Alþýðublaðið - 09.06.1944, Side 2

Alþýðublaðið - 09.06.1944, Side 2
& 1 íWff.jpt'|«|ri,«'wy's |k ALÞTÐUBLAÐI9 l&ísiudágíur SumariS er komið Nú er kominn sá árstími, þegar kaupstaðarbúar taka að hugsa sér til hreyfings. Sumarleyfin standa fyrir dyrum og innan skamms 'flykkjast Reykvíkingar og aðrir -kaupstaðabúar út um byggðir landsins til dvalar og skemmtiferðalaga. Allir gisti- og dvalarstaðir eru fullskipaðir gestum, og flestir þeirra löngu fyrir- ' fram. — Á myndinni sést annað skólahúsið á Laugum í Suður- Þingeyjarsýslu, en skólarnir úti á landsbyggðinni eru yfirleitt notaðir sem gisti- og greiðasölustaðir að sumrinu. s * ■ i oo rmr ný feék, hemuh úð I næstu viku, JUSS' Úrval af ræðum og ritgerðum forsetans, ®g greinar unra Biann. jC1 YRIR lýðveldishátíðina * og afmælisdag Jóns Sig- urðssonar kemur út hjá Bóka útgáfunni Norðri h.f. ný bók, sem heitir: Jón Sigurðsson í ræðu og riti. En nú eru lið- in hundrað ár frá því að Jón j Sigurðsson yar fyrst kosinn j 1 piU t. m iiS pi! u I þessa bók er í fyrsta sinn safnað úrvali úr ræðum og rit- um þessa þjóðskörungs. Vil- hjálmur Þ. Gíslason hefir sett þar saman í eina bók það snjall- asta úr ræðum og ritum Jóns Sigurðssonar á þingi og þjóð- fundi og fleiri mannfundum og úr stjórnmála- og fræðiritgerð- um hanis. Bókin byrjar á ritgerð Vilhjálms uim Jón Sigurðsson, dæmi hans og áihrif, og enn fremur skrifar hann níu aðrar smærri ritgerðir eða inngangs- greinar að höfuðköflum bókar- innar. Aðailkaflarnir heita: Um alþing á íslandi. Þjóðfundurinn. Þjóðfrelsi og þjóðarthagur. Vérzl unarfrelsi. Uim skóla á íslandi. Bókmenntir og saga. Bóndi er bústólpi. Hafsins nægtir. Menn og málefni. Myndir eru í öllum köflun- uan. Efni bókarinnar er fjölbreytt og sýnir öilil viðfangsetfni og á- hugamiál Jónis Sigurðssohar. Efnið er valið svo, að það sýni sem skýnasta og víðtækasta mynd af honuim og samtíma ihans, að það sýni sem bezt rit- hátt hans og ræðusnið og starfs aðferðir og að það fié læsil&gt fyrir nútímalesendur. Það sést einnig fljótt, að hér er ekki ein- ungis um merkar söguheiimild- ir að ræða, heldur snertir efnið einnig mörg og mikilsverð úr- lausnaretfni nútómans. Hér eru nokkrar fyrirsagnir hingað og þangað úr bóMnni: Hver stj órn arlögum bezt þyki. Þingskipun og kjördœmi. Um félagsskap og samtök. Öll stjórn er grundvöll uð á þjóðarvilja. Þingmælska. Eorn frægð og nýtt frelsi. Hvað er auður? Skólar fyrir allar stéttir. Bókmenntir og Frh. á 7. síðu Boðhlaupíð umhverfis Reykjavík í kvöld. ÍNS og áður hefir verið frá sagt hér í blaðinu, fer fram boðhlaup í kringum Reykjavík í kvöld. Hefst hlaupið kl. 9 á íþrótta- vellinum, og þar llíkur því. Keppendur verða 60 að þessu sinni, fjórar fimimtán manna s.veitír. Ein frá Ármanni, ein frá K. R. og tvær frá í. R. Alþýðublaðshornið, sem keppt hefir verið um undanfarin ár, vann GMmuféliagið Ármann til Stræfisvagna h.f. m kaup á eignunum! -----......— Eða veitir bærinn félaginy einkaleyfi fil 10 ára eins eg það fer fram á? s ................ Blandaður kór frá Vesfmannaeyjum, syngur hér í kvöld. Undir sfjórn Brynjúlfs Sigfússonar. TRÆTISVAGNAFE- • LAG REYKJAVÍKUR bíður eftir svari frá bæjar- stjórn Reykjavíkur svo að það geti hafið ýmsar fram- kvæmdir, aukið vagna sína og byrjað á stórbyggingu fyrir félagið. iStrætisvagnafélagið skrifaði bæjarráði fyrir alllöngu sáðan, þar sem. félagið gaf þá yfirlýs- ingu, að það gæti ekki hafið ýmsar nauðsynlegar fram- kivæimdir fyrr en það vissi, hivort bæjarstjórn hefði í hyggju að gera einhverjar ibreytingar á rekstri strætisvagna í b^num. Félagið taldi sér nauðsynlegt til þess að það gæti ráðist í þœr nauðsynlegu fraimkivaetmdir, er það hefir á prjónunum að fá einkaleyfi til reksturs strætis- vagna í bænum til næstu 10 ára, að öðrum kosti bauðst fé- lagið til að selja Reykjiavíkur- bæ vagnanna og aðrar eignir félagsins. Bæjarráð mun einu sinni hafa tekið þetta mál til um- ræðu og munu þeir Valgeir Björnisson og Eriing Ellingsen verkfræðingar hafa framkvæmt mat á leignum félagsins og sent bæj arriáði það. Slíðan hefir ekkert gerst í þessu miáli. Það er rétt að vekja athygli á því, að nauðsynlegt er fyrir bæjarfeúa, að strætisvagnarnir séu allt atf í eins góðu lagi og unnt er. —- En það getur ekki orðið, ef félagið þykist verða áð feíða svo mánuðum skiptir eftir svari bæjarnáðs Reykja- víkur — dg ekiki geta þess vegna gert nauðsynlegar endurbætur á eignum félagsins. fullrar eignar í fyrra, en nú hef- ir blaðið gefið bikar til keppni þessarar og vinnst hann fyrir það félag, sem sigrar þrisv ar sinnurn í röð, eða fimm sinn- um alls. Bfffærf é Krisnwik um mið]an Júlímánuð. Uiiíiii á versta kafia ielðariEinar við hamra- vegginn viS BCieifarvatn. N U ER UNNIÐ af miklu kappi að lagningu Krísu víkurvegar. Hafnfirðingar hafa tekið að sér í ákvæðis- vinnu að leggja veginn frá Kleifarvatni og til Krísuvík- ur, en vegagerð hefir á hendi vegagerðina sunnan megin frá. Um þeásar mundir, vinna Hafnfirðingar á erfiðasta kafla leiðarinnar að vegargerðinni við Kleifarvatn. Er verið að sprengja veginn þar inn í hamra vegg og þrátt fyrir mikla erfið-. leika, miðar því verki vel áfram. Þá eru enn eftir tveir erfiðir staðir, en. verkamennirnir hafa bæði nóg af sprengiefni og vélar svo að verkinu miðar vel áfram. Ef allt gengur að óskum, er talið liklegt, að lokið verði við að leggja veginn út í Kríuvík, þessa leið í júlímánuði — og er líklegt, að þá muni margir, sem aldrei hafa komið til Krýsuvík- ur, —þessa kunna staðar — með hverasvæðinu, nota tækifærið og fara þangað. Þá er nú flokkur, um 40 verka menn, farinn að leggja veginn hinum megin frá, og er hann nú að vinna sunnan við bæinn Vindheima í Ölfusi, vegarlagn- ingin er, eins og kunnugt er, miklu auðveldari þessa leið. Enn er verið að ráða verkamenn til þessarar vinnu. I GÆRKVÖLDI kom til Reykjavíkur blandaður kór frá Vestmannaeyjum. í kórnum eru á milli fjörutíu og fimmtíu manns, Stjóm- andi er Brynjúlfur Sigfússon Kór þessi hefir farið nokkrar ööngferðir um Suðuriland, en al- drei komið til Reykjavíkur fyrr. Kórinn heifir um langt. skeið haldið uppi sönglífi í Vest- mannaeyjum. í kvöld efnir kórinn til fyrstu söngskemmtunar sinnar hér í Gamla Bíó. Um móittökur kórsins hér, lannast stjórn Sambands bland- aðra kóra, og Klátir félagar, sem nutu gestrisni Vesmannaey- inga á söngför sinni þangað ár- ið 1938. KösnlngairTtriinaðar- a Reglur, sem verkamenn þurfa að kynna sér. ÞESSA DAGANA fara fram kosningar á trúnaðarmönn- um Dagsbrúnarmanna á hinum ýmsu vinnustöðvum. Á þessum kosningum að verða lokið ann- að kvöld. Frá stjórn Dagsbrúnar hefir Alþýðublaðið fengið eftirfarandi reglur sem fara ber eftir við kosningu þessara trúnaðar- manna. „Fyrstu almennu kosningar trúnaðarmanna Dagsbrúnar á vinnustöðvum fóru fram í apríl 1943. Kosningar þessar heppn- uðust svo vel og hafa gagnað félaginu það mikið, að stjórn og trúnaðarráð Dagsbrúnar hafa ákveðið að efna árlega til kosn- inga trúnaðarmanna. Fara þær nú fram 1.—10. júní n. k. á öll- um vinnustöðvum, einnig hjá setuliðinu, þar sem Dagsbrún- armenn vinna. Undanskildir eru þeir vinnuflokkar, er kusu eftir síðustu áramót. Eftirfarandi reglur gilda ujn kosningu trúnaðarmarma: 1. Atkvæðisrétt hafa allir verkamenn á viðkomandi vinu- stað, þar með taldir meðlimir annarra félaga en Dagsbrúnar innan Alþýðusambands íslands einnig verkakonur, hafi þær eigi sérstakan trúnaðarmann. 2. Kjörgengi hafa aðeins með- limir Dagsbrúnar. 3. Kosning trúnaðarmanna fer fram leynilega (skriflega) eða vmeð handauppréttingu. 4. Núverandi trúnaðarmenn á vinnustöðvum hafa forgöngu um kosningu trúnaðarmanna Frh. á 7. síöu. Þjóðhátíðin 17. júní. Byrjað að selja farseðfa fil Þingvalla á morgun Ókeypis áHgangyr að þ]ó9Biátiðarsvættinu, ennfremur fyrir tjaldstæði. P J ÓÐHÁTÍÐ ARNEFND hefir nú tilkynnt hvern ig fólksflutninguxn verði hag_ að til og frá Þingvöílum dag- ana 16. til 18. júní. Sala far- seðla hefst á morgun og stendur yfir til 14. þ. m. í Iðnskólanum við Vonar- stræti. Bifreiðar þær, sem teknar verða leigunlámi og aka fólki á vegum iþjóðhátíðamefndar- fara frá Reykjavík þann 16. júní, sem hér segir: Klukkan 9 árdegis, kl. 1 e. h. kl. 5 síðdegis og kl. 9 að kvöldi. Þann 17. júní verða ferðir bifreiða aðeins tvær og verður fyrir ferðin kl. 7.30 árdegis, en sú síðari kl. 10.30 f. h. Frá Þingvöllum hefjast svo tf'ólksfluitnlingarrKir til Reykja- víkur aftur 17. jAní. Verður tfiyrista ferðin M. 6. síðdegis, önn ur M. 10 um kvöldið og sú þriðja kl. 1 eftir miðnætti. Þann 18. verða svo 3 ferðir, sú fyrsita kl. 1 eftir hódegi, önnur kl. 5 og sú síðasta kl. 9 um kvöldið. Eins og áður er sagt verða farseðlarnir seldir í Iðnskól- anum frá 10.—14. þ. m. og ber fólki að snúa sér þangað. Enn- fremur eru þeir, sem geta kom- ið því við, kvaddir til að nota sem mest ferðirnar föstudaginn þ. 16. Farseðlarnir fyrir báðar leið ir kosta 40.00 krónur, gilda að- eins fyrir þá ferð, sem þeir hljóða upp á. Nauðsynlegt er að fólk sýni lipurð og þolinmæði við ferm- ingu bifreiðanna, og að hópar, sem ekki geta komizt í sömu bifreiðina skipti sér þá í fleiri, ennfremur að það hafi farseðla sína við hendina og afhendi þá bifreiðastjórum þeim, sem það ekur með. Með öðrum orðum: fólk getur mikið gert til þess sjálft að greiða fyrir jlutningun um, ef það leggur sig fram og sýnir skilning og lipurð. Það skal tekið fram, sökum orðróms, sem gengið hefir um i bæinn, um að aðgangur að þjóð l hátíðarsvæðinu á Þingvöllum * yrði seldur á 50.00 krónur, að j það er tilhæfulaust með öllu. ! Aðgangur að þjóðhátíðarsvæð- ! inu er ókeypis og öllum heim- ? ill, og vísast um það til til- kynningar frá þjóðhátíðarnefnd inni á öðrum stað í felaðinu í dag. Ennfremur eru tjaldstæði á Þingvöllum, sem pöntuð eru hjá nefndinni ókeypis. Eftir 15. júní verða eftirlits- menn frá þjóðhátíðarnefnd komnir til Þingvalla og hafa þeir lista yfir þau tjaldstæði, sem pöntuð hafa verið. Og eiga þeir, sem pantað hafa tjaldstæði að snúa sér til þeirra, áður en þeir reisa tjöld sín.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.