Alþýðublaðið - 21.06.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 21.06.1944, Blaðsíða 5
MiSvikudagur 21. júní 1944 ALÞÝÐUBLAÐIO Loftvarnabyssur. Gamli maðurinn, sem ekki þorði að fara x heimsókn til forseta íslands — en skrifaði mér í þess stað bréf, sem hann vonar áð forsetinn lesi. — Ég fer í sumarfrí! HINN NÝKJÖRNI forseti Islands tók á móti fólki í Háskólanum á sunnudaginn og heimsótti hann fjöldi fólks til þess að votta honum traust sitt og árna honum heilla. Eg veit líka, að það hafa verið ennþá fleiri, sem hafa beðið honum trausts og blessunar, en þess bað hann guð, eins og hann lýsti á Lögbergi, er hann tók við embætti sínu. — Þó að margir kæmu til hans á sunnudag, þá er og víst að margfalt fleiri vildu hafa kom- ið til hans, til þess að þrýsta hönd hans og sýna honum vinarþel, því að öllum er ljóst, að öllum er það styrkur, að finna að þeim fylgir traust sam- ferðamannanna, á það við um alla einstaklinga, hvaða stöðu sem þeir tilheyra. „GAMLI“, sem heimsótti mig í gær og bað mig fyrir bréf, gekk ekki fyr- ir forsetann, en hafði þó fulla löngun til þess. Honum fannst, að hann myndi verða fyrir hinum prúðbúna fólki, sem kann að stíga yfir þröskuld og rétta fram silkimjúka lófa. Honum fannst, að hönd sín væri ef til vill börkuð, fæturnir ekki nógu léttir og bakið bogið. Eg sagði honum, að hann hefði átt að fara — og að forsetinn myndi áreiðanlega hafa glaðzt yfir heimsókn slíks manns. EN HANN kvað bezt að hafa það svona, bara að ég vildi birta bréfið hans í þeirri von, að forsetinn læsi það. Og mér er það ljúft. Bréfið er svona (það er til mín, en ekki til for- setans, þó að gamli maðurinn óski þess að hann lesi það): „EG ÞÝT ÚR EINU í annað. Mér er ekki gefið að skrifa bréf. Forsetan- um árna ég allra heilla. Hann er fyrsti reglulegi þjóðhöfðinginn, sem við eigum. Hann hefur unnið sér traust í ríkisstjóraembættinu á undan- förnum árum — og hvernig, sem á því stendur, og þrátt fyrir hina misjöfnu reynslu okkar af leiðtogum og for- ingjum, þá treystum við því, að Sveinn Björnsson vilji gera rétt í hverju máli. Og ég vil þess vegna með þessum fátæklegu orðum beina at- hygli hans að börnunum — framtíð- inni og gamla fólkinu, sem hefir leitt okkur öll þangað, sem við erum nú komin.“ „EITT SINN VAR BÁTUR á leið til lands úr Vestmannaeyjum. Veður gerði mikið og úfinn sjó. Einn hásetinn var fullur af „heilögum anda,“ og er hon- um þótti útlitið orðið ískyggilegt, þá baðst hann fyrir á þessa leið: — „Ó, drottinn! drottinn! Hér er mikið um að gera, lasm!“ „HÉR HEFUR LÍKA mikið verið um að gera. Við höfum stofnað lýð- veldi, byggt á lýðræði. 1930 eyddi þjóðin 20—30 miljónum í vitleysu -— og svalt næsta ár. 1944 er eyðslan vart undir 100 miljónum, beint og óbeint. „Á morgun er aftur dagur," sagði Valdimar danski. Ætli það hefði ekki verið gott að hafa næsta ár í huga, er eyðslan var hafin.“ , „EG HEF VERIÐ að hu^sa um að ganga á fund lýðveldisforsetans í dag, úr því að allir mega koma, Eg ætlaði að segja við hann þetta: „Um leið og ég óska yðar hágöfgi og íslenzka lýð- veldinu heilla, þá vil ég minna yður á aðbúð þá, sem gamalmenni, öryrkjarn- ir eiga við að búa. Okkur vantar al- þýðutryggingar, sem eru fullkomnar tryggingar“.“ „EG VONA að þú viljir koma þess- um boðum áleiðis. Við þekkjum báðir ranghverfuna á lífinu, en einnig sól- skinsblettina. Við skiljum því aðstöðu olnbogabarnanna, og það er skylda okkar að reyna að velta steini úr götu þeirra, og gera veginn greiðan. Eg veit, að þú ert fús til þess.“ „HERRA BISKUPINN var í morgun að brýna fyrir prestaefnunum mikil- vægi auðmýktarinnar. Það er að vísu fögur dyggð, en þó er það svo, að hún er íslendingum ekki eiginleg. í ein- rúmi falla menn leiklaust á kné fyrir guði sínum, en í augsýn annarra vilja þeir „standa á réttinum," eins og ís- lendingar forðum fyrir Danakonungi.“ „EN BISKUPINN HVATTI kirkjuna ekki nóg til miskunnsemi með hrjáð- um meðbræðrum og málleysingjum. Eg vildi að hinn aldni Jón Pálsson á Laufásveginum væri orðinn biskup. Honum hefði ekki orðið skotaskuld úr því að koma orðum að mikilvægi þeirr- ar dyggðar, enda hefur löng ævi hans verið sífelld prédikun, í orði og verki, í þágu miskunnseminnar. Við þekkjum það vel, smælingjarnir og málleysingj- arnir, þó við ekki höfum þakkað há- um rómi.‘ ÞETTA er bréfið. Það er ekki mikið málskrúð í því. Það er alveg eins og hann kom með það, og ég sendi það frá mér. SVO VIL EG TILKYNNA, að ég er að fara í sumarfrí. Eg mun senda ykkur eins marga pistla og ég get. — Haldið bara áfram að skrifa mér. Eg mun fá bréfin ykkar send og mun gera þeim, eftir ástæðum, full skil._____ Hannes á horninu. BoUapör 2,75 Bollar, stakir 1,75 Matskeiðar, silfúrplett 2,65 Matgafflar, — 2,65 Borðhnífar, — 6,75 Teskeiðar, — 2,05 Nýkomið. K. Einarsson & Björnsson Á myndinnd ,sést röð aif loftvarnaibyssuan aif nýjustu gerð við skotfæraivenksmiðju í Detroit í iB'andíardikjunium. Byssur þessar eru með 20 mm. blaupvídd pg miá sikjcjta mjög imöijgum skotum úr iþeiim á mlínútu hverri. Lifa ©ri&kir dag freisisins? Áskriffarsími Alþýlublaðsins er 4900. Harmsaga GRI-KKJA í styrjöld þeirri, sem nú er háð, er átakanlegasta harmsaga allra landa og þjóða, enda þótt hart sé í heimi um þessar mund ir. Það er jafnvel ástæða til þess að ætla, að aldrei í sögu mannkynsins hafi nokkur þjóð orðið að una ógnlegra hlutskipti en gríska þjóðin nú. Þegar þýzku hersveitirnar héldu innreið sína í Aþenuborg í aprílmánuði árið 1941, gaf yf- irmaður þeirra út eftirfarandi tilkynningu, sem var til komin vegna gremju Þjóðverja yfir hinni hetjulegu baráttu hins fámenna hers Grikkja: „Þeir, sem hafa verið ríkir, skulu verða fátækir,og þeir, sem verið hafa fátækir, skulu hungra“. Og Þjóð verjar létu ekki sitja við orðin ein, því að þeir létu greipar' sópa um allan matvælaforða Grikkja þegar í stað. Eftir sex mánuði var ein milljón hinna sjö milljóna og tveggja hundr- aða þúsunda íbúa landsins'dáin, hafði orðið hungurmorða. Marg ir aðrir létust úr sjúkdómumv sem eru fylgjur hallæris og hungurs. Ungbarnadauði var ægilegur. Opinberar skýrslur greina frá því, að níu af hverj- um tíu börnum, sem fæddust í febrúarmánuði árið 1942, hafi dáið þegar á fyrstu viku. Aldrei hefir nokkurt land orðið að þola slíkar hörmungar á jafnskömm- um tíma og Grikkir um þessar mundir. Hefði ekki til komið, sá forði matvæla og lyfja, sem safnað var af Grikklandshjálpinni í Bandaríkjunum og Kanada og sendur með sænskum skipum til Grikklands, er mikil ástæða til þess að ætla, að gríska þjóðin hefði bókstaflega stráfallið af völdum skorts og þrenginga. Skip þessi hafa flutt það mik- il matvæli til Grikklands, að unnt hefir reynzt að láta þrem milljónum hungrandi Grikkjum í té eina skál af súpu og fimm brauðsneiðar daglega. Og þetta er sá eini matur, sem þetta fólk hefir neytt um þriggja ára skeið. Börn og vanfærar konur, sem lögð er áherzla á að veita sem bezt viðurværi, fá aðeins mat, er inniheldur ellefu hundruð hitaeiningar dag hvern, en tvö þúsund og fimm hundruð hita- einingar eru taldar lágmark þess, er þurfi til þiess að góð hfeilsa sé tryggð. í matstofum ^lREIN þessi, sem hér er þýdd úr tímaritinu Reader’s Digest og er eftir Jean M. Walser, fjallar um « þrautir og þrengingar hinnar grísku þjóðar, en liún mun J hafa orðið harðast úti allra j hinna hernumdu þjóða. Lýs- ir greinarhöfundur á eftir- minnilegan hátt hungrinu, sem nú ríkir í Grikklandi og fylgjum þess og lætur þau orð falla, að bandamenn verði að auka verulega hjálp sína Grikkjum til handa, ef þjóð- in eigi ekki að líða undir Iok. fyrir börn í Aþenu og Peiraeus, fá börn frá þriggja til sex ára aldri þrjár máltíðir dag hvern. Hvert þessara barna fær dag hvern hálfa könnu af geril- sneyddri mjólk. Ungbörn innan við tveggja ára aldur fá mjólk og þunnan mjölgraut. Eldri börn fá mjölgraut* og baunir. Matar- , skammtur þessi er það lítill, að börnin geta með naumindum dregið fram lífið sem gefur að skilja. Svissneskur fréttaritari lýsir á eftirminnilegan hátt hinum hungruðu börnum, er þau koma til matstoíanna. „Börnin ganga inn hægt og stillilega og láta sem minnst fara fyrir sér. Flest þeirra eru klædd tötrum, ekkert þeirra hefir skó á fótum. Hvert þeirra hefir meðferðis disk eða könnu, sem það fær sinn skammt í. Börn þessi ryðjast ekki fram né hrinda hvert öðru. Þau skipa sér í raðir og bíða róleg. Þau stara sljóum augum á vegginn. Þegar þau hafa feng- ið skammt sinn, borða þau hann þögul og alvarleg í bragði. Aldrei hefi ég séð unnið eins vel að mat og af þessum börn- um. Þegar þau hafa lokið snæð- ingi, hverfa þau hljóðlega og skipulega á baut og rýma fyrir öðrum börnum. Ekkert barn- anna í Aþenu lætur æðruorð falla, enda þótt útlit þeirra vitni glögglega um þrautir þær, sem þau líða. 1 Grikldandshjálpin og gríska ríkisstjórnin greiddi í fyrstu fé það, er þurfti til þess að annast flutningskostnaðinn, en nú orð- ið lætur Bandaríkjastjórn fé það af hendi með láns og leigukjör- um. Hún lætur og af mörkum fé það, er þarf til þess að unnt sé að festa kaup á grænmeti og mjólk Grikkjum til handa. Kanada leggur til hveitið, og Rauði krossinn í Bandaríkjun- um og Kanada aflar þeirra lyfja, sem með þarf. Það er örðugt að lýsa því, hversu innilega Grikkir fagna hinum sænsku skipUm, sem hafa að geyma nauðþurftir þær, er halda lífinu í þjóðinni á hinum válegu tímum. Grikkir afferma skipin með miklum ákafa. Þeg- ar kornförmunum hefir verið skipað upp, koma hinir óbreyttu borgarar og tína upp allt það korn, sem eftir kann að vera. Þeir tína síðustu kornin upp með höndunum af aðdáunar- verðri nostursemi. Ríkisstjórnin Bandaríkjanna og Bretlands hafa komizt að raun um það, sér til mikillar á- nægju, að engar þessar matvæla sendingar hafa fallið í hendur óvinanna. Nefnd hlutlausra manna, er skipuð hefir verið af Rauða krossinum, hefir með höndum eftirlit með dreifingu þeirra og úthlutun. Nefnd þessi er skipuð fimmtán Svíum og fimmtán Svisslendingum. Nefnd in hefdr sér til aðstoðar sex hundruð undirnefndir víðs veg- ar um landið,sem skipaðar eru sjálfboðaliðum, er taka engin laun fyrir starf sitt. Allir þeir, sem nefndir þessar skipa, svo og aðrir þeir, er vinna í sam- bandi við hjálparstarfsemi þessa eru valdir efir ströngum kröf- um. Margir nefndarmanna þess ara eru klerkar. Nefndin hefir fimm hundruð trúnaðarmenn í þjónustu sinni, er ferðast um landið og hafa eftirlit með starf semi þessari. Þjóðverjar létu greipar sópa um ailar bifreiðar og járnbraut- arlestir Grikkja. Þess vegna hef ir það ráð verið tekið að senda nokkrar flutningabifeiðir frá Bandaríkjunum til Grikklands til þess að flytja nauðsynjar þessar með víðs vegar um land ið. En auk þess er matvælaforði þessi iðulega fluttur á ösnum, handvögnum eða mönnum, þar sem flutningavögnum verður ekki við komið, og Grikkland er mjög fjöllótt, svo að dreifing Frh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.