Alþýðublaðið - 24.08.1944, Blaðsíða 3
Mmmtudagur 24. ágúst 1944
ALÞYÐUBLAPIP
3
Parfsarborg hefir verið leysf undan okinu
Borgarbúar hrökfu sjálfir Þjóðverja úr borg-
inni effir harða götubardaga
Almenn uppreisn hófsf á laugardag og tóku
50 þúsund vopnaSir meitn þátt í bardögunum
Þjóðverjar eru á óskipulegum flótta niður
með Signu
^\
T GÆRMORGUN var tilkynnt, að París hefði verið leyst
-*• undan okinu og að heimaherinn franski hefði hrakið
Þjóðverja út úr borginni eftir snarpa bardaga. Um 50 þús-
und vopnaðir menn tóku þátt í bardögunum, en þeir nutu
aðstoðar mörg hundruð þúsunda annarra borgarbúa. Al-
menn uppreisn hófst í borginni aðfaranótt laugardags og
geisuðu harðir bötuhardagar um gerval'la borginá um helg-
ina. Tókst heimahemum brátt að ná öllum opinberum hygg
ingum á sitt vald og Citéeyju í Signu og hrundu öllum gagn-
áhlaupum Þjóðverja. Lögreglulið Parísar snerist þegar gegn
Þjóðverjum.
Stuðningsmenn Vichystórnarinnar og embættismenn
hennar, sem til náðist, voru þegar handteknir, en margir
höfðu flúið. Vichystjórnin er úr sögunni. Pétain er sagður
hafa verið fluttur nauðugur til Þýzkalands og Laval og ráð-
herrar hans láta ekki á sér bæra. Svi'sslendingar hafa kvatt
sendiherra sinn hjá, Vichystjórninni heim og sendiherra
Vichymanna í Sviss er farinn þaðan.
Fregnin um fall Parísar hefur vakið feykilegan fögnuð alls
staðar þar sem Frakkar búa og eins í löndum bandamanna. I
Algier var kirkjuklukkum hringt, skotið var af fallbyssimi og
menn gengu fylktu liði um göturnar og sungu ættjarðarsöngva.
Bráðabirgðastjóm franska Iýðveldisins hefur birt ávarp, þar sem
minnzt er þeirra, sem Iátið hafa lífið fyrir frelsi Frakklands.
ÍTALÍA:
Sandaitiemf í sókn við
Adríahaf
Jk ÍTALÍU hafa litlar breyt-
ingar orðið á afstöðu herj
anna. Helzt er barizt á Adría
hafssvæðinu, en þar eru banda
menn komnir að Metauro-fljóti
á breiðu svæði. Þeir sækja í
áttina til Rimini, en þaðan er
greiðfær leið inn í Pódalinn.
Flugmenn bandamanna á ítal
íu hafa unnið mi'kið afrek, sem
vakið hefir mikla athygli. Þeir
:flugu til Júgóslavíu og sóttu
900 særða hermenn úr liði Tit
'OS hershöfðingja og fluttu þá
í sjúkrahús á Ítalíu. Náðu þeir
hermönnunum svo að segja við
nefið á Þjóðverjunum,
Rússum miðar vel
áfram í Rúmeníu
STALIN birti í gær þrjár
dagskipanir, er voru stíl
aðar til hershöfðingjanna Kon-
evs, Tolbukins og Malinovskys.
Hafa Rússar unnið mikilvæga
sigra í Rúmeníu. Þeir sækja
fram á breiðu svæði milli Ser-
eth og Pruth. Þá hafa þeir tek-
ið borgina Bender og Acker-
man, sem er skammt frá
Dniestr-ósum.
í Eistlandi eru Rússar í sókn
fyrir sunnan og suðaustan Tar-
tu (Dorpat) og þeir hafa hrund
ið öllum gagnáhlaupum Þjóð?
verja í Lettlandi og eins fyrir
austan Varsjá.
Með falli Marseilles er mest
urhluti SuðuaJ-Frakklands á
valdi heimahersins franska eða
bandamanna, þótt Þjóðverjar
verjist enn í morgum borgum.
Einna mest er barizt í Toulon.
Þar verjast þýzkir sjóliðar og
hermenn af mikilli hörku og
selja líf sitt dýru verði. Eink-
um eru bardagar harðir um
vopnabúr flotahafnarinnar, en
bandamenn hafd sótt fram þang
UPPREISN Á LAUGARDAGS
NÓTT.
Koenig hershöfðingi skýrði
frá því, að heima herinn franski
liefði fengið skipun um, að hefj
ast handa aðfaranótt laugar-
að og voru aðeins nokkur hundr
uð metra frá því er síðast frétt
ist. Þar hafa Þjóðverjar komið
sér ramlega fyrir. Þeir beita
mjög fallbyssum í varnarvirkj-
um hafnarinnar og fallbyssum
herskipa, sem enn eru ofansjáv
ar.
I herstjornartilkynningu
Patch hershöfðignja í gær var
sagt, að bandamenn væru að-
Ttefc. á T. dða
dags og hófust þegar í stað
grimmilegir götubardagar:
Frerpstir í flokki voru 50 þús.
úrvalshermenn úr heimahern-
um franska, er voru allvel vopn
um búnir, en þeir nutu stuðn-
ings mörg hundruð þúsunda ó-
breyttra bogara. Lögreglumenn
borgarinnar létu ekki sitt eftir
liggja og gripu strax til vopna
gegn Þjóðverjum. Tók hún 1
strax aðallögreglustöðina í sín
ar vörzlur. Frakikar gerðu sér
virki á Ile de la Cité, þar sem
Notre Dame kirkjan er og þrátt
fyrir harðar árásir Þjóðverja
tókst þeim að halda virkinu.
Síðan náðu þeir opmherum
hyggingum á sitt vald. Snarpir
bardagar yoru háðir á PLace de
la Concorde, þar sem SS-menn
reyndu að hrekja, Frakka á
flótta með vélbyssuskothríð.
Þjóðverjar urðu að láta undan
síga. í gærmorgun höfðu Þjóð-
verjar verið hraktir úr borg-
inni.
HEILLAÓSKIR BERAST
AÐ HVAÐANÆVA
Bráðabirgðastj órninni frön-
sku hafa borizt heillaóskir hvað
anæva í tilefni af frelsun Par-
ísarborgar. Eden utanríkismála
ráðherra Breta flutti ræðu í
nótt í veizlu, er haldin var til
heiðurs utanríkismálaráðherra
bráðabirgðast j ór nar franska
lýðveldisins og sagði meðal
annars, að allir Bretar væru
hrærðir í hjarta sínu yfir því
að nú væri París, háborg menn
ingar V.-Fvrópu, Jaus undan
Frh. á 7. mSBo.
Su$ur>Frakkland:
Franski heimaherinn tók Marseilles í
gær, en Þjóðverjar verjast í Toulon
\
Ba^damenn hafa tekið Grenoble og eru um
50 km. frá Lyons
-...♦-------
FÁEENUM KLUKKUSTUNDUM eftir að fregnin barst mn að
París væri á valdi franska heimahersins, bárust nýjar sig-
mrfregnir frá Suður-Frakklandi: Marseilles, önnur mesta borg
Fralcklands, hafði fallið í hendur franska heimahersins. Frakkar
ruddust inn í borgina og tóku höndum saman við skæruflokkana
í borginni og varð lítið um varnir af hálfu Þjóðverja. Enn er bar-
izt í Toloun. Cxrenoble er á valdi bandamanna og sækja þeir í átt-
ina til Lyons. Bandamenn hafa nú tekið 17.000 fanga í Suður-
Frakklandi. Þeir eru nú um 35 km. frá Avingon. Þá nálgast
maquihersveitir Bordaux við Garonnefljót.
I Rúmenski herinn legg-
ur niður vopnin
......... - ♦
Mikael konungur segir Rúmena reiSubúna
i
að ganga í lið með bandamönnum
Ný stjórn hefir veríð mynduð í landinu
UTVARPIÐ í BÚKAREST birti í gær tilkynningu frá
Mikael konungi Rúmena, um að bardagar skyldu þeg-
ar í stað hætta við Rússa og að Rúmenar væru tilbúnir að
semja frið við Rússa, Breta og Bandaríkjamenn. Jafnframt
var gefið í skyn, að Rúmenar myndu snúast gegn Þjóðverj-
um og berjast með hinum sameinuðu þjóðiun.
Þá sagði og í boðskap konungs, að ný stjórn hefði ver-
ið mynduð, er myndi reyna að komast að samkomulagi við
bandamenn. Foorsætisráðherra hinnar nýju stjórnar heitir
Konstantin Setanescu (?) og meðal annarra ráðherra er
Bratianu og Maniu, einn aðalforvígismaður bændaflokks-
ins rúmenska. Hin nýja stjórn hefir þegar tekið til starfa
og náðað ýmsa menn og látið loka fangahúðum. Var það
tekið fram í útvarpinu, að hver sá, sem ekki styddi hina
nýju stjórn og stuðlaði ekki að góðri samvinnu við banda-
menn, yrði skoðaður sem landráðamaður.
Fregnir um atburðina í Rúmeníu eru enn næsta óljós-
ar, að því er sagt var í Lundúnafréttum í nótt, en talið
er, að hin hraða framsókn Rússa undanfarna daga hafi átt
drýgstan þáttinn í stefnubreytingu Rúmena. Ekki er vitað,
hvar Antonescu, fyrrverandi forsætisráðherra og uppáhald
Hitlers, er niðurkominn, né heldur, hvort til óeirða hafi
komið í Búkarest í sambandi við þessi tíðindi.
í London er mihnt á ummæli Churchills í fyrra mánuði,
er hann sagði, að friðarskilmálar þeir, er Rússar buðu Rúm-
enum, hafi verið sanngjarnir eftir atvikum og að rúmenska
þjóðin hafi viljað ganga að þeim.
Sigurboginn í París
táknrænn fyrir sigurvilja og baráttuþrek, er aftur á valdi Frakka.