Alþýðublaðið - 23.11.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 23.11.1944, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 23. nóv. 1944. ALÞYÐUBLAÐIÐ S Gestur í bænum um gistihúsvandræðin — Ranglega beygð nöfn — Kópavogsbúi skrifar um áhyggjur sínar og nágranna sína. GESTUR í bænum skrifaði mér í gær og segir hann: „Þakka þér fyrir pistilinn í dag um gistihúsavandræðin. Mér f’innst það furðulegt að Reykvík- Ingar skuli ekki eiga betri og ' ileiri gistihús en raun er á. Ég fullyrði að það myndi beinlínis auka atvinnu vissra stétta í bæn- um ef gistihúsin væru fleiri og Tbetri, því að nú situr fjöldi fólks lieima hjá sér sem annars myndi heimsækja . höfuðstaðinn. við .og við og dvelja þar. Haltu áfram að heimta ný og betri gistihús. Það er hagsmunamál Reykvíkinga og einnig okkar, sem utan höfuð- staðarins búum.“ jfSLENDINGUR' skrifar: ,Ekki eru allar málleysur, sem í blöðin slæðast . ykkur blaðamönnunum að kenna, og þó eruð þið alltaf ásakaðir, þegar eitthvað er hægt að finna að málinu é blöðunum hjá ykkur. Verst þykir mér þeg- ar mannanlöfn eru ranglega beygð Ágæt og fögur dansstúlka hefir verið að sýna listir sínar undan- farið, en í auglýsingum hemnar er nafn hennar ranglega beygt. ÞaS er rangt að segja: „Dansskóli Sif I>órs“ eða „danssýjning Sif Þórs.“ Það á að segja: „Dansskóli Sifjar Þórs“ og „danssýning Sifjar Þórs.“ Kópavogsbúi skrifar: „Eins og kunnugt er býr nú orðið margt fólk á Digranes- og Kqjpavogs- hálsi allt árið. Fólk hefir byggt þar fyrst og fremst sumarbústaði, en raunin orðið bú að annað hvort hafa eigendurnir sjálfir búið í þessum húsum allt árið eða leigt öðrum hú|‘s þessi yfir vdturf.nn, því valda húsnæðisvandræðin, eins og kunnugt er.“ „BYGGÐIN á þessum slóðum — Kopavogs- og Digraneslöndum — vex óðum og er ljóst að þau verða albyggð innan nokkurra ára. Sagt er að búið sé að mæla og afhenda hvem einasta blett af þessum löndum til einstaklinga — á erfðafestu. — Það eru auðvitað Reykvíkingar, sem hafa fengið þessi lönd. Þeim hefir vissulega verið afhent þau í góðri trú um að þeir girtu þau og ræktuðu til eigin afnota. En raunin hefir orð- ið önnur í mörgum tilfellum. Ýms ir þessara „leiguliða“ hafa fund- ið það út að á þessum löndum mætti græða peninga og nota það óspart ef því er að skipta.“ EFTIR ÞVÍ, sem bezt er viitað mun þessi „lönd“ vera skipt í 0,27 ha. skákir. Þessar skákar selja svo þessir svonefndu eigendur — eða leigjendur á 4—8 þúsund krónur, én þess að hafa nokkuð á þessum iöndum gert. Það er laglegur skild ingiir að fá þessar upphæðir fyr ir efcki neitt. Það er augljóst mál að engin ætti að hafa heimild til að selja nema verk sín á þessum löndum, og það eftir mati. Það ætti ekki að vera ströng krafa til þeirra sem eiga þessi lönd. En eig andinn er talin vera Seltjarnarnes hreppur. Að menn neyðist til að kaupa réttindin á þessum lönd- um — sem flest eru stórgrýtis urðir og grióðurlauisir mielar — svona dýru verði er af því að ekki er í önnur hús að venda. Bygg- ingarlóðir bæjarinis eru af skorn um skammti jafnvel í úthverfun- um og oft ófáanlegar; og auk þess fylgja þeim margar leiðar kvaðir og einnig heilir herskarar af eftir- litsmönnum meðan á foyggingunni stendur sem allir þurfa eitthvað að fá fyrir sína vinnu og eftir lit.“ „UM ÞAÐ atriði er margt að segja sem ekki er rúm fyrir hér. En é fyrrnefndum löndum, Kópa vogs- og Digranes — eru menn enn þá miklu óháðari slíku eftir- liti um byggingar. En þó sælt sé hér að fbúa í Kópavogi og nágrenni hans, er það ekki með öllu þrauta laust, það kostar nú fyrst og fremst 75 aura bílfarið til bæjar ins og geta menn reiknað hvað þessir aurar verða að mörgum krónum á mánuði. Þó er það ekki það versta að verða af með þess- ar krónur og aura. Það sem er enn verra er að bílakostur er allt of lítill að aka verður bílunum troðfullum af fólki fram hjá heil um hópum af fólki, ýmist inn í bæ, eða úti á vegi, sem er ann- að hvort að fara til vinnu sinnar í bæinn, eða úr henni, og sjá allir hvílík vandræði slíkt er, t. d. í vondum veðrum að V!etrarlagi.“ MÉR ER EKKI KUNNUGT hve margir það eru, eða hverjir, sem hafa einkaleyfi fil fólksflutninga á þessari leið frá Hafnarfirði til bæjarins. En hverjir sem bað eru virðast o£t engar skyldur á þeim hvíla gagnvart farþegunum, fólk- inu er hrúgað inn í þessa bíla eins og saltfiski í stafla. Það eru vissulega fleiri raunir en þetta, sem þjaka Kópavogsbúa, svo sem vatnsleysi, ljósleysi og vegleysi. Að vísu var á s. 1. hausti sett upp einskonar nafnlspjöld meðfram veginum yfir Kópavogsháls méð áletruðum nöfnum á vegunum sem einhvern tíma eiga að byggj- ast út í byggðina,, og þótt götu- heiti séu ekki sem allra smekk- legulst — þó muln ,,Skjólbraut“ með einna afkáralegustu nafni — mundi fólk þó óska að fá þessa vegi sem fyrist og losna við að klungrast kvölds og morgna í kolamyrkri yfir stórgrýtis urð-’ ir heim — og heiman’ til bústaða sinna.“ „NÝLEGA VAR SAGT frá því í dagblaði, að vegamálaistjóri hefði sagt upp vinnu, vegagerðarmömi- um vegna þess að það vantaði verkefni fyrir þá á vegum úti. Ég býst við að Kópavogsbúar hefðu tekið því með þakklæti að þessir fyrr nefndi vinnuflokkm- hefði verið sndur þeim til að laga eitt- hvað til heim að býlum þeirra. Þar var vissulega næg verkefni fyrir vegagerðarmnn.“ Þeir unglingar, sem eiga eftir að lesa ÆVISÖGU, BETTY GRABLE, ættu að fá sér eintak, áður en hún verður útseld. Fæst í bóka- búðum og kostar aðeins 6 krónar. Leikaraútgáfan. Aftur veðreiðar í París. Lífið í Parísarborg breytist nú óðum til þess sem fyrrum vaar, þegar áhrifa Þjóðverja og Viíhcymanna gætti þar að engu. Hér sjást borgarhúar safnast saman til þess að horfa á veðreiðar á íþróttavdllinum í París. Effilturninn sést í haksý.i á myndinni. UNDARLEGASTA manns- hvarf, sem ég hefi vitað til, átti sér stað, meðan heims- N sýning í París stóð yfir. Sá sem .sagði mér sögu þssa -— það var fyrir nokkrum árum —- ’ kvaðst ihafa heimndár sínar frá lögreglunni ‘i París. Ég hefi enga ástæðu til þess að efast um það, að þau orð Ihanis (hafi ver- ið sarmleikanum samkvæm. Tildrögin vorú þessi: Tvær enskar konur, sem voru á leið heim til Englands, höfðu við- komu í París. Önnur þeirra var ekkja ensks iiðsforingja, sem starfað hafði á Indlandi. Hin konan var dóttir hennar, ung og óreynd stúfka, seytján ára gömul. Þær voru á heimileið frá Bombay og ætluðu að halda heimförirmi áfram strax dag- inn eftir. Það var næsta þröngt á þingi í París vegna sýningarinnar, svo að iimæðgurnar máttu þakka sínum sæla að fá herbergi 'leigt í Hótel Gril'lon. Unga stúlkan varð hin glaðasta yfir því að þurfa ekki að þveitast um borgina í leit eftir sama- stað, sér í lagi vegna þess, að móðir hennar var úrvinda af þreytu eftir ferðalagið. Hún var svo föl og miðuir sín, að' dóttirin 'lét það verða sitt fyrsta verk, eftir að þær höfðu kom- ið sér fyrir í herberginu að biðja gistihússtjórann að gera boð eftir lækni. Jafnframt bað dóttirin þess, að iæknirinn tal- aði ensku, því að þær mæðgur kunnu ekki stakt orð í frönsku. Læknirinn var fjarri því að vera mikill fyrir mann að sjá. En hann bar viðurkenningar- merki he'i ður sfylkin garin r, a r frönsku og talaði ensku ágæt- ’lega. Þegar hann hafði virt fyr ir sér sjúklinginn rammsakandi um stund og lagt fyrir hann nokkrar spurningar, sem gamla konan svaraði með hinum mestu erfiðismunum, bað hann dótturina að koma að máli við sig frammi á gangiiium. Hann Skýrði henni hreinskálnislega frá því, að hér væri hætta á ferð- um. Hann kvað ekki koma til mála, að þær héldu föcr sinni á- fram öagimn eftir o.g lét orð um það falla, að ef til vill yrði nauðsynlegt að flytja mtívður GREIN ÞESSI, sem er eftir Alexander Woll- cott og hér þýdd úr sænska tímaritinu Det Básta, fjall- ar um furðulegan atburð, sem átti sér stað í Parísar- borg fyrir mörgum árum, þegar heimssýning var hald- in þar í borg. Mun mörg- um lesendum finnast frásögn þessi líkari þætti úr skáld- sögu en lýsingu af raunveru- legum atburði, en höfundur- inn telur sig hafa ástæðu til að ætla, að heimildir hans séu hinar áreiðanlegustu. hennar í sjúkraíhús morguninn eftir. Læknirihn kvaðst skuilu gera állt það, sem nauðsynlegt væri. En fyrst af öllu bað hann dótturina að fara heim til hans og sækja flösku með lyfi, sem kona ’hans myndi fá henni. Hann kvað það taka allt of langan tíma1 að láta búa lyf þetta í lyfja'búð. Því miður sagðist bann eiga heima í hin- um hluta borgarinnar á vestur- bakka Signu og ekki hafa síma. Hins végar hvað 'hann ógerlegt að treysta á ókunnugt fólk, þar eð allt væri í uppnámi i borg- innii vegna heimssýningarinni- ar. Hann taldi því að það myndi minn'st hera á því og reynast fljótlegast, áð imgfruin æki sjálf heim til han's og hefði með ferðis miða til konu hans. — Þessu nsest átti læknirinn stutta samræðu við gistihúss- stjórann. Að því loknu bauð gistihússstj ór inn ungfrúnni arminn og hjálpaði 'henni upp í leiguvagn og gaf ökumannin um fyrirskipanir í furðulega löngu máli. Stúlkan tók brátt að ókyrr- ast, því að vagninn ók lötur- hægt eftir hverri götunni af ann arri. Það var engu líkara en læknirinn byggi á heimsenda. Loks staðnæmdist vagninn þó fjraman við hlið nökkurt. — La knisfrúin las miðann hvað eftir annað og vísaði stúlkunni því næst inn ,í biðstofu. Þar varð hún að 'báða óratíma, unz henni var fengin lyffiaskan í hendur. Var stúlkan þá orðin viti sínu fjær af örvæntingu .yfir bið þessari. Hún hafði að minnsta kosti hundrað sinnum risið á fætur og gengdð fram að dyrunum, meðan á bið þessari sloð, og hún iðraðist þess að miiinsta kosti þúsimd sdnnum vikur þær, sem á hönd fóru, að hún hafði ekki fylgt hugboði sánu. Þessu næst var haldið sömu leið til baka, og sízt gekk ferð- in greiðlegar nú en í hdð fyrra sinni. Þegar öikumaðurinn ók henni til gistihúss við Place Vendóme, stökk hún örvita út úr vagndnum, hrópaði til þess sem rnæstur gekk framhjá og bað hann ásjár. Þetta var ung- xrr maður, og Ungfrúin só það þegar af klæðaburði hans, að hann myndi vera samiandi hennar. Þessi samilanidi hennar brást vel við hjálparbeiðpi hennar, og skömmu síðar stóð ungfrúin Við afgreiðsluborð dyravarðar- ins í Hótel Crillon og bað um •lykil ajmu- Saimi dyravörður- inn og hafði fengð henn penn- ann um morguninn, þegar hún skráði nöfn þeirra mæðganna £ gestabókina, virti hana nú fyr- ár sér án þess að láta þess verða í nokkru vart, að hann bæri kenriál á hana. Hann spurði kurteislega: Hvern óskar ung- frúin að finna? Þegar hún heyrði orð þessi, áltók örvænt ingin Iiana. Hún hafði til þessa talið óhugsandi að bugboð hennar hefði við minnstu rök að styðjast. Þessi grunur hafði vaknað hjá henni, þegar hún ■ sat inni í biðstofunni og heyrði ' símann hrángja í sífellu í næsta herbergi. Læknlirinn hafði þó sagt henni, að hann hefði. ekki síma. Og nú stóð dyravörður- inn þarna andspænis henni og starði á hana eins og hún væri að leitast við að ryðjast inn í vdlstarveru ókunnugs fólks! Nei, þetta hlaut að vera mis- skilniingur hjá ungfrúnni. — Sagðist ungfrúin hafa herb&rgi númer 342? Mais non, í her- bergi númer 324 bjó herra, sem hafði dvalizt þar í meira Frh. á 6. síðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.