Alþýðublaðið - 10.08.1944, Page 5

Alþýðublaðið - 10.08.1944, Page 5
Pimmtudaguc 10. ágúst 1944. ALÞYÐUBUWIÐ Þegar Ghorchill var stríðsfangi GREIN ÞESSI, sem er eftir Jan Smuts hershöfðingja, forsætisráðherra Suður-Afríku, og hér er þýdd úr tíma- ritinu English Digest, fjallar um það, er Winston Churchill var tekinn til fanga í Búastríðinu. Þá var þeim Smuts og Churchill lítt til vina, en eftir það hafa leiðir þeirra oft leg- ið saman, og nú eru þeir góðvinir og nánir samherjar. Jan lýsir Churchill allt frá því, að hami tók að láta opinber mál til sín taka og finnst óneitanlega mikið til um þennan fyrr- verandi fanga sinn. G kynntist Winston Churc- -*-1 hill fyrsta sinni hinn ellefta dag desembermánaðar árið 1900, er Búastríðið var háð. Fyrsti samfundur okkar stóð í sam- bandi við atburð, sem á marg- an hátt má teljast upphaf að frægðarferli Churchills. Búahersveitir, sem Botha hershöfðingi stjórnaðir, höfðu náð á vald sitt vopnaðri járn- brautarlest skammt frá Colenso. Winston Churchill, sem var stríðsfréttaritari, en hafði gerzt foringi nokkurra brezkra her- deilda eftir að yfirmaður þeirra hafði fallið, var í járnbrautar- lest þessari. Ég var yfirmaður Búahersins, Joubert hershöfð- ingja, til að'stoðar. Churchill var þegar fluttur á fund minn og skyldi ákvörðun tekin um það, hvort ætti að fara með hann sem stríðsfanga eða honum leyft að hverfa aft- ur til brezku hersveitanna sem stríðsfréttaritara eins og hann krafðist. Ég kvað upp'þann úrskurð eftir að hafa kynnt mér alla málavöxtu sem vendilegast, að farið skyldi með hann sem stríðsfanga, og sem slíkur var hann fluttur til Pretóríu, þar sem hann skyldi hafður í haldi. Mér finnst sem ég sjái hann enn, er hann stóð þarna and- spænis mér, ungur og órakað- ur, óhreinn og bálreiður yfir úrskurði mínum. Ég hugsaði sem svo með sjálfum mér, hvort ekki væri réttast að fara með hann sem stríðsfréttaritara, enda þótt ég væri sannfærður um það, að hann hafþi fullkcT-'- lega til þess unnið að vera tal- inn stríðsfangi. Þegar Churchill hafði verið fluttur til Pretóríu, bar ég fram þá tillögu við Joubert hers höfðingja, að Churchill skyldi látinn laus og fluttur yfir landa mærin. Tilskipunin um það, að liann skyldi látinn laus, var skrifuð og send til Pretóríu. En hún kom of seint, því að Churc hill hafði þá tekizt á hendur hinn sögulega flótta sinn, sem vakti heimsathygli og varð vissulega upphaf að frægð hans og frama á opinberum vett- vangi. Það er fróðlegt að athuga það, hversu oft leiðir okkar Win- stons Ghurchills 'hafa legið sam an eftir þetta. En þessi atburð- ur frá því á dögum Búastríðs- ins hefir greypzt mér í minni. Ég hitti svo Winston Churc- hill öðru sinni í ársbyrjun 1906. Hann taldist þá til frjálslynda flokksins og gengdi störfum sem varanýlendumálaráðherra. Hon- um hafði vissulega miðað vel á- fram i sókn sinni til mannvirð- inga og áhrifa á þessum sex ár- um, sem liðin voru frá því, að við hittumst fyrst. Við þetta tækifæri höfðum við skipt um hlutverk, og þegar ég gekk nú fyrir hann, var það hann sem skipaði dómarasætið. Ég var kominn til Lundúna til þess að bera fram sjálfstjórnarkröfu Transvaalbúa, og ég varð að leggja málið fyrir Winston Churchill. Vissulega voru það djarfleg tilmæli að fara þess á leit, að Búarnir endurheimtu Transvaal áður en fjögur ár voru liðin frá því að þeir voru ofurliði bornir í ófriði. Þ\4 var heldur eigi að neita, að Churchill tók tilmæl- um mínum heldur fálega. En mér varð mun betur ágengt í samræðu við forsætisráðherr- ann, Sir Henry Campell-Bann- erman. Mér tókst að sannfæra hann um það, að það myndi í hvívetna reynast brezka heims- veldinu í hag, að það kæmi sem drengilegast fram við Búana og gerði hlut þeirra sem beztan. Daginn eftir að ég ræddi við forsætisráðherrann, var sú á- kvörðun tekin á fundi ríkis- stjórnarinnar, að Transvaal skyldi fá sjálfstjórn. Það féll í hlut Winstons Churchills að hafa framsögu um mál þetta á fundi í neðri málstofunni. Hann flutti ræðu, sem vitnaði í senn um snilli og þekkingu, svo að þingmenn hlutu að hrífast og skilja mikilvægi þessa máls. Það sannaðist líka glögglega síðar meir, að hér var um að ræða einhverja hina skynsam- legustu og heillavænlegustu á- kvörðun, sem saga brezku ríkis- stjórnarinnar og brezka þingsins kann frá að greina. Það er fróðlegt að geta sér þess til nú, hver hefði orðið rás viðburðanna, ef brezka þjóðin hefði ekki tryggt sér góðvilja og aðstoð Búanna. Á einum mannsaldri hafa tvær heims- styrjaldir verið háðar, og í báð- Framhald á 6. síðu. Fyrsfa loftárásin á Ruhrhérað Japans. áskriffarsími Alþý&sblaðsins er 4900. LÖGREGLUSTJÓRI, formaður loftvarnanefndar, sagði við snig í gær: „Það þýðir ekkert að vera að heimta að loftvarnabyrgin verði rifin nú þegar. Þau verða ©kki rifin fyrr en stríðið er búið. Ég lofa þér því hér með og skal standa við það, að láta byrja að rífa byrgin sama klukkutímann sem friði verður yfir lýst.“ ÞETTA SACjÐI HANN — og hann ræður víst. En ég segi, þó að ég engu ráði og sé þess vegna ekki sá sem valdið hefur, að þetta er ófært. Það á að rífa byrgin strax. Þau eru og verða óþörf sem betur fer. Ef þörf er fyrir þau nú, þá verður alveg eins þörf fyrir J>au eftir stríð. Við gætum þá not- að þau til varnar gegn skruggu- steinum! * OG SVO SAGÐI lögreglustjór- inn: ,,Þú varst að tala um spreng- ingarnar í Austurbænum um dag- inn. Það voru orð í tíma töluð. Þetta var hreinasta plága. Spreng- • ingarnar kváðu eins við um nætur og um miðja daga — og fólk hafði -ekki svefnfrið. Ég gekk svo í mál- ið og var vel tekið. Sprengingar xtm nætur eru næstum alveg úr sögunni. Þeir, sem framkvæmdu Iþessar sprengingar voru að vinna nauðsynjaverk. Það var ekki bæj- arverkf r æðingur.1 ‘ „HVAÐ VILTU segja mér um ástandið á Þingvelli, spurði ég hann. Hann svaraði: „Hér um árið þegar hið opinbera greip inn í þessi mál með það fyrir augum rað reyna að vernda ungar, ráð- villtar stúlkur, urðu út úr því harðar deilur. Ég tala ekki um þessi mál. En löggæzla er á Þing- velli og hún hefur nú verið auk- :in. — Mér þykir, sem það hafi sýnt sig, að fólk hafi brugðist vonum Þingvallanefndar. Það er ekki hægt að láta tjaldstaöi end- nrgjaldslaust og eftirlitslaust. Það verður að afnema.“ SVO FÉKK ég eftirfarandi bréf um Þingvlöll og ástandið þar frá ,,Víga-Styr“: „Drag skó þína af af fótum þér, því sá staður, sem þú stendur á er heilög. jörð“. ,,ís- lendingar allir, sem koma á Þing- völl og dvelja þar ættu að hugleiða þessi viðeigandi og lotningarfullu orð, og hegða sér þar í sama anda.“ „EN ÞAR SEM SUMIR trúnað- armenn þjóðarinnar hafa brugðist vonum hennar (sýnt þar fals sitt) og ekki kunnað að haga sér sóma- samlega á þeim helga stað og stundu, þá er síður furða, þó að úrhrak þjóðar vorrar kunni þar ekki mannasiði. Afhrak og úr- | þvætti eða skækjunafn fremur en meyjar, hæfir stúlkukind þeirri, sem fann í því mesta ánægju á friðhelgum stað, að klofvega á herðum útlends dáta.“ „HVAÐ GERA ÞARF: Verja helgi staðarins. Banna öllum dát- um og hermönnum inngöngu á Þingvelli, nema með sérstöku leyfi. Næsta nóg að leyfa þeim aðganga um háa gjárbarminn, að fossinum til þess að sjá hann, yfir vellina og útsýnið allt ‘í kring.“ „DRÓSIRNAR, sem geta lagst svo lágt að daðra við alókunnuga dáta, liafa óþarflega mörg tækifæri til þess á öðrum stöðum en við hjarta landsims, og með öðru móti en að fæla þaðan saklausar meyj- ar, sem eru og verða heiður og hamingja íslands..“ AF TILEFNI þeirra umræðna, _sem undanfarið hafa staðið um þetta mál og ég hóf hér í pistli mínum, vil ég segja þetta við þær stúlkur, sem leita til Þingvallar í æfintýraleit, svo að ekki sé harð- ara að orði kveðið: Hættið að fara til Þingvallar í þessum tilgangi. Ungir piltar og ungar stúlkur geta ef til vill farið til Þingvallar og. haft með.sér tjöru í fötu o'g fið- urpoka. — Varist slysin. — Suður í Hafnárfjarðarhraun, þar sem hraunkjötið er grafið, skuluð þið leita! Þar getið þið fengið að vera í næði! Hannes á horninu. Japan hefir fram að .þessu ekki háft mikið af laftárásum að segja, það hefir verið fjarri öll- um flugbækistöðvum Breta og Bandaríkjamanna, og Rússar ekki viljað liána þeim síLíkar bækistöðvar í Austur-fSíberíu. Eina loftárás gerðu Bandaríkjarpenn þó á Tokio frá flugvéla- móðurskipi, ekki alll'öngu eftir að Japanir réðust á þá. En fyrir niokkru síðan gerðu Banda- ríkjamenn aðra og miklu stærri iloftárás á Japan, frá Kína. í það sinn var árásin gerð á stál- smiðjurnar miklu í Yawata, á'eynni Kyustu, sem er ein af ihöfuðstöðvum hergagnafram- leiðslunnar í Japan, — einskonar Ruihríhérað þess. Myndin sýnir hina rjúkandi reykáfa stál- smiðjanna í Yawata. Loftvarnabyrgin rifin niður þegar fraður verður sam- in — Sprengingarnar — Þingvöllur og ástandið þar — Ráðlegging til dótsins. & A llffAÍnmrÍ á amerísku reyktóbaki má ekki vera hærra en hér segir: Sir Walter Raleigh, 1 lbs. pappadós Kr. 30.00 Sir Walter Raleigh, Vé lbs., pappadós Kr. 15.00 Sir Walter Raleigh, 13A cz., pappadós Kr. 3.75 Sir Walter Raleigh, sliced, 1% cz., pappadós Kr. 4.0,0 Edgeworth ready rubbed, 1 Ibs., blikkdós Kr. 40.00 Edgeworth ready rubbed, IV2 cz., pappadós Kr. 4.00 Dills Best rubbed, V2 Ibs., blikkdós Kr. 15.00 Dills Best rubbed, 1% cz., pappadós Kr. 3.5.0 Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má útsöluverðið vera 5% hærra vegna flutningskostnaðar. Tóbakseinkasali i rikisins.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.