Alþýðublaðið - 15.09.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 15.09.1944, Blaðsíða 5
Föstudagur 15. septemfaer 1944 ALI>TÐUBLAf)!B 3 Enn um ____ _____________ ________ ans — Samtal við Einar M. Einarsson — Tilagan um hraunhellurnar— Nokkur orð um börnin og bönnuðu myndirnar. FRAMBURÐUR Davíðs Frið- rikssonar bifreiðastjóra að Selfossi um að hann hafi ekki séð betur en uppihaldsstrengir Ölfusár brúar hafi verið farnir að drag- ast út úr höldunum í sumar, er hann og félagar hans, athuguðu það, hlýtur að vekja mikla athygli. —r það hlýtur að koma fr,am krafa um nákvæma rannsókn, því að ef þetta reynist rétt hefir vegamála- stjóri leyft notkun brúarinnar með an hún var að hrynja og eftir að bersýnilegt var að 1 hún myndi slitna niður þá og þegar jafn vel undir þunga sjálfs síns. ÉG HAFÐI fyrir löngu heyrt um þetta — og mér hafa borist mörg bréf um þetta atriði. Ég vildi ekki ræða það opinberlega að svo komnu, því að oft myndast slúður- sögur um mál ómerkari en hrun Ölfusárbrúar. En nú hefur bifreiða stjóri komið með upplýsingar í þessa átt, og mun hann þó aðeins einn af allmörgum, sem segjast 'hafa orðið varir við þetta. MÉR HAFÐI meðal annars bor- izt til éyrna, að Einar M. Einars- son skipherra hefði í sumar, eftir að hann hafði skoðað' brúna, snú- ið sér til vegamálastjóra og rætt við hann um ástand brúarinnar, en Einar og vegamálastjóri munu vera kunningjar. Ég sneri mér bví til Einars í gær og spurði hahn mn þetta, og svaraði hann mér eftirfarandi: „DAGANA 13. og 14. júlí s. 1. fór ég um Ölfusárbrú á leið til og frá Vík í Mýrdal. Eftir að hafa farið yfir brúna, duttu mér í hug aðvaranir vegamálastjóra. í baka leiðinni gafst mér örlítill tími til að athuga brúna og fylgjast með hreifingum hennar, er lestaður vörubíll fór yfir hana. En það gaf mér fulla vissu fyrir því, sem ég óður þóttist sjá, að vírar hennar væru orðnir alltof slakir og bæru brúna ekki uppi eins og þeim hafði verið ætlað í fyrstu.“ „ENNFREMUR taldi ég mig sjá svo mikinn vott af riði inni í fest- arhólkunum, að ég ályktaði með sjálíum mér, að á þessu tvennu hlytu aðvaranir vegamálastjóra að byggjast. Nokkru síðar ætlaði ég á fund vegamólastjóra, en hann var þá úti á landi. Ég átti svo tal um þetta við kunningja minn, sem ég taldi víst að fylgst hefði að ein- hverju leyti með þessu og ýtti hann heldur undir mig, að færa þetta í tal við vegamálastjóra." „LAUGARDAGINN 12 ÁGÚST átti ég tal um brúna við vega- málastjóra. Byrjaði ég mál mitt með því að spyrja hvað þeir héldu aðallega athugavert við brúna, þar eð umferðatakmörkun hefði Verið sett um hana. Hann svaraði því, að járnið væri orðið svo gam alt og „reynt“. ; Ég sagði honum frá athugun minni og taldi mig hafa haldið, að ef til vill lægi fyr- ir að „strekkja vírana“ og færa festarklemmurnar á nýjan stað á vírunum, og ef svo hefði verið, hefði mig langað til að taka það verk að mér. Hann svaraði því, að ekkert slíkt Iægi fyrir.“ „ÉG VAKTI ÞÁ athygli hans á því, að eftir reynslu okkar á sjón- um, hlyti að vera komin mikil riðmyndun inn í festingarhólkana e'ftir nær 53 ár. Hann taldi ná- kvæma athugun verkfræðinga hafa farið fram á brúnni og sam- kvæmt þeim gæti hann ekki fall- ist á mitt mál. Ég bað í" annað sinn afsökunar á að hafa ónáðað hann og kvaddi. En með sjálfum mér var ég þess fullviss, að brúin , myndi ekki standa af sér storma j næsta vetrar, ef ekkert yrði að gert.“ UM ÞETTA ÞARF ekki .frekar að ræða að þessu sinni. En þetta mál er þannig, að það má ekki skapast sú þögn um það, sem reynt er að koma á úr ýmsum áttum. Ég sé að öll önnur blöð en þetta blað reyna að þegja sleifarlagið í liel. Þau um það, en ég er þess fullviss að með því eru þau ekki að hugsa um öryggi fólksins, því að ef hvers konar sleifarlag og fyrirhyggjuleysi er látið óátalið, þá munu mörg slys og vandræði af hljótast. KONA SKRIFAR MÉR: „Ég varð undrandi á tillögu þeirri, sem tveir bréfritarar þínir komu með í fyrradag, að mála hraun- hellurnar á Austurvelli gráar. Þetta nær ekki nokkurri átt. Það er furðulegt að láta sér detta í hug að fara að mála sjálfa nátt- úruna! Ég vona að garðyrkjuráðu nautur verði ekki við þessari furðu legu uppástungu.“ AF TILEFNI skrifánna í gær um börnin og kvikmyndahúsin skal það tekið fram að börn mega ekki sækja myndir með hverjum sem er, sem á ’annað borð eru bannaðar fyrir börn. Þau hafa að- eins fengið leyfi til að sækja þær í fylgd með foreldrum síum, enda er það talin trygging fyrir því að þá verði þau ekki hrædd þó að ljótar sýningar séu í myndunum. Annars vilja foreldrar oft leyfa börnum að sjá myndir, sem þeim eru annars bannaðar og margir foreldrar fóru beinlínis með börn sín á Tarzanmyndina til þess að þau gætu íengið að sjá hana. Hannes á horninu. Eldfasf gler NýkomiS K. Einarsson & Björnsson Er örlagastund þeirra að renna upp? Á mynd essari sjást leiS'togar nazista og fasista, sem Ihugðust leggja undir sig heiminn, en munu brátt verða að una hlutskipti ifiinna sigruðu og feigu Sýr'fr ihún „foriingja“ Þýzbar- lands, Adolf Hitler, skömmu eftir að ihonum var sýnt banati’rœðið fræga, en með honum eru þeir Hermann Göring (til vinstri), Heinridh Hirramd-er (annar maður til vinstri), Benito Musso lini (til hægri) og ýmsa þýzka henforingja. Myndin var send frá Stoktohólmi vestur um haf. ÞAR eð ég er gamall frétta- ritari og ber mikla virð- ingu fyrir öllu hinu óþekkta, hef ég að sjálfsögðu vanþóknun á öllum spádómum, sem ekki hafa við rök að styðjast. En stjórnmálamerin og herfræð- ‘ingar í Washington, sem hafa kyrmt sér mál þessi sem vand- legast, telja ástæðu til þess að ætla, að unnt sé að knýja fram úrslit í styrjöldinni við Þýzka- land fyrir árslok 1944 og ef til vill fyrr. Þar með myndu úr- slit ráðin í grimmilegustu og þýðingarmestu styrjöld, sem mannkýnssagan kann frá að greina. Þessi skoðun hefur við þrenns konar rök að styðjast: 1. Herskarar bandamanna ná sí- fellt fleiri hernaðarlega mik- ilvægum landssvæðum á vald sitt og þeir sigrar gera þeim auðið að sækja fram af aukn- um þunga gegn Þýzkalandi og hersveitum þess. 2. Herstyrkur bandamanna er geipilegur og fer ávallt vax- andi. 3, Baráttuþrek Þjóðverja er óð- um að þverra. Þegar sagt er, að þandamenn geti sigrazt á Þýzkalandi á þessu ári, er að sjálfsögðu ekki þar með sagt, að svo verði. -- Bandamenn geta að sjálfsögðu hent yfirsjónir. En það er vissu- lega vert að binda miklar von- ir við hin breyttu viðhorf styrjaldarinnar. / Bandamenn hafa sýnt það og sannað, að þeim var auðvelt að ná fótfestu í Frákklandi. Vestur- vígstöðvarnar eru nú komnar til sögu og verið er að slá hring um Þýzkaland. Bandamenn eiga Iþess kost a-ð ráðást á Þýzkaland frá þrem hliðum í senn, frá Rússlandi, Ítalíu og Frakklandi. Aðstaða herja bandamánna má því teljast hin hagkvæmasta. Nú eru það þeir, sem sækja á, en Þjóðverjar verða að una því, að vera í vörn og láta undan síga. Þýzki herinn hefur goldið slík afhroð, að herfræðingar telja, að hann hafi vart meiri mannafla en fc>rem milljónum á að skipa nú orðið. Bandamenn rf'ÍREIN ÞESSI er eftir liimi fræga rithöfund John Gunther, sem hefur skrifað margt og mikið um styrjöldina. Lýsir hann því í grein þessari, að faanda- mönnuin sé auðið að sigra Þýzkaland fyrir nýár og bendir á nauðsyn þess, að lögð sé áherzla á að ljúka þessum grimmilega hildar- leik hið fyrsía. Greinin er þýdd úr tímaritinu Reader’s Digest. hafa því að minnsta kosti þre- falt lið á við Þjóðverja. Það mun óhætt að fullyrða, að Rauði herinn hafi fimm milljón- um hermanna á að skipa í sókninni til Þýzkalands og her sveitir bandamanria á Frakk- landi þrem milljónum. En þá eru ótaldar hersveitir banda- manna á Ítalíu, Balkanskaga, Afríku og hinum nálægari Austurlöndum. Þjóðverjar hafa orðið fyrir slíku geysitjóni mannafla og hergagna á austurvígstöðvun- um, ■ að þeir geta engán veginn beðið' þess bætur. Þegar banda menn hefja sókn á einum víg- stöðvum, verða Þjóðverjar að kveðja þangað lið af öðrum vígstöðvum. Bandamenn munu því leggja mikla áherzlu á það að komast að raun um, hvar Þjóðverjar eru veikastir fyrir og brjóta þannig hvert skarðið í „virkisvegg“ þeirra af öðru. Þýzki herinn var hin ægileg- asta stríðsvél. En þýzki hprinn í dag er á engan hátt sambæri legur við þýzka herinn, dem ifór sveipandi sverði árið 1939 og enginn fékk viðnám veitt. Og þó að hersveitir banda- manna skorti ef til vill her- þjálfun sumar hverjar, mun það vart koma að sök, því að þær eru skipaðar hraustum drengjum og hugdjörfum. Og það leikur ekki á tveim tung- um, að herforingjar banda- manna eru herforingjum óvin- apna mun snjallari. Eisenhow- er, Alexander, Montgomery, Tedder, Spaatz og fleiri, eru nöfn, sem munu lifa í sögunni. Þegar ég bað stjórnmála- mennina og herfræðingana í Washington að gera nánari grein fyrir þessari bjartsýni sinni, nefndu allir þeirra fyrst til sigra Rússa. Rússneski her- inn hefur reynzt frámunalega vel — jafnvel mun betur en Rússar sjálfir höfðu gert sér vonir um. Það, sem hefur ráð- ið mestu um sigra Rússa, er fyrst og fremst yfirburðir þeirra í vélahernaði og her- tækni. Og þetta er sér í lagi vert athygli, þegar að því er gætt, að þetta hafði sízt af öllu verið talin hin sterka hlið rúss- neska hersins. Hin aukna samvinna Rússa, Breta og Bandaríkjamanna skiptir og næsta miklu máli. Frá flugvöllum þeim, sem Bandaríkjamenn hafa íýngið til umráða í Úkraníu, mun verða hafin harðfengileg loftsókn gegn Þýzkalandi. Þaðan munu flugmenn Bandaríkjanna sér í lagi fara til árása gegn stöðv- um Þjóðverja í Suður-Evrópu, er þær hafa lítt haft af loftá- rásum að segja til þessa. Hér eftir munu harðfengilegar loftárásir gerðar á Skodaverk- smiðjurnar og olíuvinnslu- stöðvarnar í. Slesíu. En þegar um þetta er rætt, minn'ist maður annars þáttar styrjaldarinnar, sem vekur bjartsýni og sigurvissu — hinnar miklu loftsóknar banda- manna gegn Þýzkalandi.' Nú, sem stendur, höfum við sjötíu og fimm þúsundum flugvéla á að skipa, og ársframíeiðslan nemur hundrað þúsundum flugvéla. Þjóöverjar gátu ekki , gert loftárásir á innrásarher- inn, þegar hann steig á land á Normandieströnd vegna þess, að bandamenn tefldu fram svo miklum fiugher, að þýzki flug- herinn mátti sín einskis gegn honum. Þrjátíu klukkustund- um eftir að innrásin var gerð, Framh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.