Alþýðublaðið - 25.08.1944, Síða 4

Alþýðublaðið - 25.08.1944, Síða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ Föstudagur 25. ágúst 1S44. Ritstjóri „Heilbrigðs lifsu skrifar um: Störf hBsmæöranna- 09 ræktnn tðmata í grððnrhúsum eg úti. HEILBRIGT LÍF tímarit Rauða Kross íslands er glæsi legt rit, fullt af fróðleik og ágætum greinum. Ritstjóri þess er dr. Gunnlaugur Claessen. Hann skrifar í hvert hefti yfirlitsgrein um ýms efni. Kennir í þessum greinum margra grasa og eru athugasemdir læknisins oft mjög athyglis- verðar og ádeilugjarnar. Hér hirtist kafli úr yfirlitsgrein læknisins í síðasta hefti. Fjallar þessi kafli um störf hús- mæðranna og útihús og gróðurhúsatómata. 4 1 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: og 4902. Símar afer_xðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. flvað gerir þiogið? ALÞINGI hefir verið kvatt sam>an til framhaldsfunda strax eftir mánaðamótin. Þeg- ar íundum þess var frestað í sumar, var ekki búizt við, að það yrði kvatt saman á ný fyrr en 15. n. m. Margir þingmenn voru þó þeirrar skoðunar þá þegar, að þingið bæri að kalla saman strax í byrjun mánaðar ins, og hefir það nú orðið ofan á. * Þegar alþingi kemur saman til setu að þessu sinni, bíða þess mikilsvairðandi verkeí'ni, sem mjög varða framtíð lands og þjóðar. íslenzka þjóðin er enn lítt búin undir þær breyt- ingar, sem verða munu í heim- inum á næstunni. Menn þykjast sjá það %rir, að nú átyttist óðum til stríðsloka, a. m. k. hér í álfu. Eftir það taka viðskipti og verzlun og öll samskipti þjóða í milli smám saman að færast í eðlilegt horf. Hér á landi eru menn mjög uggandi um framtíðina. Verð- hólgan þjakar atvinnulífið, stendur í vegi fyrir margvís- legum framkvæmdum og legg- ur þunga byrði á herðar almenn ings. Skortur er á atvinnutækj um, einkum til að hagnýta auð legð hafsins. Verðfall híýtur að verða á útflutningsvörum okk ar. Margir óttast því, að hér fari i hönd margvíslegar þreng ingar, er styrjöldinni lýkur: hrun, atvinnuleysi og neýð. Hins vegar er hagur okkar góður eins og sakir standa. Öll rök ,mæla með því, að einmitt nú væri okkur unnt að koma vel fótum undir atvinnuvegi okkar og búa í haginn fyrir far sæla framtíð'. ef okkur auðnað- ist að halda rétt á málurn okkar og nota þau tækifæri, sem við nú eigum völ á. =1: Almenningur væntir að von- um forustu frá þinginu í þess um efnum. Og nú er ekki orðið um annað að gera en hrökkva eða stökkva. Ef þingið sýnir enga viðlcitni í þessa átt, þegar það sezt á rökstóla að þessu sihni, virðist það vera borin von að vænta forustu þaðan. En þá hefir þingið jafnframt fellt þungan áfellisdóm yfir sér sjálfu. Margir eru hins vegar von- daufir yfir því, að af þinginu sé nokkurs að vænta í þessum efnum, enda verður því ekki neitað, að á undanförnum miss- erum hefir þingið ekki reynzt mikils trausts maklegt. Hefir því saxazt mjög á virðingu þess meðal almennings. En nú á þingið aðeins urn tvennt að velja: reynast þess megnugt að leysa af hendi forustuhlutverk það, sem því er ætlað í íslenzku þjóðlifi, eða fyrirgera með öllu álití sínu og virðingu. Þess vegng er það mjög almenn spurning um þessar mundir: Hvað gerir þingið? AÐ ER MJÖG undan því kvartað, að fólkið, ekki sízt ungu stúlkurnar, uni ekki 'hinu róimatíska sveitalífi, sem skáld- in hafa rómað — mörg hver — og lýst er með fögrum og hjart- næmujn orðum ræðumanna á héraðsmótum. Margt unga fólkið kærir sig kollótt um átthagana, a.m.lk. í svipinn, hvað sem síðar verð- ur Það sækir úr fósinni og löng- um vinnutíma, í fjölbreytni borga og' kaupstaða, þar sem vinnudagur er studdur. Ungar stúlkur í kaupstöðum sækjast ekki eftir húsverkum. Það er af sú tíð, er mæður þeirra föluð- ust eftir vistum handa iþeim hjá myndarlegum húsmæðrum. Nú seiðir og heillar iðnaðurinn þær til sín. >Hin „kúgaða stétt“, sem eitt sinn >var, hefur 'hrist klaf- ann og ætlar sér nú að hafa nægtir alls, aðallega við iðnað og svo ýmislega lausavinnu. Heimili kaupstaðanna njóta þó ekki nem.a að litlu aðstreymisins úr sveitunum, nema' þá með af- arkostum, ef húsnæði og fæði er í boði fyrir litla vinnu, part úr degi. Allar vilja ungu' döm- urnar ,,fá sér stöðu“. Þeir aðilar, sem. harðast verða úti af iþessum sökum, eru hús- imæður í sveit ®og kaupstað, og er ekki að furða, ,þó að þeim þyki ekki ógott í hvert efni er komið. En þær eiga furðu hóg- væra málsvara, og eru lítt kvartsamar um. sinn hag í blöð- um eða á mannfundum. En þeir sem ætla sér að stjórna íslenzku þjóðfélagi nú og framvegis, mega trúa því, að afleiðingarn- ar ikoma samt í ljós. Eitt er fyrir sig, að það bitnar á heimilunum þannig, að hjálparlausar hús- mæður geta ekki sinnt hrein- læti, þjónustubrögðum og mat- argerð svo vel sem ella. Fjöldi þeirra einkum á barnaheimil- um, mega vart um frjálst höf- uð strjúka frá skyldustörfun- um. En ein alvarlegasta afleið- ingin fyrir þjóðfélagið verður lítil barnkoma, þegar til lengd- ar lætur. Það er undantekningarlítið heit og heilbrigð ósk kvenria að eignast börn, þegar þær eru orðnar húsfreyjur. En sé hjálp- in engin á heimilinu, verður barnahópurinn sjaldan stór. Nú tíma konur eru það upplýstar, að þær láta ekki ,„guð ráða“ í því efni eins og tíðkaðist áður. Nú á dögum er mjög algengt að beita vörnum gegn þungun kon unnar, en þó þannig, að eðlilegt hjónalíf geti átt sér stað að öðru leyti. Skv. skýrslum hér- aðslækna tíðkast slíkt ekki síð- ur í sveitum en í kaupstöðum. Barnakoman hefir mörg fyrir- farandi ár farið lækkandi með íslenzku þjóðinni eftir því, sem heilbrigðisskýrslur landsins herma. í síðustu skýrslu, f. árið 1940, segir: „Barnkoman er nokkru meiri en 3 undanfarin ár, og er það í fyrsta skipti síð- ast liðin áratug, að lát hefir orð ið á fækkun fæðinga.“ Væntan- lega er hér um stríðsfyrirbrigði að ræða. Á téðu ári fæddust 2480 börn, eð 20,5%o (af þús- undi). Einvaldsherrar nútímans hafa lagt mikla áherzlu á barnafjölg- un í löndum sínum, til þess'að geta komið upp mannmörgum her. En vér erum svo fámenn þjóð, í erfiðu landi, að hér þarf barnkoman að aukast blátt á-‘ frám til þess, að íslendingar geti numið landið og lifað menn ingarlífi. — Húsmæður landsins hafa ekki hátt um sig. Flestar taka þær erfiðleikunum með þolgæði. En þær munu þó ekki láta að sér hæða. -Hið áberandi áhugaleysi stjórnmálamannanna á því að bæta kjör þeirra, mun vafalaust segja til sín með minnkandi íbarnkomu. Og íslenzka þjóðin er svo fámenn, að hún má ekki við því. Nútímakonan nýtur nú einatt svo víðtækrar menntunar, að hún kýs ekki að láta parraka sig mikinn hluta ævinnar yfir stórum barnahóp, þó að hún hins vegar þrái að njóta móður- gleðinnar. Hvað liggur hendi næst til þess að létta undir með húsmóð- urinni? Þeim mun öllum verða- mikill léttir að nægu og ábyggi legu rafmagni til heimanotkun- ar. Ekki ætti að þurfa að standa á því í kaupstöðunum. En því miður er hætt við að það eigi langt í land í strjálbýli sveit- anna. Mörg ár liðu t. d. frá því að Sogslínan var lögð um Mos- fellssveit, þangað til heimilin þar fengu notið aflsins. Eigi all- fá sveitaheimili hafa þó sínar eigin rafmagnsstöðvar, sem eru til mikillar hjálpar. Löggjafarvaldið á að örva toll frjálsan innflutning á þeim tækjum, sem gera húsverkin auðunnari og umstangsminni, og matargeymslu öruggari. Hér má nefna kæliskápa, hrærivél- ar, þvottavélar, strauvélar og ryksugur, allt knúið með raf- magni. í kaupstaðnum ætti að kofna upp svo stórum þvottahús um, að létt væri af heimilunum að þvo nema smávegis. Sums staðar í Bandaríkjunum eru rek in þvottahús, sem leggja ung- barnaheimilum til þarfindarýj- ur á ungbörnin. Húsmóðirin ger ir fasta pöntun á stöðinni og óskar eftir að fá senda tiltekna tölu af rýjum ákveðna daga vik unnar, og tekur sendimaður þá um leið óhreinu rýjurnar til þvotta. Þær eru eign þvotta- hússins. í öllum kgupstöðum þyrfti að vera fæðingarstofnun, væntan- lega í sambandi við sjúkrahús- in, og mundu nærsveitir líka geta haft þeirra not. Fyrir eitt- hvað ári síðan kom fjörkippur í ráðamenn Rvíkur um að koma upp nýrri stórri fæðingardeild við Landspítalann. í málið var skipuð nefnd hæfustu manna, en ekki er vitanlegt, að búið sé að taka neina endanlega ákvörðun um stofnunina. Sumar konur eru alveg á hrakhólum, þegar að fæðingu og sængulegu rekur. Þeim er ekki tryggt neitt pláss. Áhuginn er meiri á að byggja kirkjur enfæðingarstofnun. Það er mesta furða hvað kvenþjóðin lætur bjóða sér möglunarlaust. í þessu sambandi má og minna á, að fæst heimili eru við því búin að sinna sjúklingum. í nú- tíma þjóðfélagi eiga þeir heima í sjúkrahúsum. Stjórnmálaflokk ar, sem telja sig talsmenn alþýð Iunnar, hafa beitt sér fyrir stofn un sjúkrasamlaga með víðtæk- um réttindum, m. a. um ókeypis vist í sjúkrahúsi. En þeim hefir alveg láðst að auka þá um leið samsvarandi rúmafjölda í spítöl unum, svo að komið er nú í al- gert óefni. - Bæjarstjórnir gætu komið upp almenningseld’húsum, þar sem kostur er á óbreyttum, sómasamlegu fæði við kostnað arverði. Þaðan mætti senda ;mat á heimili til lasburða fólks. Þá létta sumardvalarheimili, barnaheimili/> leikskólar og vöggustofur vitanlega mjög á húsmæðrunum. Og kærkomin mundu verða viðgerðarverk- stæði á fatnaði. í Danmörku TMT ORGUNBLAÐIÐ lætur vel -*■ yfir því í gær, að bærinn skuli hafa keypt strætisvagn- ana, en telur það þó galla á gjöf Njarðar, að þeir séu keypt ir á óhentugasta tíma. Blaðinu farast orð á þessa leið: „Kaup Reykjavíkurbæjar á strætisvögnunum mælast hvar vetna vel fyrir. Menn eru sam- mála um, að strætisvagnaferð- irnar máttu ekki falla niður. En upplýst er, að ótruflað framhald þeirra varð ekki tryggt með öðru en bærinn tæki nú við rekstri þeirra. Hinu verður þó ekki neit- að, að bærinn tekur við þessum rekstri á óhentugasta tíma. Vagn árnir eru að vísu keyptir á grund- velli mats, sem trúnaðarmenn bæj arins hafa lagt á þá. En það mat varð að sjálfsögðu að miða við gagnverð slíkra vagna nú, þ. e. hæsta stríðsverð. Þá er að sjólf- sögðu mjög erfitt að fá nú nýja vagna, sem brýn naúðsyn er á, ef þessar ferðir eigá að komast í sæmilegt horf.“ Ætli Morgunblaðsliðinu hefði ekki verið nær að beygja sig fyrir þeirri nauðsyn, að bæjarfé lagið tæki rekstur strætisvagn anna í sínar hendur. Alþýðu- flokkurinn barðist árum saman fyrir þessu sjálfsagða máli, en íhaldið hindpaði framgang þess. Þess vegna er það, að bæjarfé lagið styúkti emkafyrirtæki með ráðum og dáð til að koma UPP þessu fyrirtæki, en verður svo að sætta sig við að kaupa vagnana á versta og óhent- ugasta tíma. Hvað finnst bæjar búum um sVona framsýni í stjórn bæjarmálefna? * Blaðið Ingólfur gerir eiganda skiptin á Skutli að umræðuefni og segir m. a.i „Blaðið Skutull á ísafirði hefir fyrirfarandi komið fram með all- miklu frjálslegra yfirbragði en títt Auglýsingar, sem birtast eiga I Alþýðublaðicu, verða að vers komrar til Augiýs- iagaskrifstofimuar í Alþýðuhúsuin, (gengið ii_^ frá Hverfisgötu) fyrir ki. 7 að kvöidl. Sínii 4906 hafa kvenfélög þar í landi kom ið upp slíkum viðgerðarvi ' stæðum til þess að nýta fatnað sem bezt. Hér er drepið á nokkr- ar bendingar til bæjarfulltrúa, hreppsnef ndarmanna, til lög- gjafanna og kvenfélaga. Um hendur húsmæðranna fara verðmæti svo t.ugum millj- óna skiptir á ári hverju, og veít ur eigi á litlu, að svo sé búið að störfum þeirra, að þær fái notið sín. Innan um allar opin 'beru skrifstofurnar í stjórn landsins mun engin vera, sem helgar sig sérstaklega málum Framh. á 6. síðu. er um flokksblöð. — Það kom því ekki á. óvart, er það fréttist, að flokkurinn treystist ekki til að taka áþyrgð á ritstjóranum, Hannx bal Valdimarssyni, og hefði því „gefið honum blaðið." Ingólfur mun eiga hér við Alþýðuflokkinn, og er því frá- sögn blaðsins alröng. Alþýðu- flokkurinn hefir aldrei átt Skxit ul og því hvorki gefið hann Hannibal eða öðrum. Það var Alþýðusamband Vestfjarða, sem átti Skutul og afhenti Hannibal Valdimarssyni blaðið til eignar. ❖ Vísir gerir fl-ugmál okkar lít- ilsháttar að umtalsefni nú ný- skeð og segir á þessa leið: « „Það er engin lausn á flugmál- um landsins, þótt stofnuð séu nokk ur smáfélög. Það er öfug þróun við það, sem ætti að vera og skap ar alltof mikið örvggisleysi. Hér þarf eitt sterkt félag að annast flug ferðir innanlands og starfa sam- kvæmt lögum, er gæfi því sérstök réttindi og ákveðnar skyldur. Rík- ið hlýtur að eignast við stríðslokin þá flugvelli, sem hér hafa verið byggðir, og verður því að láta þessi mál mikið til sín taka, ekki síður en aðrar samgöngur. Æski- legast væri að eitt félag gæti haft öll þessi mál að öllu leyti með höndum, í samvinnu við ríkisvald ið. Nauðsynlegt væri nú þegar að undirþúa frarutíðarskipun þessara ■mála, svo að vér værum ekki al- veg óviðbúnir, þegar stórveldin fara að skipa a 1 þj óð'a £ 1 u gm álum eftir stríðið.“ Flugið verður án efa mjög ■stór þáttur í samgöngum okkar í náinni framtíð. Er það því rétt hermt hjá Vísi, að ekki má láta tilviljunina eina ráða þróun iþeirra mála, og að ríkisvald- ið verður tvímælalaust að hafa þar hönd í bagga.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.