Alþýðublaðið - 12.07.1944, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 12. júlá 1944.
ALS»YByBLAÐBÐ
ANNgfii
OBÖg
■ • ■ « j r -jj,
jiMr
\''
[/!*• ^
Gistihúsin um land lallt yfirfull — Fjöldi manna er í
vandræðum — Framkvæmdir að Laugarvatni og fram-
tíðin Bréf frá Austurbæing — Hvers á Freyjugatan að
gjalda?
Frá höfninni í New Yorfc
Á mynd þessari sést hluti af höfninni í New York og notkkrir iskýj.akljúfar borgarinar. Mynd
in var tekin atf einu skipa ameríska flotans, er það sigldi inn til borgarinnar.
Síðari hluti greinar SvencS Aage Nielsen:
LL GISTIHÚS, sem taka á móti
sumardvalargestum, eru fyrir
löngu orðin yfirfull og daglega er
beðið nm herbergi, sem ekki er hægt
að sinna. Að Laugarvatni er hvert
einasta rúra skipað til hausts og
ómögulegt að taka á móti fleiri gest-
um. Hins vegar tjalda margir í skóg-
inum þar og kaupa sér fæði í gisti-
húsinu. Er þetta mjög gott í því dá-
samlega veðri, sem verið hefir undan-
farið.
ÁSTÆÐAN FYRIR ÞVÍ, að nú er
ekki hægt að taka á móti jafnmörg-
um dvalargestum að Laugarvatni og
áður, er fyrst og fremst sú, að þar
dvelja nú margir verkamenn og iðn-
aðarmenn, sem vinna við ýmsar
framkvæmdir á staðnum. Er nú ný-
lokið að mestu við að endurbyggja
sundlaugina og unpið er nú af kappi
að því að koma upp veglgu fimleika-
húsi við skólann. Þá er og verið að
byggja kennara- og nemendabústaði
og er lokið við einn þeirra að fullu.
GERT MUN RÁÐ FYRIR að lokið
verði við allar þessar framkvæmdir
að Laugarvatni næsta vor og sam-
kvæmt því ætti að mega vænta þess,
að Laugarvatnsskóli gæti þá verið
rekinn eins og fyrsta flokks sumar-
hótel og tekið á móti mörgum fasta-
gestum, en hvergi mun eins gott að
dvelja fyrir borgarbúa og þar, vegna
einstæðra náttúruskilyrða fyrst og
fremst. Þar er sundlaug, gufubað,
vatn — og skógur — og í skóginum
er alltaf skjól, jafnvel þó að kalsi sé
í veðri, en skólinn vel upphitaður og
husakynni góð svo lað ekki þarf að
væsa um gestina þó að úti sé súld.
ÞAÐ ER MJÖG BAGALEGT, að
ekki stculi vera til sumargistihús til
þess að fullnægja þörfum borgarbúa.
Sumrin okkar eru svo stutt — aðeins
tveir mánuðir eða svo, svo að nauð-
synlegt er að geta notið þeirra í rík-
um mæli. Rætist vonandi betur úr
þessu fyrir næsta sumar. En nú eru
hundruð manna, sem óska þess ein-
dregið að geta dvalið utan Reykja-
víkur í sumarleyfi sínu, í hreinustu
vandræðum.
„AUSTURBÆINGUR1 SKRIFAR:
„Hvers á Freyjugatan að gjalda? Nú
undanfarið hafa bæjaryfirvöldin
rausnast- til að láta malbika austur-
hluta Freyjugötunnar að gatnamótum
Freyjugötu og Bragagötu og er það
mjög virðingarvert fyrirtæki, þar sem
þessi gata er mjög fjölfarin og strætis-
vagnaleið. En því er svo hætt við téð
gatnamót? Er það af því, að við þann
hluta götunnar eru að heita má ein-
göngu „luxus“-fbúðir?“
„EKKI GETUR ÞAÐ verið af því,
að umferðin um vesturhluta götunnar
sé minni, því allir, sem nokkuð eru
kunnugir í bænum, vita að 'umferðin
um þann hluta hennar er mikið meiri,
og það mun óhætt að fullyrða, að
íbúar húsa þeirra, sem standa við
téðan götuhluta, greiða sízt minna í
bæjarsjóðinn en hinir íbúarnir, sem
hafa orðið fyrir þeirri einstöku náð
bæjaryfirvaldanna, að fá sinn hluta
malbikaðan."
„EN ÞAÐ VÆRI EKKI NÓG að
malbika vestari hluta Freyjugötunnar,
heldur þarf að laga þar gangstéttirnar
líka, en þær hafa verið rifnar upp í
vetur og vor, nær vikulega, til þess
að laga leiðslur o. fl. Það væri ekki
vanþörf á því að bærinn léti flytja í
burtu skúra og rusl, sem hefir staðið
þar í allan vetur og vor og safnað
saman rottum og músum úr næstu
hverfum.“
\T IÐ skulum láta það verða hið
* fyrsta verk okkar, að virða
höfuðborgina nokkru nánar fyr-
ir okkur. íbúatala hennar mun
nema hundrað og tuttugu þús-
undum, og fljótt á litið ber hún
mjög svipmót amerískra borga.
Kingston *er engan veginn forn
borg í sinni núverandi mynd.
Fellibyljir hafa hvað eftir annað
herjað borgina. En hún hefir
jafnan verið byggð upp að nýju
eftir að náttúruöflin hafa lagt
hana í auðn. Árið 1907 var King-
ston svo að segja jöfnuð við
jörðu — í það sinni af völdum
jarðskjálfta, er lagði borgina í
rústir á einni mínútu. — Þá var
hún endurreist í þriðja sinni.
Eg sé margar þekkilegar verzl-
anir, er ég legg leið mína eftir
aðalgötu^ borgarinnar, King
Street. Ég geng inn í Viktoríu-
garðinn, sem er fagur, án þess að
vera teljandi sérkennilegur. Sem
sagt: Hið fagra við Kingston er
umhverfið. Ég bý í Myrtle Bank
Hotel — stærsta og virðulegaste
gistihúsi eyjarinnar. Það er reist
í spönskum stíl með tveim stór-
um turnum, er gnæfa hátt yfir
pálmatrén í garðirium umhverfis.
Þegar hlýtt er í veðri, fer ég til
Bournemouth Club og syndi í
stærstu útisundlaug heimsins.
En það er ekki mikið næturlíf í
Kingston. í bjórstofum og veit-
ingahúsum halda Evrópumenn
sig einvörðungu. Jamaicabúar
ganga snemma til náða. Manna-
ferð á götum úti er nær engin
eftir sólarlag.
Hin forna höfuðborg eyjarinn-
ar, Spanish Town, liggúr um
tuttugu kílómetra vestur af
Kingston, og hún er rík af minj-
um frá dögum Spánverjanna. —
íbúarnir, sem eru mjög trúrækn-
ir, nota hinar. spönsku kirkjur
enn í dag' til guðsþjónustuhalds.
Þar eru og margar minjar frá
dögum styrjaldarinnar. Minnis-
merki Nelsons er stærsta minn-
ismerki borgarinnar.
Hvergi í Vesturindíum eru í-
búarnir eins blandaðir og á
; Jamaica. íbúatala eyjarinnar
j mun nema nær milljón. Þar af
| eru um tvær þúsundir hvítir
■ menn. — Nær átta hundruð
| þúsundir eru blökkumenn, tutt-
í ugu þúsundir Hindúar og fimm
þúsundir Kínverjar,- Allt þetta
Austurlandafólk kom til Jamaica
í atvinnuleit, þegar þrælahaldi
var þar aflétt. Blökkumennirnir
eru alls ekki „Jamaica-blökku-
menn“, eins og þeir eru almennt
nefndir, þeir eru blátt áfram
Afríku-blökkumenn, sem ala
aldur sinn í Vesturindíum. Þræl-
arnir voru sem sé sóttir til
Afríkustranda á sínum tíma. En
auk þeirra þjóðflokka, sem hér
hafa verið nefndir, má sjá á
Jamaica fulltrúa svo að segja
allra hinna merkari þjóðflokka
Austurlanda og Mið-Ameríku.
Nær allt þetta fólk vinnur nú
að bananaræktinni — enda er
hún hinn arðbærasti atvinnu-
vegur. Allmargir vinna þó að
sykuriðnaðinum, sem enn tíðkast
nokkuð á eyjunni og er raunar
annar stærsti atvinnuvegur eyj-
arskeggja. Erin aðrir vinna að
rommgerðinni. Ég sé vagna og
flutningabifreiðir hlaðna græn-
litum banönum. Svo sem alkunna
er, eru bananarnir grænlitir,
þegar þeir eru fluttir úr landi,
því að þeir yrðu alls óætir, ef
þeir væru fullþroska, þegar þeir
væru sendir áleiðis út um víða
veröld. Það eru tvö stórfyrir-
tadki, sem keppa um banana-
markaðinn. Annað þeirra er
„United Fruit Co.“, sem er
heimsfrægt amerískt fyrirtæki,
og á venjulegum tímum sigldu
skip þess með banana um allan
heim. Hitt er fyrirtæki Jamaica-
búa og nefnist „Jamaica Banana
Production Association.“ Það er
ástæða til þess að ætla, að hið
síðarnefnda fyrirtæki standi vel
að vígi hér á Norðurlöndum, því
að það var stofnað af dönskum
maniji, List, höfuðsmanni, að
nafni, og hann veitir því forstöðu
Enaica
enn í dag. List þessi er borinn og
barnfæddur á dönsku eyjunni
Fanö. List kveður fyrirtæki sitt
hafa átt við mikla örðugleika að
etja. Erfiðleikar þessir hafa eigi
hvað sízt verið af völdum nátt-
úruaflanna. Iðulega hafa felli-
byljir lagt hvem ferkílómeter af
öðrum í auðn. — En í dag nema
bananaekrur eyjarinnar mörgum
mílum.
Nær átta kílómetra frá King-
ston liggur Port Royal — brezka
flotastöðin, sem er varin ramm-
gerum virkjum. Það má með
sanni segja, að hluta af Bretlandi
hafi verið þar fyrir komið mitt á
hinni fögru og þlómskrýddu hita-
beltisey. Ur varðstöðvunum hátt
uppi á fjöllunum liggja síma-
þræðir niður til Port Royal. Am-
erísk og brezk herskip fljóta fyr-
ir landi. Jamaica er útvörður
Panamaskurðarins, og þess
vegna er hún eins konar Gi-
braltar.
En eyjarskeggjarnir hafa lítinn
áhuga fyrir síjórnmálum og
heimsstyrjöld. Þeir rækja störf
sín, spjalla saman yfir romm-
staupum eða g'era sér eitthvað
annað til dægrastyttingar. Uppi
í sveitinni, ef hægt er að nota
það orð um hitabeltisskógana og
hinar pálmaskrýddu strendur,
safnazt fólk saman á kvöldin og
syngur „hina angurværu söngva
heimalandsins.“ Blökkumennirnir
gera litlar kröfur til lífsins. Þeir
eru glaðir og sælir, ef þeir hafa
dálítið af brauði, smjöri, ávöxt-
um og rommi. Það er enginn
hörgull á kaffi á Jamaica, þessu
hressingarlyfi, sem svo margir
Evrópubúar verða að vera án
um þessar mundir. Og Jamaica-
kaffið er talið vera eitthvert bezta
kaffi, sem framleitt er í beimin-
um. Þó eru ekki framleiddar þar
teljandi birgðir af kaffi, en eigi
að síður er það í tölu helztu
útflutningsvara Jamaicdbúa.
Aðrar útflutningsvörur, sem vert
er að láta getið, eru engifer og
Framhald á 6. síðu.
Hannes á horninu.
Þeir, sem hafa í hyggju að gjörast fastir áskrif-
endur að Alþýðublaðinu, ættu að gjöra það nú
þegar, því meðan að upplagið endist, fá þeir
ókeypis
ÞJéðhátíSarblað Alþýðubiaðsins
Skrifstofa flokksins á efstu hæð Alþýðuhússins
Sími 5020.
Skrifstofutími kl. 9—12 og 3—7 alla virka daga
nema laugardaga kl. 9—12 f. h.
<■ . |
Alþýðuflokksfólk utan af landi, sem
fH bæfarins kemur, ér vinsamlega
beðið aS koma til viðtals á flokks-
skrifsfofuna.