Alþýðublaðið - 19.07.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 19.07.1944, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 1». júlí 1944. Bœrinn í dar Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegs- apóteki. Næturakstur annast Hreyfill, sími 1633. ÚTVARPIÐ 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 16.30—16.00 Miðdegisútvarp. 19.25 Hljómplötur: Óperusöngvar 20.00 Fréttir. '20.30 Erindi: ,,Er til siðferðilegur mælikvarði?“ (séra Óskar Þorláksson frá Siglufirði). 21.00 Hljómplötur: íslenzkir ein- söngvarar og kórar. 21.10 Erindi: Frá Krýsuvík (Stef- án Stefánsson túlkur. — Hallgrímur Dalberg flytur). 21.35 Hljómplötur: Svíta úr Pétri Gaut, nr. 2, eftir Grieg. 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. Ferðafélag íslanðs ráðgerir að fara skemmtiför til Gullfoss og Geysis næstkomandi sunnudag. Ekið austur Hellisheiði til Gullfoss og (jleysis. Sápa látin í Geysi og reynt að ná fallegu gosi. Þá verður komið að Brúar- hlöðum og í bakaleið ekið upp með Sogi austan Þingvallavatns og á Þingvöll, en iþaðan til Reykjavík- ur. Lagt af stað kl. 8 árdegis. Farmiðar seldir á skrifstofu Kr. Ó. Skagfjörðs, Túngötu 5 til kl. 6 á föstudag. Trúlofun. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Jóhanna Brynjólfs- dóttir verzlunarmær, Egilsgötu 14, og Ósvald Wathne stud. mag., Lauf ásvegi 17. Sextug er í dag frú Júlíana Björnsdótt- ir Brávallagötu 48. Félagslíf. Ármennmgar! Handknattleiksæfing hjá karlafl. í kvöld kl. 8 á tún- inu við Þvottalaugarnar. Mætið allir stundvíslega. Frá Breiðfirðinga- félaginu Ferð að Sælingsdalslaug n.k. laugardag. Farið frá Búnlað- arfélagshúsinu kl. 13. Verið á héraðsmóti U.M.S.D. á sunnudaginn. — Ekið til Reykjavíkur á mánudag1. — Farmiðar í Hattabúð Reykjavíkur í dag og á morgun. Bjarni Guðmudison löggiltur skjalaþýðari — (enska) Suðurgötu 16. — Shni 5828. — Heima kl. 6—7 e. h. Ea3sanniai253jaöi2S2 Útbreiðið Alþýðublaðið Hjartanlega þökkum við auðsýnda innilega samúð við andlát og jarðarför konunnar minnar og móður okkar, B»érdísar sáS. Arnórsdótt&sr frá Snæfjöllum. Við biðjum guð að launa þeim öllum fjær og nær, sem hafa með fórnfúsum vilja veitt Þórdísi sáluðu alla þá hugsanlega hjálp í hennar miklu veikindum. Bjami Jónsson, dætur og tengdasynir. Konan mín Asta BJörnsdéitir og sonur okkar verða jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 20,. þ. m. Athöfnin hefst með húskveðju á heimili okkar, Vífils- götu 19, kl. IV2 é. h. Kransar afbeðnir. Fyrir hcnd dóttur okkar Elsu. Sigurður Guðmundsson. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð v.ið andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, Kristínar Friðbertsdóttur. Börn, tengdabörn og barnabörn. DAG er fainn góðkunni -1 ■ Reykvíkingur Guðm. B. Hersir bakari fimimtugur. Hann er fæddur í Reykjavík 19. júlií 1894 og nær állan þann tíma verið í Reykjavílk nema um 1 ár í Vestmannaeyjum og 3 ár erlendiis Oig startfaði þar við iðn slína. Við þessu menku tímamót í ævi Guðimuiidar mun Bakara- sveinafélag íslanlds . fœra hon- uim heztu árnaðaróskir með virðulegu þakklæti Æyrir hið mikla starf er hann hefir unnið fyrir félagdð og stéttina. Guðm. hetfdr einna lengst af öllum féiögum B. S. F. í. starf- að að þróun þess og velgengni, enda nýtur hann fyllsta trausts félaga sinna, sem ár etftir ár hafa kjörið hann í ýmsar þýð- ingarmestu trúnaðarstöríf og stöður 3vo sem ritara, varafor- mann, formann, fulltrúa á Al- þýðusamibandislþing, prófdóm- ara í brauða- og kökugerð og margt flaira sem oif langt yrði upp að telja, í fáum orðum sagt • 'hetfir Guðlm. verið einn aí beztu mláttar stoðum félagsins um mörg ár og á vonanidi eftir að vera það lengi enn þá. Til hafingju með daginn. — Lifðu heill næstu fimmtíu ár. G. í. Kona byggir sér íbúðarskúr í flæðar- méli KONA ein hafir tekið það ráð í búsnæðisvandræðun- um að byggja sér íveruskúr fyrir neðan Skúiagötu uiður- undian Vitastígnum og þar býr hún einis síns liðs og hafir kött sér til skemmtunar i einverunni. H'efir gamla konan byggt skúrinn sjálf og málað hann og mun það óalgengt að konur standi í búsasmíðum. Sjálfsagt væsir ek'ki um kon- una þarna í skúrnum í sumar, 1 ef tíð verður góð, eins og verið hefir, en hætt er við að verði næðingssamt þarna þegar vetra tekur, t. d. í vestanátt, þegar sjónum skolar þarna upp á bafck 1 an, því varla eru yifir tíu metrar frá skúrnum niður að sjávarmiál inu, svo hætt er við að einthvern tíma koimi skvetta á skúrinn og mun þó tæplega vera forsvaran- legt að láta konuna vera þar einisamla, þótt eins og áður er sagt, að vel megi vera að ekki væsi um hana þar í sumar. Trúnaðarráð Dagsbrúnar heldur fund . annað kvöld (fimmtudag) kl. 8.30 á Skóla- vörSustíg 19, gengið inn frá Klapp arstíg. ALÞYÐUBLAÐIÐ __ v-’ic úí y ® Vestfjarðaför Ármanns Framhald af 2. síðu Á Patrekstfirði, ytfirgaf iþrótta fóllkið Súðina, þakiklátt í huga og með igóðar endurminningar um ágæta aðíbúð, sem það átti hjá skipslhiöfninni. Frá Patreks- 'firði var svo farið með bitfreið- um til Tálknaifjarðar, en þaðan var farið mieð Sæbjörgu til Þing eyrar. Einnig þar fengu flokk- arnir hina mestu greiðvikni og góða viðkenningu við skipslhöfn ina, einnig var farið til nokk- urra staða í smærri mótor'bát- um. Koman í héraðsskólana að Núpi og Reykjarnesi, var flokk- unurn mjiög ánægjuleg, iþar j divalidi allur hópurinn, sem gest- J ir Aðalsteins Eiríikssonar skóla stjóra og konu hans, og nutu 'hinnar mestu rausnar, þeirra hjóna beggja. Á Reykjanesi er risin upp, eins og kunnugt er, mikil menn- •ingar og íþróttamiðstöð. Á flestum viðkomustöðunum voru það ungmenna- eða í- þróttafélög staðanna sem önn- uðust móttölkur flokkanna. Á ísafirði sá íþróttasamlband ístfirðinga um móttökurnar, og var fliokkunum haldið þar sam- sæti í Sfcíðaskálanum í Selja- landisdal atf Skátatfélaginu Val- kirja, íþróttafélaginu Herði og Sikíðafélagi Ísaffjarðar. Skemmti legasti kalfli, fararinnar, sagði Jens Guðbjörnsson, var er frá Arngerðaeyri var komið í Lauga dalsbotn, því þar biðu okkar 37 hestar, og 3 fylgdarmenn og var farið á hestunum ýfir Þorska fjarðarheiði og niður í Kolgra- fardal. Útvegun hestanna annaðist Maignús Ingimundarson í Bæ. Frá Kinnastöðum var svo ek- ■í bilfreið til Reyikjavikur, og komu flokkarnir þangað úr þess ari glæsilegu íþróttatfiör sinni, eins og áður er sagt á sunnu- dagskvöld. I sambandi farar þessarar má geta þess, að Vesttfirðingar buðu Ármenningum að senda mann á skíðakennaraskólann í Skíða- skálanum í Seljalandsdal, enn- fremur var Ármanni boðið að senda giímutflokk til Vestfjarða næsta sumar. Var á formanni Ármanns að heyra, að hann var mjög ánægð- ur yifir þéssari för og þakklátur fyrir þær höfinglegu og hlýju móttö'kur sem fiolkkarnir mættu og kvað hann för þessa vera þátttakendum hennar ógleym- anleg. Yesíijaröaför Rich- ards Beck, préfessors Frh. af 2. síðu. Núpi í Dýrafirði. Þar tók séra Eirikur Eiríksson, skólastjóri og forseti ungmennafélaganna á móti mér. Var samkoma í skól- anum eftir hádegið og talaði ég þar, sagði meðal annars fréttir af lífi og starfi landa vestra. Ég notaði tækifærið til að heim sækja öldunginn Sigtrygg Guð- laugsson, sem ég hef lengi dáðst að. Eg skoðaði og skrúðgarðinn ,,Skrúð“ og varð undrandi yfir fegurð hans. Sýndi hann mér, hvað megna má með islenzkri mold, ef fúsar hendur vinna með henni. Þá var aftur haldið til ísafjarðar. Þar var haldin mjög fjölmenn útiskemmtun og munu hafa sótt hana um 1000 manns. Þar talaði ég um Vest- ur-íslendinga. Þetta sama kvöld lagði ég af stað frá ísafirði og fylgdi forseti bæjarstjórnar ísa fjarðar, Guðmundur Hagalín mér hingað. Öll þessi för verður mér ó- gleymanleg. Ég get ekki nefnt nöfn allra þeirra mörgu, sem ég þarf að þakka. Ég verð að láta mér nægja að þakka þeim öll- um í einu. Ég fann hlýjuna og alúðina streyma til mín úr öll- um áttum og hvort tveggja flyt ég með mér vestur um hafjé Dr. Richard Beck er og sann- arlega mikill aufúsugestur hér. Okkur finnst að um leið og við fögnum þessum mikilhæfa manni landa okkar vestra séum við að fagna þeim öllum og við væntum þess að 'hann megi færa þeim mikla hlýju frá okkur hér heima. Iðja í Hafnarfirði segir upp samnlngum við RAFHA ÐJA í Hafnarfirði, félag verzlunarfólks þar hef- ir nú sagt upp samningum við Raftækjaverksmiðjuna Rafha, og eru samningarnir úr gildi 1. ágúst n. k. Nýlega fór fram atlkvæða- greiðsla um heimild til handa stjórninni að hefja vinnustöðv- un frá 1. ágúst næstkomandi. Atkvæði féllu þannig að já sögðu 21 við vinnustöðvuninni en 3 sögðu nei. .Samningaumleitanir munu ekki vera hafnar ennþá. HaudknaHleiksmót kvenna á Ákureyri Frá . fréttaritara . Alþýðu- blaðsins á Siglufirði í gær. RIÐJA handknattleiks- mót norðlenzkra kvenna var háð á Siglufirði síðast liðinn sunnudag. Tdu kapplðkir vpru háðir og urðu úrslit þau, að Völsungar frá Húsavík sigruðu, hlutu 6 Stig og unnu bikarinn í annað sinn. Næstar urðu A-sveit Knatt spyrnuífélags Siglufjarðar með 5 stig, Þór Akureyri hlaut 5 stig, Knattspyrnuifélag Akureyr fgr. 4 stig, A-sveit K. S. ekkert stig. Dómari var Björgvin Bjarna son. Motstjórn skipuðu, formað- ur Vigfús Friðjónsson, Bjiörgvin Bjarnason og Anna Hertervig. Mótið fór í alla staði mjög vel fram. Viss. K.R. heiðrar Bénedikt Jakobsson eg ivo íþrólfimenn brtsttBÍn sma M ÝLEGA hélt K. R. sig- * ^ urhátíð í tilefni af hin- um glæsilegu sigrurfl félags- ins á Allsherjarmóti í. S. í. Á hátíð þesisari aiflhentu frjáls fþróttamenn félagsins Benedikt Jakoihssyni, sem verið hefir þjálfari félagsins í 10 ár, mjög fagra, útskorna fánastöng með fána R. K. Er gjöf þassi þakk- lætisvottur við Benedikt fyrir starf hans í þágu félagsins á þeim 10 árum, sem hann hefir verið kennari í frjálsum íþrótt- um. Einnig voru Gunnar .Huseby og Skúli Guðmundsson heiðr- aðir af stjórn fiélaigsins fyrir hin glæsilegu íþróttaafrek sín. Var hvorum þeirra um sig afhent- ur silfurbikar í viðurkenningar skyni. Unglingstelpu 11—13 ára vantar til að gæta barns. Upplýsingar á Bjargarstíg 15, fyrstu hæð. Leikaraúlgáfan

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.