Alþýðublaðið - 15.09.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.09.1944, Blaðsíða 3
PcístHÖáigiÉUr 15. septeittfeér 1944 '17 ÁLDATAKA HITLERS 30. "... janúar 1933 þýddi ekki aðeins breytt stjórnarfar og réttleysi í stað réttaröryggis, undirbúning undír styrjöld og ruddaskap í samskiptum þjóða, hún táknaði jafnframt menningarhnignun, hina stórkostlegustu, sem yfir Þýzkaland og hinn menntaða heim hefir gengið. Táknræn fýrir þann anda, sem hinn brúnklæddi óaldarlýður Hitl ers innleiddi í Þýzkalandi, var bókabrennan afræmda, þ-egar æskulýður Berlínar hegðaði sér eins og vitfirr- ingasamkoma og bar á bál allt það, sem hann taldi „ó- þjóðlegar bókmenntir". í STAÐ sígildra skáldsagna og vísindarita, sem þýzka þjóðó in mátti vera hreykin af, óx og dafnaði hinn andstyggileg asti óþverri undir handar- jaðri ,,menningarfrömuða“ eins og Streichers, sem til skamms tíma gaf út eitt sóða legasta rit Evrópu, „Der Sturmer“ og ýmisleg riit um „uppeldismál“ í anda Göbo- els. Allir þeir, sem ekki gátu aðhyllzt villimannakenningu nazista eða voru grunaðir um að vera ekki „hreinir aríar“, og hæst höfðu borðið merki víðsýnnar hugsunar, voru of sóttir eða flæmdir úr landi. Meðal þeirra voru ágætustu skáld og vísindamenn Þjóð- verja, menn eins og til dæmis bræðurnir Thomas og Hein- rich Mann, Stefan Zweig og Franz Werfel. Þessir menn voru „óþjóðlegir“ og ráku erindi hins „alþjóðlega Gyð- ingaauðvalds“. SÍÐAN HITLER hóf niðurrifs- starfsemi sína á sviði lista og vísinda, hefir varla komið út í Þýzkalandi læsileg bók, að minnsta kosti ekki samanbor ið við þær bókmenntir, sem hæst bar á tímum hins fyrir- litna Weimartímabils. Aðeins einn höfundur, sem nokkuð kveður að af yngri kynslóð- inni, hefir getað haldizt við og ritað læsilegar bækur í Þýzkalandi hin síðustu ár, Hans Fallada. Má vera, að skýring á pessu sé fólgin í því, að sá höfundur velur sér oft og einatt yrkiséfni frá þeinvtímum, eftir styrjöldina fyrri,' er öngþveiti og eymd ríkti í Þýzkalandi og geta naz istar þannig notað nafn hans í áróðursskyni og blekkt fólk með því að segja: Svona var lífið í Þýzkalandi gður en við tökum við, nú er nóg að gera. Að sjálfsögðu er ekki minnzt á aðalatvinnugrein Þýzka- lands í þessu sambandi, vopnaframleiðsluna, né ó- gæfu þá, sem hún er nú að leiða yfir þjóðina. FRJÁLSLYNDUM mönnum og sjálfstæðum í hugsun er ekki líft í Þýzkalandi. Þar ríkir nú andi grimmdar, siðleysis og forheimskunar. Þeir,. sem illa kunna við sig í samfélagi við S»e!r sækja hratt fratn í Transylvaníu og og nálgast CEuj STALIN trlkynnti í dagskipan í gær, að Rússar hefðu tekið Praga, útborg Varsjár, isem mikið hefir verið barizt tun að undanfömu. Voru það sveitir úr I. Ukrainuhemum, undir stjórn Rokossovskys, sem tóku borgina eftir snarpa bardaga. Þá hafa Rússar tekið borg, sem ekki er nafngreind um 15 km. frá Lomza sem þeir tóku í fyrradag. Undanfarnar vikur hafa ver ið háðfir mannskæðir bardag- ar, um Praga, sem er útlborg VarEjár, austan Weidhsel. Er fljótið þarna um 800 metra 'breitt og ieggja jþjóðrverjair mikið kapp á að hindra Þjóð- verja í að komast vestur yfir 'það. í dagskipan Stalins er Praga lýst sem þýðingarmikilli vamarstöð Þjóðverja og muni taka henmar auðvelda frekari sóknaraðgerðir Rússa. Deildir Úr I. pólska. her.num tóku þátt í lokaáhlaupinu á iborgina. Pólsk ir hermenn verjast enn í mið- iborginni í Varsjá, þróftt fyrir ógurlega stórskotahríð Þjóð- verja. Rússneskur her, undir stjórn Sakarovs hefir tekið borg eina, 15 km. frá Lomza, skammt suð ur af landamærum Austur- Prússlands o,g hafa Rússar hert sóknina undanfarna daga. Sunn air í Póllandi, milli Weiohsel og Karpatafjalla, verður Rússum ennig vel ágengt. í Transsylv- aníu sækja Rússar og Rúmenar áfram inn í landið og voru, er „menningarfrömuði“ nazism ans hafa fengið öruggari samastað og heppilegri vinnu skilyrði annars staðar. síðast fréttist um 24 km. frá borginni Cluj, sem er ein mésta bor.gin í landinu. Buda Pest hefir orðið fyrir hörð,um loftárásum undahfar- inn sólarhring. Amerískar flug vélar, sem höfðu áður flogið frá Ítalíu til Rússlands, réðust á iðnaðarstöðvar í horginnþ en í fyrrinótt gerðu rússneskar flug vélar harða hríð að Iborginni og beindu árásum sínum einkum gegn gasstöð borgarinnar, Lít- ið varð um, viðnám af Þjóð- verja eðá Ungverja hálfu. Hýjar fJðtdahamHökur í Kaupmannahöfn ÝZKA lögregluliðið og Gestapomenn í Kaupmanna höfn hafa, að því er Stokkhólms fréttir herma, byrjað nýjar fjöldahandtökur þar í borg, hin ar mestu síðan danskir Gyðing ar voru handteknir í október í fyrra. Milli kl. 2 og 5 í fyrrinótt var í sífellu hringt til dönsku lög- reglunnar og beðið um vernd gegn Gestapomönnum. Ekki er enn vitað, hve margir hafa ver- ið handteknir. - . ...........", .. ..7 Tifo við faflið Þessi mynd er af Josif Broz, eða Tito marskálki, er stjórnar júgóslavnesku hersveitunum, sem hafa barizt svo knálega gegn Þjóðverjum ag valdið þeim miklu tjóni. Síðustu fregn- ir herma, að hersveitr hans hafi nú náð sannibandi við rúss- neskan her. Hér sést Tito að tafli og virðist vera í góða skapi. 1. Ukrainuher Rússa fófe Praga, úfborg Yarsjár í gær Þeir eru fcomnir inn í Sigfriediinuna norð- vesiur af Trier Og hafa farið yfir þýzku landamærin á tveim stöðuin í viðhét frá Luxembourg O EINT í gærkvöldi var tilkynnt, að ssspitir úr 1. amer- ^ íska ihernum væru aðeins 1 km. frá Aachen ag höfðu þær sótt greiðlega fram frá Rötgen, fyrstu borg Þýzkalands, sem f^llur í hendur bandamönnum. Aðrar sveitir hafa búið um sig í hæðum umhverfis borgina og skjóta á hana af íallbyssum. Aðrar amerískar hersveitir hafa enn ráðizt inn í Þýzkaland á tveim stöðum í viðbót frá Luxembourg og komnar inn í Sieg- friedlínuna norðvestur af Trier. í Belgíu hafa Þjóðverjár verið hraktir úr varnarstöðvum sínum við Albertsskurðinn og hafa tekið sér stöðu við annan skurð, norðar í landinu er nefnist Es- caut (?) skurðurinn. Bretar reka þar flótta Þjóðverja og víða hafa þeir farið inn í Holland. Þýzka setuliðið í Brest hefir enn neitað að gefast upp, en bandamenn berjast í vesturhverfum borgarinnar. Bandamenn eru nú komnir fast að úthverfum A.achen, sem er mikilvæg samgöngu- og iðn- aðarborg, skammt frá belgísku landamærunum. Umhverfi® borgina er skóglendi og þar hafa Þjóðverjar komið sér fyrir í vél- byssuhreiðrum og verjast eftir megni, en minna hefir orðið varí við stærri byssur. Hvarvetna hafa þeir komið fyrir' torfær- um á vegum úti, grafið skurði, velt trjábolum yfir þjóðvegi og útbúið skriðdrekagildrur. HERT SÓKNIN FRÁ LUXEM- BOURG Ame^ískar , hersveitir, sem, sækja frá Luxemburg hafa brot izt inn yfir landamæri Þýzka- lands á tveim stöðum í viðbót í grennd, við Trier. Þar eiga bandamenn í höggi við bak- sveitir Þjóðverja, sem torvelda bandamönnum eftirförina sem mest þeir mega. Þjóðverjar verj ast af hörku, en virðast Aelzt beita smærri byssum og munu ætla að geyma þun'gahergögn sin þar til leikurinn berst nær aðalvirkjum Siegfriedlínunnar; en.bandamenn eru þegar sagð- ir hafa tekið nokkur útvirki þeirra. ÁTÖKIN í BELGÍU Þjóðverjar hafa nú yfirgefið hiná traustu varnarlínu við AL bertskurðinn eftir harðar orr- ustur við 2. brezka herinn. Eru orrusturnar, sem þarna voru háðar, sagðar þær 'hörðustu síð an barizt var um Caen. Fieiri brezkar hersveitir hafa haldið inn í Holland, aðallega norður af Maastricht. Annars viima bandamenn að því að flytja birgðir og hergögn og gera við flugvelli og brýr. ÞJÓÐVERJAR VERJAST | í BREST í gær vörpuðu amerískar flugvélar niður samtals tveim milljónum flugmiða, þar sem skorað var á setulið Þjóðverja í Brest, Dunkerque, Calais og Boulogne áð gefast upp. Yfir- maður þýzka setuliðsins í Brest hefir enn neitað að gefast upp, enda þótt bandamenn séu komn i-r inn í borgina og berjist í vesturhverfum hennar. Gerðá Marauder- og Havocflugvélar skæðar loftárásir á borgina og vörpuðu niður 250 smálestum. sprengna. Þjóðverjar eru byrj- aðir að eyðileggja mannvirki þar í borg og er búizt við fallí hennar þá og þegar. Qufsling hræddur um sig QUISLING gerist æ taugaó- ,sty,rkari og má sjá þess greinileg merki í norskum blöð um nú nýlega. Talið var óhjá- kvæmilegt að efla iífvörð „for- ingjans,“ en iþar eð sjálfíboðalið ar fengust ekki, ekki einu sinni meðiimir „Nasjonal Sa.mliing“ varð að skylda menn til þessa starfa. Er hér um að ræða 280 menn frá öllum fylkjutm Noregs nema Troms og Finmmörku. í tilkynningu, sem norsku iblöðin voru látin birta uim þetta, er 'þess getið, að í ifyrsta lagi verði flokksmenn Quislings skyldaðir til stanfa í lífvarðarsveitinni, í öðru lagi iþeir, sem ekki eru í flokknum, en taldir ,Áreiðan- Iegir“ í stjórnmálum og ef jþetta reynist ekki nóg, á að taka ,,þá sjálfboðaliða, sem kunna að geifa sig fram,“ eins og íþað er orðað í tilkynningum blað- anna. Kona Quislings, sem er rúss- nesk að ætt, er einnig mjög taugaóstyrk og thefir verið fTutt í sjúkrahús í Osló undir dul- nefni. Þjáist hún mjög af þung- lyndi. 'v i(Friá nörka 'blaðafulltrúanum). FREGNIR hafa borizt um, að amerískar flugvélar .frá flug- vélaskipum, hafi grandað sam- tals 500 japönskum flugvélum í orrustum yfir Filippseyjum. Einnig hefir verið ráðizt á stöðv ar Japana á Nýju Guineu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.