Alþýðublaðið - 19.07.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 19.07.1944, Blaðsíða 6
ALÞYÐUBLAÐIB Tito er maðurinn til hiægri, hinn er Yo'vanovitoh, yfirmaður- inn í .heriforingjaráði hans Tifo marskálkur og ráðuaaufur hans Þjóðréitarkröfur Múhameðstrúarmanna Erb. af 5. síðu. þær gerðust aðilar að ófriði þeim, sem nú er háður. Þær hafa því staðráðið það, að leggja alla áherzlu á það, að halda sér utan við hildarleik- inn. Það má vel vera, að þetta sé misráðið af þeim, en þetta er þeirra afstaða, og þar eð þær eru sjálfstæðar þjóðir ,,og hafa rétt til þess að syndga“ eáns og Gandhi komst einhverju sinni að orði, er þeim heimilt að ját- ast þessa skoðun og vera henni samkvæmar. Þessi skoðun þeirra er engan veginn til kom- in vegna áróðurs möndulveld- anna, sem hafa lýst því yfdr, að allir Múhammeðstrúarmenn skyldu fá notið sjálfstæðis, ef styrjöldinni lyki með sigri möndulveldanna. * En hvað er það, sem fyrir ríkjum þessum vakir? Öll þessi ríki eru staðráðin í því að vernda og varðveita sjálfstæði sátt eins og þeim er framast áuðið. En auk þess er markmið þeirrn það, áð Vinna 'að frélsun allra Múhammeðstrúarlanda undan erlendum yfirráðum og færa þeim fullkomið frelsi og sjálfstæði. Hugsjón þeirra er sú að Múhammieðstrúin magi sem fyrr láta áhrifa sinna að miklu gæta í heiminum og játendur hennar vinna að frelsun og sáluhjálp sjálfra sín á grund- velli menningar sinnar og trú- arsiðs án þess að framandi öfl komi þar hið minnsta við sögu. En hver er afstaða bandamanna til þessa? Bandamenn hafa lært það af heimsstyrjöidinni fyrri og etiið- leikum þeim, er fylgdu í kjclfar hennar, að vera varfærnir í lóf orðum sínum og fyrirheit: m. Og því fer alls fjarri, að Mú- hammeðstrúarmenn geri . sér bjartar vonir um fullíi gi bandamanna, þrátt fyrir At- lantshafssáttmálann og aUav þær umræður um frelsi og sjálf stæði, sem átt hafa sér stað. —■ St j órnmálamenn Múhamme is- trúarlandanna óttast það r.::'5g, að eftir þetta strí'o n . ?ú glappaskot , eftirstriðsá\ inna fyrri koma til sögu. Þá eins og nú var mikið rætt urn frelsi og sjálfstæði. Hið eþia, sem; gert var til þess að tryggja friðinn og bæta kjör smáþjóða og uud- irokaðra þjóða, var stc nn þjóðabandalagsins, n di engan veginn gefr gó a i an. Þeir óttast, að þeix geti -Mci vænzt meiri samúðar né skiln- ings í þjóðréttarbaráttu sinrú nú en þá. Þegar þessa er minnzt, er það sízt undarlegt, þótt þjóðir þær, er játast sið Múhameðs hafi valið þann kost inn fremur að vera hlutlausir áhorfendur að hildarleik þeim, sem nú er háður en raunhæfir þátttakendur hans. Einhverjir kunna að ætla, að þjóðir þær, sem játast Múham- 'eðstrú, muni vera andstæðar framförum nútímans og vilja una að sínu fjarri öðrum þjóð- um. En því fer alls fjarri, að sú sé raunin. Það geta þeir bezt um vitnað, sem fylgzt hafa með þróuninni í Tyrk- landi og Saudi Arabíu á liðn- •um árum. Múhaonmeðstrúar- þjóðirnar eru þvert á móti harla fljótar til þess að greina á milli hins góða og illa í fram- förum nútímans, og þeim hef- ir verið það lærdómsríkt, að á einum mannsaldri hafa þær lifað tvær heimsstyrjaldir, sem hinar svonefndu menning- arþjóðir hafa efnt til. Þær leggja alla áherzlu á það að freista þess að láta framfarir nútímans verða sér til heilla og farnaðar. Og í framtíðinni munu þær leggja mikla á- herzlu á það að efna til iðnað- ar jafnframt landbúnaði og járðyrkju. En megináherzlu munu þær þó sem fyrr leggja á það að grundvalla líf sitt á trúarsið sínum og þjóðlegri menningu. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Framhald af 4. síðu. og trjálundir hjálpa til að setja svip sinn á umhverfið. M. a. hafa verið gróðursettar trjáplöntur um hverfis grafreitinn nýja, svo að er fram líða stundir, verður hann girt ur með trjáröðum. Auk þess, sem Thor J. Brand hefir. annazt fyrir Þingvallanefnd grócursetningu trjáplantna og aðra skógrækt, eru tveir nýstofnaðir graeðireitir til á Þingvöllum, sem :ru í annarra umsjá. Öðrum þeirra kom Jón heitinn Magnússon skáld upp, með því að fá blett til um- ráða. Setti hann árlega um nokkurt skeið niður allmikið af birki, reyni við og furu, og sér þess þegar nokk ur merki. Þá hefir Eyfirðingafélagið feng- ið blett til umráða og liggur hann að gróörarreit Jóns Magnússonar inni í Hvannabrekkum. Hefir fé- lagið sett þarna niður allmikið af trjáplöntum á tveimur undanförn- um árum, og þarf ekki a;i éfa að árangur af þessu starfi vercur bæði mikill og fallegur, þegar fram í sækir. Æítu fleiri félög, stofnanir eða einstaklingar að taka upp þetta merki, fá mæida bletti á Þingvöll- um og leggja sóma sinn í það að fegra þá og prýða, svo sem frek- ast er kostur á.“ Undir þessa hvöt munu allir vilja taka. Þingvöll. á <ið gera að glæsilegum þjóðgarði, skógi vöxnum og blómum prýddum. állsherjarmáSið og íslenzkt íþróttalíf Fsfe. af 4. sáðu. og stökk 1.75 m., en bezti árangur hans frá fyrrá ári er 1.82 m., svo að árangurinn í hástökkinu er orðinn prýðilegur, og munu marg ir ætla, að Skúli sé líklegur til þess að bæta met sitt enn í ná- inni framtíð. Oliver vann hins vegar glæsilegan sigur í lang- stökkinu. Stökk hann 6.86 m., stem er nýtt íslandsmet, en Skúli Guðmundsson varð annar, og stökk hann 6.70 m. Oliver er og líklegur til ■ þess að hæta lang- stökksmet sín vonum fyrr. I þrí- stökki sigraði Skúli og stökk 13.64 m., en annar varð Oddur Helgason, Á., núverandi Islands- meistari, er stökk 13.31 m. — Keppni í þrístökki verður efa- laust hörð í sumar, og verður gaman að sjá þá Skúla, Odd og Oliver þreyta leik um meistara- tignina í næsta mánuði. Árang- urinn í stangarstökki var hins vegar lakur og engan veginn sam- bærilegur við árangurinn í hin- um stökkunum. Þar sigraði hinn nýi drengjamethafi, Þorkell Jó- hannesson, F. H., og stökk 3.25 m. Væri skemmtilegt að sjá stang arstökkvara Vestmannaeyinga, þá Guðjón Magnússon og Ólaf Erlendsson taka þátt í stangar- stökkskeppninni á meistaramót- inu. Stangarstökkið virðist lítið æft hér í Reykjavík, en nokkuð í Hafnarfirði, þar sem ungir menn og efnilegir iðka þessa hina fögru íþrótt. Er það illa farið, að hin fjöfenennu og starfsömu íþrótta- félög höfuðstaðarins skuli ekki leggja verðskuldaða rækt við stangar stökkið. IV. I köstunum her Gunnar Huse- by, KR., höfuð og herðar yfir alla keppinauta sína. — Hann setti tvö glæsileg íslandsmet í kúluvarpi á allsherjarmótinu. Varpaði hann kúlunni hálfan fjórtánda metra með hægri hendi og bætti þannig um átján senti- metra met sitt frá 18. júní. Einnig setti hann nýtt met í kúluvarpi beggja handa og i Gunnar Huse? y methafi í kúluvarpi. varpaði kúlunni þannig 26.78 m. Næstur Gunnari í kúluvarp- inu varð Jóel Sigurðsson, IR., sem kastaði 13.65 m. Sigurður Finnsson, sem hefur gengið næst- ur Huseby á liðnum árum, hefur ekki tekið þátt I mótum þessa árs, en hann er einhver hinn snjallasti íþróttamaður okkar, og met hans í fjölþrautunum virðast vart munu verða bætt að svo stöddu. Gunnar Huseby varð og fyrstur í krin^lukasti. Kastaði hann kringlunni 41.74 m., en næstur honum varð íslandsmeist- arinn, Ólafur Guðmundsson, IR., sem kastaði 38.40 m. Er íslands- met Ólafs jafnan í hættu, og er ekki ósennilegt, að Gunnar hnekki því í sumar. Met Ólafs er 43.46 m., en bezti árangur Gunnars í fyrra var 43.24 m. Gunnar sigraði og í sleggjukasti. Skúli Guðmundsson methafi í hástökki. Kastaði hann sleggjunni 37.86 m., en annar varð methafinn Vil- hjálmur Guðmundsson, KR., sem kastaði 36.65 m. Sleggjukasts- -metið er Gunnari þyngst f skauti. Annars virðast fáir æfa sleggj- una, en sagt er, að Vestmanna-. eyingar eigi unga og efniltega sleggjukastara, en þeir hafa áð- ur getið sér góðan orðstír fyrir þá íþrótt og verður fróðlegt að fylgjast með frama þeirra. Auk Ólafs Guðmundssonar mun Bragi Eriðriksson, KR. og Þorvarður Árnason, U.I.A. vera líklegastir til þess að fylgja Huseby eftir í kringlukasti, svo og í kúluvarpi ásamt Jóel Sigurðssyni. í spjótkastinu sigraði Jóel Sigurðsson, IR., en íslandsmeist- arinn, Jón Hjartar, KR., varð að una öðru sæti. Jóel kastaði spjót- inu 54.29, en Jón 51.61 m. Aust- firðingar eiga vöskum manni á að skipa í spjótkastinu, en það er Tómas Árnason, sem náði beztum árangri í fyrrasumar og kastaði '53.46. Keppni í spjót- kasti verður efalaust hörð og skemmtileg á meistaramótinu, og væri vissulega vel farið, að þeir Jóel, Jón og Tómas reyndu þar með sér. Virðist ekki fjarri sanni að gera, sér vonir um, að þeir kæmust nærri meti Kristjáns Vattness, sem er 58.78 m. Árangurinn í fimmtarþraut, verður að teljast heldur lélegur, en þar sigraði Jón Hjartar á 2562 stigum. Einnig var árangurinn í 10 km. göngunni dapurlegur, en þar sigraði Sverrir Magnúss., Á. Hins vegar var keppni í boð- hlaupunum mjög hörð. I þúsund metra boðhlaupi sigraði sveit IR. í 4x100 m. boðhlaupinu sigraði A-sveit KR. á 46.8 sek., en A- sveit IR. rann skeiðið á sama tíma, þótt hún yrði að una öðru sæti, en lokasprettur Sveins Ingvarssonar réði miklu um sigur KR. Skúli Guðmundsson sigraði í. 110 m. grindahlaupi á mettím- anum, sem er 17 sek. Grinda- hlaup er æft af fáum hér og er það illa farið, því að það er fögur íþrótt og skemmtileg. Knattspyrnufélag Reykjavíkur vann motið, og hlaut það 137 stig, en ÍR. var næst með 90 stig, Stighæsti keppandi þessa alls- herjarmóts varð Skúli Guðmunds son, KR. og hlaut hann 26 stig. Næstur varð Oliver Steinn, FH. með‘25 stig og þriðji Finnbjörn Þorvaidsson, ÍR. með 24 stig. KR. hélt mótið og fórst stjórn þess vel úr hendi. V. , Allsherjarmótið í ár verður jafnan talið til mikilla og góðra tíðinda. Það hefur sýnt og sann- að, að íslendingar eiga frjáls- íþróttamönnum á a^ skipa, stem margir hverjir yrðu hlutgengir á kappleiki meðal annarr.a þjóða. Er mikils um bað vert, því að góð líkamsrækt og fjörlegt í- þróttalíf ber sérhverri þjóð glæsi- legt menningarvitni, en sér í lagi þó smáþjóð eins og okkur Is- lendingum. En þótt mikils sé um vert um hin’a gl’æsilegu árangra, er náðust á allsherjarmótinu, ber þó fyrst og fremst að fagna því fyrirheiti, sem þeir hljóta að teljast um í- þróttalíf okkar í næstu framtíð. Aðstaða íþróttamanna höfuðstað- arins hefur nú verið nokkuð Miðvikudagur 19. júlí 1944» hætt, þótt enn sé fjarri því, ao hún sé viðunanleg. Iþróttamenn- irnir hafa sannað það, að þehr eru alls góðs verðugir. Vonandi stendur þá ekki á ráðamönnum ríkis og bæjar að gera hlut þeirra viðhlítanlegan. En jafnframt því, sem íþróttamönnum Reykjavík- ur er gefinn kostur á góðum að- stæðum til iðkana menntar sinn- ar, ber að sjálfsögðu að veita í- þróttamönnum og íþróttamanna- efnum úti á landi áþekkar aðstæð- ur eftir því, sem auðið er. Það er athyglisvert, að margir hinna beztu íþróttamanna okkar koma úr sveitum okkar og sjó- þorpum víðs vegar um land. í- þróttafélög höfuðstaðarins hafa' veitt þeim tækifæri til þess að þjálfa og þroska hæfni sína. En hversu margir skyldu þeir æsku- menn vera, sem mikils hefði mátt af vænta sem íþróttamönnum, en aldrei hlutu tækifæri til þess að láta íþróttaiðkanir til sín taka, svo að heitið gæti? Heilbrigt íþróttalíf er sér- hverri þeirri þjóð, sem teljast vill til menningarríkj a, sæmd og þroskavitni. En fátoennri þjóð eins og okkur íslendingum er brýn nauðsyn að þúa sem bezt að íþróttamönnum sínum og gefa öllum íþróttamannaefnum bæja og byggða tækifæri til þess að sýna, hvað í þeim býr. Og til þess að hlutur íslenzkra fþróttamanna verði slíkur, sem vonir standa til, verður þáttur margra til að koma, íþróttaiðkenda og íþrótta- vina. íþróttaiðkandi eða íþrótta- vinur skyldi því sérhver góður íslendingur vera. Helgi Sæmundsson. HANNES Á HORNINU Frh. af 5. sáöa. þess að fjarlægur leiður skarkali; trufli um of. En fyrir nokkrum dögum bar það til, er ég sat í næði og friðsamlegum þenkingum, að allt í einu glumdi við róm- sterk bassarödd. Hún svipti með öllu ró minni, enda þótt talað væri í nafni trúarinnar. Þarna var þá „karlinn á kassanum“ kominn.“ „HANN HAFÐI tekið sér stöðu þar sem engum var heimilað að vera og lét síðan yfir okkur, þreytta og friðarleitandi, óspart dynja ýmis konar orð og skoðan- ir, sem alls ekki eru til þess falln ar að vísa mönnum þá leið, er pré dikarinn ef til vill befir í hyggju að beina hug manna að.“ „ENDA ÞÓTT ég sé ekki á neinn hátt andvígur guðs heilaga orði þá tel ég mjög illa farið ef við, sem leitum friðar á Arnarhóli, fáum ekki að hvíla þar í guðs- grænni náttúrunni án þess hia ráma rödd kassamannsins skapi/ það ósamræmi, sem ekki er við hlýtandi. Ég vænti að lögreglan sjái sóma sinn í því, að styggja þessum vágesti nokkuð frá t. d. niður á Lækjartorgið ef nauðsyn- legt er talið að slílcir kallbelgir séu yfirleitt á almannavegi." — „HVERNIG YRÐI ÞVÍ TEKIÐ ef einhverjir snjallir kommúnistar áróðurs — menn eða aðrir slíkir ofstækistrúarmenn tækju sér stöðu' upp á Arnarhóli? Mundi slíkt talio æskilegt? Lögin og rétt urinn eiga að nó jafnt til ailra og það, sem einum er liðið getur annar gert kröfu til að sér sé veitt leyfi til. Og hvert væri næði okkar Arnarhólsbúa ef hópur gjallarhorna væru þeyttur u,ppi hjá líkneskju hins íyrsta land- námsmanns. Orð hín, Ilannes minn eru oft tekin mjög til greina, og þótt þú komist í sumarfrí og losn ir við allan óþarfa hávaða, þá máttu ckki glcyma þeim, sem ekk ert komast nema niður á ' ,. nól en vilja fegnir fá þac ; okkurt næði.“ ALVEG RÉTT! Ég heimta frið á Arnarhóli! Allt gaspur á Lækj- artorg! Þar er hvort ee.m er alJt af allt vitlaust. Hannes á horninu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.