Alþýðublaðið - 24.08.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 24.08.1944, Blaðsíða 5
Fimmtudaaur 24. ágúst 1944 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Enn um afmæli Reykjavíkur. — Mistök borgarstjórans, sem Mgbl. átti enga sök á. — Um Reyniviðarhrislu að Bildsfelli. Sprengjuflugvélar Bandaríkjaflotans. •Þetta eru sprengjuflugvélar úr Bandaríkjaflotanum, og var myndin tekin, er þær voru á flugi yfir Kyrraihafinu á ;leið til árasar á eytil árásar á eyjuna Palau. Hm stríóandi Danmörk GKEIN ÞESSI er þýdd úr sænska blaðinu Morgon- Tidningen og fjallar um viðhorfin í Danmörku og' danska ráðið í Lundúnum. Spáir greinarhöfundur því, að svo kunni jaínvel að fara áður en lvkur, að mynduð verði útlæg dönsk stjórn, þótt ekki hafi af því orðið tii þessa. Danir hafa mikmn hug á því að gerast aðilar að viðreisn- arstarfi bandamannaþjóðanna eftir stríð, og þess vegna kynni þeim að reyna mikils virði að eiga sér stjórn, sem tekið getuf ákvarðanir í nafni þjóðarinnar. HJALI MÍNU í fyrradag um há tíðahöld borgarstjórans og' for- manns bæjarstjórnar að Hótel Borg fólst engin ádeila eða svig- urmæli til Morgunblaðsins. Mér virðist á því blaði í gær, að ein- hverjir sem starfa við það álíti það samt. Það er alveg rétt, að Val týr Stefánsson ritstjóri bauðst til að láta Alþýðublaðinu í té upplýs- ingar um það sem fram fór við þessi hátíðahöld, og hefði það ver- ið vel þegið undir ýmsum kring- umstæðum, en ekki þessum. Það má vel vera, „að menn frá öllum blöðum“ hafi verið viðstaddir, en bara ekki frá Alþýðublaðinu né Vísi. Alþýðublaðið birti hins veg- ar tilkynningu borgarstjóraskrif- unnar. en Vísir henti henni í bréfakörfuna. VENJAN er að öllum blöðum sé gert jafn hátt undir höfði. Það er ekki venja að fela einum blaða- manni að annast fréttaflutning til annarra blaða en þess sem hann vinnur við — enda óska blöð ekki eftir slíku fyrirkomulagi. Valtýr Stefánsson mun og hafa tekið það upp hjá sjálfum sér, af einskærri greiðvikni, að bjóða Alþýðublað- inu upplýsingar þær sem hann réð yfir. Hvort hann hefur sýnt Vísi sömu greiðvikni veit ég ekkert um. — Hér var um mistök af hálfu borgarstjóra og formanns bæjarstjórnar að ræða, sem von- andi koma ekki fyrir aftur, því þau lýsa engu öðru en naglaskap, og við skulum láta útrætt um það að þessu sinni. M. G. SKRIFAK mér um' reyni- viðarhríslu hjá Bíldsfelli: „Fyrir rúmum 40 árum átti ég heima á bæ einum austan við Sogið. Þá heyrði ég stundum talað um reyni viðarhrísluna hjá Bíldsfelli. Þótti hún bæði stór og falleg. Og stund- um gerði fólk sér ferð þangað til að skoða hana. Ég fór þangað þó aldrei á þessum árum. Ég sá hána aðeins tilsýndar austan yfir Sogið. Hún er á móts við Kistufoss.“ „NÚNA NÝLEGA átti ég ferð um Grafninginn, og var fótgang- andi. En þá er hægt að haga ferða- lagi sínu eftir eigin vild. Ég kom að Bíldsfelli, og hafði ánægju af því. Þar er fallegur bær, og fag- urt útsýni, og þar mun einnig vera myndarlegt heimili. Hjónin, sem þar búa fluttu Iþangað fyrir 30 ár- um austan af Fljótsdalshéraði. Heitir bóndinn Guðmundur Þor- valdsson og húsfreyjan Guðríður Finnbogadóttir." „FRAMAN við hinn reisuíega bæ, er stór garður með trjágróðri. Er mest af því reyniviður. Ég spurði hvort þetta væri ekki af- sprengur gömlu reyniviðarhrísl- unnar. Var mér sagt að sumt væri þaðan, og sumt annars staðar frá. Fólkið sagði að gamla reynitréð væri mjög tekið að hrörna í seinni tíð.“ „ÉG HÉLT SVO AF STAÐ.FRÁ Bíldsfelli, sem leið liggur inn með fellinu í áttina til Sogsfossanna. Er töluvért birkiskógarkjarr þarna meðfram hlíðinni. Og þar á meöal er hin gamla reyniviðarhrísla. Er hún á lítilli vallendisflöt, neðan undir grýttum ás. Þaðan er skammt að Sogsfossunum. Hríslan saman stendur af fjórum stofnum, jafn gildum, og munu allir vera af sömu rót, þó að ekki beri. á því ofanjarðar. Stofnarnir eru greina lausir langt upp eftir. Hafa auð- sjáanlegá verið klipptar þar af * greinar fyrir löngu síðan. Þær greinar hafa þá líklega verið farn- ar að skemmast, og eina grein sá ég, sem var kalin og ber. 4—5 m. frá jörð taka greinar að kvílslast út frá stofninum. Stefna þær allar upp á við og mynda þar sameigin- lega laufkrónu. Laufskrúðið er þó ekki þroskalegt. Blöðin eru mjó og kyrkingsleg. Þó er tréð í heild all tignarlegt, það gera hinir háu og gildu stofnar. Mun reynitré þetta vera eitt með hinum hæstu hér á landi. En það er nú búið að lifa sitt fegursta." „STOFNAR þess eru nær allir jafn gildir. Nálægt alin að um- máli. Víða hafa verið grafin fanga mörk og ýmsar rúnir á stofnana. Á einum má lesa enskt manns- nafn, sem nær þvert yfir stofninn og heimilisfang fyrir neðan, og skammstafanir Bandaríkjanna í Ameríku. En eldra finnst mér' þetta vera, en að það gæti verið eftir gesti iþá, sem nú hafa verið hér að undanförnu. Það gæti ver- ið fróðlegt að rita upp rúnir þær, sem skornar hafa verið á þessa trjástofna áður en þessi forni hlin- ur fellur að vellí. En hann mun varla geta brosað við sumri og sól ýkja lengi úr þessu.“ „LíKLEGA væri snjallast að leggja þessi tré að velli innan skamms, og girða síðan blettinn með góðri girðingu. Myndi þá vaxa þarna upp reynir að nýju. Ég sá marga reyniviðarnýgræðinga komna í |ljós umhverfis einn stofn- inn. Svo að auðsætt er að þarna gæti enn á ný vaxið nýr reynivið- ur, eftirkomendum okkar til ynd- is og ánægju. Það þýðir ekki fyrir okkur hina gömlu, að hugsa ein- göngu um okkur sjálfa. Við eig- um að hugsa um landið og eftir- komendurna." STYRJÖLDIN og hernámin j hafa í mörgum löndum valdið því, að sérstæð viðhorf, hlutaðeigandi þjóðum áður ó- kunn, hafa komið til sögu milli hinna framandi herja og rikis- stjórna hinna hernumdu landa. Viðhorfin eru augljcs hvað varðar lönd eins og Noreg og Holland. Þjóðhöfðingjar þess- ara landa og löglegar ríkis- stjórnir dveljast erlendis, en eru viðurkenndir af þjóðum þeirra, er verða að bera ok 'henámsins á hálsi sér, svo og bandamönn- um og hinum hlutlausu þjóð- um. Viðhorfin hvað Beígíu varðar eru mun flóknari. Kon- ungur hennar er stríðsfangi Þjóðverja og ól til skamms tíma aldur sinn einangraður írá þjóð sinni í höll sinni, en hefur nú verið fluttur til Þýzkalands. Hins vegar starfar belgisk stjórn í Lundúnum, sem viðurkennd hefur verið af' bandamönnum og hinum hlutlausu ríkjum. * AÐSTAÐA Danmerkur eftir hinn 29. ágúst árið 1943, er um margt áþekk aðstöðu Belgíu. lEftir atlögu þýzku her- mannanna í Danmörku gegn borgurum landsins, er varð til þess, að Danir sökktu S'!Hfir flota isínum, hefur Kristján konungur verið þýzkur striðs- fangi í líkingu við Leópold Belg íukonung, og danska þingsins og dönsku ríkisstjórnarinnar nýt- ur elcki lengur við. Þjóðverjar ráða lögum og lofum í Dan- mörku. Aðstaða Danmerkur er n úorðið engan veginn frábrugð in aðstöðu annarra þeirra landa, sem hersveitir Þjóðverja hafa hernumið. Danir 'heyja styrjöld gegn innrásarhernum með sömu vopnum og Norðmenn, Hollend ingar, Belgíumenn, Frakkar, Tébkar og Pólverjar. Þeir beita skemmdaverkum og bana tilræðum, en það eru einu bar- áttuaðferðirnar, sem þeir eiga kost á. En enda þótt Dahmörk eigi raunverulega í stríði við Þýzíkaland, verður hún ekki tal in stríðsaðili samkvæmt venju- legum skilningi þess örðs. Dan- ir eiga sér ekki útlæga ríkis- stjórn eins og þjóðir þær, sem hér hafa verið nefndar, er geti komið fram sem fulltrúi þjóðar innar og tekið ákvarðanir í nafni hennar. Hinn eini aðili í Danmörku, sem getur sagt öðru ríki stríð á hendur, er konung- urinn samkvæmt stjórnarskrá landsins. En til þess verður hann að hafa fengið ’heimild og samþykki þingsins. En konur.g- ur Danmerkur er nú fangi, ó- frjáls ferða sinna. Hann hefur enga ráðherra sér við hlið, og þingið getur ekki komið saman til funda og tekið ákvarðanir. ❖ CHRISTMAS MÖLLER, for- maður danska ráðsins, fjallaði um þessi viðhorf í ræðu, er hann flutti á liðnum vetri. Hann lýsti því, að senni- lega vaéri Danmörk eina landið í heiminum, sem raunverulega væri stríðsaðili en ætti þess ekki kost að 'segja óvinaríkinu formlega stríð á hendur vegna fjötra þeirra, sem óvinirnir hafa á hana fellt. Hann ræddi við- horfin, sem ríkt höfðu fyrir upp gjöf hinnar vopnlausu Dan- merkur hinn 9. apríl árið 1940 og því næst baráttu Dana tra þvi er landið var hernumið og til 29. ágúst árið 1943, en þá hafði viðnám dönsku þjóðarinn ar náð hámarki sínu. Hann lýsti því, að Danmörk ætti bess engan kost að gerast formlega stríðsaðili og kvaðst skilja hað, að ekki væri hægt að telja Dani til „hinna raunverulegu banda- mannaþjóða“, en þó æskti hann þess, að bandamenn veittu Dön um meiri viðurkenningu en orð- ið væri. Þetta atriði er og rætt í bók Per Möllers. en hann kemst þannig að orði, að Dan- mörk íhafi verið viðurkennd af Bretum og Norðmönnum og fleiri bandamannaþjóðum árið 1943 sem samherji þeirra í stríðinu. Christmas Möller minntist þó ebki einu orði á þessa viðurkenningu í ræðu þeirri, sem fyrr um getur. Hins vegar mun Christmas Möller hafa haft eitthvað líkt í huga. er hann æskti frekari viður- kenningar bandamanna Dönum til handa sér í lagi hvað varðaði endurreisnarstarfið eftir stríð- ið. Hann ræddi þó ekki um það með hvaða hætti Danmörk ætti að gerast aðili að þessu endur- reisnarstarfi hinna sameinuðu þjóða og undirbúningi þeirra undir það. Christmas Möller minnti á það, að Danir ættu sér, ek’ki útlæga ríkisstjórn eins og önnur hinna hernumdu fanda ,,og virðing okkar fyrir konung inum bannar okkur að mynda •útlæga danska ríkisstjórn“. Að þessu athuguðu virðist ekki vera um annan aði'Ia að ræða en danska ráðið, sem frjálsir Danir stofnuðu í Lundúnum strax eftir 9. apríl. Christmas Möller varð formaður þess eft- ir að honum hafði tekizt að komast af landi brott, eins og frægt er orðið, í maímánuði ár- ið 1942. * DANSKA RÁÐIÐ hefur get- ið sér slíkan orðstír undir forustu þeirra Ohristnias Möll- ers og Reventlows sendiherra, að það hlýtur að teljast tilval- inn aðili til þess að koma fram út á við í nafni dönsku þjóðar- innar. Og danska ráðinu hefur heppnazt það, sem mörgum út- lægum stjórnmálamönnum hef ur mistekizt, sem sé að halda tengslunum við heimalandið ó- rofnum. Stundum hefur danska ráðið meira að segja haía for- ustu um viðnám dönsku þjóð- arinnar heima fyrir, einkum eft ir að Christmas Möller flutti út varpsræðu til þjóðar sinnar og hvatti hana til þess að reka skipulagða skemmdastarfserni gegn innrásarhernum. Danir voru að sönnu hikandi í fyrstu að verða við þessum tilmælum Framh. á 6. síðu. Hannes á horninu. /„stjörnur" Ævisaga Betfy Grable, með 20 úrvals myndum, er að koma út. Leikaraútgáfan N;

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.