Alþýðublaðið - 27.06.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 27.06.1944, Blaðsíða 6
ALÞYÐUBLAÐtO Þri(yjidagur 27. júni 1944. Sömu laun fyrir Drengja- taubuxur (stuttar). H. TOFT. Skólavörðust. 5. Sími 1035. Frh. aí 5. sí&u. dægrastyttingar inni við, sem við áttum kost á. Oft tókum við lag- ið svo rösklega, að við yfirgnæfð- um veðragnýinn algerleg’a. * Þegar voraði og hlýna tók í veðri, sáum við fjölmargar stór- ar sprengjuflugvélar fljúga yfir höfðum okkar á leið til vígvall- anna í Evrópu. Léttar sprengju- flugvélar og orustuflugvélar áðu á flugvellinum, sem við höfðum komið þama upp. Við vorum önnum kafnir nótt og dag. Allt sumarið vék sú hugsun aldrei úr hugum okkar, að við gætum átt von á óvinaárás hve- nær sem væri. Langfleygar þýzk- ar flugvélar höfðu komið til Grænlands, og við höfðum meira að segja séð til ferða nokkurra þeirra. Okkur grunaði, að Þjóðverjar kynnu að hafa komið sér fyrir einhvers staðar á austurströnd Grænlands. Og það var margt, sem fyrir bar, er styrkti þennan grun okkar. * Hið slæma skyggni er eitthvert hættulegasta vopn heimskauts- ins. Himinninn og hvítlitt hjarnið renna saman í eitt. Þar er ekki um neinn sjóndeildarhring að ræða, og í þessum mjólkurhvíta furðuheimi er jafnvel oft og tíð- um örðugt að halda jafnvæginu. Ef manni skrikar fótur, fellur maður aftur yfir sig, því að þess er lítt koatur að átta sig ó því í fljótu bragði, hvar fótfestu er að leita. Flugmaðurinn á örðugt með að ákveða fjarlægð sína frá jörðunni. Hann getur átt það til að freista þess að lenda flugvél sinni, þegar hann er í fimmtíu feta hæð, og eins getur það at- vikazt, að hann stjórni henni þannig, að hún steypist niður á hj arnbr eiðuna. Það var einmitt þetta slæma skyggni. sem orsakaði slys það, er henti flugvirki A. L. Monteverdes frá Aneheim í Kali- forníu hinn áttunda dag nóvem- bermánaðar árið 1942. En slys þetta varð tilefni einhvers hins harðfengilegasta björgunarleið- angurs, sem til hefir verið efnt á norðurslóðum. Enginn þeirra manna, sem tókust leiðangur þennan á hendur, voru reyndir heimskautafarar. Þetta voru venjulegir amerískir æskumenn, sem aldrei höfðu gist heim- skautalönd fyrri. Fy-rir nokkrum mánuðum höfðu þeir verið stúd- entar, skrifstofumenn eða banka- ritarar. En eigi að síður auðnað- ist þeim að inna merkilegt þrek- virki af höndum, sem telja má til hetjudáða. Flugvirki Monteverdes hlekkt- ist á með skjótum og óvæntum hætti. Það flaug skammt fyrir ofan jörð, er það nam allt í einu staðar og steyptist til jarðar. Þar lá það svo í tveim hlutum. Hríð var á, en þegar í stað heyrði Monteverde hljóð, sem hann þekkti á stundinni. Það hafði kviknað í flugvirkinu. Hann hafði því hraðan á að forða sér út úr flakinu. Einn maðurinn af áhöfn flugvirkis- ins liðþjálfi Spina að nafni, lá handleggsbrotinn skammt frá flakinu. Annar, Best að nafni, hafði særzt alvarlega á andhti. Hinir félagar Monteverdes höfðu Mótorista. 1. og 2. mótorista vantar á Ms. Hring, sem liggur við Ægisgarð. Upplýsingar um borð kl. 1—4 í dag. hlotið meiri eða minni áverka. Monteverde og stýrimaður flugvirkisins, O’Hara liðþjálfi, höfðu hraðan á að bera Spina inn í þann helming flaksins, sem ekki hafði kviknað í. Snjór komst niður í stígvél O’Hara meðan á þessu stóð, en hann hirti ekki um að hvolfa úr því, en það var yfirsjón, sem hann átti eftir að gjalda eftirminnilega. Þeir fé- lagar söfnuðu svo öllum þeim ábreiðum, sem þeir gátu komizt höndum yfir, og tjölduðu yfir flakið. Því næst biðu þeir þess, að veðrið lægði. En þegar loks lygndi eftir þrjá daga, sannfærðust þeir aðeins exm betur um það, hversu að- staða þeirra var vonlaus. Hvar- vetna umhverfis þá voru djúpar gjár, og það var alls kostar ó- mögulegt, að flugvél gæti lent í námunda við þá. Það var og mikið efunarmál, að unnt væri að komast til þeirra fótgangandi. O’Hara og aðstoðarstýrimaður flugvirkisins, er Spencer hét, ákváðu að freista þess að leggja leið sína yfir ísauðnina, ef vera mætti, að þeim auðnaðist að ná niður til strandarinnar. Þeir höfðu gengið aðeins skamman spöl, og O’Hara hafði forustuna, er hann heyrði Spencer segja: „Eg held ekki, að snjórmn að tarna .. .“ Hann lauk aldrei við setninguna, því að í næstu and- rá sást hyldýpi gína við, þar sem Spencer hafði staðið. Niðurlag á morgun. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN F*h. aí 4. ai9a þingræðisstjórn og koma á fót sam- vinnu milli stjórnm-álaflokkanna eru þau, að finna samstarfsgrund- völl, sem hægt er að byggja á framtíðar- og framfarastarf.' Forustumenn flokkanna þurfa að hafa til þess samningalipurð að þetta megi takast, og djörfung til að taka á sig óiþægindin frá kjós- endunum, sem hver úr sínum flokki heimtar samstarf, án þess þeir vilji að flokkarnir víki hársbreidd frá stefnu sinni.“ Þetta er vissulega mjög hreystilega skrifað. En var það ekki einmitt kjörorð Sjálfstæð- isflokksins í þeim umræðum, sem fram hafa farið, að um mál- efni mætti ekki ræða í sam- bandi við stjórnarmyndun á þessu augnabliki, því að þá myndi hún strax fara út um þúfur? Nýtt veifingahús að Fersiiklu jVÍ ÝLEGA hefir verið opn- að nýtt veitingahús að Fersti'klu vi^ Hvalfjörð. Er veitingahús þetta við vega mót AíkraneSls- og 'Norðurlands brautar og er hið myndarleg- alsta að ö'llum frágangi. Eigandi þesls er Búi Jónsison 'bóndi að Fenstiklu, en forstöðukona er frk. 'Rannveig Líndal húsmæðra kennari. Verður kappkostað að hafa veitingar allar, sem beztar á þesisu nýja veitingahúsi. Frh. á 4. síðu. samt svo. Þess eru dæmi á ríkis- skrifstofum, að kona hefir tekið við bókhaldarastarfi af karl- manni, en þá eru launin færð niður. Það er því ekki sama hver innir þjónustuna af hendi. Starf- ið er minna virði, ef það er unn- ið af konu. Þetta sjá allir að er hið hróplegasta ranglæti. Eða er það ekki gífurleg rangsleitni, að þar sem stúlka er, sesm veit skil á öllum störfum skrifstofunnar og er sá eini af starfsmönnum skrifstofunnar, sem getur tekið að sér hvers manns verk — og það er tíðara um stúlkur en karl- menn — er hægt að hugsa sér meiri rangsleitni en það, að hún skuli eklki eiga nokkra möguleika á því, að hækka í starfi innan skrifstofunnar og ekki einu sinni að komast hærra í launum en hinn lægst launaði af piltunum, ef hún þá er ekki fyrir neðan hann? Haldið þið ekki að marga stúlkuna svíði þegar hún, sakir þekkingar sinnar á störfum skrif- stofunnar, fer að setja liðléttinga — sem tæplega kunna að skrifa nafnið sitt — inn í starf þeirra og eftir þrjá mánuði eru þeir hinir sömu orðnir talsvert hærri í launum en hún, og eru þá með tilsvarandi mikilmennskubrag, og jafnvel farnir að skipa henni fyrir? Með örfáum undantekningum hagar svo til í öllu skrifstofu- kerfi þessa lands, að kona með stúdentsmenntun og nokkurn viðbótarlærdóm í skrifstofustörf- um og hraðritun, getur ekki gert sér vonir um að verða eins há í kaupi og venjulegur innheimtu- maður, eða einhver piltur, sem aldrei hefir lagt eyrisvirði í ■ menntun sína og aldrei eytt mín- útu af ævi sinni til þess að afla sér undirstöðuþekkingar í einu eða neinu. Nú dettur mér ekki í hug að segja, að menntun ein sé nægileg til þess, að menn eigi að vera á háum launum; en það vitum við, að þegar tveir karl- menn eiga í hlut, er að öðru jöfnu sá álitinn hæfari, sem menntunina hefir, og hið sama á vitaskuld að gilda þó kona sé annars vegar. Eg veit, að ég þarf ekki að hafa um þetta fleiri orð við ykk- ur, sem hér eruð staddar. Þið hljótið að taka þessu sem móðg- un við kvenþjóðina í heild og sem nýja sönnun þess, að litið sé á okkur sem vanmetafé; og þið hljótið að mótmœla því af innsta grunni sálar ykkar; en vegna þess að ég hefi heyrt þessu rang- læti mœlt bót með ýmsum hætti, langar mig að mótmæla því, sem kallað er röksemdir gegn þeirri kröfu okkar, að greiða beri kon- um sömu laun og karhnönnum fyrir sömu vinnu. SÚ röksemdin, sem í fljótu bragði virðist vera sann- gjörnust er það, að þar sem kon- ur séu líkamlega veikbyggðari en karlmenn, sé vinnuhæfni þeirra sem heildar minni og karl- mannavinnan því dýrari. Því er þá til að svara, auk þess sem áður hefir verið margminnzt á um mat á vinnu, að ef karlmaður á að fá hærra kaup fyrir vinnu sína á skrifstofu en kona, vegna þess að hann er duglegri að moka möl á bíl, þá ætti kvenstúdent, sem fer í kaupavinnu, að fá geysihátt kaup vegna' menntun- ar sinnar. Það er augljóst mál, að ekki er hægt að taka einn þátt vinnuhæfni út úr og láta hann skyggja á allt annað, hvort sem hann kemur að gagni eða ekki. Hin eina sanngjarna regla hlýtur því að vera sú, að greiða hverj- um einstaklingi eftir þeim not- um, sem eru að starfi því, sem greitt er fyrir. Önnur röksemdin er sú, að það sé dýrara fyrir karlmenn að lifa heldur en kvenfólk. Þeir, sem allt þurfa að kaupa, vita ná- Grænland og slyrjöldin sömuvinnu . . % kvæmlega hvað þessi röksemd er mikils virði. Ti-1 málamynda hefur mánaðarfæði á matsölustöðum verið selt lítið eitt ódýrara fyrir stúlkur en karlmenn, en lausar máltíðir eru með sama verði hver sem í hlut á. Verð farmiða, hvert sem farið er, er hið sama. Inngangur á skemmtistaði hinn sami. Þá er nú rúsínan eftir: að það sé ódýrara fyrir stúlkur en karlmenn að klæða sig og þjóna sér, af því að þær geti saumað svo mikið sjálfar.* Geta karl- menn þá ekki þjónað sér? Jú, en þeir bara hafa ekki lagt sig niður við það. En er nokkurt réttlæti í því, að þegar Jón og Gunna vinna við sama borð, við sömu skilyrði, að svo sé búið að Gunnu, að hún verði, þegar vinnu er lokið, að eyða öllum sínum frístundum í að spara kaupið sitt, en Jón geti auðgað anda sinn við lestur góðra bóka eða gert sig hæfari til aukins frama með menntun og íþrótta- iðkunum? Eru ekki með þessu lagðar gífurlegar hömlur á frelsi konunnar í þessu þjóðfélagi? Er henni ekki bundinn sá fjötur um fót, sem gerir allt hennar sjálf- stæði lítils virði, þegar hún verð- ur sakir fjárhagslegs ósjálfstæð- is að neita sér um aukna mennt- un og yfir höfuð allt, sem til þroska horfir? Þá er það þriðja röksemdin, sem er í sjálfu sér svo brosl.eg, að ég mundi ekki eyða orðum að henni, ef ég vissi ekki að hún hefir nýskeð komið fram í stjórn- skipaðri nefnd, sem hafði með að gera kaup og kjör hjá hinu opin- bera. Þessi röksemd, ef röksemd skyldi kalla, er sú, að konurnar vilji ekki giftast, ef þær fái sæmi- leg vinnukjör. Ja, í öllu því, sem ég hefi heyrt og séð um það efni, hefir mér alltaf skilizt, að það gæti ekki orðið til blessunar að giftast í hagsmunaskyni. Það ættu að vera allt önnur öfl, sem kæmu þar til greina. — Þetta minnir dálítið á þann miðalda- hugsunarhátt, að gera bæri þessa jörð að sem mestum táradal, til þess að halda huga fáráðanna við vonina um dýrðina hinum megin. A sama hátt virðist sú skoðun vera til, að gera beri vinnustaðinn að þeim táradal, að það sé alveg öruggt, að stúlkur missi aldrei sjónar á hinu gullna hliði hjónabandsins. Þó þessi kenning sé brosleg, þegar hún birtist í allri sinni nekt, er hún því miður ofurlítið hættuleg, vegna þess, að hún verður þess óbeint valdandi, að ungar stúlk- ur leggja minni áherzlu á það en annars væri, að fullnuma sig í einhverju lífsstarfi, vitandi það, að gullna hliðið getur þá og þeg- ar opnast. S'em betur fer er það, þrátt fyrir hið lága kaup, að verða konum Ijóst, að það getur alltaf verið nauðsynlegt að kunna eitthvert starf til fullnustu og að jafnvel eftir að komið er í hjónabandið, getur þess orðið meiri þörf en nokkru sinni. Þá kem ég að mótbáru, sem mikið hefir verið notuð af mönn- um, sem aldrei finnst neitt til um störf kvenna. Eiginlega er það ekki mótbára, því þeir segja sem svo í bræði sinni, að það væri mátulegt á þetta kvenfólk, að það fengi sörnu laun fyrir sömu vinnu, því þá fengi það bara að ganga atvinnulaust, vegna þess að vinnuhæfni þess sé svo miklu minni. ;— Ef við þorum að eiga þetta á hættu, þá j ættu karlmenn að vera þakklát- ir, vegna þess að það hefir löng- um verið kvartað undan því, að konur héldu laununum niðri og svo líka hinu, að á atvinnuleysis- og krepputhnum sé vinnumark- aðurinn fylltur með hinu ódýra vinnuafli kvennanna, en karl- menn verði að ganga atvinnu- lausir. Þetta ætti því frá sjónar- miði karlmanna að vera rök með málinu og verða til þess, að þeir legðust á eitt með okkur um að fá breytingu gerða. UM þær stéttir, sem eru á launalögum, embættis- mannastéttina og kennarastétt- ina, gildir reglan: sömu laun fyrir sömu vinnu, þ. e. a. s. að kona, sem er embættismaður eða kennari, fær fyrir starf sitt sömu laun og það væri unnið af karlmanni. Sama gildir ef kona er þingmaður eða innanþings- skrifari, þ e. alþingi sjálft fylgir þessari reglu. Hjá landsúnan- um, sem er stærsta fyrirtækið, sem íslenzka ríkið rekur, gildir fullt jafnrétti karla og kvenna um nám og laun og var sú hefð flutt inn með erlendum reglu- gerðum um símann um leið og hann kom til landsins. Það má því með fullum rétti segja, að fordæmin liggi fyrir. Nú liggur í salti hjá ríkis- stjórninni frumvarp til launalaga fyrir alla starfsmenn ríkisins og hefir nefndin, sem það samdi, gengið út frá því í tillögum sín- um, að ætíð yrðu greidd sömu laun fyrir sömu vinnu. Ef núJ það frumvarp fengist einhvern tíma flutt inn á þing, sem mikil barátta er fyrir, og von er um í haust, hefir það ákaflega mikla þýðlngu fyrir allar konur, sem stunda skrifstofuvinnu, hvernig því reiðir af, því það er áreiðan- legt, að fleiri breytingar koma á eftir í samræmi við þau launa- lög, sem samþykki ná, og eru lík- ur til að þær nái víðar en til skrifstofukvenna. En hvernig sem um þetta frumvarp fer í fyrstu lotu, meg- um við skrifstofustúlkur, hvort sem við vinnum hjá rfki, bæ eða einsaklingum, aldrei missa t sjónar á kröfu okkar um sömu laun fyrir sömu vinnu, og við heitum á allar konur að standa með okkur. '17’IÐ höfum stofnað hér lýð- * veldi og kjörorð þess er frelsi og jafnrétti. Jafnframt heýrinn við af vörum æðstu manna þjóðarinnar, að lýðveldið og framtíð þjóðarinnar byggist fyrst og fremst á þjónustu, á fórn. Eg veit, að allar konur landsins munu, ekki síður en karlmenn, standa vörð um óska- barn okkar, lýðveldið, og sumar okkar munu ef til vill vilja fórna því rétti okkar umtölulaust. En það væri bjarnargreiði við þjóð- . félag, sem vill lila við kjörorðin frelsi og jafnrétti — og öllu meg- um við fórna lýðveldinu nema líftaug þess. Um leið og þið, konur, hafið fylkt ykkur um lýðveldið, hafið þið einnig fylkt ykkur undir merki þess, og það sæmir ykkur ekki að þola, að það hallist, að því sé ekki fullur sómi sýndur. Þess vegna er það, að barátta okkar fyrir frelsi og raunveru- legu jafnrétti er um leið barátta okkar fyrir hugsjón þjóðarinnar um að vera sjálfri sér trú og sönn lýðræðisþjóð. Heitum því nú á þessum fyrstu dögum hins endurreista íslenzka lýðveldis, að vera í verki trúar hugsjón þess og halda fram rétti okkar í sam- ræmi við það. Kjólaefnum siolið. SÍÐASTLIÐIÐ föstudags- kvöld var farið inn í kjall- ara í húsi einu við Lækjargötu, og stolið þaðan tveim ströngum af sumarkjólaefnum. Sást til tveggja sjóliða og eins óeinkennisbúins manns með strangana í Lækjargötunni. Þeir, sem kynnu að geta gefið einhverjar upplýsingar um þenn an atburð, eru heðnir að snúa sér til rannsóknarlögreglunnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.