Alþýðublaðið - 17.09.1944, Page 6

Alþýðublaðið - 17.09.1944, Page 6
6 AUÞYÐUBLAfW SttHJMttdagTiuf 17. sépt. 1-044 fallhlíf. Hér Nú er farið að æfa hunda í að stökkva út úr flugvélum í sjást tveir komnir upp í flugvél, með fallhlíf- >enntar á sig. Þeir virðast hvergi klökkir! Fallhlífarbundar Læknirinn, sem bjaraaði Brazilíu V'rh. af 5. ®í»u. hafði Cruz fundið upp bólu- setningarefni gegn svartadauða. Cruz vann ótrauður að til- raúnum sínum, og eftir skamm- an tíma hafði honum auðnazt að sigrast á svartadauðaplág- unni. Barátta Cruz gegn svarta- dauða og sigur hans á þessari ægilegu drepsótt olli merkum þáttaskiptum í sögu læknavís- indanna. Áður en Cruz hóf baráttuna gegn gulunni, tók hann það lof- orð af forsetanum, að honum væri heimilt að gera allar þær ráðstafanir og nota allt það fé, sem hann teldi nauðsyn til bera. Hins vegar gaf Cruz fyr- irheit, sem þá þótti ótrúlegt, að honum myndi reynast auðið að efna, en síðar varð frægt um heim allan. „Ef þið vercri'ð við þessum óskum mínum, skal ég sigrast á gulunni áður en þrj^ ár eru liðin.“ Ár mikillar baráttu fóru í hönd. Cruz varð eigi aðeins að berjast við mýflugurnar, sem báru sýkil gulunnar milli manna heldur og við aðra og voldugri andstæðinga. íhaldssamir lækn- ar í Brazilíu voru æfir yfir því, að ungum lækni skyldi sýnt það traust, að honum væri fal- ið að sigrast á skæðum drep- sóttum. Blöð og stjórnrnála- menn héldu uppi þrálátum á- rásum á Cruz og forseta Íands- ins. Cruz fékk skólabörn landsins í lið með sér til þess að dreifa leiðbeiningum meðal þjóðar- innar, þar sem mjög gætti nýrra kenninga í baráttunni gegn gulunni. En því fór alls fjarri, að almenningur væri fús til samvinnu við Cruz. Það tók for setann heilt ár að fá því fram- gengt, að þingið samþykkti nauðsynlega fjárveitingu til baráttunnar gegn gulunni. Hin raunverulega herför Cruz gegn gulunni hófst ekki fyrr en árið 1904. Þá stofnaði hann hina frægu sveit, sem út- rýma átti mýflugum. Hann hafði óskað eftir tólf þúsund- um manna í sveit þessa, en fékk í upphafi aðeins áttatíu og fimm en tókst þó að lokum að fá tvö hundruð þrjátíu og fimm manns í lið með sér. Og nú hóf sveit þessi hina miklu herför gegn mýflugunum. Á næstu þrem árum fór sveit þessi í 512.000 heimsókn- ir í hin 65.000 hús í Rio. Fólk var flutt úr þrjú þúsund hús- um. Cruz varð oft að beita hörku, þegar hann gerði ráðstafanir, er hann taldi nauðsynlegar. — Einhverju sinni tjáði einn að- stoðarmanna hans honum þau tíðindi að rífa yrði hiús á sér- stöku svæði. Húseigandinn neitaði að verða við þeirri fyr- irskipun að rífa húsið og lagði fram plagg, undirritað að dóm- ara, er sannaði eignarrétt hans á húsinu. Cruz leit á plagg þetta og mælti: „Það er ekkert tekið hér fram um eignarrétt á þaki hússins. Rífið þakið.“ Þakið var rifið, og regnið streymdi niður í húsið. Hús- eigandinn varð feginn að flytja brott. Riobúar voru óðir af bræði. Trylltur múgur sló hring um hús Cruz, og hann neyddist til þess að flýja borgina til þess að sjá lífi sínu borgið. Það voru háðar ákafar orrahríðir’ um mál þetta í þinginu dag eftir dag. Blöðin birtu hverja æsingargreinina af annarri. — Loks bauðst Cruz til þess að draga sig í hlé, til þess að firra ríkisstjórnina frekari vand- ræðum sín vegna. „Þér dragið yður ekki í hlé,“ svaraði fors/tinn. „Við látum eitt yfir báða ganga.“ Þegar Cruz fyrirskipaði al- menna bólusetningu gegn gul- unni, mátti heita, að landið væri í umsátursástandi. Einn þingmannanna, sem var auk þess prófessor við læknaskól- ann, lýsti því yfir, að málaliðs- menn Cruz skyldu aldrei bólu- setja sig lifandi. Árásirnar á Cruz og forsetann fóru sífellt harðnandi. Ákveðið var að hefja uppreisn, ef Cruz segði ekki af sér þegar í stað. Það er ekki hægt að vera án söiks manns seim Cruz er,“ var svar forsetans. Nemendur herskólans tóku sér vopn í hönd og gerðu á- hlaup á forsetahöllina. Her- sveitir stjórnarinnar lögðu til atlögu við herskólasveinana báru þá ofurliði. Meðan þessu fór fram, hafði tala dáinna af völdum gulunn- ar lækkað úr 584 í 48 á einu Fimmtugiir í dag: Pálmi Loffsson, forstjóri —-———♦ ■ — .. Ó AÐ samgöngurnar hvorki séu né þyki góðar hér á landi það herrans ár 1944, þá er þó mikill munur eða fyrir aldar fjórðungi, og nú eru einmitt lið in 25 ár síðan ég fór sem far- þegi á Sterling frá Reykjavík til Austfjarða — vestur og norð ur fyrir land — og var hart nær þrjár vikur á leiðinni -— eða átján daga. Það er svo sem hægt að kynnast mönnum tals vert á styttri samvistartíma, og einmitt í þessari ferð kynntist ég Pálma Loftssyni, sem þá var stýrimaður á Sterling. Kurteisi hans, liðvikni um allar fyrir- greiðslur, áhugi hans á almenn- um málum og skilningur hans á íslenzkri menningu geðjaðist mér hið bezta, og hófst þarna með okkur kunningsskapun sem ekki hefir síðan rofnað. Pálmi er Norðlendingur, fæddur að Miðhóli í Skagafirði hinn 17. dag septembermánað- ar árið 1894. Hugur hans hneigð ist til sjómennsku, og um ferm- ingu varð Pálmi sjómaður á norðlenzku seglskipi, og á norð lenzkum og sunnlenzkum fiski skipum var hann ávallt ein- hvern tíma ársins, þangað til hann réðst til siglinga á erlend um skipum árið 1915, og hafði hann þá lokið námi í Sjómanna skólanum í Reykjavík . Hið íslenzka ríki keypti gufu skipið Sterling á heimsstyrjald arárunum, og varð Pálmi stýri- maður á því, og síðan var hann stýrimaður og skipstjóri — ým- ist á skipum Eimskipafélags ís- lands eða ríklsins, unz honum árið 1929, var falið að undirbúa stofnun beirrar útgerðar, sem hann hefir stjórnað frá því í ársbyrjun 1930, að hún fyrst tók til starfa. Það er óhætt að segja að oft hefir staðið talsveröur styrr um störf Pálma. Þrátt fyrir j)að, þó að ríkisstarfræks^gl pósts og síma og fleiri fyrirtækja hafi þótt gefa góða raun qw enginn nefnt það einu orði, að sú starf ræksla verði fengin í hendur ein stökum mönnum eða félögum til ágóðareksturs fyrir þá eða þau, hefir fyrirtækið Skipaút- gerð ríkisins mætt mikilli gagn rýni og pólitískri andúð — og mjög verið grant hugað að gerð um forstjórans. Er gagnrýni á gerðum slíkra manna sjálfsögð, en hvorki má í henni gæta per- sónulegrar óvildar né pólitískr ar ósanngirni, og það hygg ég, að þeir hinir sömu og viljað hafa höggva hlífar allar af for- stjóra Ríkisskipa, hefðu nú gott af að svipast um í hópi þeirra manna, sem stjórna samgöngu- kerfi voru á lanfli, því að mjog þykja nú hallast og hanga í veikum þráðum virðing þeirra og traust. En þó að ákvarðanir og ráðstafanir Pálma Loftsson- ar hafi sjálfsagt oft verið um- deilanlegar, svo víðtæk og fjöl- þætt sem starf Skipaútgerðar ríkisins hefir orðið, hefir samt þannig farið, að fyrirtækið og forstjórinn, hafa staðið af sér alla storma —- og aldrei hefir mönnum verið jafn ljós nauð- syn þess fyrir þjóðina eins og einmitt nú. Síðan stríðið hófst, hefir svo farið, að erlendar þjóðir hafa hætt að flytja vörur frá íslandi og til íslands í þágu okkar ís- lendinga, nema hvað segja má með fyllsta sanni, að fiskflutn- ingar Bi’eta héðan til Englands og Skotlands, hafi verið í beggja þágu. Farþegaflutningur er- lendra skipa hér við land hefir og íallið niður að öðru leyti en því, að fisktökuskip hafa flutt farþega vegna brýnnar nauðsyn ar landsfólksins, og var stórkost leg samgöngubót fyrir Vest- firði að mannflutningum brezkra, norskra, sænskra og franskra skipa, sem tóku fisk vestra fyrir matvælaráðuneyti Breta, og vil ég geta þess, að skipverjar á fiskflutningaskip- unum reyndust einstakir að greiðvikni og prúðmennsku •— og herra Geir H. Zoega, sem hafi afgreiðslu skipanna í um- boði Bretastjórnar, reyndist á- vallt fús til fyrirgreiðslu og að stoðar. En yfirleitt hefir það orðið svo, að við Islendingar höfum verið knúðir til að sjá okkur far boi'ða um vöruflutninga milli landa, og vöru- og fólksflutn- inga með ströndum fram. Milli landasiglingarnar — með hin- um mikla gróða — hafa syo fallið í hlut Eimskipafélags ís- Iands, en fólks- og vöruflutning ar fram með ströndunum hafa svo að segja eingöngu hvílt á Ríkisskipum — og þar með tap- ið. Og víst er,1 að tölurnar tala nokkuð glöggu máli um það, hve mjög hefir aukizt starfsemi Skipaútgerðar ríkisins.- Fyrsta árið, sem hún starfaði, fluttu skip hennar 12 þúsund smálest ir af vöruxn, en nú 50—60 þús. smálestir. Ársumsetningin var í upphafi kr. 3 milljónir, en.nú 60—-70 milljónir. Skipaútgorðin hefir nú í vöruflutningum og fólksfiutningum ekki aðeins Estju og Súð, heldur og Þór og leiguskip, stundum mörg; ennfremur þegaír mest ligg- ur á til úrbóta, varðskipin Óðin og Ægi. Þá eru undir yfir stjórn S/:ipaútgerðarinnar marg ir flóabátar. Það hefir verið ári. Og þegar Ijóst varð, að ráðstafanir Cruz báru slíkan árangur, tók andstaða almenn- ings að þverra. Og í febrúar- mánuði árið 1907 tilkynnti Cruz forsetanum, að gulufar- aldiminn væri úr sögu í Rio de Janeiro. Oswaldo Cruz hafði sigrazt á gulunni um land allt, þegar hann lét af störfum sem heil- brigðismálaráðherra árið 1909. Hann hóf barátíu gegn malarí- unni með slíkum árangri, að dánartala lækkaði í héruðun- um við árnar Madeira og Ma- moré úr tólf þúsundum árið 1902 í hundrað sjötíu og sex árið 1911. Og nú voru Brazilíu- búar fúsir til þess að leggja á sig öll þau óþægindi, sem Cruz taldi nauðsyn til bera. Forsetinn bauðst til þess að veita Cruz hverja þá viður- kenningu, sem hann kynni að æskja sér til handa. Cruz æski þess eins, að sér yrði gefinn -------------------------—.—. kostur á því að koma sér upp rannsóknarstofnun á bóndabýl- inu í Manguinhos. Læknirinn, sem fyrrum hafði verið mest hataði maðurinn í Rio, var nú sá borgari hennar, seni allir kepptust við að votta sæmd og virðingu. Cruzstofnunin er nú einhver hin frægasta vísindastofnun í heimi, og synir Cruz, þeir Os- waldo Cruz yngri og Walter Cruz, halda þar áfram starfi því, er faðir þeirra hóf. Cruz læknir missti heilsuna árið 1915. Hann lézt fjörutíu og fjögurra ára gamall í febrú- armánuði árið 1917 og var þá nær blindur orðinn og svo hjartabilaður, að hann hafði lítt ferlivist. Sár harmur var kveðinn gervallri þjóð hans við fráfall hans, enda var með hon- um til moldar hniginn einhver hinn mikilhæfasti og farsælasti baráttumaður, sem saga lækna vísindanna kann frá að greina. Auglýsingar, sem birtast «ga i AJþýðubíaðÍEU, verða að vera kemnar ti! Auglýs- iugaskrifstofunnar í AlþýðuhúsÍDU, (gengið in., frá Hverfisgötttl fyrír kl. 7 a<$ kvöldl. Simi 4906 hinn mesti vandi að bæta úr bráðustu nauðsyn um fólks- og vöruflutninga, og ýmis óhöpp og slys hafa komið fyrir, sem hafa torveldað þetta. En samt sem áður verður að segja að furðanlega vel hafi tekizt, og ég — sem oft og tíðum hefi látið mál þessi til mín taka fyr ir hönd Vesfirðinga, sem hafa verið alverst settir, þar sem þeir hafa ekkert samband við bíl vegakerfi landsmanna og veka- málastjóra má teljast hafa tek- izt með afbrigðum að gaufa og dunda við veginn yfir Þorska- f jarðarheiði, — ég hefi aftur og aftur sannfærzt um það, að Pálmi Loftsson hefir ekki að- eins viljað heldur oftast getað leyst furðanlega úr vandræðum manna og hefir hvoi'ki sparað til þess tíma né fyrirhöfn. Sömu sögu hafa fjölmargir að segja, og er það ekkf sök Pálma, þó að menn vérði að liggja eins og^ hundkvikindi á göngum, . og x skotum á ferðum t. d. milli Vest fjarða og Reykjávíkur, og ekki heldur ber þar um að saka skips menn á ýkjpum ríkisins, því að þeir hafa sýnt farþegum mikla og lofsamlþga greiðvikni; sjálf- um sér til óþæginda og aukinix ar fyrirhafnar. Pálmi hefði á- reiðanlega viljað kost farþeg- anna betri, eins og Esja sýnir, en margur hafði orð á því, er Esja kom fyrst til landsins, að slík ,,flottheit“ sem þar væru sýndu bruðl og fordild — og litla fyrirhyggju. Menn munu nú vera komnir á nokkuð aðra skoðun, og það er vissa mín, að svo mikla þekkingu sem Pálmi Loftssomhefir nú orðði til að bera um flutningaþörf, flutn- ingamöguleika og ferðaþörf fólksins með fram ströndum landsinsj muni hann gera um samgöngumál okkar á sjónum merkilegar tillögur og haganleg ar landslýðn .m. Vænti ég þess og óska að lengi megi við njóta. þekkingar hans, velvilja og á- huga. Pálmi er kvæntur Thyru Lange, tannlækni, og hún hefir búið þeim hjónmn ágætt heim- ili. Óska þeim þess vinir þeirra, að þau megi lengi .njóta við góða heilsu, þeirra sérlega nota legu og sniékklegu þæginda, sem þau hafa þar við að búa. GiiSm. Gíslason Haqálín. Hlutaveltu heldur GlímufélagiS Ármarm í dag kl. 2 í í. R.-ihúsinu. Meðal annars verður þar á boðstólum 2000.00 kr. í peningum, allar ís- lendingasögumar í skrautbandi, Orðabók Sigfúsar Blöndals, Otto- manskiápur, xnörg málverk og m. fl., sem of langt yrði upp að telja. Hlé verður á hlutaveltunni kl. 7 til 8. Fólk ætti að sækja. hluta- veltuna, með því eru slegnar tvær flugur í einu höggi: reynt á heppn ina og styrkt hin víðtæka íþrótta- starfsemi Glímuféiagsins Ármanns. forðast þrengsli.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.