Alþýðublaðið - 23.06.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.06.1944, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Föstudagur 23. júní 1944. Vegleg gjðf Islend- ingafélagsins í Londofl. Þegar sögusýitingin var opnuð. Landsraiveifan á al ná fil 90 372 manns - iLusf- fjarðaveifa og Vestfjarðaveita er þar fyrir ufan. MZNDIN Ihér að ofan er a)f opnun sögusýningarinnar í Mennta- iskólanum. Óla'fur Dárusson er -að skýra sýninguna fyrir gestunum. Á myndinni sjást ennfremur forseti íslands (sitjandi á stól), forsætisráðherra (utarfega til vinstri á myndinni), nokkrir þingmenn o. fl. — Sýningin er opin daglega kl. 1—10 e. h. Að- sókn er jöfn og allmikil, enda sýningin nýstárleg, fróðleg og fyrir ýmsra hluta sakir merkileg. Gert ráS fyrir að landsrafveitunni ver®i S®ki® á 10—15 áriiKi ©g sé |sví tilbúin um þa'é biS árm 1955-1960. RAFÖRKUMÁLANEFND RÍKISINS hefir nú lokið við bráðabirgðaáætlun um landsrafveitu (að undantekn- um rafveitum fyrir Austfirði og Vestfirði, sem áður hafa verið birtar). Gert er ráð fyrir, að landsrafveitan nái til 90 372 manns samtals. Af þeim mannfjölda eru 70 905 bú- settir í bæjum og kauptúnum, en 19 467 í sveitum. í reynd- inni verða þó þessar mapnfjöldatölur talsvert hærri, þegar til framkvæmda kemur, því að í áætluninni er miðað við manntalið 1942. Raforkutmálanefndin gerir ráð fyrir að geta á þessu sumri gengið frá tillögum um öflun fjár til þess að byggja landsrafveitu. Gerir hún ráð fyrir að heppilegt sé að fram- kvæmdum verði hraðað eins pg unnt er eftir að byrjað hefir verið á þeim að stríðinu loknu. Gert er ráð fyrir að verkinu verði lokið á 10—15 árum frá því að það verður hafið. Ætti landsrafveitan samkvæmt því að vera fullbyggð einhvern- tíma á árunum 1955—60. Hefðu þá 83—85% af landsmönn- um fengið raforku frá landsrafveitunni. Athygíisverð tilíaga: Utibaðstaður við suðurenda Ijamarinnar ------------ Tiilögyr Gísla HalSdórssöRar verkfræóisisgs til bæjarráðs. Þessar bráðabirgðaáætlanir nefndarinnar, sem eru gerðar í samvinnu við rafmagnseftirlit ríkisins, virðast sýna, að lands- rafveitan geti orðið gott og ör- uggt fyrirtæki fjárhagslega án þess að ríkið leggi nokkra styrki fram í því skyni annað en við út- vegun lánsfjárins, en hingað til hefir engin stór rafveita verið byggð á íslandi nema að ríkið gengi í ábyrgð fyrir láni til henn- ar. áO ÍSLÍ Halldórsson verk- fræðingur er hugmynda auðugur maður og djarfur, eins og mörgum Reykvíking- um mun kunnugt. Undanfar- ið hefir hann mikið hugsað um nauðsyn þess að koma upp útibaðstað fyrir Reykvík inga og nauðsynlegar bygg- ingar í sambandi við bað- staðinn. Hefir hann rætt þetta mál við ýmsa merka menn, sem hrifizt hafa af þessari hugmynd hans, sem vonlegt er, því hér er um svo mikið menningarmál að ræða, að vart er hægt að neita réttmæti þess. Hins vegar má um það deila, hvernig beri að framkvæma þetta verk, enda sagði Gísli Halldórs- son við blaðamenn, er hann ræddi við þá um þetta mál, að umræður um málið myndu að sjálfsögðu vera mjög æskilegar. Hefir Gísli nú skrifað borgar- stjóranum í Reykjavík bréf, þar sem hann leggur tillögur sínar fram, og munu þær koma fyrir bæjarráð á næstunni. Fer hér á eftir bréf það með tillögum verkfræðingsins, er hann sendi borgarstjóra: „Fyrir nokkru vakti ég máls á möguleikum til að koma upp heitum sjóbaðstað við Reykja- vík. Ég vil nú leyfa mér að benda á stað þar sem hægt er að koma upp slíkum baðstað í hjarta borgarinnar. Með því að dýpka syðri tjörn- ina og steypa í hana botn og af- líðandi barma, er væri síðan þaktir ca. hálfs meters þykku lagi af hvítum sandi, en veita heitu vatni og hreinum sjó inn í lónið, mætti að þessum stað skapa ákjósanlegustu baðskilyrði fyrir þúsundir manns. Með því að láta vatnið seitlast að nokkru leyti gegnum sand- Frh. á 7. aíöu Ríkisstjórnin hefir samkvæmt tilmælum raforkumálanefndar leitað fyrir sér hjá sænskum stjórnarvöldum og beðið þau að útvega hingað sérfræðinga í vatnsvirkjunum og flutningi raf- orku. Var þetta gert í því skyni að sem fyrst yrði hægt að fá end- Bandaríkjaforsefi sendi forsefa Isiands; árnaðarósfcir Skcytaskipti FrankEire D. S^oosevelts og SveEns BjörassoBiar eftir forsetakjöri®. FORSETA ÍSLANDS hefir horizt þetta skeyti frá Banda- ríkjaforseta: „Hæstvirti forseti íslands, herra Sveinn Björnsson, Bessastöðum. Ég flyt yður innilegustu heillaóskir mínar í tilefni af, að þér voruð kjörinn til hins mikla emhættis að verða forseti lýðveldisins íslands, og heztu óskir mínar og Bandaríkjaþjóðar um vaxandi farsæld íslenzku þjóðarinn- ar. Franklin D. Roosevelt." Svar forseta íslands var á þessa leið: „Hæstvirti fors«ti Bandaríkjanna, herra Franklin D. Roosevelt, Ilvíta Húsinu, Washington. Ég þakka yður inni- lega hinar vinsamlegu heillaóskir út af kosningu minni og fyrir árnaðaróskir yðar og Bandaríkjaþjóðarinnar til þjóð- ar minnar. Afstaða yðar og þjóðar yðar við þetta tækifæri hefir verið íslendingum mikill styrkur og er metin um land allt. Sveinn Björnsson.“ mjög mikils^ urskoðaða bráðabirgðaáætlun raforkumálanefndar og hraðað sem mest undirbúningnum að raunverulegum framkvæmdum. Sænska raforkumálastjórnin svaraði að hún væri fús til að sjá um útvegun slíkra sérfræð- inga hingað strax þegar þeir gætu komizt til íslands. I áætluninni hér á eftir er reiknað með að árlegur reksturs- kostnaður landsrafveitunnar verði 9% af stofnkostnaði. Gert er ráð fyrir að stofnfjárkostnað- ur (vextir og afborganir) verði ca. 5% (40 ára lán með 4% þarf 5,05%, en 35 ára lán með 3%% þarf 5% árlega í vexti og afborg- anir). Viðhald á orkuverum, að~ alspennistöðvum, aðalorkuflutn- ingslínum og dreifingarkerfinu er áætlað 1,4%. Gæzla, stjórnar- kostnaður og innheimta 1,6%, en tryggingar, skattar og til vara ca. 1%. Verður annar reksturskostn- aður en stofnfjárkostnaður þann- ig ca. 4%, en allur reksturs- kostnaðurinn eins og að ofan segir 9% á ári. Vegna þess að um minni einingar er að ræða, hefir þótt varlegra að áætla reksturskostnað rafveitna Aust- fjarða og Vestfjarða 9%% á ári. Þær áætlanir hafa nú verið end- urskoðaðar og verður árlegur reksturskostnaður þeirra nokkru lægri en áður. Þá fer hér á eftir minni áætl- unin, þar sem miðað er við 500 wött af raforku á mann. A. Núverandi virkjanir: 1. Sogsvirkjunin og Elliðaár- virkjunin 17 700 kw. 2. Laxárvirkjun 4000 kw. 3. Skeiðsfoss 1500 kw. 4. Ólafsfjörður 160 kw. 5. Glerá 200 kw.' 6. Blönduós 200 kw. Núverandi virkjanir samtals 23 760 kw. B. Nýjar virkjanir: 1. Andakílsárvirkjun 7800 kw. 2. Þverárvirkjun (hjá Naut- eyri við ísafj.djúp) 12 600 kw. 3. Skeiðsfoss 1500 kw. 4. Ný Laxárvirkjun 9000 kw. Framhald á 6. síðu. Gefur þjóðinni Ijósmyndir af íslenzkum handrifum í hóka- söfnum London og Oxford. f SLENDINGAFÉLAGIÐ í London hefir ákveðið að gefa íslenzku þjóðinni Ijós- myndir af íslenzkum handrit- um, þeim, sem til eru í hóka- söfnum London og Oxford, til minningar um 17. júní. Fyrstu myndirnar verða af eiginhandriti Gottskálks í Glaumbæ af Sópdyngju hans. Ósk félagsins er að Landsbóka- safninu verði falið að geyma ljósmyndir þessar. Sigurðor Þérarinsson hlýiur doktorsnafnból vfö Slokkhólms- O IGURÐUR ÞÓRARINSSON ^ jarðfræðingur lauk dokt- orsprófi í jarðfræði við Stokk- hólmsháskóla 2. júní síðastlið- inn. Sigurður varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1931, stundaði síðan jarðfræði- og landafræðinám í Stokkhólmi og lauk háskólaprófi í þessum fræðum 1939. Á síðustu árum hefir hann unnið að ýmsum vísindarann- sóknum, einkum á jökla og ösku lögum í íslenzkum jarðvegi, og skrifað ritgerðir um þessi efni; ennfremur hefir hann flutt há- skólafyrirlestra um rannsóknir sínar í Stokkhólmi, Uppsölum og Gautáborg, og í landafræði- félaginu í Stokkhólmi og Kaup- mannahöfn, sömuleiðis hefir hann flutt útvarpserindi um þessar rannsóknir. íslandsmótinu lokið. Valur varð íslands- meisfari í ár. Vann Fram með 2:1. ISLANDSMÓTIÐ í knatt- spyrnu 1944 lauk í gær- kveldi með leik milli Vals og Fram. Úrslit urðu þau, að Val- ur vann Fram með 2 mörkum gegn 1 og varð því íslands- meistari í ár. Að leiknum loknum afhenti forseti í. S. í., Benedikt G. Waage, félaginu íslandsbikar- inn og hverjum leikmanni verðlaunapening úr gulli. Auk þess afhenti hann hverjum leikmanni Vals og foringja Fram á vellinum íslenzkan fána að gjög frá mótanefnd. Skyldi gjöfin vera til minningar um íslandsmótið 1944. Skálamótfö á Þingvelli SKÁTAMÓTIÐ á Þingvelli er hið ánægjulegasta, segir fréttaritari blaðsins á mótinu. Hátt á annað hundrað skát- ar sitja mótið, og líður þeim öllum vel. Fara þeir í göngu- Frh. L 7. aíðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.