Alþýðublaðið - 15.09.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 15.09.1944, Blaðsíða 6
/ 6 ALÞTOUBLADIO Föstudagúr ÍS. september Sjálfsævisaga einhvers mesta ævintýra og kvennamanns, sem uppi hefir verið, Giacomo ■ Casanovo, er nú komin út í heilu lagi. Bók þessi hefir verið þýdd á flest öll tungumál heims- ins, víða valdið hneykslun, en jafnframt hlotið óhemju vinsældir, enda verður hún jafnan talin sérstætt rit og merkilegt í bókmenntum heimsins. Casanova var afar víðförull maður, og naut ásta allra þeirra kvenna, er hann þráði. Hann hláut að vísu óvild margra samborgara sinna og var m. a. varpað marg oft í fangelsi, jafnvel í hinn alræmda blýklefa rannsóknar- réttarins, en slapp þaðan á ævintýralegan hátt eftir 15 mánaða ömurlega fangavist. Fjárhag 1 sínum barg hann með ýrtisum hætti, ýmist sem áformasmiður, gullgerðarmaður eða fjár- hættuspilari. En hvað sem um hann verður sagt, þá er ævisaga hans andrík og snilliþrungið rit. Þetta er bók í stóru broti, tæpar 500 bls. og kostar aðeins kr. 34,00. Athugið: Það eru síðustu eintök upplagsins, sem nú eru á markaði. Fæst í öllum bókaverslunum. Aðalumboð hjá Bókaverzlun Guðm. Gamalíelssonar, Lækjargötu 6 a. — sími 3263. Ásfir og ævinfýr Casanova Fara Þjóðverjar frá Finntandi í dag! 'C' RÁ Stokkhólmi bárust þasr fregnir í gær, að Þjóðverj ar myndu ekki hverfa á brott úr Finnlandi með her sinn, eins og Finnar höfðu krafizt, 15. september. Talið er, að Þjóð- verjar muni reyna að stytta víg línu sína í Norður-Finnlandi í grend við landamæri Norður- Noregs og heyja aðeins minni- háttar bardaga á undanhaldinu. Falkenhorsí hershöfðingi, yf- irmaður þýzka setuliðsins í Noregi hefir nýlega skoðað varn anvirki Þjóðverja í Lyngen í Tromsfylki. Að því loknu höfðu Þjóðverjar efnt til hófs fyrir hann í matskála foringjanna, en sagt er, að Falkenhorst hafi ver ið í slæmu skapi, því hann kom ekki til fagnaðarins. (Frá norska blaðafulltrúanum.) Skrýfilegar sam- þykktir. Frh. af 4 sibu áfram að fletta ofan af mold- vörpustarfi iþeirra og skemmd- arverkum og ekki hvað sízt, þegar þau eru unnin eins aug- sýnilega á kostnað verkalýðs- ins eins og ihin fyrirhyggju- lausu verkföll, sem þeir hafa att Iðju hér í Reykjavík og Hlíf í Hafnarfirði út í. ifCey hershöföingi heíur ferðasf urn iandið undanfarið i * Lætur í Ijós hrifni sina yfár fegurð Sandsins og möguleikum þess. TÍÐINDAMENN blaða og útvarps áttu í gær stutt viðtal við William S. Key, hershöfðingja, yfirmann setuliðsins hér. Bar margt á góma, bæði um dvöl hershöfðingjans hér og manna hans. Hershöfðinginn fór nýlega í bifreið norður í land, allt til Mývatns, og var það í fyrsta skipti, er hann fer í bifreið norður, en áður hafði hann oft flogið. Lét hershöfðinginn hið bezta yfir ferða- laginu. v Key hershöfðingi var meðal annars spurður að því, hvort j íslendingum gæfizt ekki kost- ur á því, að festa kaup á bif- reiðum, ýmsum vinnuvélum, svo sem jarðýtum, og her- mannaskálum að ófriðnum loknum og kvaðst hann hafa, Iagt til,- að íslendingum yrði gefinn kostur á að festa kaup á öllu því, sem herinn þyrfti ekki . nauðsynlega til sinna þarfa annars staðar. Key hershöfðingi fór norð- ur með sendiherra Bandaríkj- anna og frú hans. M. a. var komið við í Reykholti og í Reykjaskóla. Þar var fyrir Guðmundur Gíslason skóla- stjóri, sem hershöfðinginn þekkir persónulega. Rómaði hann mjög viðtökurnar og kvaðst undrandi yfir því að sjá svo glæsilegar byggingar sem Reykjaskóla og Reyk- holtsskóla til sveita. Um sambúð setuliðsins við landsmenn sagði hershöfðing- inn, að hún hefði farið æ batn- andi, enda hefði hann notið hinnar ágætustu samvinnu við stjórnarvöld landsins, blað?.- menn og almenning yfirleitt. Hann sagði, að um 150 setu- liðsmenn hefðu kvænzt ísl. konum. Hershöfðinginn rabbaði nokkra stund við blaðamenn um daginn og veginn og sagði áð lokum, að síg skyldi ekki undra, þótt hér risi upp mikið og glæsilegt gistihús á heims- mælikvarða, þar sem tekið væri til notkunar heita vatnið, þar yrði sundlaugar og gufu- böð, sem sjúklingar sæktu, en skammt þar frá væri svo sil- ungsá, þar sem menn gætu veitt nægju sína. Þetta hlyti að vera hægt víða á íslandi. Hers- höfðinginn sagði, að sig fýsti að koma aftur til íslands á friðartímum og kynnast landi og þjóð enn betur. Það er hasgt að sigra Þýzkaland í ár Framh. af 5. síðu. hafði flugfloti bandamanna farið tuttugu og sjö þúsund á- rásarleiðangra gegn stöðvúm Þjóðverja. Það var vissulega lega sannleikannn samkvæmt, sem einn fréttaritari banda- manna sagði, er hánn lét þau orð falla, ,,að tíu af hverjum tíu flugvélum, sém sézt hefðu yfir innrásarsvæðinu, hefðu verið flugvélar bandamanna.“ En jafnframt því, sem þýzki' flugherinn er nú orðinn áhrifa laus um rekstur styrjaldarinn- ar, kemur svo hið geysilega- tjón, sem flugher bandamanna hefur unnið Þjóðverjum. Sér í lagi hefur framleiðsla Þjóð- verja orðið fyrir miklum hnekki af völdum loftsóknar- innar. Tjónið af völdum loft- árásanna á Þýzkaland varð svo geysilegt árið 1943, að Þjóðverjar ákváðu, að það yrði að firra þessari hættu, hvað sem það kostaði. Þeir ákváðu því að hefjast handa um geysi- lega framleiðslu orustuflug- véla, en minnka hins vegar framleiðslu sprengjuflugvéla. En það sést bezt á því, að Þjóðverjum reyndist ógerlegt að verjast loftsókn banda- manna í sarhbandi við innrás- ina, að því fer alls fjarri, að þeim hafi tekizt að firra hættu loftsóknarinnar frá bæjardyr- um sínum. Og loftsóknin gegn Þýzka- landi, sem hófst fyrir alvöru með hinum miklu árásum • í febrúarmánuði síðast liðnum, heldur linnulaust áfram. Upp- lýsingaþjónusta bandamanna er með slíkum ágætum, að beir vita með vissu um allar hergagnasmiðjur og iðjuver Þýzkalands. Á seytján dögum í vor, sem leið, fór 8. flugher- inn 7044 árásarflugleiðangra gegn Þýzkalandi. Herfræðing- arnir É' Washington eru sam- mála um bað, að Þjóðverjar geti varla til lengdar risið und- ir raun hinnar miskunnarlausu loftsóknar. Ekki gætir síður yfirburða af hálfu bandamanna varðandi ut- anríkismál og viðskipti en á sjálfurn vígvöllunum. Hlut- lausu þjóðirnar í Evrópu hafa nú rofið viðskiptabönd sín við Þýzkaland, og Joar með er Þjóðverjum gert ómögulegt að afla nauðsynlegra hráefna til hernaðarvélar sinnar. Sér í lagi skortir Þjóðverja mjög ýmiss konar málma nú orðið. Hér eft- ir verða þeir að vera án nauð- synlegr/. hráefna. er þeir hafa til þessa fengið frá Tyrklandi, Portúgal, Spáni og Svíþjóð. — Efalaust mun þetta orka miklu til þess að stytta styrjöldina. Þjóðverjar líta á sérhverja styrjöld sem samfellda orustu eða herför. Þeir hljóta nú orð- iS að hc fa gert sér þess grein, að þeir hafa beðið lægra hlut í þessari orustu. Efalaust munu margir þeirra óðfúsir þess, að hætta vopnaviðskiptunum áð- ur en þýzki herinn hefur verið gersigraður á vígvöllunum. —- Þeir munu gera sér vonir um það, að Þýzkalandi muni frem- ur þyrmt, ef ekki verði barizt til síðasta manns, en þá vakn-, ar jafnframt hjá þeim vonin um það, að síðar meir kunni að bjóðast tækifæri til þess að hefja nýja styrjöld. Þegar að þessu er gætt, verður hverjum manni það Ijóst, að eftir því, sem bandamenn sækja fastar að Þjóðverjum, eru meiri lík- ur til þess að „uppgjöf11 Þýzka lands komi til sÖgu þegar á þessu ári. 1 Jafnvel þótt, Þjóðverjar verði að una skilyrðislausri rtþp- gjöf, munu þeir lifa í voninni um það, að þeir geti eftir 20, 30 eða 40 ár hefnt harma sinna í nýrri aðför gegn ger- völlu mannkyni. Efalaust mun Þýzkaland verða afvopnað eft- ir stríð og lúta eftirliti banda- manna. En hver er kominn til þess að segja það, að Rússar, Bretar og Bandaríkjamenn muni starfa saman í sátt og eindrægni heilan mannsaldur eða jafnvel lengur og tryggja það, að Þýzkaland vígbúist ekki á nýjan leik? Þjóðverjar munu áreiðanlega telja þann kost sklárstan, að hætta á það, að sundrung bandamanna í framtíðinni verði þeim til bjargar. Herforingjaráðið þýzka, sem raunverulega ræður lögpm og lofum þar í landi, mun efalaust ákveða, að styrjöldinni skuli hætt, þegar það sér fram á það, að tilgangsjlaust er að berjast lengur. Og þess eí skylt að minnast, að hið endan- lega hrun Þýzkaland mun bera brátt að — og það er enn ein ástæðan til þess að vera von- góður um það, að styrjöldinni muni ljúka á þessu ári. Þýzkaland hefði efalaust þegar gefizt upp_. ef nazista- stjórnin nyti ekki fulltingis Gestapo. En þar að mun koma, að vonleysi hersins og þján- ingar fólksins heima fyrir mun mega sín meira en Gestapo. Úr slitastund styrjaldarinnar rennur upp, þegar þýzki her- inn og þýzka þjóðin óttast meira loftsókn bandamanna og; innrás en leynilögreglu naz- ista. Þá eru örlög Hitlers ráð- in. Fátt óttast Þjóðverjar meira en langan og strangan vetur. Þegar svífur að hausti, mun ótti þeirra við komandi vetur' vakna, en það mun og orka miklu til þess að þeir þrái frið. Það skiptir .mjög miklu máli, að við komum Þýzkalandi á kné hið fyrsta. Skjótur sigur Evrópustyrjaldarinnar mun bjarga mörgum mannslífum. Þar á ég ekki einvöroungu við það, að komið verði í veg fyrir ónauðsynlegt manntjón hinna stríðandi hersveita, heldur einnig og ekki síður, að skjót úrslit stríðsins myndu verða til þess að bjarga lífi margra þeirra, sem nú horfast í augu við hu (vuirvofuna. Og þess ber vissulega að minnast, að vanda. málin eftir stríð, verða því. fleiri, sem styrjöldin stendur lengur yfir. Það er augljóst, að Þjóð- verjar telja það engan veginn miður farið, að hungurvofan herji meginland Evrópu. Þvért á móti. Þeir telja slíkt vatn á myllu sinni. Þeir telja það skipta litlu, þótt þeir tapi styrj- öldinni, ef þeim hafi áður tek- izt að valda svo miklu tjóni í grannlöndum sínum, að Þýzka- land hljóti að reynasí ofjarl þeirra á vettvangi fjármála og viðskipta. Og verði su raunin, er ætlun þeirra sú, að færa heiminum heim sanninn um það, að þeir muni y .■ öa betur undir styrjöld búnir eftir. ald- arfjórðung en þeir voru árið 1939. Styrjöld sú, sem nú er háð, er margþættasta og grimmileg- asta styrjöld, sem veraldarsag- an kann frá að greina. Banda- menn eiga það á hættu, að meg- inland Evrópu verði rústir ein- ar, ef þeim auðnast ekki að vinna skjótan og fullkominn sigur. Það leikur mjög á tveim tungum, að Evrópa myndi reyn ást eim vanda vaxin að ola raun nýrrar styrjaldar innan aldarfjórðungs. Það er skylda bandamanna að sjá svo um, að til slíks komi ekki. Þess vegna verða þeir umfram allt að vinna sigur nú í ár.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.