Alþýðublaðið - 09.06.1944, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 09.06.1944, Qupperneq 4
ALÞYÐUBLADIÐ Föstudagur 9. júní 1944. í Ritstjóri Stefán Pétursson. Símar ritsjórnar: 4901 og 4902. Ritstjóm og afgreiðsla í Al- ; ýóunúsinu vio < Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í 1p ..sasölu 40 aura. I Alþýðuprentsmiðjan n.f. TvfsýQD hignaðar. WORGUNBL. heldur í gær áfram hinum ógáfulegu skrifum sínum um fjárhagslega afkomu Eimskipafélagsins á síð asta ári. Blaðið takmarkar skrif sín enn sem fyrr við það, hvort mönnum finnist æskilegt eða ekki æskilegt, að Eimskipafélagi íslands græðist fé. Þessi skrif Morgunblaðsins eru frámunalega grunnfærnis- leg, eins og reyndar vænta má úr þeiri átt. Blaðið gengur alveg á snið við kjarna máls- ins og ræðir eingöngu atriði, er ekki snerta það mál, sem um er rætt. * í umræðum þeim um afkomu Eimskipafélagsins á síðasta ári, sem spunnizt hafa út af farm- gjaldalækkuninni, hefir AI- þýðublaðið stöðugt haldið því fram, að góð fjárhagsleg af- koma Eimskipafélagsins væri mönnum síður en svo þyrnir í augum. Það er þvert á móti hverjum og einum óblandið fagnaðarefni, að félagið eigi góðu fjárhagslegu gengi að fagna. Það var stofnað til að bæta úr brýnni þörf, og þess er vænzt, að það verði ætlunar- verki sínu trútt, þannig að ör- uggur fjárhagur félagsins sé haldgóð trygging fyrir því, að íslendingar verði færif um að annast millilandasiglingar sín- ar sjálfir. Þetta atriði var því fyrirfram útrætt mál, enda þótt Morgunblaðinu hafi sézt yfir það. Stórgróði Eimskipafélagsins á síðasta ári hefir hins vegar orð- ið að umræðuefni vegna þeirrar ægilegu dýrtíðar, sem nú þjak- ar þjóðina. Tugmilljónagróða félagsins er aflað með því að halda uppi háum farmgjöldum í millilandasiglingum félagsins. Hin háu farmgjöld stuðla hins vegar að síaukinni þenslu dýr- tíðarinnar og auka þannig stór- lega á öngþveitið, sem af henni leiðir. Þetta er kjarni málsins. Fjár- gróði Eimskipafélags íslands út af fyrir sig er allt annað en ,,þjóðarógæfa.“ Ef engir agnúai væru þar á, mætti taka undir með Morgunblaðinu og segja, að stórgróði félagsins á síðasta ári væri „gróði þjóðarinnar“. En dýrtíðin er hvorki „þjóðar- gæfa“ né „gróði þjóðarinnar“. Og nú vill svo til, að gróði Eimskipafélagsins er fenginn með því að magna dýrtíðina í landinu. Þó að gott kunni að vera að hugsa til milljónagróða í vörzlum Eimskipafélags ís- lands, kann hann að vera of dýru verði keyptur. Og skyldi ekki einmitt vera svo nú? Það þykja jafnan vafasöm viðskiptahyggindi að taka úr einum vasanum og láta í hinn. Enn vafasamari er þó hagnaður þjóðarheildarinnar af stórgróða Eimskipafélagsins á síðasta ári. Hann er fenginn með því að auka stórlega á örðugleika þjóð arinnar af völdum hins óbæri- lega dýrtíðarböls í landinu. Virðist mönnum, að það muni vera hyggindi, sem í hag koma? Viðreisn og SJÁVARÚTVEGURINN hlýt ur að verða aðalatvinnu- vegur okkar á meðan fossaafl landsins er eigi virkjað til stór- kostlegra iðnaðarframkvæmda, og jafnvel þó að svo verði. Um- hverfis landið eru ágæt fiski- mið, og er það mikill kostur. Hins vegar eru fiskimiðin al- menningur, og hefur verið hörð samkeppni um þau, og aukin • tækni mun gera hana enn harð- ari en áður, þegar að loknum ófriðnum, og þá ekki síður herða samkeppnina um markaði fyrir sjávarafurðir. Keppinautar okk- ar eru fjölmennir og hafa yfir •mikhi fjármagni að ráða. Þeir hafamú í ófriðnum skilið nauð- syn þess, að skipuleggja fram- leiðsluiia og munu halda því á- fram á friðartímum. Samkeppnin um .miðin og markaðina verður enn hættu- legri en áður. Sumir sjá öfund- araugum yfir þeim auði, er þeir telja, að þessi þjóð hafi safnað í ófriðnum á kostnað annara, að þeir segja. Þó má benda á að innstæðurnar hafa kostað mikl- ar manfórnir, og að þeir-, sem kaupa fisk af fiskimö«vV„-n okk- ar hér heima, greiðir hann eigi hærra verði en nemur briðiungi þess verðs, er þeir greiða sínum eigin fiskimönnum fyrir fisk. í ófriðnum höfum við tapað mestu af okkar gömlu mörkuð- um og viðskiptasamböndum, án þess að fá ný í staðinn til fram- búðar. Skipin okkar hafa mörg farizt, en önnur eru gengin úr sér. Hér liggur því fyrir stórt viðreisnarstarf að ófriðnum lokn um, ekki síður en í mörgum öðrum löndum. Og verður þá fyrst að snúa sér að sjávarút- veginum, þar eð hann er undir- staða annarra atvinnuvega. í sambandi við hann barf að reisa nýjar verksmiðjur fyrir nýja og breytta framleiðslu. Það verður að leita nýrra markaða og við- skiptasambanda. En omfram allt verður að endurnýja og auka skipastólinn og bæta að- stöðu fiskimanna með auknum og nýjum hafnargerðum og fjöl- breytni í verkun aflans. Undirbúning undir þetta þarf að hefja nú þegar og af miklu meiri krafti en enn þá hefur komið fram. Annars verðum við undir í samkeppninni við aðrar þjóðir. Nýlega birtist fregn í brezku fiskimannablaði, sem vakið hefði mikla athygli á friðar- tímum, en hvergi hefur verið getið í íslenzkum blöðum. Var hún um tillögu nefndar, sem starfað hefur undanfarin tvö ár að því, að athuga ástand og horfur brezka síldarútvegsins. Segir nefndin. að þessi atvinnu- vegur hafi alltaf verið að tapa síðan í lok hins fyrra ófri^” og leggur til að brezka ríkið veiti honum 2.125.000 sterlings- pund, eða um 55 miljónir króna, í styrkjum og lánum til þess að rétta hann við. Á sama tíma og hinum brezka síldarútvegi hnignaði varð síld- arútvegur okkar íslendinga á- batasamasti og tryggasti sjávarútvegsins. Þe+ta varð þó ekki fyrr en eftir 1930, þegar bygging ríkisverksmiðjanna vár hafin og eftir að Síldarútvegs- nefnd tók til starfa á árinu 1935. Síldarverksmiðjurnar unnu lýsi og mjöl úr síldinni, en Síld- arútvegsnefndin skipulagði síld- arsöltunina og síldarsöluna, þannig að verðið hækkaði á síld inni, nýir markaðir unnust og salan á Svíþjóðarmarkaðinum óx. Þrátt fyrir þennan ágæta á- rangur af rekstri síldarútvegs- ins hins síðari ár, verður það að teljast léleg meðferð á jafngóð- um mannamat og norðlenzka síldin er, að búa til úr henni mjöl og lýsi til skepnufóðurs. Finnur Jónsson: un sjávarúlvegsins Auglýsingar, J^.REIN ÞESSI birtist í SjómannadagsblaSinu, síðastliðinn sunnudag, en er endurprentuð hér með leyfi höfundarins. | Síldarsöltunin er einnig frurn- stæð verkun og neyzla saltsíldar fer óðum minnkandi. Hið sama gildir, um saltfiskinn, sem eitt sinn var aðalútflutningsvara okkar. Þess vegna verðum við að gæta þess, að láta ekki stað- ar numið með atvinnurekstur okkar á þessu stigi, þó að það hafi borið góðan árangur á sín- um tíma. Fyrir þennan ófrið voru að gerast miklar breytingar á mat- aræði fólks í flestum löndum. Niðursoðin, þurrkuð eða fryst matvæli voru óðum að ryðja sér tilrúms. Saltmetiðvaraðhverfa. Ófriðurinn flýtir þessari þróun mjög mikið. Menn hafa í stríð- inu vanizt á að nota hálf- eða al-tilreiddan mat úr verzlunum, meira en nokkru sinni áður. Auk þess hafa konur tekið upp störf utan heimilanna, miklu almenn- ara en áður hefur tíðkazt. Þær munu halda ýmsum þessum störfum áfram, og hafa vanizt því að nota lítinn tíma til mat- artilbúnings. Tækni nútímans hefur rutt sér til rúms í eldhús- unum og við tilbúning matar- ins. Það hefur gerzt bylting á þessu sviði. Gömlu tímarnir koma ekki aftur. Konurnar verða sjálfstæðari en áður og gera sig ekki ánægðar með ein- hæf eldhússtörf allan daginn. Við íslendingar, sem lifum á því að framleiða matvöru til útflutnings, verðum áð fylgjast með þessari byltingu. Þróun sjávarútvegsins þarf að byggast á breyttum framleiðsh1^’' Hraðfrystihúsin eru stórt SDor í áttina, en þau nægja ekki ein- göngu. Við þurfum ekki síður að framleiða sem allra fjölbreytt- astar niðursuðuvörur úr fiski okkar og jafnhliða athuffa, hvort þurrkun eða önnur varðveizla getur ekki einnig komið til greina. í stað þess að leggja að- aláherzlu á að framleiða sem mest og frumstæðast, verðum við að breyta sem allra mestu af framleiðslu okkar, áður en hún er flutt út, í matvörur, sem húsmæðurnar þurfa lítið fyrir að hafa og falla í smekk manna. Nálægð okkar við hin ágæt- ustu fiskimið ætti að létta okk- ur þessa nauðsynlegu breytingu á framleiðsluháttum okkar. Ög sú reynsla, sem við þegar höf- um í sölu og skipulagningu hinna frumverkuðu sjávaraf- urða, ætti að vera góður grund- völlur fyrir framtíðina, ef við kunnum að nota okkur reynsl- una jafnframt því sem við fylgj- umst vel með hvers konar nýj- ungum á sviði sjávarútvegsins. Endurnýjun og aukning skipa- stólsins er orðin svo aðkallandi, að hún þolir enva bið. Þ°t+a var viðurkennt með stofnun hinna svonefndu nýbyggingasióða. Út- vegsmenn nióta sérstakra skatta ívilnana umfram aðra fyrir fé bað, sem lagt er í þessa sjóði. Samt hefur það ekki borið mik- inn árangur. Togaraeigehdur munu hafa átt um 14 milljónir króna í sjóðum þessum í árslok 1942, og vélbátaeigendur rúmar 2 milljónir. Hrékkur þetta skammt til nauðsynlegra ný- bygginga, hvað þá aukningar, og má betur ef duga skal. Einkum sýnir þessi afkoma vélbátaflotans, að þar er eigi um neinn stríðsgróða að ræða, og hefir Aliþingi því hlaupið undir bagga og ákveðið að veita 7 milljónir króna til endumýjun- ar vélbátum. Voru fyrst veittar 2 milljónir króna á árinu 1943, en síðan 5 milljónir á þessa árs fjárlögum. Af hinni fyrrnefndu upphæð var varið um kr. 1200 þús. til þess að styrkja bygg- ingu 38 báta, samtals 80,0 smá-, lestir, og hefir styrkun numið til jafnaðar um kr. 1500 á smá- lest, en af þessum bátum voru 14 undir 12 smálestum að stærð. Nú er talið að byggingarkostn aður inmanlands sé um 10.000.00 á smálest, og þyriti styrkur því að nema kr. 2500,00 á smálest, til þess að nema 14 kostnaðar, eins og heimilt er í lögum, og myndu þá eigi fást nema um 2400 smálestir fyrir þann styrk (5,8 millj.), sem handbær er, en alls þyrfti að leggja í þetta 24 millj. króna. Hafa komið fram tillögur um að gera sérstakar ráðstafanir til þess að lækka skipabyggingakostnaðinn innan lands, og frá Svíþjóð hafa bor- ízt tilboð um byggingu tréskipa fyrir miklum mun lægra verð. Ef gera má ráð fyrir, að bygg ingarkostnaður tréskipa, fari eigi fram úr kr. 6000,00 á smá- lest, væri hægt að styrkja bygg- ingu um 4000 smálesta með því fé, er að framan getur. Alls myndu skip af þessari smálesta tölu kosta sama fé og 2400 smá- lestir með hinu fyrra verði, eða um 24 milljónir króna. Sýnir þetta, að full nauðsyn er á að ISÍÐASTA BLAÐI Tímans var smágrein, sem nefndist „Er dýrtíðin þjóðargæfa?“ Þar seg- ir svo: „Morgunblaðið birtir síðastliðinn sunnudag forustugrein um tug- milljónagróða Eimskipafélagsins. Blaðið kallar hann aðeins „óvænt happ“ Eimskipafélagsins og spyr síðan með mikilli vandlætingu, hvort hér hafi nokkur þjóðar- ógæfta átt sér stað? Ef Morgunblaðið hefði orðað þessa spurningu rétt, ætti það að hafa spurt á þá leið, hvort dýr- tíðin sé nokkur ,þjóðarógæfa“, því að gróði Eimskipafélagsins er einn veigamikli þátturinn í henni. Til þess að Mbl. verði ljóst hve stór þessi dýrtíðarlþáttur Eimskipa félagsins er, skal því bent á, að öll sala Mjólkursamsölunnar á mjólk og mjólkurvörum nam 19.3 milljónum kr. á síðastliðnu ári, en gróði Eimskipafélagsins varð a. m. k. 5 millj. kr. hærri. Við gróða Eimskipafélagsins bættust síðan toll ar og álagning. Mbl. hefir jafnan talað um hinn mikla þátt mjólkur- verðsins í dýrtíðinni, svo að því mætti verða ljóst ó þessu, hve mik- il áhrif gróði Eimskipafélagsins hefir haft áhrif á dýrtíðina. Hingað til hefir oftast mátt skilja það á Morgunblaðinu, að dýrtíð- in væri þjóðarógæfa og seinustu dagana hefir það meira að segja rætt um myndun þjóðstjórnar, sem reyndi að finna ráð til að lækna þessa þjóðarógæfu. Á kannske að tato þennan lofsöng Mbl. um dýrtíðarútþenslu Eim- skipafélagsins sem merki þess, að blaðið hafi breytt um skoðun og telji dýrtíðina þjóðarógæfu?“ Þessa hlið málsins hliSrar Mbl. sér alltaf hjá að ræða. Það lætur sér aðeins nægjá að hamra á þeirri spurningu, hvort það sé nokkur ,,þjóðarógæfa“, þó að Eimskipafélaginu græðist fé, sem birtast ®iga í Alþýðublaðinu, verða að ver* * komnar til Auglýs- ingaskrifstofunnar í Alþýðuhúsinu, (gengið inn frá Hverfisgötu) I I ' I \ fyrir kl. 7 at§ kvöidS. verja styrk þessum af sem mestri hagsýni, svo að hann komi að notum. Með 4000 smálesta nýbygg- ingu væri sæmilega séð fyrir þeirri aukningu og endurnýjun vélbátaflotans, sem farizt hefir fyrir vegna ófriðarins. En þá er eftir að endurnýja togarana, sem er engu síður að- kallandi. Engar upplýsingar hafa fengizt um kostnað við byggingu togara. En sennilega þarf, þrátt fyrir það, að togara- eigendur eiga hlutfallslega meiri nýby ggingars j óði en vélbáta- eigendur, að gera miklar opin- berar ráðstafanir, til þess að togaraflotinn verði aukinn og endurnýjaður með hæfilegum hraða. Kemur þá jafnframt til álita, hvernig hið opinbera geti Frh. á 6. síðu. rétt eins og það skyldi vera kjarni málsins! * Þjóðviljinn telur engan veg- inn óhugsandí, að allir flokkar geti unnið saman í stjórn, og heldur síðan áfram hugleiðing- um sínum um það á þessa leið: „Allir stjórnmálaflokkar eru á- reiðanlega sammála um að vilja tryggja sjálfstæði landsins bæði með ráðstöfunum út á við og inn á við, og það er alls ekki ósenni- legt, að allir geti orðið sammála um hin veigamiklu atriði sem til þess eru nauðsynleg. Nátengt þessu er spursmálið um að skapa þjóðinni iþá aðstöðu, sem henni ber og hún þarfnast á sviði viðskiptanna við umheiminn, og að þessi aðstaða náist er aftur undir- staða þess, að hér skapist aldrei framar atvinnuleysi, en það er skil yrði almennrar pjóðarvelmegunar, skilyrði sem ekki verður komizt hjá að uppfylla, verði það ekki 'gert öðlast þjóðin ekki hagsæld né farsæld. En skilyrði fyrir því að þessi aðstaða nytist, ef hún næst, er að þeir miklu fjármunir, sem nú hafa safnazt á hendur en. takl- inga, verði notaðir til að efla fram- leiðsluna og þá fyrst og fremst sjávarútveginn. Sennilega eru allir stjórnmálaflokkar, eða að minnsta kosti menn úr öllum stjórnmála- flokkum, sammála um þessi veiga- miklu atriði, og sennilega einnig sammála um megin atriði varðandi framkvæmd þeirra. Ef svo er, þá virðist vera fyrir hendi grundvöll- ur fyrir einingu um svo veigamikil mál, að hægt sé að vinna saman þátt fyrir ágreining á öðrum svið- um. Þetta ber leiðtogum 'stjórnmála- flokkanna að athuga til hlítar.“ Ef marka má þessi skrif, eru kommúnistar ekki með öllu frá- hverfir „þjóðstjórnarhugmynd" S j álf stæðismanna.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.