Alþýðublaðið - 10.08.1944, Síða 3

Alþýðublaðið - 10.08.1944, Síða 3
Miðvifeudagur 9. ágúst 1944 ALt»YÐOBLAP>Q von Papen. Papen fekinn fasfur effir heimkomuna frá Ankarai Fj*RÁ London barst óstaðfest frétt um það í gærkveldi, að von Papen, fyrrverandi sendiherra Hitlers í Ankara, sem varð að hverfa þaðan fyrir nokkrum dögum, þegar stjórn- málasambandinu var slitið milli Tyrklands ög Þýzkalands, hafi verið tekinn fastur undir eins og hann var kominn heim til Þýzkalands. Það hefur lengi leikið grun- ur á því, að von Papen bæri kápuna á báðum öxlum í við- skiptum sínum við Hitler og nazistaforingjana og oftar en 'einu sinni gengið orðrómur um það, að hann væri þeim miður trúr, þrátt fyrir allt ,sem hann — þessi gamli refur, hefur gert fyrir þá. Og í hinni óstaðfestu frétt frá London r gærkveldi var þess getið, að það hefði verið haft eftir von Papen í Ankara, áður en hann fór það- an, að hann vissi, hvað sín biði, við heimkomuna til Þýzkalands. Það væri ekkert annað en dauðinn. Sókniei til Bandaríkjamenn fóku Eru einnig komnir til Angers, sem er við Loirefijót. Vestur á Bretagneskaga hefur setulió Þjóðverja í St. IVialo gefizt upp. SÓKN BANDAMANNA inn í Frakkland hélt áfram í gær á öllu svæðinu norðan frá Caen og suður að Loire- fljóti. Það var opinberlega tilkynnt, að vélahersveitir Banda ríkjamanna, sem til Parísar sækja, hefðu tekið hina þýð- ingarmiklu miðstöð Le Mans, við járnbrautina til höfuðborg- arinnar, og væru 75 km. sunnar á næstu grösum við Ang- ers, aðra járnbrautarmiðstöð, rétt við Loire. Er Le Mans önnur stærsta borgin í Frakklandi, sem bandamenn hafa tekið hingað til, hafði 70000 íbúa fyrir stríðið, og liggja þaðan jámbrautir í allar áttir, þar á meðal til París og Tours. Vestur á Bretagneskaga lauk bardögunum í St. Molo í g£er með því, að þýzka setuliðið gaf'st upp. Um Brest er hinsvegar enn barizt, en Bandaríkjamenn brutust í gær í gegnum ytri virkjahring borgarinnar, eftir að setulið Þjóð- verja hafði neitað að Ieggja niður vopn. Bardagar halda einnig áfram um Lorient. TiLkynnt var í London í gærkvöldi, að Eisenihower yf- irhershöfðingi hefði nú flutt aðalbækistöð sína frá Bret- landi yfir til Frakklands. Það var tekið fram í fréttun*- _— um frá London í gærgveldi, að vélahersveitir Bandaríkja- manna hefðu mætt lítilli mót- spyrnu í sókninni til Le Mans og Angers. en norðar, á öllu "Svæðinu frá Montain norður að Caen, væri vörn Þjóðverja enn þá mjög hörð. Tefla Þjóðverjar fram miklu liði milli Montain og Vire, þar sem .skemmst er til Avranches. Suður af Caen héldu Kanada menn áfram sókn sinni í gær og eiga nú ekki nema um 7 km. leið ófarna til Falaise. Hafa þeir tekið 2000 Þjóðverja til fanga síðan þeir hófu sókn sína fyrir tveimur sólarhringum. Sir Lee-Mallory, yfirmaður flughers bandamanna á Bret- landi og á innrásarsvæðinu sagði í gær, að flugherinn hefði ekki legið á liði sínu, eins og PrSi. i 7. *íöu. Harðir bardagar viS landamæri Ausfur- Prússíand að austan Þjc<&verjar gera gagn áhlaup. Ítatíuvígstöðvarnar F REGNIR frá austurvístöðv unum hermdu, að harðir bardagar væru háðir við landa mæri Austur-Prússlands að aust an, og hefðu Þjóðverjar gert þar kröftug gagnáhlaup, en Rúss ar hrundið þeim öllum, við mik ið manntjón Þjóðverja. Suður 1 Póllandi hófu jEtússar sókn á ný austan og norðan við Varsjá, á öllu svæðinu sunnan frá Siedlce norður að Bialy- stok. Enn sunnar, suður í Gali- zíu, héldu Rússar áfram sókn- inni upp í Karpatafjöll. dimini, sem nú er barizt um og talin er vera öflugasta varnar- :ína Þjoðverja á ítalíu. Sivörtu línurnar neðar á kortinu sýnir eldri vígstöðvar. Mikolajczyk fer aftur iil London. ViÓræðunum í Moskva frestað. FREGN frá Moskva í gær- kvöldi sagði, að viðræðum Mikolajczyk, forsætisráðherra pólsku stjórnarinnar í London, við sovétstjómarinnar og hina pólsku skjólstæðinga hennar, hefði nú verið frestað, en gefið er í skyn, að ef til vill verði þær teknar upp á ný. Sla'gt var, að MikofLajczyk myndi fara til Lorudion til að ráðtfæra sig við meðráðíherra sína. Parísar: Le Mans í gær. Montgomery í Normandie Hinn heimsfrægi brezki hersihöfðingi Montgomery, sem er yfir- maður alls innrásarhers-bandamanna í Frakklandi, fylgist vel með öliu, sem gerist á vígstöðvunum. Hér sést hann upp á heysátu, horfandi é sókn manna sinna í Normandie. Við hlið hans er einn af aðstoðarmönnum hans, Crtocer liðsforingi. 40 sfunda vinnuvika á Breflandi strax effir sfyrjöldina! Sir Walter Citrine, a$airitari brezka Alþýðu- sambandsins, vill iáta lögbjóða hana. C IR WALTER CITRINE, hinn þekkti brezki jafnaðar- ^ máður og aðalritari brezka Alþýðusambandsins (T. U.C.) hefir snúið sér til allra samtakaheilda verkalýðsins innan sambandsins og farið fram á samþykki þeirra til þess að bera þá kröfu fram við þing og stjórn, að 40 klukkustunda- eða 5 daga vinnuvika verði lögboðin á Bretlandi að stríðinu loknu, án nokkurrar skerðingar á þeim launum, sem verka- menn bera nú úr býtum við hinn langa vinnutíma. Lítill vafi er talinn á því, að verkalíðsfélögin styðji þessa kröfu og er því með henni þýðiiigarmiklu stefnuskráratriði verka- lýðshreyfingarinnar á Bretlandi slegið föstu, eftir stríðið. Eftir síðustu heimsstyrjöld*" var vinnuvikan á Bretlandi I stytt niður í 47 klukkustundir. I En í kreppunni miklu um eftir 1930 fór krafan um enn meiri styttingu vinnuvikunnar, niður í 40 klukkustundir, að fá byr undir báða vængi, og var sú stytting þá fyrst og fremst hugsuð sem mótvægi atvinnu- leysisins. Fyrir yfirstandandi styrjöld var svo komið, að 40 stunda vinnuvika var víða komin á í Bretlandi, sumstað- ar með fullu samþykki atvinnu rekenda, sem margir hverjir Viðurkenndu að betur væri unnið styttri vinnutíma en lengri. Um kröfu Sir Walter Citrine nú eru blöðin á Bretlandi þó hvergi nærri á einu máli. Telja mörg þeirra að miklar deilur hljóti að verða um hana, því að mikið uppbyggingarstarf sé fram undan eftir stríðið, og þjóðin verði að vinna mikið. Flýr Laval fil Portágal! "0 YRIR um það bil ári síðan keypti René de Ghambrun greifi, tengdasonur Lavals, hins franska quislings, afskekkt sveitasetur í grend við vínyrkju þorpið Colares í Portugal, um 45 km. vegarlengd frá Lissabon. Enginn efi er talinn á því, segir brezka vikublaðið „News Review,“ að þangað ætli Laval að flýja, þegar hann þorir ekki lengur að halda kyrru fyrir í Frakklandi. Hinsvegar munu foringjar verkalýðssamtakanna óttast fljótlega kreppu og atvinnu- leysi, og vilja fyrirbyggja hvort tveggja með styttingu vinnu- tímans án þess að laun hins vinnandi fólks og þar með kaupgeta þess verði skert.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.