Alþýðublaðið - 12.11.1944, Síða 7
Sunnudagur 12. nóv. 1944.
Bœrinn í dag.
Næturlseknir er í nótt og aðra
nótt í Læknavarðstofunni, sími
5030.'
Næturvörður er í Reykjavíkur-
apóteki.
Helgidagslæknir er Snorri Hall
grímsson.
Næturakstur annast B. S. í.,
sími 1540.
ÚTVARPIÐ:
11.00 Morguntónleikar (plötur):
Tónverk eftir Johann Sebastian
Bach og syni hans, Johann Christ
oph og Philip Emanuel: a) Svítur
í G-dúr og D-dúr eftir J. S. Bach.
b) Konsert fyrir hljómsveit eftir
Ph. E. Bach. c) Symfónía eftir J.
Chr. Baeh. 12.10—13.00 Hádegis
útvarp. 14.00 Meksa í Hallgríms-
sókn (séra Ragnar Benediktsson).
15.15 Miðdegisútvarp (plötur): a)
Söngvar eftir Richard Strauss. b)
Rapsodiur eftir Liszt. c) Valsar.
18.30 Barnatími: a) Leikrit: „Þor
steinn Þumall“ (Leikstjóri: Ævar
R. Kvaran). b) Upplestur (Stefán
Jónsson rithöfundur). 19.25 Hljóm
plötur: „Kije liðsforingi“ eftir
Prokoffieff. 20.20 Einleikur á fiðlu
<Þótrir Jónsson): a) „Ástarsorg“
eftír Kreisler. b) Chanson Polon-
aise eftir Wieniawsky. c) Valse
lente eftir Merikanto. d) Kuija-
viak eftir Wieniawsky. 20.35 Er-
indi: Um Oscar Wilde og skáldrit
hans (Sigurður Einarsson slkrif-
stofustjóri). 21.00 Minningartón-
leikar um Sigfús Einarsson tón-
skáld (Dómkirkjukórinn syngur.
— Einsöngur: Guðrún Ágústsdótt
ir, Kristín Einarsdóttir, Hermann
Guðmundsson. — Einleikur: Páll
ísólfsson, Þórarinn Guðmundsson).
21.20 Fréttir. 21.25 Danslög. 22.00
Fréttir. 23.00 Dagskrárlok.
Á MÁNUDAG'
Næturakstur annast Aðalstöðin,
sími 1383.
ÚTVARPIÐ:
8.30 Morgunfréttir. 12.10—13.00
Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Mið-
degisútvarp. 18.30 íslenzkukennsla
2. flokkur. 19.00 Þýzkukennsla, 1.
flokkur. 19.25 Þingfréttir. 19.45
Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.30
Erindi: „Lönd og lýðir,“: Svip-
myndir úr sögu Póllands (Knútur
Arngrímsson skólastjóri). 20.55
Hljómplötur: Lög leikin á bala-
laika. 21.00 Um daginn og veginn
(Sigurður Bjarnason alþingismað
ur). 21.20 Útvarpshljómsveitin: ís-
lenzk þjóðlög í raddsetningu Svein
bjarnar Sveinbjörnssönar. — Ein
söngur (séra Marinó Helgason): a)
Largo eftir Handel. b) „Friður á
jöröu“ eftir Árna Thorsteinsson.
c) Vögguljóð eftir Sigurð Þórðar-
son. d) „Hátt ég kalla“ eftir Sig-
valda Kaldalóns'. e) „The lost
chord“ eftir A. Sullivan. 22.00
Fréttir. Dagskrárlok.
Hverfisstjórafundur
svo og annarra trúnaðarmanna
Alþýðuflokksins verður haldinn
annað kvöld kl. 8.30 í Iðnó (uppi).
Dagskrá furidarins hefir verið
send, ásamt fundarboði, í pósti.
Stúlka eða
eldri kona
óskast til þess að sitja hjá
börnum þrjú kvöld í viku.
Upplýsingar Bjárgarstíg
15, 1. hæð.
ALÞYÐUBLAÐIP
Goðafcss skofinn í kaf
7
Jarðarför konunnar minnnar,
Þórdísar Guðjónsdóttur,
fer fram 14. þ. m. Hefst kl. 1 e. h. með bæn að heimili okkar
Suðurgötu 49, Hafnarfirði.
Guðmundur Erlendssox.
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda hluttekningu við andlát
og.jarðarför
Stefáns lunólfssonar frá Eskihlió.
Aðstandendur.
Móðir mín,
Signý BárSardóttir,
frá Skálmarbæjarhraunum verður jarðsungin frá Dómkirkjunni,
þriðjudaginn 14. nóv. n. k. og hefst athöfnin með húskveðju að
heimili hinnar látnu, Baldursgötu 29 kl. 1,30 e. h.
Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað.
Fyrir hönd aðstandenda
Arinbjöm ÞorkeLsson.
Frh. af 2. síðu.
vélaviðgerðanám í Bandaríkj-
unum.
Skipverjarnir, sem
hjöguóust
Nöfn skipverjanna, sem bjarg
að var, fara hér á eftir.
Sigurður Gíslason, skipstjóri,
Vesturgötu 16.
Eymundur Magnússon, 1.
stýrimaður, Bárugötu 5.
Stefán Dagfinnsson, 2. stýri-
maður, Hringbraut 132.
Hermann Bæringsson, 2 vél-
stjóri, Hringbraut 32.
Aðalsteinn Guðnason, 2 loft-
skeytamaður, Dagverðareyri.
Sigurður Guðmundsson, há-
seti, Vesturgötu 16. <
Gunnar Jóhannsson, háseti,
Ránargötu 10.
Baldur Jónsson, háseti, Báru-
götu 31.
Ingólfur Ingvarsson, háseti,
Öldugötu 4.
Árni Jóhannsson, kyndari,
Tjarnargötu 10 B.
Stefán Olsen, kyndari, Sól-
vallagötR 27.
Guðmundur Finnbogason,
matsveinn, Aðalstræti 8,
Arnar Jónsson, búrmaðUr,
Laugavegi 44.
Guðmundur Árnason, þjónn,
Laugavegi 11.
Frímann Guðjónsson, bryti,
Kaplaskjólsvegi 1.
Jóhann Guðbjörnsson, háseti,
Skeggjagötu 14.
Stefán Skúlason, þjónn yfir
manna, Flókagötu 27.
Þess skal getið að einn há-
setanna, Loftur Jóhannsson frá
Eyrarbakka, varð eftir í New
York, vegna sjúkleika.
Farþegarnir, sem
bjöguöust
Farþegarnir, sem björguðust
hétu:
Áslaug Sigurðardóttir, Ás-
vallagötu 28.
Agnar Kristjánsson, Hring-
braut 132.
Þegar skiphrots-
mennirnir komu aö
landi
Þegar sú fregn barst um bæ-
inn síðari hluta föstudagsins,
að Goðafoss mundi hafa orðið
fyrir tundurskeyti og sokkið,
og að óttast væri um að mikið
af áhöfn skipsins og farþegum
hefðu faarizt, var sem skugga
drægi yfir bæinn. Fólk varð
hljótt og alvörugefið, og hvar
sem menn mættust, var spurt
um Goðafoss og afdrif fólks
þess, sem með honum var.
En fregnir voru óljósar. Allt
kvöldið og fram á nótt lifði
fólk í hræðilegri óvissu og
kvíða, enginn vissi neitt um það
hve margir hefðu komizt lífs
af, en fréttir höfðu þó borizt
urn, að tvö erlend skip væru á
leið til Reykjavíkur með skip-
brotsmenn. En skip þessi komu
ekki til Reykjavíkur fyrr en
um og eftir miðnætti aðÞ”"
nótt laugardags.
Um klukkan 7 á föstudags-
kvöldið, eftir að frétzt hafði
um að tvö skip væru á leiðinni
til lands með fólk af Goðafossi,
fór fjöldi manns að safnast ni
ur að höfn, til þess að taka á
móti þeim, sem með skipunum
kynnu að koma.
Bifreiðar voru í þéttum byrp
ingum meðfram Hafnarib”<^*'m
og vestur imdir verbúðabrvíjg-;
ur, og fólkið hnappaði sig í
s'kjóli við húsin.
Allir störðu út á jsióinn, út í
éndalaust myrkrið. í hvert sinn
,sem skipsljós sást úti á sjónum
kom hreifing á alLa' alltaf var
búist við því að skipin færu að
koma.
Hin kvíðablandna eftirvænt-
ing, sem skein svo að segja úr
aiugum hvers manns, er þarna
var, verður ógleymanleg ölluro
| þeim, sem þarna voru staddir.
Loks, þegar klukkan var að
ganga tólf um kvöldið.
fyrir utan hafnargarðinn, það
líður hægt áfram inn undir hafn
armynnið, og nú er ekki um að
villast. Það er björsunarskip ,°ð
koma, því lögreglan biður alla
að færa sig upp af bryp”l’in’"'
upp undir húsin fyrir ofan. Á
bryggjunni er allur við'bú1- -'
til þess að taka á móti sk.rob”'^-
Ifólkinu, sjúkrbifrcYÍ^''"
börur o. fl. En fólkið- má ekki
koma fram á brypcr-5’—
það torveldi ekki landgönguna.
Ljósið líður inn höfnina, og
loks mótar fyrir gráleitu skipi
í myrkrinu; það leggst að vest-
an verðu við Sprengisand og
um le:ð :renrr’’r
herra, Ólafur Thors, u-m borð.
En óvissan er ekki búin enn
þá. Aðeins tveir af skipbrots-
mönnunum hafa komið með
þessu skipi, og þeim er ekið í
burtu. í sjúkrabifreið inn að
Laugarnesi.
Ennþá veit enginn hve marg
ir hafa komizt lífs af. Það er
búizt við að nokkur stund líði
þar til siðara skipið komi og
margrr hverfa í burtu frá höfn
inni, í bili.
. Klukkan var að byrja að
ganga þrjú. Þá sést aftur skips
ljós líða inn sundin, það tekur
beygju og skríður inn hafnar-
mynnið.
Nú er aftur orðið mannmargt
við höfnina, og þegar skipið er
lagst upp að, hefir lögreglan
nóg að gera við að gæta þess
að fólkið þyrpist ekki fram á
hafnargarðinn.
En það fer á sömu leið og
þegar fyrra skipið kom, skip-
brotsmennirnir eru látnir fara
upp í bdfreiðar og þeir fluttir
í sjúkrahúsið að Laugarnesi.
Þrír piltar, sem af komust, fá
þó að fara heim með feðrum
sínum, sem faðma þá að sér, og
leiða þá í burtu upp bryggjuna.
En fljótt berast þó fréttir
manna á meðal, hverjir komið
hafa upp úr skipinu. Þessi sá
þennan, og þessi sá hinn o. s.
frv. En á sama tíma og aðstand
endur hinna nítján, sem kom-
ust lífs af, fengu þau gleðitíð-
indi1, að þeir væru heimtir úr
helju, slokknaði siðasti vonar-
neisti aðstandenda þeitnra, sem
legurúm höfðu hlotið í hinni
votu gröf, við strendur ættjarð
arinna,- þennan úrsvala og
dimma vetrardag.
Þegar Reykvíkingar komu á
fætur í gærmorgun blöktu fán-
ar í hálfa stöng um allan bæinn.
Viðfal við fyrsla sffri-
mannbin
frá því að tundurskeytið hitti
skipið og þar til það var alger-
lega horfið.“
•— Hvað komust margix á
flekann með yður?
„Við vorum sex saman á
fleka. Einn þeirra' var Eyjólf-
ur Edvaldsson loftskeytamað-
ur, sem lézt um borð í björgun-
arskipinu á leiðinni í land. Á
meðan hann var á flekanum
virtist hann hinn hraustasti og
bar sig mjög karlmannlega.“
— Hvað voruð þið lengi á
flekanum áður en skipin komu
ykkur til hjálpar?
„Það munu hafa ver'* -’™
tvær klukkustundir.“
— Voruð þið ekki orðnir
mjög þjakaðir eftir svona lang
an tíma?
„Okkur var náttúrlega orðið
kalt, þív við sátum upp að mitti
í sjónum á flekanum. En svo
fengum við strax þurr föt, þeg
ar við komum mn borð í björg
unarskipið, og aðbúð öll var
hiin bezta.“
— Sáuð þið nokkuð til fólks
ins, sem fórst með skipinu?
„Þetta gerðist allt á svip-
stundu. Ég ímynda mér, að all-
ir þeir sem fórust, hafi strax
sogast niður með skipinu um
leið og það sökk. Þeir sem á
flekana komust, hafa verið bún
ir að synda það langt frá skip-
inu, þegar það sökk, að sog það
sem myndaðist í krinsnmr
um leið og það 'seVk”-'
ekki náð til peirra.“
— Hvenær komuð þið svo til
Reykjavíkur?
„Fyrra skipið kom rétt fyr-
ir kl. 12 á miðnætti, en með V--'
skipi voru aðeins tveir menn
af Goðafossi. Hitt skipið kom
ekki til Reykjavíkur fyrr en
klukkan að byrja að ganga 3
um nóttina.“
— Þið hafið verið lengi í
land af árásarstaðnum?
„Björgunarskipin voru lengi
kringum hann eftir að okkur
var bjargað um borð. Ennfrem
ur var flugvél á þessum slóð-
um fram í myrkur.“
— Og svo var farið með ykk
ur í sjúkrahúsið á Laugarnesi.
„Já, við fengum ekki að fara
heim til okkar, fyrr en við
vorum búin að fá þá hjúkr-
un og að'hlynningu, sem talið
var að við þyrftum. Þ'
föt okkar þúrrkuð og allt var
gert til þess að okkur gæti lið-
ið sem bezt, og svo fórum við
heim urn morguninn.“
Wilfal við annaa far-
þegann, er bjargaðisi
Frh. af 2. siðu.
arbeltið á Sverri litla, en síðan
gerðist allt með svo skjótum
hætti, að erfitt er að segjg frá
því, sem á eftir fór, í réttri at-
burðaröð. Manni gafst einhvern
veginn ekki tími til að hugsa.
Þó var ekki óðagot á neinum.
allir virtust æðrulausir og ró-
legir, enginn hróp eða köll.“
—- Þér komust á fleka, var
ekki svo?
„Fyrst fór ég upp í björgunar
bát á bátaþilfarinu. Frímann
bryti tók í mig og við komumst
upp í bátinn, sem enn hékk í
davíðunum, en svo renndum við
okkur niður á flekann fyrir neð
an. Þá var skipið mjög djúpt
í sjó. Allt gerðist með svo skjótri
svipan, að ég á erfitt með að
átta mig á því öllu, er ég hugsa
til þess. Svo sökk skipið, skutur
inn fyrst, en stefnið stóð síðast
upp úr sjónum. Sogið var mik-
ið, er skipið fór niður og við
gripum það, sem hendi var næst
til þess að koma okkur sem
lengst frá því. Svo komum við
að öðrum fleka og bundum hann
við okkar fleka. Ekki get ég
sagt, að neinn hafi verið hrædd
ur á flekanum, við vissum, að
okkur myndi verða bjargað, en
okkur var mjög kalt. Raunar
var mér ekki svo kalt, ég blotn
aði ekkert fyrr en á flekanum
sjálfum, því við vorum mörg á
honum og hann var svo djúpt
í sjó, Þegar við höfðum bundið
saman flekana leið öllum bet-
ur.“
— Hverjir voru á flekunum
tveim?
Áslaug hugsar sig um, en seg
ir svo:
„Mig minnir, að þar hafi ver
ið Arnar búrmaður, Guðmund-
ur Árnason, Guðmundur Finn-
bogason, Baldur háseti, Sigurð-
ur háseti, Ingólfur háseti, Frí-
mann bryti, Agnar Kristjáns-
son, Stefán Skúlason og Árni
Jóhannsson.
Sumum var afskaplega kalt,
einkum þeim, sem höfðu lept í
sjónum, en við hristum hvert
annað og börðum til þess að
koma blóðinu á hreyfingu. Svo
fundum við skjólföt í flekanum
og breiddum segl í kringum okk
ur og fór strax að líða betur.
Við vorum tvo tíma á flekan-
um, þar til okkur var bjargað
um borð í togara og fengum
þar hina beztu aðhlynningu. Svo
komum við til Reykjavíkur
milli kl. 2 og 3 um nóttina. Flest
ir munu hafa verið fluttir í
sjúkrahhús, en ég fékk að fara
heim strax, enda leið mér vel
þá“.
— Hvernig var yður innan-
brjósts meðan gekk á öllu þessu?
„Ég fann ekkert til verulegs
æsings eða ofboðs, allt skeði svo
fljótt. Maður hafði ekki tíma til
þess að hugsa eða veita því eft-
irtekt, sem fram fór í kringum
manna. En viðbrigðin komu á
eftir. Þegar ég kom um borð í
björgunarskipið, riðaði ég á fót
unum af þreytu. En það vildi ég
segja, að allir, sem með mér
voru á flekanum voru hinir vösk
ustu, þeir stóðu sig eins og hetj-
ur.“