Alþýðublaðið - 09.11.1944, Side 5

Alþýðublaðið - 09.11.1944, Side 5
iFluuntudagar 9. nóv. 1944 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Umbætur á bókaútgáfu — Bókbandssýning Félagsbók- bandsins — Úrvalsskáldrit á íslenzku — Fyrirhuguð útgáfa — Innheimta Sjúkrasamlagsins og lögtaksgjöld- ia. — Yfirfull danshús og ótakmörkuð aðgöngumiða- sala — Bréf frá fjórum, sem urðu að flýja. © HEF ÁÐUR minnst á það hér í pistlum mínum, að bóka gerð er aftur að fara fram hér á laudi. Fyrir stríð og í byrjun |»ess, þegar bókaútgáfan dx skyndi 5ega, hrakaði bókagerðinni mjög og var þá eins og hugsað væri meira um það að hrúga sem mestu mt, án tillits til útbúnaðar og gæða. Ég skoraði þá á almenning að <taka sjálfur í taumana og kaupa aðeins þær bækur sem góðar væru <og vel úr garði gerðar. Ýmsir aðr ir gerðu þetta að umtalsefni og hef Sr það áreiðanlega borið árangur, Sþví að bókaútgefendur vanda nú mikln betur til bóka sinna en áð- <ar vár. í BYRJUN OKXÓBER var hald in bókasýning hér í bænum — í glugganum hjá líressingarskálan- um. Þar sýndi Félagsbókbandið ýmsar bækur, sem það hafði út- búið og staðnæmdust margir til að horfa á bækumar. Þama voru sýndar margar bækur, sem voru hinar pýðilegustu að öllu útliti og var band þeirra með hinum mesta enildarbrag. Ég veit að fleiri bók- bandsstofur og bókaútgefendur hafa lagt ríka óherzlu á útlit bóka .sinna og er það vel, því að íslend ángar kaupa ekki bækur til þess aðeins að lesa þær og henda þeim svo heldur og til þess að prýða heimili sín og eiga þær. ÉG SÉ að Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guðjónssonar hefir ákveðið að efna til mikillar nýrrar bókaút- gáfu á næstunni. Samkvæmt til- kynningu fyrirtækisins ætlar það að gefa út úrvals skáldrit 12 þjóða, eitt frá hverri þjóð og hefir það valið marga ágæta menn til að sjá 'um þessa útgáfu. Er ætlast til að mjög verði vandað til þesarar út- gáfu, bæði að efni til og öllum út- foúnaði og á að selja þessar bækur aðeins til áskrifenda, en allar eiga þær að koma út á 3—4 árum. Það er mikill fengur fyrir okkur að fá slíkar bókmenntir á íslenzku — og ég hef allt af sagt það, að því fé sem eytt er í bækur er ekki á glæ ’kastað. Er bara nauðsynlegt að út- gáfufyrirtækið reýni að hafa þessa útgáfu svo ódýra að sem allra flest Ir geti eignast hana. „ÓÁNÆGÐUR“ skrifar mér og spyr: „Getur Sjúkrasamlag Reykja víkur farið til fyrirtækja, sem mað ur vinnur hjá og tekið af kaupi snanns, án þess að tala við mann sjálfan, Sjúkrasamlagsgjald, sem fallið er í gjalddaga? Geta þeir menn, sem framkvæma þetta tek ið sérstakt lögtaksgjald í ofaná- lag á hið áfallna Sjúkrasamlags- gjald?“ SJÚKRASAMLAGEÐ getur far- ið til atvinnufyrirtækja og tekið ófallin sjúkrasamlagsgjöld af kaupi manna, en það er fullyrt í skrif- stofu samlagsins að það sé aldrei gert, án þess að áður hafi verið talað við viðkomandi mann, eða að gerðar hafi verið ítrekaðar tilraun ir til þess að hafa tal af honum og þær tilraunir mistekist. Lögtaks menn munu hafa leyfi til þess að taka sérstakt lögtaksgjald. Þeir eru starfsmenn borgarfógeta en ekki Sjúkrasamlagsins, enda getur það ekki framkvæmt lögtök. Það afhendir liins vegar borgarfógeta kröfuuphseðimar til lögtaks. „TVÆR STÚLKUR OG TVEER PILTAR“ skrifa mér á þessa leið: „Við vormn að koma af dansleik og samþykktum á leiðinni heim að skrifa þér. Þú veizt að það er gott fyrir unga fólkið að geta skemmt sér svolítið, ef það er í hófi. Okk- ur þykir líka gaman að skemmta okkur. Hér í bænum eru nokkrir staðir, þar sem hægt er að efna til dansskemmtana, en sá hængur er á, að þessir staðir eru svo yfir- fullir, að þar er eiginlega ekki hægt að skemmta sér.“ „1 KVÖLD urðum við að flýja heim vegna þrengsla. Við keypt- um okkur öll inn, en þegar dans- inn átti að hefjast var orðið svo fullt í húsinu að ekki varð þver- fótað á gólfinu og næsta ómögu- legt að dansa. Getur ekki tollstjór inn haft eftirlit með þessu? Okkur er ekki grunlaust um að aðgöngu miðarnir séu stundum seldir tvis- var, þ. e. að þegar maður er búinn að afhenda aðgöngumiða sinn við innganginn, þá sé hann bara seld ur þeim næsta.“ „ÞETTA FINNST OKKUR alveg óþolandi ástand. Aðgangseyrir er mjög dýr og maður á þá vitan- lega heimtingu á því að maður fái tækifæri til þess að njóta þeirrar skemmtunar, sem maður hefir keypt. En með þessu ófremdar- ástandi er það, oft svo að það er ekki hægt. Við viljum mælast til þess að þú minnist á þetta, ef vera mætti, að þeir, sem þessum málum ráða, sæju að sér og takmörkuðu nokkuð aðgöngumiðasöluna við það húsnæði, sem notað er í hverju tilfelli." Hannes á horninu. Sendisveinn • óskast nú þegar. — Upplýsingar í afgreiðslunni. — 'i 1 ú áElfiélaití, simi 4f®®. i AUGlÝSiD í ALÞÝÐUBLAÐSNU Fallegar sundmeyjar. ÍÍit&ÍÍÍÁY'cWi Þessar fimm fögru meyjar eru frægir sundgairpar íþróttafélrgs Los Angelesborgar í Banda- ríkjusnu'm. Þær heira, talið frá vinstri tii nægri. Marian F.rock, Lou Ann McClosky, Wave Winters, Ruth Nurmi oe Virginia Hunt. Þær virðast vera í solskinsskapi, iþótt hörð ændum. UndralFfið gegn tangaveikinil VÍSINDAMENNIRNIR hafa sigrazt á húsflugunni, sem hefur verið hinn hættulegasti smitberi og valdið því, að skæð ar sóttir hafa herjað lönd og þjóðir. En þeir hafa gert meira. Þeir hafa svo að segja sisrazt á öllum iþeim iskorkvikindum, sem ásótt hafa mannkynið, en þó fyrst og fremst flugum, lús- um og flóm. Nafnið á undralyfinu, sem er' vopn vísindamannanna í ari báráttu, er skammstafað D.D.T. Þýzkir vísindamenn fundu það raunverulega upp árið 1870, en þó var það ekki fyrr en árið 1942, sem þ^(ð kom að tilætluðum notum og þá j yx- ir atbeina brezkra og amor- ískra vísindamanna. Ég hef séð undralyf þetta í rannsóknarstofum. T>'"x hvítt duft, sem mjöig þekkilegan ilm leggur af. Sérhverju skordýri, sem stígur fæti sínum á duft þetta, er bráður bani búinn,* en hins vegar er það algerlega ó- skaðlegt mönnunv En undraiyf þetta mun ekki verða gert að almennineseign fyrr en að ráðnum ú’-'-F1— ó- friðar þess, sem nú er háður. Birgðir þær af lyfi þessu, sem framleiddar eru um þessar mundir, fara allar til hersins. Undralyf þetta á ekki hvað minnstan þátt í því, að banda- menn unnu orrustvno --- Norður-Afríku. Það olli '^n. að bandamenn áttu þar á að skipa hraústasta eyðimerkurher, sem veraldarsagan kann frá að greina, og her þeirra reyndist her Þjóðverja mun hraustari. Dufti þessu var stráð í skyrt- ur hermannanna, sem einnig reyndist auðið að bvo hn°fileea oft. Það varð til þess, að skað- leg skordýr settust ekki á her- mennina. Sér í lagi skipti það miklu máli, að með þessum hætti reyndist auðið að koma í veg fyrir það, að lúsin, sem ber taugaveikina, ásækti hermenn- ina. Hins vegar herjaði tauga- veikin mjög þýzku hersveit- irnar. Leon Fox hersíhöfðingja, sem veitti forstöðu þeirri deild Bandaríkj ahersins, er hafði á hendi taugaveikislækntngar og hafði aðsetur sitt í Kairó, tókst ÞESSI, sem hér er ^ þvdd úr tímaritinu Engl ish Digest og er eftir Louise Morgan, fjallar um hið nýja undralyf, sem drepur lýs, flær, flugur og önnur skor- dýr, sem eru hættulegir smit berar og hafa valdið mann- kyninu ólýsanlegu böli með því að breiða út ægilega sjúk dóma eins og taugaveikina og aðra slíka. Lýsir greinar- höfundúr þeim árangri, sem þegar hefir náðst af lyfi þessu og gefur fyrirheit mn það, að það muni tekið í notkun xun heim allan eftir stríð. með aðstoð D.D.T. að sigrast á taugaveikisfaraldri 1 Napoli, sem allar líkur virtust til að yrði tvö hundruð og fimmtíu þúsundum manna að bana. Napoilibúar hrundu niður, og fjörutíu manns tóku veikina dag hvern að meðaltali, þegar Fox hershöfðingi kom þangað í fyrravetur. Hann ákvað að láta bera D.D.T. á gervalla íbúa borgarinnar. Hann lét fyrst bera undra- duftið á fjörutíu þúsundir manna, sem tekið höfðu veik- ina. Þá lét hann bera það á eina mdlljón og þrjú hundruð þúsundir borgarbúa, sem gáfú sig fram af fúsum vilja til þess að hagnýta sér þessa sóttvöm. Var starf þetta framkvæmt á f jörutíu og þrem stöðum í borg- inni, og flykktist fólk þangað i i stórhópum. Á einum stað varð ' að kveðja herlið á vettvang til þess að halda uppi röð og reglu. Faraldurinn rénaði brátt svo mjög, að hans gætti lítt telj- andi. Þetta var í fyrsta sinni, sem komið hafði verið í veg fyrir útbreiðslu taugaveikisfar- aldurs að vetrarlagi. Fox hers- höfðingi var hetja dagsins. Hann sendi svohljóðandi til- kynningu: „Vér hiöfum sigrazt á taugaveikinni!" Vísindamennimir létu ekki þar við sitja að vinna öllum stundum að því að fullkomna D.D.T. Þeir öldu lýsnar jafn- framt á sjálfum sér. Sumir sérfræðingamir þoldu þennan ófögnuð sæmilega, en öðrum reyndist ómögulegt að þola varginn. Þegar ég heim- sótti brezka rannsóknarstofu, var mér sýnd aðferð sú við lúsaræktina, ‘ sem er hin eina, er teljast verður ömgg til þess að halda lífi í skorkvikindtm- um og reyna duftið á þeim. Brezkir og amerískix vísinda- menn leggja mikla áhezrlu á það að leyndarmál þeirra fari ekki fleiri í millum en þeirra sjálfra, svo að það er örðugt að gefa upplýsingar ,er heitið geti, um undralyf þetta. Þó get ég gefið þær upplýsingar, að vís- indamennirnir Ihafa skipt með sér verkum í þessu efni þann veg, að brezku visindamenn- imir vinna að því að fram- leiða lyfið, en hinir amerísku starfsnautar þeirra við að reyna það í framkvæmd. Tilraunir þær, sem Banda- ríkjamenn hafa 'þegar gert með undralyfið D.D.T., hafa fært mönnum heim sanninn um það, hvílík geipileg not muni að því verða fyrir gervallt mannkyn eftir að friður hefur á komizt og unnt reynzt að gera það að almenningseign. Duft þetta hefur þau áhrif, að sérhver fluga eða lús, sem snertir fæti við því, steindrepst þegar í stað. Með dufti þessu er hægt að hreinsa geysistórar verksmiðjur gersamlega af öll- um skorkvikindum á skammri stundu. Sé það borið á hunda og ketti, drepur það allar flug- ur, sem á þá setjast. Sé það borið á sauðfé, drepur það og sauðalúisina þegar í stað. Það drepur og blaðlýs og önnur þau kvikindi, sem hvimleiðust þykja í híbýlum manna og grennd við þau, auk þess, sem þau eni hættule.gir smitberar og hafa þannig leitt ótal hörm- ungar yfir mannkynið. Reynsla sú, sem fengizt hef- ur af lyfi þessu meðal her- mannanna, færir mönnum heira sanninn um það, að hér er ura sannnefnt undralyf að ræða, sem veldur þáttaskiptum í sögu Framh. á 6. siðu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.