hlotið gagngeröa viðgerð. Bandamenn hafa gert gífur- legar loftórásir á ýmsar helztu samgöngumiðstöðvar Þjóðverja brýr og þjóðvegi. í hernáðartil kynningu Eisenhowers var'sagt frá því ií gærkvöldi, að einkum hefði verið ráðizt á járnbrautar lestir, loftvarnabyssustöðvar og aðra staði, sem Þjóðverjum eru nauðsynlegir í iþessum átÖkum. Þá hefir verið tilikynnt, að mjög mikilVægur fundur hafi verið hal|dinn í Saðalbækistöð Eisenhowers. Þar voru viðstadd ir þeir Churchill, de Gaulle, Antíhony Eden. og Jan Christi- an Smuts, forsætisráðherra Suð ur-Afriíku. Fregnritari, sem staddur er ,á landgöngusvæðinu befir lýst ! að nokkru þegar sumar Banda- rikjabersveitirnar gengu á land. Sagði hann meðal annars svo frá, að um það bil 6000 innrás- arskip hefðu flutt hermennina til lands samtíímis því, sem orr- ustuskipið „Arkansas,“ sem áð- ur en að vikið, svo og tvö frönsk beitiskip, hófu ákafa skothríð á strandvirki Þjóðverja. Borgin Bayeux á Cherbourg- skaga, sem bandamenn tóku í gær, er fyrstia iborgin, sem þeir hafa tekið. — Hiún er forn- fræg borg, og liggur á járnbraut arlínunni frá Cherbourg til Par- dsar, sömu línu og borgin Caen, sem mikið hefir verið barizt um, bæði í gær og fyrradag. Frh. af 3. síðu. liöi, en þeim var öllum 'hrund- ið, að því er segir í fréttum frá Moskva í gær. Að öðru leyti er fátt frétta frá Rússlandi og virð ist afstaða herjanna að mestu óbreytt eftir bardaga síðustu sólarhringa. Frh. aí 3. síðu. eins og menn muna, næsta slyngur herstjórnandi þegar hann stjórnaði Afrikakorps Þjóðverja á Libýu og Tunis á siínum tíma, enda þótt hann faeffði ekki getað staðið iþeim Montgomery og Alexander á sporði. NÚ FÆR ROMMEL enn að spreyta sig við Montgomery, og verður fróðlegt að vita, hver úrslit verða. Ef að lík- um lætur mun Montgomery ekki foregðast því trausti, sem þorrinn af íbúum Evrópu ber til hans í þessum mestu hernaðaraðgerðum veraldar- sögunnar. Fsf*. aff 4. rifcj Þegar loks er að því komið, að brautryðjendur þilskipanna hefja sjávarútveg íslendinga á nýtt stig, eiga þeir hvað harð- asta baráttu við slen og sljoleika almennings. — „Hér held ég að aldrei komizt á þi’lskipaútveg- ur almiennilegur11, segir í bréfi að austan „Hammer var bér með itívo þiljutoáta í fyrra, en féfck Æáa menn, nema þlá Dönsku. iFlestum nér þykir voðalegt að hugsa ti:l þess að drukkna á svo stóruim skipum.“ — Það er ékki án tilefnis, er Jónas Hallgríms- son fcvað í hláði um þjóð sína árið 1839: 'Mér hefir verið sagt í svip, að sig faún taki að ygla, og ætli nú að eignas-t skip, iþótt enginn. kunni að sigla. Þjóðin sú hin sama og for- ustu hafði í siglingamálum á 10. og 11. öld, þegar Grænland fannst og Ameríkíi, var svo reytt og rúin, að öldum saman átti hún engan mann, sem kunni að sigla, og enga fríða gnoð, semdesið gat hafið. — En á 19. öldinni öndverðlega urðu þátta- skiþti í þessu efni. Þjóðin tók að rísa úr dái, og framfarir urðu í flestum greinum. Einna stór- stígastar urðu þær til sjávarins, enda hefði íslendingum aldrei tekizt að rétta við eftir áþján margra alda, ef þeir hefðu hald- ið áfram að „dorga dáðlaust upp Við sand“. Fyrst komu þilskip- in, síðan togararnir og vélskip- in, ennfremur gufuskip til kaup ferða milli landa. Er af öllu þessu mikil saga og merkileg. Eitt hið ánægjulegasta við þess- ar framfarir allar var það, að sjómennirnir íslenzku reyndust fyllilega vaxnir þeim vanda, sem lagðist þeim á herðar. Hafa þeir sýnt það þrásinnis, að þeir standa útlendingum fullkom- lega á sporði, svo að ekki sé meira sagt. Má nota þau orð um sjómannastétt vora, sem Sturl- unga hefir um lið Þórðar kak- ala í Flóabardaga, en þar var hver maður öðrum kænni. En því kemur mér Flóabardagi í hug, að eftir réttar þrjár vikur eru liðin 700 ár síðan fram f ór eina sjóorustan, sem íslending- ar hafa háð. Þá bárust á bana- spjót fræknustu og mikilhæf- ustu forustumenn þjóðarinnar, en gáðu þess ekki, að þeir lékú gálausan leik með fjöregg sjálf- stæðis og frelsis. Yfir hráskinna leik höfðingjanna íslenzku þrumdi erlendur valdhafi, og beið þess með glott á vörum, að þeir glopruðu fjöregginu úrhönd um sér. Honumvarðaðósk sinni. Um nær sjö alda skeið hafa landsmenn sopið seyðið af at- ferli hinna misvitru höfðingja á SturlungaÖld, sem ekki kunnu að gæta þess dýrindis, sem. þjóð in átti bezt í eigu sinni. Um þessar mundir eru merki leg tímamót í sögu vorri, ís- lendinga. Eftir meira en hundr- að ára sjálfstæðisbaráttu stönd - um vér nú við það takmark, að hljóta ytra tákn þess fullveldis, semglataðist árið 1262. Sjálfsagt hefðum við allir viljað að öðru vísi væri umhorfs í heiminum, en verið hefir um skeið, á þeirri hátíðlegu stundýer oss falla í skaut ávextirnir af starfi vorra beztu manna. En slíku fáum vér ekki ráðið. Hitt var oss í lófa lagið að sýna öllum heimi vilja vorn til að ráða einir eigin rnál- um, og það höfum vér nú gert svo skorinort og myndarléga, að lengi verður munað. — Nú er sá hluturinn eftir, að sýna hitt og sanna, með stjórnarfari voru og starfi öllu, að vér séum frelsisins verðir, kunnurn með það að fara, geturn varðveitt það og ávaxtað og látið alla njóta. Til eru raddi'r, sem segja, að vér séum þeir dauðans aum- ingjar og ráðleysingjar, að þetta muni aldrei takast. Sjómenn! íslendingar allir! Slíkar raddir skulum vér eftirminnilega láta sér til skammar verða! Vér erum auðug þjóð, fslend- ingar. Ekki á ég þar fyrst 'og fremst við innstæðurnar í er- lendum bönkum, þótt góðar séu, enda mun höggvið í þær ærið skarð þegar búið er að endur- nýja allt það, sem úr sér hefir gengið á stríðsárunum. En vér eigum þrjú mikil dýrmæti.ein- hver auðugustíi fiskimið veralc5 ar, gnótt orkugjafa, og — hvao sem hver segir -— góðan stofn, gott fólk. — Á 19. öldinni end- urfæddist þjóðin. Þá reis hún upp, eins og kolbíturinn úr öskustónni, og hefir síðan sótt fram gædd fjöri og galsa æsk- unnar. Það má vera, að hún stigi öfugt spor öðru hverju, en í höfuðdr; ttum er leiðin mörkuð fram til nýrra sigra, með ljóð Jónasar I íaligrímssonar í hverju brjósti, ævistarf Jóns Sigurðs- sonar að leiðarstjörnu og ís- lenzka fánann við hún. ■ * * Mér dettur ekki í hug að segja, að efling íslenzka sjávar- útvegsins sé hið eina nauðsyn- lega, sem þjóðarinnar bíður á næstu árum. En hitt hika ég ekki við að fullyrða, að íafi er nauðsynlegra en það. — Auð- legð sjávarins i kringum landið gerir eyjuna okkar' byggikgá. Sú auðlegð er svc mikil, að húi skapar nær ótæmandi m igr.leika til framleiðslu matvæla, þegar vísindi og tækni hafa verið tek- in til hlítar í þjónustu útvegs- ins. Ég sé í huganum allan þann fiskiðnað, sem á fyrir sér að rísa hér upp eftir stríðið, og skapa þúsundum manna og kvenna á- gæta atvinnu. Mér verður hugs að um framtíðardrauminn, sem ef til >vill rætist áður en langii tímar líða, þegar stórar flutn- ingaflugvélar halda af stað morg un hvern með margar smálestir af fiskflökum til hinna nálæg- ari viðskiptalanda. Ég sé hvern- ig skipastóll íslendinga gjör- breytist á skömmum tíma. Hent ugir, vélknúðir fiskibátar af beztu tegund mynda grundvöll atvinnulífsins í hverju þorpi. Stórir togarar kljúfa öldur Jökuldjúps og Halamiða, búnir öllum þéim vélum og tækjum, sem tæknin þekfcir bezt. Glæsi- leg kaupför plægja úthöfin, með fána vorn við sigluhnokka, og brúa veglausar víðáttur milli landa. Takmarkið er það, að hvert íslenzkt skip verði Stíg- andi, sem lesi hafið með tign og virðuleik. í dag hafa íslenzkir sjómenn haldið kátíð. Flesta daga ársins vinna þeir hörðum höndum og leggja á sig vos og vökur. Fang- brögð við Ægi hafa hrist úr þeim vesöld alla og kveifarskap. Ég er þess fullviss, að sjómenn irnir eru traustur stofn, og munu ekki láta sitt eftir liggja í þeirri sjálfstæðisbaráttu, sem nú verður að hefja og aidrei má linna. Þar á ég við baráttuna til viðhalds formlegu sjálfstæði og .efljngar raunverulegs sjálfstæð is, innra jafnt sem ytra. Sjó- menn rnunu minnast þess, sem öllum íslendingum ber að hafa 1 huga, að starf og stefna beztu sona þjóðarinnar frá upphafi til þessa dags, leggur hverjum manni þunga skyldu á herðar, þá skyldu, að bregðast ekki hin um íslenzka málstað, i heldur standa trúan vörð um heiður landsins og sóma. Til þess orti Jónas sín þjóð- frægu ljóð, til þess er Jón Arason dáinn! ýtsvars- ©g skattakærar skrifar * PÉTUR JAKOBSSON Kárastig 12. Sími 4492 Ver$ fjarverandi frá og með deginum í dag til 7. júlí n. k. Sjúkrasam- lagssjúklingar eru beðnir að snúa sér til Bjarna Jónsson- ar læknis, Öldugötu 3. Við- alstími Bjarna er frá 2—3, k.ugardaga 11—12. Sími 2286 og 2472 (heima) Snorri Hallgrímsson óskast til morgunverka -— herbergi getur fylgt. Upp- lýsingar hjá Hákonsson, Laufásveg 19. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Frh. af 4. síðu. er víst að aldrei í sögu veraldar hefir slík innrás sem þessi átt sér stað. Innrásin er djarfasta hernað- araðgerð, sem nokkru sinni hefir framkvæmd verið, en til þess að hún yrði framkvæmanleg, þurfti gífurlega umfangsmikinn viðbún- að, sem staðið hefir yfir árum sam an. Síðustu tvö árin hefir innrás- in vofað yfir. Nú er teningnum kastað, og afdrif innrásarliðsins ráða úrslitum styrjaldarinnar að fullu og öllu. Misheppnist mnrás- in verður stríðið langt og erfitt, en til þess eru litlar líkúr. Hitt er miklu sennilegra að innrásin sé upphaf enn harðari viðureignar, harðari og heiftúðlegri bardaga en dæmi eru til.“ Sá þáttur styrjaldarinnar, sem nú er hafin, er tvímæla- laust einn allra mikiivægasti þáttur hennar. Það er því eng- an veginn að furða, þótt menn bíði tíðinda af honum með nokkurri óþreyju og hann verði tilefni til margvíslegra hugleið- inga og bollalegginga. 'i Frh. af 5. síðu. urnar hafi ekki látið stjórnmál in til siín taka eins mikið og ætla mætti, en þess má geta, að fram farirnar, á vettvangi félagsmál- anna haifa reynzt margar og imerkar eftir að kosningaréttur og kjörgengi kivenna komst á. Þegar um mlál er að ræða, sem konur Banidaríkjanna telja nniklu skipta, sannfærast karl- mennirnir vissulega um það, að konurnar mega sán næsta mik- ils á vettvamgi stjórnmiálanna. En ég legg eigi aðeins til, að konurnar verði lavaddar til þátt töku á öllum þeim ráðstefni rn, sem fjalla um viðfangsefnin eft- ir stríð, að áhrif þeirra gæti ' meira á löggjaffarstarfið í frarn- tiíðinni en nú er, að fleiri kon- ur verði kosnar í bæjastjórnir og á þing og fleiri konur skipi ábyrgðaristöður í framtíð en for tíð og nútíð. Þær eiga ekki að vera þar til þess að deila við karlmennina heldur til þess að hafa samivinnu við þá og táka sinn þátt í sköpun hins riýja heims, sem kemur til sögu ein- hvern. góðan veðurdag, hvort okkur er það Ijúft eða leitt. Karl menn og kvenmpnn hljóta að verða að ilifa saman d þessum nýja héími. Karlmennirnir og konurnar skyldu (þvií fyrr en síðar hofjast harida um aS skapa ií sameiningu heim þenn- an.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.