Alþýðublaðið - 15.09.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.09.1944, Blaðsíða 2
uwBtaumip F'östxídagur 15. septerwjbfl* 1944 Mariene DieSrich í Reykjavík Island hún er ynaisie við blaðt land, enn i gær „Og ég hefi ekki séð nema laglegar slúlkur í Reykjavík rr Bæjarbúar fá tækifæri að sjá hana á sunnudagskvöld í amerísku leikhúsi Þetta er Marlene Dietrich. i **•* '*>~; VerkfalIiS í Hafnarfiril bvMi / Samningar, sem Hflíf gaf fengið án verkfails, nnirrifair í §ær Komrnúnistar runnu frá flestum kröfum sín- um ©g verkamenn höfHu aöeins vinnutfón af verkfalllnu VT ERKFALL það, sem Her ■' mann Guðmundsson formaður Hlífar í Hafnar- firði atti verkamönnum þar út í reyndist þeim að eins til skaða og tjóns. í gærkvöldi gékk Hermann að samningum við atvinnurek- endur, sem hann gat fengið án nokkurrar vinnustöðvunar fyr- ir viku síðan. Munu verkamenn í Hafnarfirði því komast að raun um, hversu rangt hefir verið að farið í þessari deilu og hversu réttmæt sú gagnrýni var, sem Alþýðublaðið birti á framkomu hinna kommúnist- isku forystumanna „Hlífar“ og þá fyrst og fremst Hermanns Guðmundssonar. Hermami Guðm-undsson féll alveg frá krö-fu sinni um að næt urvinna hefðist klukkustund fyrr en 1 Reykjavík, eða kl. 7 á kvöldin. Hann krafðis.t kr. 2.45 í venjulegri dagvinnu, eins og í P.eykjavík, en samkomulag varð um kr. 2.40 í þei-rri vinmu, eða 5 aurum lægri í allri' al- gengri verkamannavinnu á dag inn. Hann krafðist skipavinnu- taxta Dagsbrúnar í allri bryggju og skipavinnu í Hafnarfirði, en Frh. á 7. síðu T SLAND er yndislegt 99 land og ég hefi ekki séð nema laglegar stúlkur í Reykjavík síðan ég kom hing að,“ sagði Marlene Hietrich, kvikmyndaleikkonan heims- fræga, er hún átti tal við blaðamenn í Laugarnesher- búðum í gær. Hún er hér á ferð með leik- flokki U.S.O.-stofnuriarinnar til þess að skemmta hermönnum úr Bandaríkjahernum og mun dveljast hér nokkra hríð. Reyk vískum kvikmyndahúsgestum mun vafalaust þykja fengur í að fá tækifæri til að sjá leik- konuna, en það verður hægt næstþomandi sunnudag kl. 8 e. h. í íþróttahúsinu Andrews Field House við Suðurlands- braut, en íslendingar verða að vera í för méð einhverjum úí Bandaríkjahernum. Er það í fyrsta skipti, sem Marlene Diet- rich hefir komið fram opinber- lega fyrir aðra en hermenn síð- an hún tók að ferðast meðal i *þeirra og skemmta þeim. Eins falleg og á kvikmyndutium Það hefir oft verið sagt, að kvikmyndadísirnar séu ekki eins fallegar í veruleikanum eins og þær birtast á ,,léreftinu“, þær séu aðeins svipur hjá sjón, en það verður að minnsta kosti ekki sagt um Marlene Dietrich. Hún var klædd einkennisbún- ingi U.S.O samtakanna, í dökk- um síðbuxum, jakka, með háls bindi og einskonar hermanna- húfu eða ,,derhúfu“ á höfðinu. Hár hennar er gljóbjart, aug un skær og blá og brosið einkar aðlaðandi. Hún er í meðallagi há, grannvaxin, og lipurð og mýkt er í hverri hreyfingu. Yfir leitt býður hún af sér mjög góð an þokka, er hispurslaus og blátt áfram í íramkomu sinni. Rödd- in er þýð, með dálitlum óensk- um hreim, enda er hún fædd í Þýzkalandi. Hún heilsaði öllum blaðamönnunum með handa- bandi og rabbaði við þá góða stund um allt mögulegt. Hafði hugsað sér fs- land öðrtivísi „Við komum hingað til ís- Frh. á 7. • V . • Það var Framsókn, Sjálfstæðið og komm- únisíar, sem hjálpuð- usl að iil að koma þeirri samþykkt í gegn O AMEINAÐ alþingi álykt ^ aði í gærkvöldi .að fela ríkisstjórninni að halda niðri verði á landbúnaðar- vörum á innanlandsmarkaði með áframhaldandi fjárfram lögum úr ríkissjóði til 23. þ. m. En samkvæmt útreikn- ingi þagstofunnar hækkar vísitala á landbúnaðarvörum um 9,4 stig á morgun. Með þeirri hækkun kostar niður- greiðsla landbúnaðarvaranna ríkissjóð allt að 2 millj. kr. á mánuði, eftir því sem f jár- málaráðherra upplýsti í út- varpsræðu sinni á dögunum. Það voru Framsóknarmenn, Sjálfstæðismenn og kommún- istar, sem komu þessari álykt- un í höfn. Virðist þar með tryggt, að stjórnin segi a. m. k. ekki af sér næstu vikuna. Tillaga Framsóksiar Það voru t'veir Framsóknar- menn, Bernharð Stefánsson og Skúli Guðmundsson, sem báru frarn í sameinuðu þingi tillögu til þingsályktunar hér að lút- andi. Tillaga þessi var svohijóð andi: Frh. á 7. síðu Hý skáMsaga eflir Guðmund Daníelssor NÝ SKÁiLDSAGA eftir Guð: mund Daníelsson koni í ibókaiverzlanir í gær, er þétta síðasta Ibindið á skáldsagna- flokknum „Blóð og sandur‘ en tvær fyrri sögurnar voru „Af jörðu ertu kominn“ og „Sand- ur.“ Þessi niýja skáldsaga heitir „Landið 'handan Iandsins“ og er þetta tíunda ibók þessa unga og efnilega höfundar. í henni er aðallega sögð saga stráksins Reginvalds, en margar nýjar persónur kotma við sögu. Þor- steinn M. Jónsson gefuir ibókkia út. Önnur bók frá hendi Guðmund ar Daníelssonar er væntanleg eftir nokkra daga. Er iþað smá- sagnasaifn, setm ' her nafrdð „Heldri menn á fhúsgangi.“ ísa- foldanprentsmiðja h.f. gefur þá bók út. Söngskemmtun Þorsteins Hannes- sonarí fj ORSTEINN HANNES- ** SON söngvari hél.t söng skemmtun 1 Gamla Bíó í fyrrakvöld kl. 11,3,0; fyrir troðfullu húsi óheyenda. Vakti söngurinn mikla hrifn- ingu og bárust Þorsteini margir blómvendir. Varð hann að end- urtaka mörg lögin, og gefa að síðustu aukalag. Á söngskránn| voru tólf lög, þar á meðal aríur úr óperum eftir Puccini, Verdi og Wagner. Aftur á móti voru ekki nema þrjú íslenzk lög á söngskránni, voru það, Sverrir konungur, Draumur hjarðsveinsins og Syngið, syngið svanir mínir,, og vakti söngur Þorsteins á þeim sérstaka hrifningu, og munu á- héyrendur eflaust flestir hafa óskað þess að hann hefði sung- ið fleiri íslenzk lög, hins vegar er eðlilegt að Þorsteinn veldi Frh. á 7. síðu Forseti Islands hefur lokið ferðalagi sínu um landið. —.............■.■» .. Sendir þjóðinni kveðjur sínar og þakkir. FORSETI ÍSLANDS hefir nú lokið við ferðalag sitt um landið. Að því afloknu sendi hann í gær þjóðinni kveðj- ur sínar og þakkir — er ávarp hans til hennar svohljóðandi: .,Við lok ferða minna um landið að þessu sinni færi ég öllum sem hlút áttu að máli alúðarþakkir fyrir hlýjar og ógleymanlegar viðtökur hvar sem ég kom á Iandinu. Ég þakka þeim, sem gengust fyrir virðulegum móttökum hvar- vetna og þeim, sem tóku þátt í samkomum og mannfagnaði, þar sem ég kom, á svo alúðlegan hátt og mér til óblandinnar ánægju. Fagrar myndir af landi og þjóð hefi ég eignast í við bót við það sem ég ég átti áður og verða þær óafmáanlegar. Og öllum þeim, sem fögnuðu mér með fánum íslands, þar sem Ieið mín lá um, þakka ég einnig innilega. Ég hefi staðið við í öllum kaupstöðum landsins og á öllum þeim stöðum sem sýslumenn sitja,auk nokkurra staða annara. Óviðráðanlegar orsakir ollu því að ég gat ekki kom- ið í öll þau héruð og byggðarlög, sem ég óskaði. En það er ásetningur minn að koma þangað að sumri, að forfallalausu, eins fljótt og við verður komið.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.