Alþýðublaðið - 09.11.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 09.11.1944, Blaðsíða 7
ÍFÍHamtudagur 9. nóv. 1944 AL^YÐUBLABBÐ___ c 7 Þýðingarmikill dómur Bœrinn í dag. Næturlæknir er í Læknavarð- atofunni, sími 5030. Næturvörður er í Laugarvegs- apóteki. Næturakstur annast Bifröst, sími 1508. 4 ÚTVARPIÐ: 8.30 Morgunfréttir. 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 Dönskukennsla, 1. flokkur. 19.00 Enskukennsla, 2. flokkur. 19.25 Hliómplötur: Söngdansar. 19.40 Lesin dagskrá næstu viku. 80.00 Fréttir. 20.20 Útvarpshljómsveitin (Þór- arinn Guðmundsson stjórn- ar): a) Lagaflokkur eftir Moz- art. b) ,,Fedora“ vals úr „Zirk usprinsessunni“ eftir Kal- man. ,30.50 Lestur íslendingasagna: Laxdæla, III. (dr. Einar Ól. Sveinssson háskólabóka- vörður). 21.50 Hljómplötur. ,21.30 ,Frá útlöndum (Jón Magnús son). 21.50 Hljómplötur: Paul Robeson syngur negrasöngva. Nýkomið Flugnaeitur Flugnaeiturssprautur Kakalakkaeitur Storm-vax Nugget-skóáburður Cut Rite pappír Vaxpappír (ódýr) lánwiíru¥erz|n Jes Zinuen h.f. . Burstavörur allskonar Trésleifar Kökuform Búrhnífar Ausur Emalje Pottar Matskeiðar Borðhnífar Gafflar og margt fleira nýkomið Járavöruverzlun Jes Zimsen h.f. jl Tvöfaidar kápur / nýjar, fallegar gerðir H. TofS. skólavörðustíg 5. Sími 1035. Frh. af 2. síðu. 1. að dæmt verði að téð sam- úðarverkfall Verkamannafélags ins Dags'brúnar hafi verið ólög 'legt. 2. að stefndi verði dæmd.ur til að greiða sekt vegna hins ólöglega verkfalls. 3. að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda skaða- bætur eftir mati dómsins. Loks krefst hann máiskostr aðar úr hend; stefnda eftir mati dómsins. Stefndi hefur krafizt sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi hans, eftir mati dómsins. Stefndi byggir sýknukröfur s'ínar á 'því, að ákvörðun Dags- hrúnar um framannefnt af- greiðslubann sé að öllu leyti lögleg. Bann það, sem hér var um að ræða lúti ekki ákvæðum II. kafla laga nr. 80/1938, því það sé annars eðlis en verkföll þau og vinnustöð,'r:’v’h-. sem um ;ræðir í nefndum lögum. Hafi því hvorki þurft að taka ákvörðun um það sarokv 15. gr. né tilkynna það sainkv. 16. gr. laganna. Og hvað sér- staklega snerti Finn'boga Guð- mundsson, þá- 'hafi honum hvorki verið neitað um af- greiðslu á olíu, né heldur hafi verkamenn skipaútgerðarinnar lagt niður vinnu og þannig beitt verlrfalli gegn honum, því þeir hafi aldrei verið heðnir um að afgreiða korkið til har>'' ' ur bann mótmælt þvd að stefn- andi hafi beðið nokkuð tjón vegna afgreiðslubannsins. Ekki verður talið að hin al- menna tilkynning Yerkamanna félagsins Dagsbrúnar til vinnu- veitenda í Reýkjavík geti út af fyrir sig leitt til refsingar og skaðabótaáhyrgðar fyrir félagið gagnvart stefnanda, enda þótt bátar hans væru meðal farar- tækja þeirra, sem talin voru í tilkynningunni. Ek*ki er heldur sannað gegn mótmælum stefnda að synjað hafi verið um af- greiðslu á olíu til vélbáta stefn anda, Ægis, hjá H. f. „Shell“ á íslandi 'hér í bæ. Hins vegar liggur það fyrir, að stefndi hef ur auk hins álmenna hanns sér staklega lagt bann við því, að ‘tiltekin vara (korkið) yrði af- hent stefnanda frá Skipaútgerð ríkisins og lýst því, að félags- mönnum Dagshrúnar hefði ver ið bannað að láta afgreiða hana til stefnanda, eða visa á hana ef stefnandi vildi láta sína eig- in menn sækja hana. Það er enn fremuir uppkomið í málinu að það sé venjulegt verk starfs- manna í afgreiðslusal skipaút- gerðarinnar að láta vörur þær, sem þaðan eru afhentar á flutn ingstæki þau, sem þær eru flutt ar burt á. Tetlja verður að nfs rök hafi að því leidd verið, að ákvörðun foxðáramanna Daowhrúnar um afgreiðslubann á hendur stefn- anda, tilkynning þeirra til skipa útgerðarinnar og hann Dags- brúnar til félaésrn.ov,— að afgreiða ekki á neinn hátt Finn boga Guðmundssvni eða menn hans, hafi orðið þess valdandi, að hann ekki fékk afbent oft- nefnt kork frá afgreiðslu skipa útgerðarinnar. Hér var því í raun og veru um vinnn^^"" af hálfu Dagsbrúnar að ræða gegn stefnanda. Kemur þá til athugunar, hvort hún falli undir ákvæði II. kafla laga nr. 80/1938. í beim iögum er ekki skilgreint i.vað felist í hugtökunum verkfal1 og vinnustöðvun. En samikvamt almennri málvenju og venjuieg um skilningi verður að gera ráð fyrir að undir verkfall, — sem eftir lögunum er ekki eins víð- tækt og vinnustöðvun, — heyri það, er verkalýðsfélag ákveður og veldur því, að félagsmenn þess framkvæmi ek'ki venjuleg störf sín, :í þeim tilgangli að knýja fram lausn í kaupdeilu milli verkamanna og vinnuveit enda. Með tilvísun til þess, sem að framan er rakið um mála- vöxtu verður að télja, að hér hafi verið um þess konar vinnu stöðvun að ræða, er falli undir nefnda Skilgreiningu og har þá að taka ákvörðun um hana og tilkynna han*a samkvæmt á- kvæðum 15. og 16. gr. laga nr, 80/1938, þar sem þess háttar vinnustöðvun og hér er um að ræða eru ekki í lögunurrf sér- staklega undanskildar ákvæð- um neknd'ra laga*greina og ékki verður talið að liér sé um tilvik að ræða, er falli undir ákvæði 18. gr. •sömu laga. Viður'kennt er af stefnda, að þetta hafi ekki verið gert og hefur hann því gerzt brotlegur við nefndar greinar. Fyrir þetta þykir verða að dæma stefnda til að greiða\ sekt, >í ríkissjóð, sem eftir at- vikum þykir rétt að sé lágmárks sekt samkvæmt 70. gr. oft- nefndra laga, kr. 50,00. Ekki verður talið upplýst, að bann stefnda gegn afhendingu umrædd korks hafi sérstaklega verið ætlað til stuðnings hinu ólöglega hlutarmanna verkfalli og verður stefndur því ekki dæmdur fyrir brot á 3. lið 17. gr. framangreindra laga. Stefnandi hefur ekki fært fram nein gild rök fyrir skaða- bótakröfu sinni og verður hún því ekki gegn . andmælum stefnda tekin ti'l greina. Samkvæmt þessum málalok- um þykir rétt að stefndi greiði stefnanda 250. kr. í málskostn- að. Dráttur sá sem orðið hefiu’ á því, að munnleffur flutningur má'ls þessa færi fram og dómur uppkveðinn stafar af því, að ■rétt þótti að bíða eftir dóms- úrslitum í málunum nr. 5—7- 1943, en með þeim var skorið úr um lögmæti verkfaills þess, sem athafnir þær, er um ræðir í þessu máli, voru stuðningur við. Því dæmist rétt vera: 1. Stefndi, Alþýðusamiband ís land f. 'h. Verkamannafélao'sins Dagshrúnar, skal vera sýkn af skaðabótakröfustefnanda,Vinnu veitendafélags íslands f h. Finn boga Guðmundssonar 1 máli þessu. 2. Stefndi, Verkamannafélag ið Dagsbrún greiði 50 kr. sekt til rlíkissjóðs. 3. 'Stefndi greiði stefnanda kr. 250,00 í málskostnað. Dóminum ber að fullnægja innan 15 daga frá birtinsm hans, að viðlagðri aðför að lögum. Sératkvæði Sigurjóns Á. Ól- afssonar: „Ég tel að her hafi ekki verið um verkfall að ræða heldur af- greiðslubann (boycott) og með því að lög nr. 80/1938 fjalla um verkföll *en ekki boycott þá heyrir mál þetta ekki undir Fé lagsdóm og ber því að vlsa mál inu frá dómi.“ Frá Kveimaskélanun í Reykjavík INNIýjEGAR ÞAKKIR til allra þeirra, er auðsýndu Kvennaskólanum í Reykjavík vináttu og ræktarsemi á sjö- tugsafmæli hans, 1. október s. 1. Enfremur kærar þakkir til nemendasambands skólans, er gekkst fyrir veglegu afmælis- hófi að Hótel Borg, 4. þ. m. og þeirra, sem sátu það Ragnheiður Jónsdóttir. HJARTANS ÞAKKIR fyrir alla þá miklu vináttu og sæmd er, okkur var sýnd á 25 ára hjúskaparafmæli okkar. Ingibjörg Gissurardóttir og Símon Símonarson Hringbraut 70. t Sunnudaginn 12. nóv. í Skólavörðustíg 19 kl. 3 e. h. Fé- jj lagskonur og aðrar, sem vilja styrkja félagið með því að gefa muni á bazarinn, geri svo vel að koma þeim til undirritaðra í síðasta iagi laugardaginn 11. nóv. Eriet Ölafsdóttir Lindarg. 63 Valgerður Jónsd. Flringb. 171 Súsanna Guðjónsd. Grettg. 23 Halla Loftsdóttir Barónsst. 27 Helga Bjarnad. Fálkag. 10 Jóhanna A. Jónsd. Brávg. 14 Hallfríður Jónasdóttir Brekkustíg 14 B. I e - átédyra&krár, með handföngum og smekklás Y a I e - skápaskrár Y a I e skrifborðaskrár A. Einarsson & Funk. Kirkjuhljémleikaritir til minningar um Sigfús Einarsson endurteknir ■jTfe ÓMKIRKJUKÓRINN end- *** urtekur kirkjutónleika sína ti'l minningar um Sigfús Ein- arsson, tónskáld og stjórnanda kórsins um margra ára skeið, næstkomandi sunnudag kl. 9. ■síðd. Auk þess, sem kórinn syngur, leikur Þórarinn Guð- mundsson einleik á fiðlu, með undirleik Sigurðar ísólfssonar. Páll ísólfsson stjórnar kómum og leikur auk þess á orgel. Einsöngvarar ■ fcórsins eru: Guðrún Ágústsdóttir, sópran, Kristín Einarsdóttir, alt og Her mann Guðmundsson, tenór. Allt það, sem flutt verður á tónleikum þessum er eftir Sig- fús Einarsson, alls 9 verk. Inngangseyri öllum, er inn kemur, verður varið til þess að reisa legstein á gröf tónskálds ins, <xg þarf án efa ekki að hvetja fólk til þess að sækja tónleika þessa, þar sem flutt verða aðeins ágæt verk eins fremsta tónskálds ofckar og það af beztu listamönnum okkar, en auk þess gefst hér tækifæri til þess að heiðra minningu mannsins og tónskáldsins, Sig- fúsar Einarssonar. G. St. Félagslíf. Ungmennafélag Reykjavíkur heldur félagsfund með kaffi- drykkju annað kvöld kl. 9. Dr. Björn Sigfússon les félagsblaðið Umræður um félagsmál. Stjómin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.