Alþýðublaðið - 12.07.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 12.07.1944, Blaðsíða 7
Hjartkær eiginkona mín, dóttir og systir, GufSrún Aðalheiður Ólafsdóttir, andaðist að morgrii 11. b .m. að VrfilSistöðum. Salómon Loftsson. Ólafía Pétursdóttir og systkini. ! Þökkum hjartanlega fyrir þá miklu samúð og vináttu okkur sýnda við andlát og jarðarför mannsins míns og föður okkar, BVIagnúsar Böðvarssonar. Sigríður Eyjólfsdóttir og börn. arfarar verða skrifstofur vorar Sokaðar kk I--5 miðvikudaginn 12. júlí. Afgreiðsla smjörSíkisgerðanna Skrifsfofur vorar verða lokaðar kl. 1-5 í dag vegna Jarðarfarar. Smiörlikisgerðin Smári ROSENIUS. Æviágrip ein þekktasta og áhrifamesta manns sænskrar kristni á síð- ari tímum, •eftir sr. Sigurbjörn Einarsson er nýkominn út. Kostar aðeins kr. 2,50 Bókagerðin Lilja Miðvikudagur 12. júlí 1944. \ Bœrinn í dap. * Næturvörður er í Ingólfs-Apóteki. Næturlæknir er í Læknavarðstof- unni, sími 5030. Næturakátur annast Hreyfill, sími 1633. Útvarpið: 12.10 Hádegisútvarp. 15.30 Miðdegisutvarp. 19.25 Hljómplötur: Óperusöngvar. 20.00 Fréttir. 20.30 Útvarpssagan (H. Hjörvar). 21.00 Minning um Emil Thoroddsen. Lög eftir tónskáldið. Píanóleikur. Syrpa af ísl. þjóðlögum. 21.30 Erindi fýrir unglinga: Túnfífill- inn (Guðmundur Davíðsson. — Þulur flytur). 21.35 Hljómpl.: Symfónískir dansar. 21.50 Fréttir. — Dagskrárlok. Ferðafélag íslands fer gönguför á Keili og Trölladyngju nk. sunnudagsmorgun. Lagt á stað kl. 9 frá Austurvelli og ekið að Kúagerði, en gengið þaðan á Keili og Trölla- dyngju og þá í Stóra-Vatnsskarð og að Kleifarvatni. Ekið heimleiðis hinn laýja Krísuvíkurvég. Farm. seldir í skrifst. Kr. Ó. Skagfjörðs til kl. 6 á föstudag. Ferðafélag íslands 'biður þátttakendur í Þórsmerkurferð er verður farin um næstu helgi og fyrri Öræfaferðina er hefst 18. þ. m. um að taka farmiða í skrifst. Kr. Ó. Skagfjörðs í Túng. 5 fyrir kl. 6 á fimmtudaginn 13. þ. m. Verða annars seldir þeim næstu á biðlista. Frh. af 2. síðu Hið fyrra met í kúluvarpi beggja handa átti hann sjálfur og var það 26.61 m. 110 m. grindahláup. Skúli Guðm., KR 17.0 sek. Brynj. Jónss., KR 18.0 sek. Finnbj. Þorv., ÍR. 18.3 sek. Oddur Helgason, Á. 18.4 sek. íslandsmet í þessu hlaupi er 17.0 sek., sett af Ól. Guðm., KR. árið 1937. Skúli Guðm. hljóp því á mettíma. 10.000 m. ganga. Aðeins tveir keppendur voru í þessari grein, og fóru leikar þann ig, að Sverrir Magnússon, Á. gekk vegalengdina á 61 mín. 35.6 sek., en Steingrímur Atlason, FH. á 64 mín. 21.2 sek. íslandsmetið er 52 mín. 48,2 sek. og er það sett af Hauki Einars- syni árið 1937. í gærkvöldi stóðu leikar þann- ig, að KR hafði hlotið flest stig, eða 64, en ÍR var næst, með 53 stig. Allsherjarmótið heldur áfram klukkan 8.30 í kvöld og verður þá keppt í 4x100 m. boðhlaupi, — spjótkasti, 400 m. hlaupi, þrí- stökki, 500 m. hlaupi og sleggju- kasti. SeHur læknir í Hróarstungubérað NÝLEGA hefir heilbrigðis- miálarláðuneytið sett Har- ald Vigmio, cand. med & chir, til þess, að gegna béraðslæknis emibættinu í Hróarstunguihéraði, fyrst um sinn, þar til öðruvísi verður áíkfveðið. Hérað þetta hefir verið læknis la-ust að undanförnu. Frh. af 2. síðu. að þörfin fyrir kirkjulega starf- semi og öruggt safnaðarl'íf hefur aldrei verið meiri en nú.“ 5. Eftir tillögu presta safnaðar- ins var samþykkt í einu hljóði að senda forseta Islands svohljóð- andi símskeyti: „Aðalfundur Hallgrímssafnað- ar sendir yður forseti Islands, og heimili yðar, hugheilar kveðjur. Guð blessi störf yðar í þágu hins íslenzka lýðveldis.“ Frá bæjarráði Reykjavíkur hefir blaðinu borizt eftir- farandi: GUNNAR STEFÁNSSON, skrifstofumaður húsaleigu- nefndar, segir í grein, sem birt- ist í Alþýðublaðinu í dag, að það hafi síðast „fengizt upplýst", að „það sé bæjarráð Reykjavíkur .. . eða meirihluti þess“, sem valdi því, að töf hafi orðið á, að húsaleigunefnd fengi meira bráðabirgðahúsnæði til úthlutun- ar. Af þessu tilefni skal tekið fram, að bráðabirgðahús þau, sem hér um ræðir, eru í eign rík- isins, og hefir bæjarráð því enga heimild til að fá þau húsaleigu- nefnd til ráðstöfunar. Þetta er húsaieigunefnd að sjálfsögðu kunnugt, enda segir svo í bréfi hennar til borgar- stjóra, dags. 1. júní s.l.: „Með tilvísun til samtals, er formaður húsaleigunefndar átti við yður, herra borgarstjóri, í s.l. viku, fór nefndin fram á það við fjármáiaráðherra, að hún fengi þegar í stað til ráðstöfunar handa húsnæðislausu fólki hér í bænum hermannaskála þá, sem standa auðir og ónotaðir. Fjármálaráðherra færðist und- an að verða við þessum tilmæl- um, með því að um það leyti var verið að skipa nefnd þá, er um ræðir í bráðatérgðalögum nr. 27, 1944, sem á að hafa með höndum ráðstöfun og sölu allra skálanna, er ríkið hefir keypt, og vildi ráð- herrann að nefndin annaðist af- greiðslu þessa máls. Um s.l. helgi var nefnd þessi fullskipuð og s.l. þriðjudag átti formaður húsaleigunefndarinnar samtal við fbrmann nefndarinn- ar, Skúla Thorarensen, og fór þess á leit, að húsaleigunefndin fengi skála þessa þegar til bráðabirgðaráðstöfunar, en síðar yrði samið við bæjaryfirvöldin um ráðstöfun eða sölu á skálum þessum, jafnframt samningum unf alla þá skála, sem húsaleigu- nefndirí hefir þegar fengið til ráðstöfunar. Færðist formaður nefndarinn- ar undan þessu og virtist ekki vilja ráðstafa til húsaleigunefnd- arinnar neinum skálum, nema þeir yrðu jafnframt keyptir.“ Skömmu síðar hófust samn- ingar milli sölunefndar setuliðs- eigna og bæjaryfirvaldanna um ráðstöfun þeirra af þessum eign- um, sem á bæjarlandinu eru. Einhvern næstu daga þar á d¥tir átti borgarstjóri tal við hlut- aðeigandi ráðherra og bar fram þá ósk, að bærinn fengi þau bráðabirgðahús, sem til íbúðar þarf, afhent emdurgjaldslaust. Var því liðlega tekið, en ákveðin svör eigi gefin. Fyrst í dag hinn 7. júlí barst borgarstjóra bréf sölunefndar setuliðseigna, þar sem ákveðið boð er til bæjarins um afhendingu honum til handa á þessum eignum. Aðalatriði þess tilboðs hafa að vísu komið fram í samtölum aðila áður, en ___ALÞYÐUBLAÐIÐ________________ þó þarfnast það rækilegri skýr- inga áður en unnt er að taka af- stöðu til þess. Af því, sem nú hefir verið 1 sagt, er ljóst, að mál þetta hefir enn alls eigi tafizt í höndum bæj- arráðs. Er því furðulegt, áð starfsmaður húsaleigunefndar skuli bera fram slíkar ásakanir, sem að framan greinir, á hendur bæjarráði. Einkum þegar á það er litið, að húsaleigunefnd telur í bréfi sínu frá 1. júní, að hún hafi skv. 1. mgr. 5. gr. húsaleigu- laganna sjálf heimild til að taka skála þessa til sinna umráða á eigin spýtur og útbúa þá til íbúðar. 7. júlí 1944. Atlij$ígfisemcl Gunit- ars Stefánssoiiar RITSTJÓRI Aiþýðublaðsins hefir sýnt mér þá vinsemd, að gefa mér tækifæri til að gera athugasemd við greinargerð bæj- arráðs Reykjavíkur hér að ofan, og leyfi ég mér að færa mér í nyt boð hans: Kafli sá, sem ég tel gefa full- nægjandi skýringu á því, hversu „furðulegt“ það er, „að starfs- maður húsaleigunefndar skuli bera fram slíkar ásakanir, sem að framan greinir, á hendur bæjarráði“, hljóðar svo, orðrétt, aðeins að viðbættri skýringu minni á tímaákvörðun: „Skömmu síðar (þ. e. efiir 1. júní s.l. hófust samningar milli sölunefndar setuliðséigna og bæjaryfirvaldanna um ráðstöfun þeirra af þessum eignum, sem á bæjarlandinu eru.“ Finnst ekki hlutlausum les- anda „furðulegt“, að einhver skuli hafa eitthvað við það að athuga, að tveir opinbérir aðilar standi í samningamakki sín á milli um það í 4—5 vikur, án þess að komast að nokkurri nið- urstöðu, hvort hjálpa beri vega- lausum, þar á meðal fjölda barna og kvenna, sem eiga því nær hvergi höfði sínu að að halla, til þess að fá lélegt bráðabirgðahús- næði til íbúðar, sem það sjálft óskar þó eftir og telur surnt, þegar það er komið þar inn, hreinasta himnaríki, samanborið við fyrri aðstæður sínar? Og finnst honum ekki ennþá furðu- legra, að sá, sem leyfir sér að finna að svo óf orsvaranlegum drætti á úrlausn að'kallandi neyð- arástands, skuli vera „starfsmað- ur húsaleigunefndar“? Nefndar, sem algerlega umfram lagaskyldu tók sér það fyrir hendur að reyna af sjálfsdáðum að fá samn- inga við setuliðið hér um afnot af bráðabirgðahúsnæði, ef verða mætti til þess að lina sárustu þjáningar þeirra olnbogabarna bæjarfélagsins, sem ekkert þak höfðu yfir höfði sér, en leitaði í tugum og hundruðum sftir hjálp og húsnæði, einhverju afdrepi, til nefndarinnar. Já, það er furðulegt, að maður, sem orðið hefir, atvinnu sinnar vegna, að segja við grátandi mæður með lítil, kjökrandi og flóttaleg börn: Því miður, — húsaleigunefnd getur ekkert hjálpað, að hann skuli leyfa sér, eftir að hafa verið neyddur til að tyggja þessa sömu setningu upp hundruðum skipta undanfarnar 4—5 vikur, að atyrða með lítilli blaðagrein ]|au vinnubrögð, sem bæjarráð sjalft segir hér að ofan, að átt hafi sér stað með margnefndum aðiljum. . Og ennþá er lofað frekari töf Ú 'málinu. Tilboð það, sem barst borgarstjóra í dag (7. júlí) frá sölunefnd setuliðseigna, hefir að vísu, í aðalatriðum, verið lcunn- ugt bæjarráði um lengri og skemmri tíma, þar sem þau hafa komið fram í samtölum aðila áður „en þó þarfnast það rækilegri skýringa áður en un»t er að taka . afstöðu til þess“. Ég leyíi mér, í fullri vinsemd og virðingu, að óska þess og vænta, að sú afstaða verði sem allra fyrst tekin og fólki gefinn kostur á að fá bráðabrigðahús- næði til afnota, því, sem er á slíku brýn þörf, enda ættu ekki skýr- ingar við tilboði þessu að taka langan tima, ef þeir menn, sem sæti kynnu að eiga í báðum sam- kundunum, bæjarráði og sölu- hefndinni, vildu hefja eintal sál- arinnar, þannig, að t. d. betri mað urinn gæti gefið verri manninum þær skýringar, sem verri maður- inn óskaði eftir frá hinum betri. Að lokum vil ég geta þess, að upplýsingar þær, sem ég studdist við, þegar ég taldi það hafa feng- ist upplýst, að það væri bæjar- ráð eða meirihluti þess, sem valdið hefði þeim drætti, sem á er orðinn, hafði ég fr'á þeim að- ilum, sem ég, á þessu stigi máls- ins, hirði ekki um að tilgreina, enda taldi ég þær þannig til mín komnar, að óhætt væri að treysta, en reynist þær rangar, sem ég þó tel langt frá því sann- að með ofanritaðri yfirlýsingu bæjarráðs, heldur þvert á móti, þá mun ég með Ijúfu geði geta beðist afsökunar á því að hafa haft þær eftir, því skylt er það að hafa, sem réttara reynizt. Reykjavík, 7. júlí 1944. Gunnar Stefánsson. Sóknin í Normandie. Frh. af 3. síða. _ eina, sem frá honum hefur kom- ið síðan innrásin var gerð. Þar segir, að innrásarherinn hafi tek- ið alls 54 000 þýzka hermenn til fanga síðan innrásin hófst, og Þjóðverjar hvarvetna orðið að hörfa fyrir honum. „Þið hafið gengið vel fram, segir Montgo- mery við hermenn sína, virkilega vel fram.“ Hjónaefni. Nýlega hafa opinbrað trúlofun síraa ungfrú Jenny Ingimundardóttir, Víf. 11 og Þórir Jensson, BræSrab,st. 23.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.