Alþýðublaðið - 19.07.1944, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 19.07.1944, Blaðsíða 8
8 ALÞTÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 19. júlí 1944. «aSTJARNARBIOSB Sahara Spennandi s j ónleikur frá hemaðinum í sandauðninni sumarið 1942. HUMPHREY BOGART Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnu bömum innan 16 ára. EINU SINNI kom bóndi nokkux af Suðuxlandi í Hvera- gerði. Hann heimsótti þax kunn ingja sinn sem bjó í húsi skammt frá sjóðandi hver. Þeg- ar þeir eru búnir að skeggræða saman góða stund, þá segir bóndinn: „Það er skrítið landslag á þinni jörð, þar eru göt á nátt- úrunni og gufar út í veröldina.“ * * * STÆRSTA BIBLÍA í HEIMI. Þótt Biblíufélagið. brezka eigi mikið og merkilegt safn af biblíum, þá er stærsta og und- ursamlegasta biblía í veröldinni í konunglega bókasafninu í Stokkhólmi í Svíaríki. Spjöldin eru gerð úr fjögurra þumlunga þykkum plönkum. Bókin er rit- uð á skinn og blöðin 3 fet á lengd. Það er álitið, að það hafi farið í bókina húðir af 100 ösn- um, en bókin er 309 rituð blöð eða 618 blaðsíður. * * MESTI SKÍÐAMAÐUR HEIMSINS. Hinn 19. febrúafr síðastliðinn. stökk Ragnar Orntvedt í Chica- go niður af 193 feta hengi, og er það hið mesta skíðastökk, sem unnið hefir verið til þessa dags, er hann af norsku bergi brotinn. Maður sá, er heims- meistaranafnbótina hafði á und an honum hét Amundsen og var formaður í skíðafélagi stúdenta í Kristjaníu, hann gerði 177 feta stökk. Norðmenn hafa lengi stað ið öðrum þjóðum framar, hvað þessa íþrótt snertir. (Syrpa 1916). ljósan draum. Henni fannst hún standa ásarnt Carrie hjá gam- alli kolnámu. Hún sá 'hina ..geysi háu lyiftuvél .og moldina, og kol- in, sem hún hafði horið upp. Þær horfðu niður í djúpan niámulbrunn, og þær sáu kyn- lega, vota steina langt niðri, þar sem veggirnir hurfu í dimm an skuggann. Þarna hékk göm- ul karfa, sem var notuð til að fara upp oig niður og snmrið, sem 'hún var fest með, var gamalt og slitið. „Við skulum koma niður,“ sagði Carrie. „Niei, nei,“ sagði Minna. „Jú, komdu,“ sagði Carrie. Hún dró til sín körfuna, og þrátt fyrir öll mótmæli settist hún í hana og var nú á leið niður. „Carrie,“ kállaði hún. „Carr ie, komdu upp aftur,“ en Carrie var komin langt niður, og skugg inn hafði gersamlega gleypt hana. Hún hreyfði olnbogann. Nú breyttist hið dularfulla umhverfi, og hún var stödd við haf, sem hún hafði aldrei séð. Þær stóðu á bryggju eða skaga eða einhverju, sem náði langt út, og Carrie s'tóð þar yzt á brún inni. Þær litu í kringum sig, og nú fór þetta að sökkva og Minna heyrði, að vatnið nálg- aðist þær. „Komdu, Carrie,“ kallaði hún, en Carrie gekk lengra burt. Hún virtist sífellt fjarlægast og nú var orðdð erifitt að kalla til henn ar. „Carrie,“ kallaði hún, „Carr ie,“ en rödd hennar virtist und arlega fjarlæg og niðurinn í vatninu yfirgnæfði allt. Hún komst af, en gripin þeirri til- finningu, að hún hefði týnt ein hverju. Hún var svo ósegjan- lega döpur, daprari en hún hafði nokkru sinni áður verið. Þannig urðu breytingarnar í þessum þreytta heila. IJndar- legar hugsanir og tilfinningar runnu saman. Síðasta sýnin kom henni til að æpa upp yfir sig, þvi að þar hékk Carrie á þver- hníptri klettabrún, og hún missti taksins, og Minna 'sá hana hrapa niður í hyldýpið. „Minna. Hvað gengur á? Vaknaðu,“ sagði Hanson ruglað ur og hristi hana. „Hva — h .að er að? sagði Minna syfj.ulege. „Vaknaóu^1 s. ,.,ði hann,“ og, snúðu. þér á tVa hliðina. Þú talar ,upp úr . minum.“ Um. það bil viku seinna gekk brouet inn til Fitzgerald og Moy, glæsilega klæddur og vel útlítandi. „Góðan dag, Charley,“ sagði Hurstwood og leit út um skrif- stofudyrnar. Drouet gekk yfir til hans, þar sem hann sat við skrifborð sitt. „Hvenær ferðu í næsta ferða lag?“ spurði hann. „Mjög bráðlega,“ sagði Drou et. „Ég hef sjaldan séð. þig upp á síðkastið,“ sagði Hurstwood. „Ég hef verið önnum kafinn,“ sagði Drouet. Þeir töluðu alllengi um dag- inn og veginn. „Heyrðu, sagði Drouet, eins og honum hefði skyndilega dott ið eitthvað í hug. „Komdu út til mdn eitthvert kvöldið.“ „Hvert?“ spurði Hurstwood. „Auðvitað heim til mín,“ sagði Drouet brosandi. Hurstwood leit spyrjandi á hann, og hann brosti með sjálf um sér. Hann horfði rannsak- andi á andlit Drouets og sagði síðan mjög alúðlega: „Mér er það sönn ánægja.“ „Við getum spilað dálifla stund.“ „Má ég ekki taka með mér kampavínsflösku?“ spurði Hurstwood. „Jú, vissulega,“ sagði Droo- et. „Ég vil gjarna kynna ykk- ur.“ Niundi kafli. íbúð Hurstwood í - hluta borgarinnar nálægt Lin- coln Park var steinhús eftir þeirra tíma tízku, þriggja hæða hús, og neðsta hæðin var líti- ið eitt grafin niður. Á fram- hliðinni var stórt útskot, og fyr ir framan húsið var grasflöt, tuttugu og fimm fet á lengd og tíu fet á breidd. Fyrir aftan það var líka lítill garðon sem var girtur rgeð limgirðingum nágrannanna, og þar var hest- húsið, sem hann geymdi í hest inn sinn og vagninn. í húsinu voru tíu herbergi, og þar bjuggu þau öll, Hurstwood, Júlía, kona hans, sonur hans George yngri og Jessica, dóttir hans. Auk þess höfðu þau þjón ustustúlku, sem sífellt var ver- ið að skipta um, því að það var ekki alltaf auðvelt að gera frú Hurstwood til hæfis. „George, ég sagði Maríu upp í gær,“ var mjög vanaleg til- kynning við hádegisverðinn. „Gott og vel,“ var það eina sem hann sagði. Hann var löngu orðinn þreyttur á að ræða þetta leiðindaefni. Það var varla hægt að kalla heimilislíf Hurstwood skemmti legt. Það vantaði þolinmæði og umbyrðalyndi, sem heimili get- ur ekki án verið. Þar voru fall- “ NYJA BiO S 3 I glauHÍ líhins. (Footlight Serenade) Skemmtileg dans- og söngvamynd, með Betty Grable John Payne. Victor Mature Sýnd klukkan 9. Sheriock Hoiiries og égnarröddin Spennandi leynilögreglu- mynd með: Basil Rathbone og Nigel Bruce. Börn yngri en 12 ára fá ekki aðgang. Sýnd klukkan 5 og 7. SS GAMLA BIO B I I Nótl í Lissahon (One Night in Lissabon) Fred MacMurray, Madeleine Carroll, John Loder. Sýnd kl. 7 og 9 Hælfuleg kona (PLAYGIRL) Kay Francis, James Ellison. Sýnd klukkan 3 og 5. eg húsgögn, sem var vel komið fyrir að svo miklu leyti sem smekkur eigendanna leyfði. Þar voru gólfteppi, þægilegir .hægindastólar og sófar, fallegt píano, marmaramynd af ó- þekktri Afrodíu eftir óþekktan listamann og ógrynni af litlum bronzstyttum úr öllum áttum, en Iþó mestmegins úr hinum stóru húsgagnaverzlunum, sem birgja fólk upp með öllu því, sem á við á „skemmtilegu heim ili.“ í borðstofunni var stórt hlið arborð, hlaðið 'skínandi flösk- um, og fáguðum glösum, sem var vissuelga smekklega fyrir komið. Þessu hafði Hurstwood vel vit á. Árum saman hafði hann lagt sig fram við slíkt, og það va rhonum sönn ánægja að segja hverri einustu Maríu, þeg ar hún var nýkomin í vistina, hversu mikillar þekkingar það krefðist að geta raðað glösum, BJÖRNINN eftir HENRIK PONTOPPIDAN leggj'3 í stökkið, lokaði hann augunum og eyrunum fyrir rödd samvizku sinnar .. og þreytti stökkið. Áður en veturinn hafði fært firði og sund í ísdróma hafði hann lært að stýra húðkeip og miða skutli. Hann lærði og að hæfa rjúpuna ör á fluginu, og hann hæfði hérann á löngu færi. Oft og tíðum var hann ekki fyrr kominn heim á kvöld- in og háttaður en barið var á glugga hans. — Hvað er í fréttum? — Björn á firðinum, prestur! — Ha! Björn! Byssuna af veggnum, í feldinn og aftur út í nóttina. En svo kom það fyrir, að blóðhiti haiis minnkaði um stundarsakir, hann horfðist í augu við sjálfan sig og leit því næst skömmustulega niður fyrir sig. Hann gat þá meira að segja orðið hræddur við sjálfan sig, þegar hann sá hönd sína blóðuga, eða við skegg sitt og hljóminn í rödd sinni. Þá sá hann fyrir hugarsjónum sínum mynd afa síns, mihntist þagnarinnar, sem ríkt hafði um nafn hans og hræðsluglamp- ans í augum móður sinnar í þetta eina sinni, sem það hafði hrokkið fram á varir henni, Þannig sat hann kvöld nokkurt í iðrunarhug fyrir utan kofa sinn og fól andlitið í höndum sér. Hann hafði komið dauðþreyttur heíin utan úr skerjunum, en þar hafði stór hvalur strandað cíaginn áður og nú hafði hann verið dreginn ÁSTHENOSE SECTION GOES POWN SCOKCHY AND HANk ARE FLUNG CLEAR... 1—W------------- ^APFeotorcs the/ vtimm/EA CHANCE/THEy PLUMMEíLP POWN LIIÆA ROCKET/ r“V A 2-29 SAMMY (sér fremsta hluta flugvélarinnar steypast nið- ur): „Þeir fengu ekkert tæki- færi! Þeir hentust niður eins og steinn.“ (En um leið og flugvélarhlutinn steypist, hendast þeir Örn og Hank úr honum.) Sammy (aftur): „Örn og Hank eru farnir! Ég mun aldréi sjá þá. aftur. Nú skal ég sannarlega láta ykkur SCORCHy...HANK/ THEY... THEY’RE GONE/ I’LL NEVER SEE THEM A6AIN.../ ÓCOME ON, YOU NAZIVULTURES/1607 A OBITUARY TO WRITE ...ÁLL OVER YOURSWASTIKAS/ finna smjörþefirfti af mér — ég skal mála rósir um haka- krossinn ykkar.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.