Alþýðublaðið - 10.11.1944, Síða 5
Föstudagur 10. nóvember 1944.
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Byggingamálin og menning þjóðanna — Húsnæðisvand-
ræðin og frámtíðin — Tveir vinir ræðast við og deila
— Byggingamálaráðstefnan og sýning hennar.
EINHVER sagði það í sambandi
við byggingamálaráðstefnnna,
að byggingar þjóðanna væru mæli
kvarði á menningu þeirra, og ef
þetta ætti við um okkur íslend-
inga, þá stæðum við ekki vel að
vígi í samanburðinum. Þetta mun
vera rétt, en stórstígar hafa þó
framfarirnar á þessu sviði verið á
síðustu árum. f>að eru ekki ýkja
mörg ár síðan að mikill meirihluti
þjóðarinnar bjó í híbýlum sem í
raun og veru voru ekki mannabú-
staðir.
ÞETTA HEFIR smátt og sxnátt
verið að breytast, þó að enn sé
óralangt frá því að ástandið sé við-
unandi, og á það er rétt að bénda
í þessu sambandi, að eini tilfinn-
anlegi skorturinn, eina neyðin í
þessum bæ síðast liðin 5 ár, síðan
styrjöldin hófst og hin mikla at-
vinna, hefir verið húsnæðisneyðin,
en hún hefir verið beinlínis hræði-
leg.
ÞAÐ KANN að vera að til séu
einhver kauptún á landinu, þar
sem byggingar eru viðunandi fyr
ir íbýana, en ég hugsa að þegar
allt sé athugað, þá séu þau ekki
mörg, og mjög víða er þetta í hin-
um mesta ólestri. Ekki eru sveit-
irnar betri hvað iþetta snertir en
Reykjavík og kaupstaðir og kaup-
tún. í sumum sveiturti eru manna
bústaðir svo lélegir að engu tali
tekur og til stórkostlegra lýta er
bæði fyrir sveitirnar sjálfar og
menningu íbúanna.
UNDARLEGT ER ÞAÐ að þetta
fer ekki eingöngu eftir afkomu-
möguleikum í sveitunum. Talað er
oft um eitt hérað, þar sem margir
héraðshöfðingjar hafa ríkt lengi og
afkoma almennings hefir lengi ver
ið talin mjög sæmileg, en hvergi
sér byggingar eins langt á eftir
tímanum, hvergi eins hryggilega
lélegar og bókstaflega óhæfar. Ég J
hef farið um þessa sveit og ég var J
alveg undrandi á því hversu lé-
' legir mannabústaðir voru þar.
HIÐ SAMA MÁ raunar segja
um Reykjavík. Enn má segja að
fólk neyðist til að hafast við í á-
líka húsnæði og búpingsklefarnir
á íþróttavellinum eru. Þó að menn
búi þar líkast til ekki nú, þá bjó
fólk þar fyrir nokkrum árum —
og ber þess aldrei bætur. — Við
íslendingar stöndum illa að vígi í
byggingarmálurm Næstum allt, sem
til bygginga þarf verðum við að
kaupa inn í landið og bygginar
eru hér ægilega dýrar, eins og
dæmin sanna. Þetta er þó nokkuð
að breytast eins og sýningin ber
með sér.
EINU SINNI vorrnn við saman
fjórir vinir eina kvöldstund og við
ræddum um menningu þjóðarinnar
og þar á meðal byggingamálin.
Einn okkar hélt því fram að fólk
myndi ekki bæta byggingar sínar
fyrr en það öðlaðist meiri menn
ingu. Hann er mikið fyrir listir og
hann sagði, að það ýrði að kenna
fólkinu fyrst að meta listina. Það
ætti að fá það til þess að kaupa
falleg málverk, hengja þau upp
hjá sér og læra að meta þau. Ef
þetta tækist þá myndi menning
þess aukast á öllum sviðum.
ANNAR SAGÐI að fyrst yrði að
hjálpa fólki til að eignast sæmi-
legt húsnæði og síðan myndi það
fara að kunna að meta listaverk.
Ég man að hann sagði: Það er
mesta menningarmálið að byggja
verkamannabústaði, svo að fólkið
geti eignast hrein og góð og falleg
heimili. Það þýðir ekki fyrir þig
'að fara með fallegt málverk eftir
Kjarval í kjallaraíbúð, þar sem
allt vellur út í slaga og hengja það
þar upp. Eftir skamma stund er
það orðið ónýtt og skapar hryggð
á heimilinu. Nei. Fyrst að byggja
góðar íbúðir og svo að flytja lista
verkin, þægileg og falleg húsgögn,
hljóðfæri og málverk inn í þær.“
■*.
ÞEIR RIFUST um þetta allanga
stund og ég var ekki í vafa hvor-
um ég fylgdi að málum. Undirstaða
menningarinnar er þolanlegt hús-
næði, því að ef að heimilin eru
léleg, þá er ekki hægt að gera þau
að þeim gróðurreit, sem þau eiga
og þurfa ‘að vera. Við íslendingar
skiljum þetta og á þennan veg, þó
að seint hafi gengið að beina þró-
iminni inn á hinar heppilegustu
brautir í þessu efni. En við höfum
hafið viðreisnarstarfið. Það er erf-
itt, mjög erfitt, en við vinnum það
samt og við munum sigrast á því.
■ ÞAÐ BER að þakka það að efnt
hefir verið til þessarar bygginga-
málaráðstefnu og sýningarinnar í
sambandi við hana. Vel má vera
að þessi ráðstefna geti orðið til
þess að skapa nýjan áhuga fyrir
uppbyggingastarfinu og hrinda af
stað nýjum framkvæmdum, svo að
við þurfum ekki lengur að bera
kinnroða vegna húsnæðisvandræða
þjóðarinnar.
Hannes á horninu.
Sendiminn
óskast nú þegar. — Upplýsingar í afgreiðslunni. —
Bezt að auglýsa í Alþýðublaðlnu.
Þannig hafa þeir flestir endað.
•Myndin sýnir síðustu augnablik þýzks káfbáts á Atlantshafi Sp-nerigjuna amerískra flug-
véla rignir í krin.gum hann og álhölfnin heldur sér dauðahalii í turninn. En það er aðeins
augnabliksspursmál, hvenær ein spnenigjan bindur enda á stríð þeirra og sendir. kafbát-
inn til bdtns. Þannig hafa þeir flestir endað.
Þáttur Jan Mayen í slríðinu
HP IL ÞESSA hefur því verið
haldið vandlega leyndu, að
frá því í ársbyrjun 1941 hafa
nokkrir harðgerðir menn haft
aðsetur á smáeyju nyrzt í norð-
urhöfum. Eyja þesSi hefur ver-
ið nefnd „Eyja X“ og er álíka
stór og eyjan Wight við Bret-
land. En Eyja X er að því leyti
gerólík Wight, að hún er
hrjóstrug mjög og hulin snjó og
klaka. Þar gnæfir sjö þúsund
feta hátt eldfjall við himin. Hið
rétta nafn hennar er Jan May-
en, og eyja þessi Iiggur norðan
heimskautabaugs, langt norður
af íslandi. Eyjan liggur nær
miðrai; leiðar milli Grænlands
oig Spitzbiergen, óraledð frá
öðrum löndum.
Jan Mayen er eign Norð-
manna, og þar var mfVi'ÍT.^CT
veðurathuganastöð á friðartím-
um. Þegar Þjóðverjar naöu
Noregi á vald sitt árið' 1940,
skipti það mjög miklu máli, að
óvinirnir næðu ekki Jan May-
en á vald sitt. Skip var því
sent þangað norður eftir með
nýtízku vísindatæki, er fengin
skyldu í hendur veðurfræðing-
anna, sem þar störfuðu, og
nokkra norska hermenn, sem
hertaka skyldu eyjuna. Því
miður strandaði skipið á hraun-
rifi úti fyrir ströndum Jan
Mayen. Mannbjörg varð að
sönnu, en öll vísindatækin fóru
forgörðum. Annað skiþ var þá
sent á vettvang til þess að
sækja veðurfræðingana tfjóra og
skipbrotsmennina. Áhöfn þess
var og falið að sprengja út-
varpsstöðina í loft upp, til þess
að koma í veg fyrir, að óvin-
irnir hefðu hennar not, ef þeir
skýldu leggja leið sína til eyjar-
innar. Þannig var allt fólk flutt
brott frá Jan Mayen, en brezk-
ur tundurspillir var látinn vera
á verði við strendur hennar, og
skyldi hann koma í veg fyrir
sérhverja landgöngutilraun
Þjóðverja. Þannig var ráðizt á
fyrsta þýzka skipið, sem til eyj-
arinnar kom. Það var hrakið
upp að klettaströndinni, þar
sem þar brotnaði í spón •
Um þessar mundir var liðið
f^REIN ÞESSI, sem er
eftir A. H. Rasmussen
og var upphaflega flutt sem
erindi í brezka útvarpið en
er hér þýdd úr útvarpstíma-
ritinu The Listener,, fjallar
um veðurathuganastöð
bandamanna á eyjunni Jan
Mayen í norðurhöfum og
þátt hennar í stríðinu.
Langt tfram á hauist, og bæði
Bretar og Þjóðverjar gerðu sér
grein fyrir því, að kapphlaup
myndi háð um eyjuna strax og
ísa leysti næsta ár og unnt
yrði að senda skip þarigað
norður eftir. Bretar töldu sig
miklu skipta að verða fyrri til
en óvinirnir. Þeir réðu því tólf
Norðmenn, sem dvalizt höfðu
langdvölum í norðurhöfum að
vetrarlagi, til þess að fara til
eyj arirmap strax og áuðið
væri og verja hana gegn hverj-
um þeim, er freistaði þess að ná
henni á vald sitt. Tólfmenning-
arnir stigu á land á Jan Mayen
í marzmánuði árið 1941, og voru
það einsdæmi, að leiðangur
Væri gerður út til norðurhafa
svo snemma árs. Þeir hrepptu
hagstætt veður á leiðinni og
komust heilu og höldnu gegnum
ísinn á skipi því, sem flutti þá
norður eftir. Þegár til eyjarinn-
ar kom, reyndist sjórinn kring-
um eyjuna íslaus á stóru svæði.
Leiðangursmennirnir stigu á
land og skipuðu upp farangri
sínum. Snjórinn var svo mik-
ill, að hundarnir gátu ekki
dregið sleðana með farangrin-
um, svo að þeir félagar urðu
að flytja hann til samastaðar
síns á skíðum. ,
Leiðangursmennirnir hófust
þegar handa, en það var
vissulega enginn hægðarleikur
að athafna sig þarna norður
frá. Þeir sprengdu úr klaka og
hrauni undirstöðuefni í grunn
kofa sinna og útvarpsstöðvar-
innar. Oft skullu á fárviðri,
sem eyðilögðu á nokkrum
klukkustundum það, sem hafði
koistað þá' margra daga vinnu
Kuldinn var svo óskaplegur, að
þeir gátu aðeins haldið á verk-
færunum nokkur andartök í
einu. Auk þess tóku þýzkar
sprengjuflugvélar að herja
eyjuna, og þær héldu uppi vél-
byssuskothríð og sprengjuregni
á þá, er þeir voru við vinnu
sína. Allan þennan tíma voru
veðurskeyti send til Bretlands
átta sinnum á dag. En veður-
skeyti þessi skiptu mjög miklu
máli fyrir hernaðaraðgerðir
bandamanna í lofti og á legi
þetta örlagaríka ár. Að mínum
dómi var ekki megindáð þessara
manna sú að reisa útvarpsstöð
við þessar aðstæður. Mest
finnst mér till um það, að
þeim skyldi reyriast auðið að
koma þarna upp veðurathug-
anastöð uppi á háum kletti, en
upp á hana varð ekki komizt
nema klífa eftir löngum kaðli.
Hér var um'varúðarráðstöfun
að ræða. Uppi á kletti þessum
reistu þeir varaútvarpsstöð. Því
næst fluttu þeir þangað birgðir
af vistum til þess að geta var-
izt þa>r, etf til (þeiss skyldi koma,
að óvinirnir gengju á land á eyj
unni. Með þessu móti hugðust
þeir geta varizt fjölmennum
her, með því að draga kaðalinn
til sín, og senda veðurskeyti til
Bretlands, meðan vistir þeirra
entust. Tveim mánuðum eftir að
þeir komu til eyjarinnar, bætt-
ist þeim liðskostur átján manna.
Þeir höfðu loftvarnabyssur
meðferðis og styrktu þannig
varnir eyjarinnar að miklum
mun. Síðar um sumarið var
annað skip sent þangað norður
eftir með hergögn, matvæli og
annan útbúnað undir veturinn.
Þegar skip þetta lét í haf, veif-
uðu þeir, sem eftir urðu, til
skipverjanna. Hlutverk þeirra
var að una öllu því öryggisleysi,
sem steðjar að fámennum setu-
liðum, og vera einangraðír frá
umheiminum árlangt.
Það má með sanni segja, að
Framh. á 6. síðu.