Alþýðublaðið - 23.06.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 23.06.1944, Blaðsíða 7
ALÞYÐUBLAÐIÐ LandsraWeituáæflunin Föstudagur 23. júní 1944. \Bœrinn í áag. Næturlæknir er í Læknavarð- stofuni, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegs- apóteki. Næturakstur annast B. S. R., sími 1720. ÚTVARPIÐ: 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 19.25 Hljómplötur: Harmonikulög 20.00 Fréttir. 20.30 Jónsmessuhugleiðing (Árni Jónsson frá Múla). 20.55 St.rokkvartett útvarpsins: Kvartett op. 18 nr. 1 í F- dúr ef Beethoven. 21.10 Upplestur: „Noregur undir oki nazismans“, bókarkafli eftir Worm-Muller prófess- or (Ragnar Jóhannesson). 21.35 Hljómplötur: Sönglög eftir Hugo Wolf. 21.50 Frétir. 22.00 Symfóníutónleikar (plötur): a) Gátutilbrigðin eftir Elgar. b) Píanókonsert í Es-dúr eftir Ireland. 23.00 Dagskrárlok. Alfred D. Jónsson ljósm. tók allar myndirnar af lýðveldishátíðinni, sem voru í Al- þýðublaðinu. Athygli ferðamanna skal hérmeð vakin á pésa einum litlum, sem út er kominn og fæst ókeypis í Pósthúsinu, en það er á- ætlun fyrir ferðir m. s. Víðis til og frá Akranesi á þessu sumri. Þar er, auk ferðanna þangað skýrt frá langferðabílumí sem haga ferðum sínum eftir bátnum, t. d. Reykja- ví,k—Akranes—Akureyri, svo og til Stykkishólms, Ólafsvíkur, Grund arfjarðar, Hreðavatns, Ölvers og Reykholts svo og ferða frá Akur- eyri, og um Egilstaði og frá Stykk ishólmi út í FÍatey og að Brjáns- læk. Úlvarpi og hálíða- höldin 17. og 18. júní Frh. af 4. síðu. flýitja tæki á milli þessara staða og koma þeim fyrir. Samkvæmt skýrslum, sem EJíkisútvarpinu hafa borizt, hef ir útvarpið yifirleitt tekizt vel, og var athöfnin á Þingvelli sums staðar felld inn í hiát’íðardag- skrá á samkomum úti um land. Eins og áður var getið, var þeirri athöfn einnig útvarpað tii út- landa, yfir Stuttbylgjustöð Landssímans. Köfðu áður verið sendar tilkynningar til útvarps- stöðva þeirra, er til niáðist í Ev- rópiu, til tveggja stærstu út- varpsfélaganna í Bandaríkjun- um, blaðanna Heimskringlu og Lögbergs í Winnipeg og, að til- hlutun utanríkismiálaráðuneyt- isins, til sendimanma íslands í öðrum löndum. Skeyti hafa þegar borizt frá Londlon og Stokkhöimi um það, að stuttbylgjuútvarpið hafi heyrzit ágætlega, og eru íslend- ingar eriendis mjög þakklátir fyrir þessa þjónustu. JVJiér þótti hlýða, að þessi fræðsla um þátt R'íkisútvarpsins í hiátíðafhiöíldunum lægi fyrir, og óg noita tækifærið til þess að þakika ölium þeim staiifsmönnm er með miklu og ótrauðu starfi unnu að því að vel mætti tak- ast. Reykjaviík, 20. jún'í 1944. ,Tónas Þorbergsson. SkátamóiiÖ á Þingvelli Frh. af 2. síðu. ferðir þrátt fyrir þoku og suld- veður. í fyrradag skoðuðu þeir Þingvöll undir leiðsögu Bene- dikts Sveinssonar, og fannst þeim hinn mesti fróðleikur að því, en fremur fengu þeir heimsókn af 20 kennurum þangað austur. Frh. af 6. síðu. Meðalverð á árskílówatti á öllu landinu yrði þannig 89 300 kw. á kr. 216,00. Meðalverð á kílówattstund miðað við 4000 til 5000 stunda notkun á ári 4,3—5,4 aurar. Lífauleiðirnar Aðalorkuflutningslínur: Raufarhafnarlína: í 1000 watta (á mann) áætluninni er gert ráð fyrir að málspenna iínunnar sé 60 kv. I 500 watta (á mann) á- ætluninni er hins vegar reiknað með að málspenna línunnar verði fyrst um sinn höfð 30 kv., en að línan verði þegar í byrjun byggð fyrir 60 kv. þannig að hækka megi spennuna í 60 kv. þegar ástæður þykja til. Línuleiðin: Frá orkuveri Lax- ár (við Brúarfossa) liggur lín- an beina leið út að Þverá í Reykjahverfi. Þar er spennistöð til að lækka spennuna (ef 60 kv. málspenna er notuð) niður í 30 kv. fyrir Húsavík og 10 kv. fyrir sveitaveitur. Frá Þverá er gert ráð fyrir að línan liggi austur yfir Reykja- heiði, um Geldingadal, Arna- hvamm og Grísatungu, yfir Vík- ingavatns- og Garðsheiðar, aust- ur yfir láglendi Kelduhverfis, fram hjá Garði og Skógum og utan við Axarnúp og Valþjófs- staðafjall að Einarsstöðum á Sléttu. Þar sé spennistöð fyrir Kópasker og sveitaveitur. Frá Einarsstöðum liggur línan því sem næst í beina stefnu norð- austur yfir Sléttu, um Hólsstíg, til Raufarhafnar. Húsavíkurlína: 30 kv. lína liggur frá spennistöðinni við Þverá, ofan við Laxamýri og beina leið til Húsavíkur. Akureyrarlína: Hún liggur frá orkuverinu við Brúarfossa yfir Aðaldal og Fljótsheiði og vestur yfir Skjálfandafljót meðfram nú- verandi háspennulínu, en fjar- lægist hana síðan og liggur vest- ur Ljósavatnsskarð, sunnan við Ljósavatn, fram hjá Hálsi og yfir Vaðlaheiði, um Geldingsárskarð, inn Svalbarðsströnd og vestur yfir Eyjafjörð um Hólmana. Lína þessi er 132 kv., en í áætluninni um 500 wött á mann er þó gert ráð fyrir að hún verði fyrst um sinn rekin með 60 kv. mál- spennu. Frá aðalspennistöðinni við Akureyri liggja 10 kv. línur inn Eyjafjörð og út Kræklinga- hlíð að Dagverðareyri og um ytri hluta Hörgárdals, en 132 kv. lína liggur út með Eyjafirði að vestan. Hjalteyrarlína: Við þverveginn til Hjalteyrar er spennistöð til að lækka spennuna í 10 kv. fyrir dreifilínur, sem liggja þaðan til Hjalteyrar og byggðanna þar í kring. Dalvíkurlína, 132 kv., liggur frá spennistöðinni við Hjalteyri út Arskógsströnd að Dalvík. Þar er spennistöð til að lækka spenn- una í 60 kv. fyrir Óiafsfjörð og Siglufjörð og niður í 10 kv. fyrir Hrísey, Dalvík og umhverfi. Ólafsfjarðarlína, 60 kv., liggur frá Dalvík upp Karlsárdal og um Dranga og Bustarbrekkudal til Ólafsfjarðar. Þar er spennistöð til að lækka spennuna í 10 kv. fyrir kauptúnið og byggðina í kring. Siglufjarðarlína, 60 kv., liggur frá Ólafsfirði um Rauðsskarð til Héðinsfjarðar og þaðan um Hest- skarð til Siglufjarðar. Þar er spennistöð til að lækka spenn- una í 10 kv. I 500 watta áætluninni er Siglufjarðarlínan ekki talin með. Sliagafjarðarlína, 132 kv., ligg- ur frá Dalvílc inn Svarfaðardal um Heljardalsheiði, Viðvíkur- sveit og yfir Hegranes til Sauð- árkróks. Þar er spennistöð 60/10 kv. og frá henni liggja 10 kv. dreifilínur út um héraðið, meðal annars til Hofsóss. Blönduósslína, 132 kv. línan liggur frá Sauðárkróki um Kol- haugafjall til Blönduóss. Þar er spennistöð 132/10 kv. og frá henni fara 10 kv. dreifilínur út um héraðið, þar á meðal til Skagastrandar. Hrútafjarðarlína, 132 kv. línan liggur frá Blönduósi fram hjá Giljá innan við Hópið yf’ir MiS- fjarðarháls og Hrútafjarðarháls að spennistöð, 132/60—30—10 kv., við Hrútafjarðará nálægt Meium. Frá spennistöðinni liggur 60 kv. lína norður Strandir, 30 kv. Iína vestur í Dali um Hauka- dalsskarð og 10 kv. dreifilínur út um héruðin.í kring um Hrúta- fjörð, og til Hvammstanga. Línan frá Akureyri til Hrúta- fjarðarár verður rekin með 60 kv. málspennu miðað við 500 ,wött á mann, en byggð þannig, að flytja megi eftir henni straum með 132 kv. spennu síðar. Bitrufjarðarlína, 60 kv., liggur frá Hrútafjarðarspennistöð út með Hrútafirði að vestan, norð- an við Sandfell að Bitrufjarðar- | botni. Þar er spennistöð 60/10 ! kv. og frá henni liggja 10 kv. dreifilínur til sveitanna í kring og yfir Snartartunguheiði að Kleifum í Gilsfirði. Þaðan liggur 10 kv. lína norðan við Gilsfjörð innan við Króksfjörð og Beru- fjörð til Reykhóla. Önnur 10 kv. lína liggur frá Gilsfjarðarbotni út í Saurbæ. Hólmavíkurlína liggur frá Bitrufjarðarbotni um Bitruháls, innan við Kollafjörð til Stein- grímsfjarðar og inn með honum að austan, til Hólmavíkur. Þar er spennistöð 60/10 kv. fyrir Hólma- vík og nágrenni. Nauteyrarlína, 60 kv., liggur frá Hólmavík inn að Steingríms- fjarðarbotni, þaðan norður yfir Steingrímsfjarðarheiði og um Lágadal að orkuveri við Naut- eyri. Reykjarfjarðarlína, 60 kv., greinist' út frá Nauteyrarlínu við Steingrfmsfjarðarbotn og liggur vestur Trékyllisheiði í Reykjar- fjarðarbotn. Þar er spennistöð 60/10 kv. fyrir síldarverksmiðj- una í Djúpuvík og nágrennið. Ingólfsfjarðarlína, 60 kv., ligg- ur frá Reykjarfjarðarbotni um Reykjarfjarðardal norður að botni Ingóifsfjarðar. Þar er spennistöð 60/10 kv. fyrir síldar- verksmiðjuna í Ingólfsfirði og nágrennið. Haukadalslína, 30 kv„ liggur frá spennistöðinni í Hrútafjarð- arbotni um Haukadalsskarð og niður Haukadal að Stóra-Skógi í Dalasýslu. Þar er spennistöð 30/ 10 kv. og þaðan liggja 10 kv. dreiíilínur um umhverfið, m. a. til Búðardals og út að Staðarfelli. Borgarfjarðarlína, 132 kv., liggur frá spennistöð í Hrúta- fjarðarbotni suður Holtavörðu- heiði og Norðurárdal niður undir Sveinatungu, en þaðan beina leið yfir Þverárhlíðarháls um Þverárhiíð, ■ Stafholtstungur og Bæjarsveit, að orkuveri við Andakílsá. Þar er spennistöð og línugreining. (50 kv. lína liggur vestur á Snæfellsnes, 30 kv. lína fer til Akraness, 10 kv. dreifilín- ur liggja til héraðanna í kring, m. a. til Borgarness. Snæfellsnesslína, 60 kv., liggur frá Andakílsárvirkjun í norð- vestur innan við Borgarfjörð beina línu að Haffjarðará neðar- iega og þaðan beint vestur að Fáskrúðarbakka. Þar er spenni- stöð 60/30—10 kv. 30 kv. línan liggur til Stykkishólms, en 10 kv. dreifilínur um sveitirnar í kring, m. a. að Stapa og Hellnum. Stykkishólmslína, 30 kv., ligg- ur frá Fáskrúðarbakka norður yfir Kerlingarskarð. Norðan við skarðið (hjá Gríshóli) er spenni- stöð 30/10 kv. Þaðan liggur 10 kv. dreifingarlína til Stykkis- hólmp og nágrennis. Grundarfjarðarlína, 30 kv., liggur frá spennistöðinni hjá Gríshóli vestur að Hraunsfirði, inn fyrir botn hans um Trölla- háls, innan við Kolgrafafjörð, út með honum að vestan og um Eiði til Grundarfjarðar að Framnesi. Þar er spennistöð 30/10 kv. fyrir Grundarfjörð. 7 Gamlir keppinautar. Þessi mynd sýnir tvo fyrrverandi heimsmeistara í hnefa- leikum (þungavikt) James J. Tunney, til vinstri, sem er for- ingi í Bandaríkjafioíanum og William II. Dempsey, sem er foringi í strandvarnarliöi Bandaríkjanna. Hér ræða þessir gömlu keppinautar saman í miðdegisverði í New York. Þarna voru saman komnir ýmsir þeir, sem stjórna eiga fimleikum og líkamsuppeldi í her- og flota Bandaríkjamanna Ólafsvíkurlína, 30 kv., liggur frá Grundarfirði út með Látra- vík, um Búlandshöfða og Fróð- ársveit til Ólafsvíkur. Þar er spennistöð 30/10 kv. fyrir Ólafs- vík og umhverfi og þaðan liggur 10 kv. lína að Sandi. Akranesslína, 30 kv., liggur frá Andakílsárvirkjun út með Borgarfirði um Melasveit, yfir Leirárvogsós til' Akraness. Þar er spennistöð 30/10 kv. fyrir Akra- nes og umhverfi. Hvalfjarðarlína, 132 kv., liggur frá Andakílsárvirkjun um Geld- ingadraga, Svínadal og Hval- fjarðarströnd, að Hvalvatnsvirkj- un hjá Stóra-Botni. Reykjavíkurlína, 132 kv., ligg- ur frá Hvalvatnsvirkjun út með Hvalfirði að Fossá, upp Fossár- dal, þvert yfir Kjós, um Svína- skarð og Mosfellssveit að Eilliða- ám. Þar er spennistöð 132/60— 30—10 kv., fyrir Reykjavík og umhverfi. Hafnarfjarðarlína, 30 kv., ligg- ur frá Elliðaám til Hafnarfjarðar. Keflavíkurlína, 30 kv., liggur frá Hafnarfirði út -Reykj anes- skaga að norðan. Þar er spenni- stöð 30/6—10 kv. fyrir Keflavík og umhverfi, þar á meðal Sand- gerði. Grindavíkurlína, 10 kv., geng- ur út frá spennistöð 30/10 kv., sem byggð er á Keflavíkurlínu nálægt Vogum. Línan liggur þvert suður yfir Reykjaness- skaga til Grindavíkur. Selfosslína, 60 kv., liggur frá Sogsvirkjun að spennistöð, 60/10 kv., austan við Selfoss, nálægt Arnarstöðum. Frá spennistöð- inni liggja 10 kv. dreifilínur til byggðanna í kring, þar á meðal að Stokkseyri, Eyrarbakka, Sel- fossi og Hveragerði. Landeyjalína, 60 kv., liggur frá Arnarstöðum beina leið austur yfir Flóa, Holt og Vestur-Land- eyjar að spennistöð 60/20—10 kv. nálægt Fíflholti í Vestur- Landeyjum. Þaðan liggja 10 kv. dreifilínur til héraðanna í kring og 20 kv. lína og sæstrengur til V estmannaeyj a. Vestmannacyjalína, 20 kv., liggur frá spennistöðinni við Fíflholt, austur á Krosssand. Þar tekur við sæstrengur til Vest- mannaeyja. Geysislína, 10 kv. dreifilína, liggur frá orkuveri við Sog, sunnan við Búrfell upp Gríms- nes og Biskupstungur að Geysi. Auk framantalinna lína eru dreifilínur um sveitir. Þá er gert ráð fyrir að Vestfjarðarafveitu- kerfið verði síðar tengt við lands- kerfið með línu frá Nauteyrar- vir-kjun og enn fremur að Aust- fjarðakerfið verði síðar tengt við landskerfið með línu á milli Raufarhafnar og Þórshafnar. r Utibaðslaður sunnan við Tjörnina! Frh. af 2. síðu. fláann, mætti velgja sandinn þannig, að þægilegt væri að liggja í honum og gæti þetta gert almenningi kleyfa meiri úti- vist og sólböð en nú tíðkast. Með þessu móti yrði syðri tjörnin sannkallaður heilsubrunnur. í sambandi við þessa hvítu og hlýju náttúrubaðströnd yrði höfði nýtízku baðströnd þar 'sem væru fatageymzlur og þar sem unnt væri að njóta styrkjandi gufubaða, vatnsbaða, t Íoftbaða, ljósbaða, nudds o. fl. í höll þessari væri nýtízku veitingastaður byggður að mestu úr stáli og gleri, með pálmagarði og suðrænum jurt- um og væri úr honum hin feg- ursta útsýn yfir skemmtigarð- inn, tjörnina, 'baðstaðinn og suður yfir flugvöllinn til suður- fjallanna. í höll þessari mætti hafa stærsta og fullkomnasta gistihús landsins. En lega þess væri hent ug þarna rétt við framtíðar flughöfn bæjarins, og má búast við að þar yrði all gestkvæmt þegar tímar líða. Loks má hugsg sér að tónlist- ar- og æskulýðshöll borgarinn- ar gæti verið í þessu sama stór- býsi, og að halda mætti þar úti- tónleika á fögrum sumarkvöld- um fyrir garðgesti. Akvarium -— eða fiskábúr, sem fiskiþjóð eins^og íslending- ar þurfa fyrr eða siðar að eign- ast, gæti og átt heima á þess- um stað, borgarbúum til fróð- leiks og skemmtunar. Hljómskálagarðurinn og svæð ið næst suður af honum, er að mínu áliti tilvalið Tivoli Reykja víkur. í kringum tjörnina eiga að koma skemmtistaðir borgarinn- ar með glitrandi ljósaauglýsing- um, er speglast í vatnsfletin- um. Upplýstur gosbrunnur — eða tilbúinn goshver úti í vatn- inu, gæti enn aukið á tilbreyt- inguna. Ég hefi minnst á þessa hug- mynd við nokkra málsmetandi menn, sem hefir þótt hún at- hyglisverð og sendi ég yður hana hérmeð til vinsamlegrar ' athugunar og fyrirgreiðslu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.