Alþýðublaðið - 09.11.1944, Blaðsíða 3
FÍHurntudagiir 9. nóv. 1944
ALfrÝBUBLAÐIÐ
3
hmíAlmi i Bandaríkjunum:
.Hér sést Franklin D. Roosevelt, sem nú hefir verið kjörinn forseti Bandaríkjanna í fjórða
sinn. Hann sést hér með tveim aða,;lsamstarfsmönnum sínum um hermál, þeim Douglas Mac
Arthur hershöfðingj a og Leahy flotaforingja, sem er aðalhermálaráðunautur forsetans. Þeir
eru í eru í efti'rlitsferð á Hawaii og var myndin tkein í júlí í sumar. .
VesturvfigstöSvarnar s
Bandam@nn liófu mikfa séln í
Horgaysfur-Frakklandi 1 gær
Hersveitir Paftons hófu sóknina miiii IViefz
©g Hasicy eftir mikia stórsketahríó
HP ILKYNNT var 1 London í gser, að !her Pattons hershöfð-
ingja hefði hafið mikla sókn á hendur Þjóðverjum á
svæðinu milli Metz og Nancy. Fyrst var hafin ógurleg stór-
skotahríð en siðan gerðu steypiflugvélar hverja árásina af
annarri. Þjqðverjar láta undan síga og í gærkveldi ’höfðu
menn Pattons brotizt yfir á eina og'náð á sitt vald fjórum
þorpum. Þjóðverjar viðurkenna, að bandamenn hafi byrjað
miklar árásir á þessum slóðum.
í Suðvestur-Hollandi halda pólskar hersveitir áfram að upp-
ræta dreifða hermannahópá og nokkrir flokkar þýzkra hermanna
verjast enn í Moerdijk, hinir síðustu fyrir sunnan Maas.
VirSuleg móffaka
norsku ráSherranna
I MosSna
T FYLGD með norsku ráð-
herrunum Trygve Lie og
Terje Wold við komuna til
Moskva, voru þeir Karl Evang,
landlæknir í Noregi, Andvord,
sendiherra Norðmanna í Moskva
og Schive ritstjóri, blaðafull-
trúi Norðmanna í Stokkhólmi,
auk annarra. Þeir komu frá
Stokkhólmi í rússneskri flugvél.
Maiski, varautanríkisráðherra
Rússa, tók á móti þeim á flug-
vellinum. Mikill viðhafnarblær
var á móttökunni, herflokkur
stóð þar heMursvörð og norsk
og rússnesk flögg blöktu hvar-
vetna. Þjóðsöngvar beggja
landanna voru leiknir.
Lie utanríkisráðherra flutti
stutta útvarpsræðu og lagði á-
herzlu á hina góðu samvinnu,
sem jafnan hefði ríkt milli land
anna. Þá lýsti hann ánægju
sinni yfir því, að nú væru rúss
neskar og norskar sveitir í þann
veginn að hrekja Þjóðóverja frá
Norður-Noregi, Að lokum lofaði
hann nússnesku þjóðina og her
hennar og leiðtoga hennar
Stalin marskálk.
(Frá norska blaðafulltrúanum).
ERLÍNARÚTVARPIÐ
skýrði frá því í gær, sem-
kvæmt fregn frá Helsinki, að
finnska stjórnin hefði látið af
störfum. Ekki var þess getið,
hvort ný stjórn hefði verið
mynduð. , \
Ekkert hefir fréttzt um þetta
annars staðar að og Lundúna-
útvarpið hefir, ekki minnzt á
það, enn semkomið er að minsta
kosti.
Undanfarið hefur verið held
ur hljótt um 3. ameríska her-
inn undir stjótrn Pattons, sem
'hefur verið að undirbúa víðtæk
ar hernaðaraðgerðir í Norðaust
ur-Frakklandi. Vitað var þó, að
bandamenn hafa verið að skipu
leggja samgöngukerfi sitt á þess
um slóðum og draga að sér her-
lið og gögn. Her Pattons er
sagður mjög vel útbúinn að
fallbyssum og steypiflugvélum.
Mótspyrna Þjóðverja i Suð-
vestur-Frakklandi hefur verið
brotin á bak aftur, nema hvað
einstaka hermannahópar verj-
ast enn í Moerdijk og á Wal-
cheren. Hafa bandamenn beitt
orrustuflugvélum í árásum sín
um á hópa þessa, sem ekki eiga
sér undankomu auðið.
Bandamenn gerðu í gær feiki
harða loftárás á olíuvinnslu-
stöðina lí Leuna við Leipzig.
Um 350 flugvirki gerðu árás-
ina og nutu þau fylgdar 850
orrustuflugvéla. Voru þau svo
vel varin vegna þess, að í vik-
unni sem leið kom þarna til
mestu loftbardaga, sem enn hafa
verið háðir í styrjöldinná. 42
flugvélair bandamanna eru ó-
komnar úr leiðangri þessum.
Auk þess var ráðizt á járn-
brautarmannvirki í Múnster í
Vestur-Þýzkalandi og olíustöðv
ar i Iiomberg í Rulir.
Nýif lepivopn ÞJóð-
verja!
ÓÐVERJAR tilkynntu í út-
varpi sínu í gær, að þeir
hefðu um nokkurra vlkna skeið
beitt nýju „hefndarvopni“ gegn
Lundúnaborg, er þeir nefna V 2.
Segja þeir vopn þetta miklu
skæðara en flugsprengjan var,
en hún var nefnd V 1. Segir
þýzka útvarpið, að þegar hafi
vopn þetta valdið geysilegu
tjóni í London, en Bretar hafa
ekkert minnzt á það.
Var í gærkveldi búinn aðfá 413
Iprnenn, af samfals 531
Flokkur bans hefir einnig sfóraukið fúlifrúa-
tölu sína á þingi
Þrir þekktir einangrunarsiinnar féiiu viS
kosningarifiar fii giingsins
"P RANKLIN DELANO ROOSEVELT var kjörinn Banda
A ríkjaforseti í fjórða sinn í fyrradag og sigraði glæsi-
yfir andstæðing sínum, Tliomas E. Dewey, í’ylkisstjóra
í New York. Endanlegar tölur lágu ekki fyrir á miðnætti, en
af um eða yfir 50 milljón greiddum atkvæðum höfðu um 42
milljón verið talin. Af þeim hafði Roosevelt fengið um 22%
milljón en Dewey 19%;. Roosevelt hafði fengið 413 kjörmenn
úr 36 fylkjum, en Dewey 118, úr 12 fylkjum.
Samtímis fóru fram kosningar til beggja deilda Banda
ríkjaþings. í fulltrúadeild þingsins stóðu 'sakir þannig, að
demokratar höfðu fengið 223 þingmenn kjörna, en republi-
kanar 142. Var þá enn óvíst um 87 þingsæti ,en öruggt er
að demokratar halda meirihluta í deildinni og bætg við sig
þingsætum frá síðustu kosningum. Demokratar höfðu feng-
ið 17 öldungadeildarþingmenn kjörna en republikanar 10.
Mikla athygli vekur, að margir þeirra, sem mest hafa haldið
fram einangrunarstefnunni, náðu ekki kosningu, meðal þeirra
Nye, þingmaður frá Norður Dakota, Hamilton Fish frá New York
og Davis frá Pennsylvaníu.
Roosevelt forseti flutti ræðu
í gær þar sem hann sagði meðal
annars, að Bandaríkjaþjóðin
hefði enn sýnt, að hún setur
lýðræðið ofar öllu og kvað hann
þjóðina háfa óbilandi trú á því.
Hvatti hann þjóðina til að
standa saman ti'l þess að vihna
sigur í þessari styrjöld eins
fljótt og auðið væri.
Roosevelt forseti fékk meiri
•hluta í stærstu fylkjum lands-
ins, sem flestan kjörmaima-
fjölda hafa, svo sem New York,
Pennsylvanfu, Kaliforriíu, Ulin-
ois og New Jersey. Hins vegar
mun Dewey hafa fengið meiri-
hluta í Ohio, þar sem demo-
kratar áttu meiribluta við síð-
ustu kosningar, Michigan, IndiL
ana og Wisconsin.
Roosevelt forseti, sem nú
hefir hlotið kosningu í fjórða
sinn, er 32. Bandaríkjaforsetinn
í röðinni', og sá eini, sem verið
ið hefur forseti meira en tvö
kjörtímahil. Hann er 62 ára að
aldri, fæddur að óðali Roosevelt
ættarinnar, Iiyde Park" í New
York fylki * 30. janúar árið
1882. Hann er, eins og nafnið
bendir til, af Ihollenzku hergi
brotinn. Hann er komirm 1 bein
an karllegg af Hollendingnum
Claes Martenszan van Roose-
velt, sem ko mtil Nýju Amst-
erdam árið 1649, en svo hét
New York þá. Af sömu ætt var
Theodore Roosevelt, er var for-
seti Bandaríkjanna í byrjun
þessarar aldar. Kona Roose-
velts, Eleanor er einnig af sömu
ætt.
Roosevelt forseti stundaði
nám við Harvardháskóla og síð
ar 'lög við Columbia. Hann lét
brátt stjórnmál mjög til sín
taka og studdi Willson við for-
setakosningarnar 1912. Árið
eftir varð hann varaflotamála-
ráðherra í stjórn Wilsons og
þótti athafnasamur og skelegg-
ur ráðherra. Árið 1918 kom
hann ti'l vígvallanna í Evrópu
til herkönnunar.
Síðan stundaði Roosevelt lög
fræðistörf, en var kjörinn fylk
isstjóri í New York árið 1928
og gengdi því embætti unz hann.
var kjörinn forseti í fyrsta
skipti 7. nóvember 1932. Hann
var endurkjörinn árin 1936 og
1940 og nú í fjórða sinn, sem
fyrr getur.
Hann tók við embætti á
verstu krepputímum, sém yfir
Ameríku og heiminn yfirleitt
hafa gengið. Atvinnuleysingjar
í Bandarí'kjunum skiptu tugum
milljóna, bankastarfsemi lá
niðri og mikil ringulreið ríkti í
landinu á sviði fjármála al-
mennt. Roosevelt hófst þegar
handa og beitti sér fyrir ýms-
um aðgerðum, sem miðuðu að
því að skapa atvinnu í landinu
og koma fjármálalífinu í eð'li-
legt 'horf. Einkum vöktu ráðstaf
anir hans, sem nefndar voru
„New Deal“ mikla athygli og
jafnframt gagnrýni af andstæð
ingum hans, en flestum kemur
saman um, að í stjórnartíð hans
hafi afkoma og öryggi alþýðunn
ar í Bandaríkjunum batnað að
miklum mun.
í Bandaríkjunum mun al-
mennt litið svo á, að Roosevelt
sé einn snjallasti mælskumaður
núlifandi stjórnmálamanna og
þekkingu hans á alheimsstjórn
málum er viðhrugðið.