Alþýðublaðið - 14.06.1944, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 14.06.1944, Qupperneq 4
LÞYÐUBLIQIÐ Miðvikudagur 14. júaí 1944. Ritstjóri Stefán Pétursson. Símar ritsjórnar: 4901 og 4902. Ritstjóm og afgreiðsla í Al- l.ýðunúsinu viö I" < Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í la.sasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan n.f. RÍKISSTJÓRNIN hefir nu lagt fyrir aliþingi frumvarp til laga um þjóðfána íslendinga, eins og frá var skýrt hér í blað inu í gær. Það er vissulega ekki vonum tfyrr, að hatfizt er handa um settningu heildarlöggjafar varðandi þjóðtfánann, gerð hans og hlutföll, niotkun hans á sjó og landi o. tfl. Til þessa hefir engin ,siík löggjöf verið til, enda sannast sagna, að meðf erð okkar íslendinga á þjóðfánanum hefir á ým-su tilliti verið harla ábóta- vant. Þjóðfáninn er helgasti gripur fullvalda þjóðar. Hann er tákn þjóðarinnar og merki. Sé fán- inn óvirtur, er þjóðin um leið óvirt. Hirðuleysi um meðferð Æána og röng rrotkun hans lýsir sljóleika og skoríti á virðingu fyrir þjóð sinni og landi. Hér á landi heÆir gætt uxn of óviðurkvæmiiegrar meðferðar á fánanum. Það hefir berlega kom ið í ljós, að þjóðin hefir engan veginn kunnað að fara með þenn an dýra grip sinn, þjóðtfánann. Þess hietfir þráfaldlega orðið vart, að fiánar væri látnir blakta við hún dag og nótt, stundum lengri tíma samfleytt. Upplitað ir, óhreinir og rifnir fánar hafa sézt skarta á fánastöngu.u. Stærsti stjórnmiálaÆlokkur :æ. ús ins hefir gengið á undar'. : þ ú að misnota fánann og óv'.óa hann með þvií að nota h .'.nri sem tæki sitt í kosningaórót'-; og at- kvæðasmölun. Þá hefir Dað ekki 'sízt verið óvjðkunnan f'gt, hve tfánastengur hafa ver.ð ovíðe. Borgararnir hafa sýnt áberandi tómlæti d því að korna sér upp fánastöngum og eignast fána. Til þessa miá að vissu leyti segja, að séu eðlilegar orsakir. íislendingar hafa ekki átt þjóð- fána nema um skamma hríð. Daniski fáninn naut ekki neinn- ar alþýðuhyl'li á íslandi, meðan hann var mierki þjóðarinnar. Hér háfa því 'ekki enn náð að festa rætur neinar óskráðar reglur um tmeðferð þjóðfánans. Þjóð- in hefir verið á gelgjuskeiði í þessu tilliti. Með stofnun lýðveldisins verð ur að hef jastmýtt tímabil í þessu éfni. Þegnar hins ófaáða lýðveld is verða að kunna að umgangast þjóðfána sinn og geta meðhöndl að hann með tilbærilegri virð- ingu. Fáninn er helgidómur, og það er höfuðsök að óvirða hann. Og ekki skiptir máli, hvort ó- virðingin er framkvæmd vísvit andi eða vegna ófyrirgefanlegs hirðuleysis. Lagafrumvarp níkisstjómar- innar er þvá nauðsynlegt spor í rétta átt. Og almenningur verð ur að kynna sér 'nákvæmlega þessa löggjöf jafnskjótlt og hún faefir verið sett; en það verður vafalaust gert niú á þinginu. Skyld-ur vorar við þjóðfánann eru skyldur við þjóðerni vort, sögu og menningu. Þess vegna getur engin þjóðhollur maður undan þeim vikizt. Þorsteinn M. Jónsson: rÞeir höfðu ekki skap fil að skulda/ IKVÆÐI eftir Davíð skáld Stefánsson, er hann nefnir: „Nú fækkar þeim óðum“, stend- ur þessi braglina: „Þeir höfðu ekki skap til að skulda“. Þetta kvæði, sem þessi braglina er í, er þrungið af ást til forfeðranna. Skáldið dáir skapfestu þeirra, þrautseigju, karlmennsku, fræða löngun, rétlætistilfinningu og sjálfstæðisþrá. Þetta kvæði er magnþrunginn óður um alla- beztu eiginleika, er lifað hafa með þjóð vorri um alda- raðir, og skáldið vill sýna, sem aðaleinkenni vorrar fámennu þjóðar. En honum virðist sem þeim fækki óðum, er varðveita og vernda hina þjóðlegu eigin- leika, hinar þjóðlegu rætur. Hann óttast rótleysi, hann ugg- ir að karlmennskan og hetju- lundin sé minnkandi, óttast að ábyrgðartilfinning og manndóm ur slævist. „Þeir höfðu ekki skap til að skulda“, segir hann. A þessari skilnaðarstund okkar bið ég ykkur að athuga og festa í minni þessa setningu. Ég vildi óska ykkur þess, að þið að þessu leyti líkist þeim forfeðrum vor- um, sem skáldið dáir, að þið hafið aldrei skap til að skulda. Ef til vill þykist þið ekki skulda neinum neitt, og þá vaknar að sjálfsögðu sú sþurriing í huga ykkar hvaða þýðingu það hafi fyrir ykkur, að vera að hugsa um þessa látlausu, einföldu setningu. Mér þykir sennilegt að þið skuldið engum neina pen inga, að minnsta kosti ekki nein- ^r stórupphæðir. En það er hægt að skulda fleira en pen- inga, eða verðmæti, sem vant er að meta til peninga. Og ég full- yrði að þið skuldið öll, að þið eigið ógreiddar skuldir. Þær skuIJir eru við feður ykkar og mæður, forfeður ykkar og þjóð- félag. Þeir, sem hafa alið ykkur upp, hafa lagt mikið í sölurnar fyrir ykkur. En þið þurfið ekki að óttast, að þeir komi með reikning til ykkar, þar sem þeir krefji ykkur um vissan krónu- fjölda, til greiðslu uppeldis ykk- ar. Til þess hafa þeir hvorki löngun né heimild. En þeir vænta þess, að þið bregðizt ekki vonum þeirra, að ávaxta það pund, sem ykkur hefur verið fengið til varðveizlu. — Þið skuldið þjóðfélaginu. Það hefir meðal annars, sem það hefir lát- ið ykkur í té, kostað þennan skóla, sem þið undanfarandi ár hafði dvalið í. Þið skuldið for- feðrum ykkar, eins og raunar við öll, sem hér erum, alls kon- ar menningarleg verðmæti, svo sem fagurt tungumál, merkileg- ar bókmenntir o. m. fl. Viljið þið reyna að gjalda þessar skuld ir að ykkar hluta? Og viljið þið viðhalda beztu eigirileikum for- feðranna? Árið í ár er tímamótaár. Á morgun hefst hin örlagaríkasta atkvæðagreiðsla, er nokkru sijini hefir fram farið i landi ýoru. Atkvæðagreiðsla, sem marka mun merkileg tímamót í sögu okkar litla þjóðfélags. Það er nokkurn veginn víst hvernig sú atkvæðagreiðsla muni fara. Eftir 17. júní í sum- ar verður ísland óháð öllum út- lendum valdhöfum, og að þvi leyti líkt statt eins og 930, þeg- ar alþingi var stofnsett, en að öðru leyti ólíkt statt. Eins og ykkur er kunnugt, þá fæddist íslenzka þjóðfélagið á áratug- unum frá því að landnám hófst og þar til alþingi var stofnsett. 930 er því þjóðfélagið reynslu- laust, en nú hefir það meira en 1000 ára reynslu. Það er talið að ísland hafi verið alnumið 930. Alnumið að þvi leyti, að einstakir menn voru búnir að kasta eign á allt bygglegt land, en landið var ó- ræktað, afllindir þess óbeislað- ar, og enn þann dag í dag er E RINDI það, sem hér birt- ; ist, er ræSa, flutt við I uppsögn Gagnfræðskóla Ak- , ureyrar þ. 19. maí síðastlið- j inn; af skólastjóranum. Hér er hún rúmsins vegna örlítið stytt. mestur hluti landsins óræktað- ur og nær óþrjótanleg orka lítt notuð. Hér eru því ótal verk- efni að leysa sem er nægilegt við fangsefni mörgum atorkusöm- um kynslóðum. Vér þurfum að halda landnáminu áfram, eða öllu heldur að hefja hér nýtt landnám. Þið, hin unga kynslóð! Ykkar hlutiverk er, að verða ný- ir atörkusamir landnámsmenn og landnámskonur. Skuld þá, er þið skuldið feðrum ykkar og þjóðfélagi, ber ykkur að greiða framtíðinni, ,svo framarlega sem þið ætlið ykkur að greiða hana. Og hana greiðið þið bezt á þann hátt, að vinna að því að landnámi íslands verði haldið áfram, landið verði ræktað, afl- lindir þess og auðæfi notfærð, og að þið reynið eftir því sem i ykkar valdi stendur, að við- halda beztu eðliskostum for- feðranna, vinnið að róektun bjóðarinnar og þar með fram- þróun kynslóðanna. í þjóðfélágsfræði Benedikts Björnssonar, er þið hafði lesið í vetur, stendur þessi setning: ,,En mvnchi, hnð fyrst og fremst af öllu, harftu að rækta sjálfan big og efla skapgerð þína í þjónustu nýtra verka“. Þetta er spaklegt heil- ræði. Og þið gjaldið aldrei þjóð- félagsskuld ykkar, nema þið breytið eftir því. Annars verðið þið ekki hæf til hins nýja land- náms. Til þess að breyta eftir þessu heilræði þarf sjálfsögun. En ef ungir menn ætla að rækta það bezta, sem býr í eðli þeirra, þá þurfa þeir á sjálfsögun að halda. I hinum djúpúðugu spakmæl- um Austurlanda, Orðskviðum Salómons, stendur: „Lífslind er fiyggnin þeim, sem hana á, en ögun afglapanna er þeirra eigin fiónska“. Þegar spekingurinn talar um ögun afglapanna, þá meinar hann vitanlega agaleysi þeirra, þvj að þeir láta flónsku sína jafnan teyma sig í hugsun- arleysi. En það er þetta hugs- unarleysi, sem er fjölda manna, og þó sérstaklega ungum mönn um, stórhættulegt. Það er þessi hugsunarléysis flónska, sem verst er við að stríða af öllu, sem við er að stríða, fyrir þá, sem starfa að uppeldi hinnar ungu kynslóðar. Undanfarandi ár hefir verið mjög athugaverð- ur tími gagnvart uppeldi unga fólksins hér á landi. Peninga- flóðið 'hefir h^ft slæm áfarif á ungu kynslóðina. Það hefir vanið hana á eyðslu og athuga- leysi, og gert hana óvarfærna. Og þetta er í raun og veru ekk- ert undravert. Eldri kynslóðin er hér samsek. Ef hin unga kynslóð íslands skildi til hlítar undir hverju hennar framtiðarheill væri fyrst og fremst komin, og hvernig henni hæri að haga hinu nýja landnámi, þá myndi hún beita hyggni sinni, „lífslindinni“, er spekingurinn talar um, en ekki flónsku afglapan§. Þá myndi hún forðast hugsunarleysið, eyðsluna og agaleysið. Hún myndi þá leggja stund á að rækta sjálfa sig og gera sig andlega og efnalega sterka. Og ef hún gerir þetta, þá mun hún gjalda menningarlega skuld sína, og ekki stofna til nýrra skulda, jafnvel ekki peninga- skulda. Gagnfræðingar! Undir ykkur og allri hinni ungu kynslóð ís- lands er komið, hvernig hið nýja landnám tekst. Á ykkar kynslóð hvílir að miklu leyti heill og heiður þjóðfélags vors á næstu komandi tímum. Ykk- ar bíður því mikið og göfugt hlutverk, og ef þið rækið það vel, þá verðið þið og ykkar kyn- slóð merkileg kynslóð, sem lengi mun minnzt. Feður ykkar, hinn- ar ungu kynslóðar, skila ykkur stjórnarfarslega frjálsu þjóðfé- lagi. Þeir hafa stutt ykkur til kunnáttuiðkana og þeir munu skila ykkur nokkrum fjármun- um. Þeir hafa búið ykkur all- vel undir hið nýja landnám. í sjálfum ykkur lifa beztu ein- kenni forfeðranna. Þið getið vakið þau og ræktað, en þið getið líka hulið þau og kæft þau, ef þið temjið ykkur eyðslu og agaleysi, flónsku afglapans, hugsunarleysi og skeytingar- leysi eða taumlausa þröngsýna eigingirni. Því að þetta er líka til í eðli ykkar. Þið háfið einnig erft þetta frá forfeðrunum eins og hina góðu eiginleika. En þetta er illgresi, sem þarf að uppræta. Það var taumlaus eigingirni voldugra manna, sem varð fótakefli vors forna lýð- veldis. Það var því hún, sem varð þess valdandi, að margar kynslóðir voru hnepptar í fjötra ófrelsis og fátæktar. Þessa skuld forfeðra vorra á 13. öld, þurftu allar kynslóðir að gjalda frá þeim tíma, er þjóðin glataði fullu frelsi, og fram á tíma nú- lifandi manna. En nú er sú skuld loks goldin, eftir nær sjö alda fórnir. Unga fólk! Varðveitið hyggni ykkar, 'lífslind ykkar. Forðizt umfram allt ögun afglapanna, heimskulegar tízkueftirhermur, Auglýsingar, sem birtast ©iga f Alþýðublaðinu, verða að vera komnar til Auglýs- ingaskrifstofunnar í Alþýðuhúsinn, (gengið íi_, frá Hverfisgötu) fyrir kl. 7 að kvöldi. Sími 4906 taumleysi, ósjálfstæði í hugsun, orðum og verkum. Það er oft talað um kröfur manna nú á dögum, og telja margir það vott um versnandi tima. En ég vil segja við ykkur: Gerið kröfur! Gerið harðar kröfur! Gerið kröfur til aukinn- ar menningar, til batnandi lífs. En kröfunum skuluð þið fyrst og fremst beina til sjálfra ykk- ar. Krefjist þess af ykkur sjálf- um, að gera allt, sem í ykkar valdi stendur, til þess að auka farsæld sjálfra ykkar og þjóð- arinnar. í kvæðinu: „Nú fækk- ar þeim óðum“, segir skáldið meðal annars um forfeðurna: „og döfnuðu á hverjum degi, að drengskap og hetjulund“. Þess vildi ég og óska ykkur. Þá verðið þið vaxandi menn og konur alla ykkar æfi. „Þeir höfðu ekki skap til að skuída,“ segir skáldið enn fremur. Ég óska ykkur þess einnig. Þá mun ykkur vegna vel. Þá munuð þið gera skyldur ykkar. Þá verð- ið þið frjálsir borgarar í frjálsu gróandi landi. Þá getið þið jafn- an borið höfuðið hátt. Eikarskrifborð fyrirliggjandi. Trésmíðavinnuslofan, Mjölnisholfi 14. Sími 2896. Skrifstofur vorar og verksmiöjur verða lokað- ar frá hádegi í dag vegna Jarð- arfarar. Hf. Nói. Hi. Hreinn. Hi, Sirius. Tilkynning frá Alþýðubrauðgerðinni. Brauðsölubúðir vorar verða opnar til klukkan 3 e.h. föstudaginn 16. júní, lokaðar allan laugardaginn 17. júní og opnar til klukkan 11 f. h. sunnudaginn 18. júní. Alþýðu bra uðgerðin b.f.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.