Alþýðublaðið - 14.11.1944, Page 6

Alþýðublaðið - 14.11.1944, Page 6
 Ekki dónaleg Myndin sýnií kvikmyndaleik konuna Carole Landis, létt- klædda við gosbrunn í kvik- myndastöð í Hollywood. Car- ole Landis er ein vinsælasta leikkonan meðal amerískra her manna og hafa margir þeirra myndir af henni í híbýlum sín- um. Týndur í nífján ár Frh. af 5. síöu. hata það líf.“ En þegar veiði- maðurinn spurði hann hinnar opinskáu spurningar: „Eruð þér Fawcett ofursti?", hafði hann horfið inn í skóginn. Fregn þessi vakti mikla at- hygli. í júnímánuði var gerður út brezkur leiðangur undir for- ustu Roberts Churchwards, og í árslok 1930 hafði Dyott efnt til annars leiðangurs síns. Báðir leiðangrar þessir reynd ust árangurslausir, enda þótt síð ari Led'ðangur Dyotts fyndi í höndum óvinveittra kynflokka skotvopn og sjónauka, sem mikil ástæða var til þess að ætla, að Fawceftt Ihefði haifit meðferðis Dyott sagði mér, að hann væri sannfærður um það, að Faw- cett væri dáinn. dÞietta saima ár ibórusit enin fréttir af Redfern. Charles Hasl- er, amerískur verkfræðingur, kvað Redfern hafa sézt í Tapa- józ vatnahéraðinu við ofanvert A-mazonfljótið. Árið 1933 frétti frú Nina Fawcett, sem þá bjó í Lundún- um, frá brezka sendiráðinu í Rio de Janerio, að trúiboði hef ði haft tal af Indiánum, er lýstu þrem hvítum mönnum, sem dveldust meðal skógarbyggja. Frú Fawcett lagði fullan trún að á sögu þessa. „Hann er stórhuga maður og hugdjarfur!“ varð íhenni að orði „Hann er áreiðanlega að vinna að vísindastörfum og vill ekki hverfa heim fyrr en hann hefur lokið rannsóknum sínum.“ Árið 1934 þóttist einhver starfsmaður brezka utanríkis- málaráðuneytisins hafa fengið fregnir um það, að Faweett væri á lífi og heill á húfi. Þaö var árið 1937, sem kofta Fawcetts, sem þá var orðin þrí- tug, gaf tfirá sér alla^ von um að maður sinn væri enn á lífí og lét bún staðfesta það með dórni, að hahn væri dáinn. Árið eftir var hún þó kominn á fremsta hlunn með að taka þátt í nýjum ALÞÝPUBLAÐIÐ Þriðjudagur 14. nóv. 1944. Anna frá Moldnúpi: Innheimta opinberra skalfa leiðangri, sem Theodore J. Waldeck, könnuður frá New York, stjórnaði. Tveim árum síðar, eða árið 1939, bárust nýjar og merkar fréttir. Alfried Realinin, brasilsk ur könnuður, kvaðst hafa séð beinagrindur þeirra feðga, Faw- cetts og Jacks, og hefðu Indián- ar ráðið þeim báðum bana. Nokkurum mánuðum síðar sagði Gustave Lentulus frá því, að vinur sinn hefði sýnt sér arm- bandsúr, beltissylgju og máð blað, sem nafnið Redfem var skrifað á. Höfðu munir þessir fundizt hjá beinagrind í fluig- vélartflaki. • IÞiegar Mario [Barata kom með áttavita og vasakók Faw- cetts til byggða, hafði hann þá sögu að segja, að Indiáni hefði lláitið sér Iþá í té í iskipltium fyrir aðra muni. Indiáni þessi hafði og Haft athyglisverða sögu að segja. SamkVæmt sögu hans, er mikil ástæða til þess að ætla, að Fawcett hafi verið tekin til fanga af Indiánum en síðar ver' ið kjörinn „hvítur guð“ af þeim oig drottmað yfir týndri borg iinmi í skógureum miklu . Indiáninn fékkst ekki til þess að gefa upplýsingar um það, hvernig áttavitinn hefði komizt í eigu hans. Sumir telja, að Faw cett hafi látið honum hann í té til þess að freista þess að færa mönnum heim sanninn um ör- lög sín. „Áttavitinn er áreiðanlega af brezkri gerð,“ mælti Barata ofursti. „Og Fawcett hefur áreið anlega átt hann og borið hann í hjálmi sínum.“ Vasabókin hafði að geyma ritningargreinar og teikningar. Hún hefur nú verið send til Lundúna, og þar muieu sérfræð ingar rannsaka það, hvort í henni isé að finna eimhverjar upplýsingar skráðar á dulmáli. En þrátt fyrir fund þennan eru menn litlu nær um það, hvort Faweett muni vera á lífi eða ekki. Þannig er þessi kafli sögu könnunarferða síðari ára enn hinn dularfyllsti og kynleg- asti. En ég leyfi mér að spá því, að þegar stríðið sé til lykta leitt, muni margir djarfir ævintýra- meijn hætta lífi sínu í leit að Fawcett ofursta og gullborginni týndu. Kvenfélag Fríkirkjusafnaffarins heldur bazar í Góðtemplarahús- inu uppi á morgun (miðvikudag) kl. 2 e. h. MEÐ lögum skal land byggja, en með ólögum eyða.“ þannig hljóðar gamall og gegn íslenzkur málsháttur, og er hann víst í sama gildi þann dag í dag, þótt tíðarandinn hafi eflaust mjög breytzt síð- an honum var fyrst varpað fram. Oft hef ég með udrun af skelfingu hugsað um allar þær glompur og rökvillur, sem koma fram í íslenzkri löggjöf, þótt ég viti nú lítil skil á öllum þeim lagagraut, sem settur hefur verið saman ár frá ári. En í gærdag varð ég þess fullviss,1 að þörf er endurskoðunar á löggjöfinni um innheimtu opin- berra skatta. Er skemmst frá að segja, að hagur minn hafði staðið þannig þetta ár, að dregist hafði fyrir mér að greiða skatta mína hjá tollstjóra, sem að samanlögðu voru 147 krónur. Undir vorið kemur innheimtumaður frá tollstofunni. Var þá’ þannig á- statt, að ég átti enga peninga. Sagði ég honum sannleikann, o’g var maður þessi hinn ljúf- mannlegasti. Lét jafnvel í ljós, að skattur minn væri full-hár. Eg sagðist mundu koma niður eítir og borga, þegar ástæður leyfðu mér og reyna að borga án möglunar. „Þér getið ekki betur gert fyrir það opinbera," sagði maðurinn og kvaddi. Var ég nú ugglaus um frekari ónáð- an úr þessari átt. Þegaar ég kom úr sveitinni minni í sumar, eftir að hafa dvalið þar nokkrar vikur mér til hressingar, frétti ég hjá sambýliskonu minni, Ólínu Þorsteinsdóttur, að ég hefði í fjarveru minni fengið heim- sókn af þremur herrum,, sem hefðu komið í þeirn tilgangi að taka lögtak. Þar sem íbúð mín var lokuð, komust þeir ekki inn til mín, og byrjaði Ólína strax að reyna að sannfæra þá um, að allt hlyti að vera í lagi með það, að ég borgaði skuld- ir mínar. Hlyti þetta að vera af einhverju öðru en prettum. Spurðu þeir um atvinnu mína, og sagði hún, sem var, að ég ynni fyrir mér með vefnaði. ,Á hún þá máske vefstól?“ spurðu þeir. Kvað Ólína mig að minnsta kosti hafa vefstól. Loksins spurðu þeir hana um heiti og hurfu á brott með það. Nú hafði mér tekizt að afla þeirra tekna, að ég taldi mér fært að fórna ca. 200 krónum í tollstofunni. Lagði af stað sigurglöð og stóð loks augliti til auglitis við hið mikla mann- val, sem þar er saman komið. Eftir að hafa staðið um stund og virt fyrir mér hópinn, kom ungur sveinn og spurði mig, hvort verið væri að afgreiða mig. Stundi ég þá upp, að ég ætlaði nú fyrst að greiða skatta mína frá í fyrra, en væri búin að týna sefflinum. — Leitaði hann nú nokkra stund, en kom síðan og bað mig að gjöra svo vel að koma fram. Leiddi hann mig í lítið her- beri, vel búið að mönnum, — Kenndi ég þar Sighvat Brynj- ólfsson fremstan í flokki. Sagð- ist ég vera komin til þess að greiða skatt frá fyrra ári. Eft- ir að ég hafði greint nafn mitt og heimilisfang," fór SighvatUr að leita durum og dynkjum. Fann loks staðinn, og eftir skriftir og útreikninga segir hann: „Þetta eru 171,60 kr. Eg lét í jós undrun mína yfir því, hvað dráttarvextirnir væru háir, en fékk það svar, að það hefði farið fraam lögtak í sum- ar. Spurði ég, hvernig það mætti ske, þar sem ég hefði ekki hitt neina lögtaksmenn. „Það hefur verið tekið lögtak í vefstól. Ólína Þorsteinsdóttir hefur mætt í réttinum,“ svaraði Sighvatur. „Hafið þið leyfi til að taka verkfæri af fólki?“ spurði ég. Já, það var nú kann ske ekki hætta á öðru en þeir gjörðu rétt. *-• Eg var svo aulaleg, að spyrja ungan mann, sem hjá mér stóð, hvenær þau lög hefðu verið samin, því satt að segja fannst mér, að þvílík afglöp hlytu að vera nýsmíði. Eg gat ekki fundið neina rökræna hugsun bak við það, að svipta þjóðfélagsþegn möguleika þess að vinna fyrir sér, þótt það færði ríkinu fáar krónur í svipinn. Piltunginn svaraði með mesta lærdóms- og spek- Nýkomið: Svissnesk gardínuefni Kjólaefni og sokkar Verzlunin Unnur. (Horni Grettisgötu og Bar- ónsstígs). ingssvip, að þau lög, sem far- ið væri eftir, væru síðan um, aldamót. Það vill þá svo til, að þau eru á aldur við brýrnar, sem nú er verið að vara fólk við í ofboði, síðan Ölfusárbrú- in fór um. Ætli að það hefði ekki verið hægara að treysta hana, áður en hún fór alveg? En íslendingar virðast helzt þurfa að reka sig alvarlega á, áður en þeir .fara að athuga hlutina. Það væri orð í tíma talað, að breyta þeirri löggjöf, sem heimilar þrem efldum karlmönnum að fara heim til einstæðingskonu og ógna henni með því að svipta hana hinu frumstæðasta vinnutæki, sem hún þó lætur sér nægja, til þess að vinna fyrir sínu dýr- mæta lífi með. Þáð er áreiðanlegt, að þessi framkoma lögtaksfulltrúa toli- stjóra, gagnvart mér, er ekk- ert eins dæmi, enda gerði það ekki neitt til, ef svo væri, þvi ég er engin kveif, 'og læt mér ekki bylt við verða. En, ég veit dæmi þess, að þeir hafa ógnað konum til þess að láta jafnvel sína síðustu björg, og að teknar hafa verið af konum vélar þær, sem þær beinlínis áttu lífsafkomu sína undir. Þó ljótt sé frá að segja, þá held ég næstum, að konum sé sýnd meiri ágengni við þessi tækifæri en karlmönnum. Má vera, að kraftaleysi þeirra sé orsök þess? Annars hygg ég, að ef eins konar tollskoðun færi fram á ísllénzku þjóðinni, þá finndust nógu margir „parasitar" á okkar litla þjóðarlíkama, þótt að þeir menn og konur, sem vilja og vit hafa til þess að vinna sig áfram á heiðarlegan hátt, séu ekki sviptir möguleika til þess af því opinbera. Rvík, 13. sept. 1944. Anna frá Moldnúpi. GlímufélagiS ÁRM4NN ^ Æfingatafla 1944—1945 AHar fþróttaæfingar verða í íþróttahúsinu við Lindargötu f stóra salnum: Tímar Mánudag Þriðjudag Miðvikudag Fimmtudag Föstudag Laugardag 7- - 8 II. fl. karla A II. fl. kvenna A Handknattl. karla II. fl. karla A II. fl. kvenna A Handknattl. karla 8- - 9 I. fl. kvenna I. fl. karla íslenzk glíma I. fl. kvenna I. fl. karla íslenzk glíma 9- -10 II. fl. kvenna B II. fl. karla B I. fl. karla II. fl. kvenna B II. fl. karla B r~ I minni salnum: 0 7- - 8 • Old boys Telpur fimleikar Old boys Telpur fimleikar 8- - 9 Drengir fimléikar Handknattl. kvenna Drengir fimlgikar Drengir fimleikar Handknattl. kvenna Drengir Handknattl. 9- -10 Hnefaleikar Frjálsar íþróttir Hnefaleikar Hnefaleikar Frjálsar íþróttir Hnefaleikar i Glímuæfing drengja er á sunnudögum kl. 11—12 árd. Handknattleikur karla á sunnudögum kl. 1—2 e. h. og Handknattleikur í kvenna á sunnudögum kl. 2—3 e. h. ' Sundæfingar eru í sundlaugunum á þriðjud. kl. 8—9 og í Sundhöllinni á mánud. og miðvikud. kl. 9—10 Sundknattjeikúr á fimmtud. og föstud. kl. 10—10,40 í Sundhöllinni Nýir félagar láti innrita sig í skrifstofu félagsins í íþróttahúsinu (niðri), sími 3356; hún er opin daglega frá kl. 8—10 e. h. Þar fá menn allar upplýsingar viðvíkjandi félagsstarfseminni. Ármenningar ! Munið að greiða félagsgjaldið strax.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.