Alþýðublaðið - 16.08.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 16.08.1944, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 16. ágúst 1944. ALÞYÐUBLAÐIO 5 Læknar sem vinna í óhreinum fötum — Bréf frá „Manni, sem leitaði læknis“ — Nátthrafnar í heimsókn á barna- leikvöllum — Á að birta íiöfn afbrotamanna, sem dæmd- ir hafa verið.? AÐ ER OFT kvartað undan ó- kurteisi afgreiðslufólks í verzl umim, hugsunarleysi þess um að reyna að gera viðskiptamönnun- um til hæfis, hangs þess í símurn og óhreinindum á vinnufötum þess. Sumt af þessu hefur við rök að styðjast, annað ekki eins og gerist og gengur — en þegar ritað er um þetta eða fundið að þessu, þá miðar það að því að auka hrein lætið, bæta framkomu ' fólksins Sivert við annað o. s. frv........ I GÆR fékk ég bréf, sem ég varð dálítið undrandi yfir. Það er frá „Manni, sem leitaði læknis“ og er svöhljóðandi: „FjHr nokkr- um dögum þurfti ég að leita lækn- is, sem varla er í frásögur fær- andi, enda kemur það sjaldan fyr- ir mig seái betur fer. Mig furðaði Stórlega á því hversu óhreinn læknirinn var — og býst ég við að þú verðir hissa yfir þessum upp lýsingum. Maðurinn var svo sem hreinn í andliti og hendur hans voru sæmilega ræstar en ekkert þó þar framyfir, en vinnusloppur hans var svo óhreinn að engu t’ali tekur.“ „ÞETTA FAT hans var rifið og tætt, bæði á ermum og víðar og það var með stórum skítablettum og kámi um allt. Ég skil satt að segja ekki, hvernig í dauðanum stendur á því, að vörður heilbrigð- is og hreinlætis,, maður, sem menn leita til í þeim tilgangi að fá ráð við sjúkdómum, skuii leyfa sé að koma þannig fram- fyrir þá sem til hans leita. Vildi ég mælast til þess að þú minntist á þetta, því að menn eiga ekki að þola það að læknar séu svona miklir sóðar.“ JÁ, ÉG ER sannarlega fús til þess. Þetta hlýtur þó að vera und- antekning Ég þékki þetta ekki, því að ég leita aldrei læknis sem betur fer, en ég hef enga ástæðu til þess að ætla að bréfritari minn skýri rangt frá Ég býst líka við því að læknum sé ekki ljúft að einstaka sóði setji blett á stétt þeirra“ MENN KVARTA undan því að nátthrafnar af báðum kynjum heimsæki barnaleikvelli og fari þar um með' ólátum, öskrum og ýlfri og óskunda um nætur. Aðal- lega mun þetta eig'a sér stað eftir miðnætti. Oft eyðileggja þessir ó- látabelgir og skemmdarvargar leik föng barnanna á leikvöllunum, enda eru nátthrafnarnir oft ölv- aðir. Þetta eru hvimleiðar mann- skepnur, sem ekkert getur geng- ið annað til en skemmdarfýsn. Ég vil mælast til þess að fólk geri lögreglunni, tafarlaust aðvart, þeg- ar það verður vart við þessa nátt- hráfna. Og ég vil vænta þess að ef lögreglan hefur hendur í hári þeirra, þá séu þeir ekki látnir sleppa „billega“. ÞAÐ HEFUR OFT verið rætt um það meðal blaðamanna hvaða reglur eigi að hafa um það að birta nöfn dæmdra afbrotamanna. Raunverulega er ekki hægt að hafa nema eina reglu um þetta, að birta nöfn allra þeirra afbrota- manna, eftir að þeir hafa verið dæmdir, og ef þeir hafa ekki ver- ið dæmdir skilorðsbundið. Ég sé að einstaka blöð gera þetta ekki. í fyrradag og í gær birtu blöð nöfn nokkurra umkomulausra smáþjófa og afbrotamanna, en slepptu hins vegar alveg nafni villidýrsins, sem réðist á gömlu konuna. SMÁÞJÓFARNIR höfðu hrifsað veski úr. vasa manns, stolið hjól- barða eða hnuplað fatnaði úr for- stofu. Þeir voru dæmdir í 40—60 'daga fangelsi. Villidýrið, hins vegar, réðist á aldraða verkakonu, þar sem hún stóð við þvottabal- ann sinn, varpaði henni í gólfið og reif utan af henni fötin. Það var dæmt 5 4 mánaða fangelsi. Annað hvort er að birta nöfn allra eða engra. Hér í blaðinu voru engin nöfn birt. ÞETTA FORMLEYSI er afar slæmt. Það verður að finna ein- hverja reglu um þetta, annað er óréttlæti gagnvart þeim dæmdu og aðstandendum þeirra, en þá verður og sú regla sem tekin er upp um þetta hjá blöðunum að vera algild. Það nær til dæmis ekki. nokkurri átt að láta undan beiðnum einstakra manna sem ganga um milli blaðanna og biðja sér griða, en lúrta svo nöfn hinna umkomulausu, sem engan eiga að, sem getur leitað til blaðamann- anna. ÉG ER EKKI að ræða um þetta í þeim tilgangi að gagnrýna fram- komu einstakra blaða. En aðeins til þess að vekja ahygli á þessu, því oft er það ein þyngsta negn- ing- afbrotamannanna að nöfn þeirra séu birt opinberlega. Hannes á horninu. Auglýsing frá Atvinnu- ©g samgöngumáSaráðuneytinu Þeir, sem hafa sent ráðuneytinu umsóknir um kaup á fiskibátuni frá Svíþjóð, geta skoðað uppdrætti, smíðalýsirgar og framkomin tilboð bjá Fiskifélagi íslands, næstu daga kl. 1—3. Að lokinni téðri athugun verða þeir, sem óska að gerast kaupendur bátanna, að staðfesta skriflega fyrri umsókn sína og láta fylgja greinargerð um greiðslumöguleika sína. Reykjavík, 14. ágúst 1944. Hermenn byggja brú. Á mynd þessari sjást verkfræðingar úr ameríska hernum vinna að því að reka stólpa í ár- bakka á Ítaiíu, sem vera eiga til styrktar brú, er 5. herinn er í þann veginn að leggja leið * sína yfir. Skipörot við Islaodsstrendar. Flutningaskipið PUERTO RICAN hafði háð langa og stranga viðureign við heimskautsstorminn, og var, er hér var komið sögu, statt skammt undan íslandsströnd- um. Blindhríð var á og þilför og reiði skipsins voru í klaka- dróma. Tundurskeytið hæfði skipið klukkan tíu að kvöldi. Þegar August Wallenhaupt, sem var hinn mikilhæfasti sjómaður, vaknaði,' vissi hann þegar, hvað hann átti til bragðs að taka, því að hann hafði áður ratað í skip- reika. Honum varð það fyrst fyrir af öllu að krjúpa á kné og gera örstutta bæn. En enda þótt bæn in væri ekki orðmörg, er hann þess fullviss, að hún hafi haft sefandi áhrif á sig. Því næst brá hann sér í ullarsokka og buxur og girti sig björgunarbelti. Að lokum fór hann svo í yfirhöfn sem náði honum niður á hné með hettu, er hann setti á höfuð sér og setti upp loðhanzka. Þegar upp á þilfar kom, létu menn hin verstu ókvæðisorð falla, er þeir streittust við að hleypa björgunarbátunum niður í sjóinn í myrkrinu, en það var engan veginn hlaupið að því, vegna klakadrómansi Þeir röð- uðu sér þó nokkrir saman á hvern björgunarbátinn um sig og drógu hvprgi af í viðleitni sinni. Eftir mikið bis, auðnaðist svo Wallenhaupt og félögum hans að hleypa niður þeim bátnum, sem komið hafði í þeirra hlut. Báturinn seig niður í sjóinn með tuttugu til þrjátíu menn innanborðs. En á sömu stundu fann Wallenhaupt, að skipið var í þann veginn að ,færast í kaf, en hann óttaðist, að báturinn myndi sogast niður með skipinu. Hann kastaði sér út úr björg- unarbátnum á sama augabragði og skipið seig í dfúpið. Hann kom auga á rekald örskammt frá sér. Honum auðnaðist að synda þangað, en þegar hann náði taki á þessu rekaldi, varð hann þess var, að hendur hans voru dofn- ar. Hann hafði misst loðhanzk- ana af sér. Brátt tókst Wallen- haupt svo að ná öðru rekaldi, GREIN ÞESSI, sem er eft- ir Carl B. Wall og hér þýdd úr tímaritinu Reader’s Digest, fjallar um skipbrot við íslandsstrendur. Aðeins einn maður af áhöfn skips- ins, sem fórst, en það var skotið í kaf, komst lífs af. Hafði hann þá lent í ólýsan- legum hrakningum og kalið svo að taka varð af honum báða fæturna og flesta fing- urna. En eigi að síður er þessi ungi örkumlamaður staðráð- nn í því að gefast hvergi upp heldur láta lífsbaráttuna ör- ugglega til sín taka. svo að hann var nú bæri- lega settur með það að halda sér uppi. En enda þótt hann væri sæmilega klæddur, skalf hann af kulda. Næstu tíu mínúturnar fékk hann félagsskap sex annarra skipbrotsmanna, svo að það fór að verða þröngt um hann. Allir Voru þessir félagar hans í yfir- höfnum, en annars lítt eða ekk- ert klæddir. Allir voru þeir þeg- ar teknir að kala á höndum. Brátt bar allstóran fleka að, og auðnaðist þeim félögum að ná til hans. Þegar fimm þeirra höfðu komizt upp á flekann auk Wallenhaupts, gætti Wallen- haupt að hinum tveim. Þeir voru hnignir í ómegin, enda þótt augu þeirra væru glennt og starandi. Wallenhaupt hugðist freista þess ^að koma þessum félögum sínum til aðstoðar, en reyndist alls ófær til þess. Þeir, sem komnir voru upp á flekannhjálp uðu honum að ikomast þangað. Þeir voru þar nú sex saman og þrýstu sér sem fastast hver að öðrum til þess að halda á sér hita. En sjórinn gekk sífellt yfir flekann, og það virtist aðeins tímaspursmál, hvenær djúpið hrifi þá félaga í feigðarfaðm sinn. 1 Þeir félagar reyndu að berja saman fótunum til þess að varna því, að blóðrásin stöðvaðist, en erfiði það reyndist þeim um megn. Einn þeirra, sem var Englendingur, hafði auðheyri- lega misst vitið. — Hann sagði sífellt við Wallenhaupt: „Hjálp aðu mér, Auggie, hjálpaðu mér.“ Þeir reyndu að biðjast fyrir. En sjólöðrið slóst i andlit þeim, og þeir gátu ekki heyrt hver til annars. Þeir urðu því að una því að hlusta á bænargerð sjálfs sín hver um si^. Á örfárra mínútna fresti skullu bylgjurnar yfir flekann. — Þess varð skammt að bíða, að Wallenhaupt yrði þess var, að Englendingurinn var horfinn af flekanum — horfinn í djúpið. Einhvern tíma um nóttina heyrði Wallenhaut tvö orð mælt: „Aug., drengur minn.“ Orð þessu voru mælt í hálf- um hljóðum að því er Wallen- haupt heyrðist. Hann þekkti rödd bezta vinar síns meðal skipshafnarinnar, fallbyssu- skyttu, sem verið hafði rekkju- nautrur hans. Hann kallaði aftur eins hátt og hann gat: „John, drengur minn.“ En hann fékk ekkert svar. Þegar dagur rann, sá hann, að vinur hans var horf inn og vissi, að hann hafði mælt þessi orð í sama mund og hann tók út af flekanum. Skömmu síðar skolaði stór bylgja þriðja manninum burt af flekanum. Hann greip dauða- haldi í kaðalinn, og Wallenhaupt reyndi að ná taki á fötum hans. En hann gat ekki neytt taksins vegna þess hversu hendur hans voru dofnar og kaldar. Þá tóku þeir það ráð að spenna armana i saman. Wallenhaupt reyndi að ná honum upp á flekann en skorti afl til þess. Þannig stóðu þeir með armana spennta saman að minnsta kosti í fimm mínútur. „Andlit hans var aðeins tíu þumlunga frá andliti mínu, og við horfðumst í augu. Loks mælti hann: — heyrðu, Auggie, getur þú ekki hjálpað mér? Ég svaraði því, að því miður væri mér alls kostar ómögulegt að gera nokkuð hon um til hjálpar. Þá sleppti hann Framhald á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.