Alþýðublaðið - 05.12.1944, Side 7
Þriðjudagnr 5 desember 1944,
AUÞYÐUBLAÐIÐ
Bœrinn í dag.
NæturlsBknir er í Læfcnavarð-
stofunni, simi 5030.
Næturvörður er í Laugavegs-
apóteki.
Tveir, sem fórust með GoHafossi:
Feðgarnir liffii Jónsson vél-
stjóri og Péfur Már Hafliðason
Næturakstur annast Litla bíla-
stöðin, sími 1380.
ÚTVARPIÐ:
8.30 Morgunfréttir.
12.10—13.00 Hádegisútvarp.
15.30—16.00 Miðdegisútvarp.
18.30 Dönskukennsla, 1. flokkur.
19.00 Enskufcennsla, 2. flokkur.
19.25 Þingfréttir.
20.00 Fróttir.
20.30 Útvarp frá alþingi: Framh.
1. umr. í sameinuðu þingi
um frumvarp til fjárlaga
fyrir 1945 (Eldhúsdagsum-
ræður).
Sjötug
er í dag, 5. desemlber, Anna
Jónsdóttir Grettisgötu 54.
HershöfÍingjaskgpSi
Fifh. atf 2. síðu.
— Hershöfðinginn var spurð-
ur að því, hvað komið hefði hon
um mest á óvart á þessum 18
mánuðum, sem hann hefur dval
ið hér og hann svaraði því á
þessa leið:
„Fyrstu kynni mín, tvímæla-
laust. Ég kom_hingað í flugvél.
Eitt það fyrsta, sem ég sá, var
jökull, stór. og illúðlegur. Mér
varð kalt, er ég leit út um rúð-
una yfir þegsa hvítu auðn. En
svo fór ég að sjá grænu sveit-
irnar, Ég kom á ÍXugyöllinn og
aílt var baðað í sól. Mér koín.
það á óvart og leát spyrjandi á
klukkuna mína. Ég spurði
hverju þetta sætti. Og það var
hlýja í loftinu. Ég vissi þá of
lítið um Island, síðan hef ég
kynnst því æ betur. Ég kem aft
ur eftir stríðið. Og þegar þið
eruð búnir að bygja nýtt og veg
legt gistihús þá ætla ég að fá
herbergi á efstu hæðinni, svo að
ég geti notið útsýnisins yfir
Faxaflóa, til Snæfellsjökuls —
og horft á sólarlagið.
En ég get ekki skilizt svo við
landið, að ég láti ekki í ljós að-
dáun mína á fegurð og stolti ís-
lenzkra kvenna. Konurnar ykk
ar eru dásamlegar,“
— HershöíðThginn var og
spurður ’dtti það, hvað hefði ver-
ið síðasta embættisverk hans.
'og hann svaraði; 1
„Síðasta embáettisverk mitt
er að ganga frá áfetlun viðvíkj-
"andi sÖlu gagúá hersins hér á
landi til ríkisstjórnarinnar eftir
að styrjöldinni í Evrópu lýkur,
og sem við megum þá án vera.
En þetta er samkomulag milli
ríkisstjórnar ykkar og herstjórn
árinnaar. Ég kveð ykkur svo og
þakka ykkur og allrí íslenzku
þjóðinni fyrir vináttu og skiln-
Ing, sem hún hefux sýnt mér og
þeim hersveitum Bandaríkja-
manna; sem ég hef haít yfir að
ráða. Eg veit, að ég er í fullu
samræmi við hinn nýja hers-
höfðingja, er ég segi, að hann
óskar þess, að áframhald verði
á þeirri góðu sambúð, ’sem til
þessa hefur verið milli þjóðar-
innar og hersveitanna.11
Bjarni Guðmundsson blaða-
fulltrúi mælti nokkur orð til
hershöfðingjans fyrir hönd
blaðamanna. Þakkaði hann hon
um fyrir þau fögru orð, sem
hann mælti til íslenzku þjóðar-
innar, og þann skilning, sem
hann hefði oft og tíðum sýnt á
málefnum og aðstöðu hennar.
Kvað hann blaðamennina
kveðja hann með söknuði, og
svo myndi vera um alla þá, sem
nú vildu þrýsta hönd hans við
þrottför hans, ep, ættu þess ekki
kost.
HINS SORGLEGA Goðafoss
slyss mun lengi verða
minnst sem eins hins átakanleg
. asta sjóslyss sem hent hefir ís-
; lenzku þjóðina á síðari tímum.
Eftir langa sjóferð á hættuleg-
um leáðum er aðeins tæpra
tveggja stunda sigling ófarin
í örugga heimahöfn. Glaðir og
öruggir fagna skipverjar og far
þegar heimkomunni. Svo skeð-
: ur í einu vetvangi hið örlaga-
I þrungna: morðtólið grefur sig
inn í skipið og sprengitundur
þess eyðileggur hið örugga fley
svo það sekkur á skammri
stundu. Tuttugu og f jórir fslend
ingar láta þar líf sitt þar á með
al konur og börn. Meðal þeirra
sem létu iíf sitt í þjónustu lands
síns og þjóðar voru Hafliði Jóns
son yfirvélstjóri, og yngsti son
pr hpns Pétur Már, er var kynd
ari á skíþinu.
Hafliði Jónssón var fæddur 4.
nóvember 1884 í Skógum í
Þorskafiirði, sonur þeirra hjón-
anna Jóns Þórðarsonar frá
Holti á Barðaströnd, Jónssonar
og Ingibjargar Jónsdóttur
kaupmanns í Kúvíkum, Salo-
monssonar. Kona Jóns var Krist
ín Daníelsdóttir, Hjaltasonar,
gullsmiðs og hreppsstjóra í Hlíð
við Þorskafjörð. Kristin lézt
1^11, 61 árs, en Jón 1915, 76
ára gamall. Innan við fermingu
fluttist Hafliði að Hvallátrum
á Breiðafirði tál systur sinnar
Ólínu Jóhönnu, er var gift hin
um kunna merkisbónda Ólafi
Bergsveinssyni í Hvallátrum,
Ólafssonar í Sviðnum, Teitsson
ar,
Þar ólst Hafliði upp fram til
fullorðánsára, þar til hann flutti
vestur á Patreksfjörð til járn-
smíðanáms til Guðmundar jons
sonar, föður Hermanns söng-
manns. En Guðmundur var við-
urkenndur prýðismaður í sinni
iðn. Eftir 4 ára nám árið 1912
hlaut hann sveinsbréf sem jám
smiður. Upp frá því gerðist
hann sjómaður, sem vélgæzlu-
maðuir, og til dánardægurs í
samfleytt 32 ár. 1913 tók hann
vélgæzlupróf við Stýrámanna-
skólann hér, Vélstjóraskólinn
var þá ekld stofnaður. Gerðist
hann þá vélstjóri á togurum ís-
■ landsfélagsins og var í þess þjón
ustu til ársins 1916 að hann réð
ist til Eimskipafélags íslands
sem 3. vélstjóri á e.s. Gullfoss.
Er hann á skipum þess félags
næstu árin. Fyrsta okt. 1919, fer
hann á Vélstjóraskólann og tek
ux þá hið fyllsta vélstjóraproí'
er hér var fáanlegt 28. 4. 1920
með ágætiseinkunn. „Einn af
mínum beztu nemendum" tjáði
skólastjórinn mér. Upp frá því
var hann yfirvélstjóri fyrst á
„Villemoes11, nú Selfoss, og á
Esju, strandferðaskipi ríkis-
sjóðs. Var hann þar mörg ár.
Síðan tók hann við yfirvél-
stjórn á Goðafossi, sem varð
hans annað heimili til dauðav
dags. Það er samhljóða álit
allra, sem dómbærir eru á vél-
gæzlustörf, að Hafliði hafi ver-
ið í fremstu röð sinna stéttai-
bræðra, sem vélstjóri; reglu-
semi, háttprýði, skyldurækni og
þekking á starfinu hafi verið
þeir kostir, sem sköpuðu hon-
um þann verðuga sess í dóm-
um manna um starf hans. Sern
stjómandi margra manna var
hið sama að segja. Ég minnist
þess ekki að nokkurn tíma ból-
aði á misklíð við undirmenn
hans. Hann leysti úr öllum mis-
fellum, með sinni alkunnu hóg-
værð og lipurð, sem honum var
lagin. Eg hygg að ekki sé of
sagt, að öllum, sem með honum
unnu 'hafi þótt vænt um hann;
en slíkir menn eru næsta fá-
gætir á vettvangi lífsins i á-
byrgðarstöðum. Hins sama
trausfs, sem hann naut meðal
undir manna sinna, naut hann
einnig meðal þeirra, sem höfðu
stjóm skipanna á hendi bæði á
sjó og landi, Hafliði var ekki í
hópi þeirra, sem hafa hátt eða
trana sér 'fram. Hversdagslega
var hann ávallt glaður og reyf
ur og skemmtilegur. Skapgerð
hans var föst og með einkennr '
um, sem bezt má verða. Ég
hygg að hann hafi aldxei skeytt
skapi sínu á einum né neinum,
svo mikill stillingarmaðux var
hann. Hann vildi hvers manns
greiða gera og kann ég ekki þá
upp að telja, sem til hans leit
uðu. Vinum sínum og venzla-
mönnum var hann hin mesta ■
hjálparhella. Hafliðí var iist-
fengux maður og -smekkmaður
á marga lund. Kom það í ljós
í svo mÖrgu og ekki sízt á heim
lli hans, sem hann hafði búið
svo að, að unun er á að líta,
smekkvísi hans og tryggð við
fornar minjar sfcipa þar önd-
vegissess. Betri heimilisfaðir og
umhyggjusamari rhun vart fyr-
ir finnast. Honum var gott til
vina og maxgra traustra. Þegar
hann var heima mátti segja,
að oftast væri fullt hús. Hafliði
var sannur íslendingur í einu
og öllu. Hann unni þjóðlegum
fræðum og land sitt skoðaði
hann í sumarleyfum sínum og
var hrifnæmur fyrir íslenzbri
náttúrufegurð Síðast liðið sum
ar fór hann í hópi bunningja
öræfaleiðina um lahdið þvert.
Með þeirri för var hann að
kveðja sitt fósturláð, tign þess
og hrikaleik.
Ég, átti oft tal við hann um
styrjaldarhættuna á sjónum.
Sama hógværðar svarið: „Sjó-
maðurinn verður að Vera undir
það búinn að taka hverju sem
að höndum ber og engu að
kvíða“. Hann hafði aldrei þok-
að sér undan skyldunfii „að
sigla“. Þessi för hans átti að
verða hans síðasta. Sextíu ára
aldursmarkið samkvæmt regl-
um skipafélagsins veitti hon-
um lausn. Afmælisdaginn. hans
var skip hans í höfn í Skot-
FriSiiks Haildórssonar
t Foreldrar, systkini og tengdalóUk.
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð o
fráfall og jarðarför sonar okkax, bróður og m,
landi. Var hann þá hylltur af
skipshöfn og farþegum, á þann
hátt að barlega kom í Ijós hve
miklum vinsældum hann átti
að fagna meðal félaga sinna og
samferðamanna.
Heima biðu hans ástvinir,
venzlamenn og vinir, alhúntir
að þrýsta hönd hans á þessu
merkisafmæli í lífi hans, og
þakka honum fyrir mikið og
vel unhið starf. En örlaganorn-
irnar gripu fram í; haim hlaut
hina votu gröf við síns heima-
landsströnd, eins og svo margir
frændur hans hafa hlotið á und
an honum.
Islenzka sjómannastéttin hef
i,r á tinium friðar oft orðið á
bak að sjá mörgum vöskum
dreng, en aldrei hefir henni
blætt svo mikið, sem í þessari
styrjöld og síðustu fómarlömb
grimmdar- og styrjaldaræðis
eru þeir sem fórust með Goða
foss. íslenzka þjóðin harmar
missi þeirra allra.
Með Hafliða Jónssyni er geng
inn góður og nýtur maður, hug
ljúfi allra er hann þekktu og
sómi sinar stéttar.
Hafliði giftist árið 1921 Hall
dóru Helgadóttur Arasonar og
konu hans Þuríðar Kristjáns-
dóttur. Voru þau bæði ættuð
úr sunnan verðri Baxðastrand-
arsýslu, en bjuggu búi sínu í
Ketildölum í Arnarfirði, sáðast
á Patreksfirði. Halldóra er mik
ilhæf kona, gædd því andlega
þreki og stillingu, sem eitt dug
ir til að bera harma og þreng-
ingar, sem lífið svo oft hefir
að bjóða og ekki sízt sjómanns
konunni. Hennar sár var djúpt
og sárt. Ástríkur eiginmaður
og yngsti sonuir svo sviplega
burtu kallaðir.
Þau hjón eignuðust 3 sonu,
Kristinn Daníel, 22 ára, nú vél
skólanemi, Gísla, 19 ára, nú
járniðnaðarnemi og Pétur Már,
17 ára, er fórst með föður sín-
um.
Ég kveð Hafliða Jónsson
með þökk fyrir margra ára á-
gæta vináttu og kynningu og
minnist hans ávallt sem hins
ágætasta manns.
Pétur Már Hafliðason var
fæddur í Reykjavík 10. águst
1927 og var einn þeirra,
er fórust með Goðafossi. Hann
fór með föður sínum þessa ferð
sem kyndari og var það hans
fyrsta sjóferð yfir Atlantshaf.
Það er máske ekki hægt að
skrifa um æfi 17 ára drengs.
Rramundan blasti lífið með
björtum vonum æskumannsins
um að verða nýtur maður, vinna
þjóð sinni og fósturjörð nyt-
söm störf. Margt ungmennið
hugsár hátt á þessum aldri,
þótt það tali lágt um það í
annarra eyru. Þannig var það
um hann Pétur litla. Hann átti
sína frama drauma. Stefnan
var að vísu ekki fullmörkuð.
þó hygg ég að hann hafi verið
hugfanginn af starfi föður síns.
Ég átti þess kost að fylgjast
með þroska Péturs litla frá því
að hann var smá drengur. Prúð
ara ungmenni getur tæplega en
hann. Skapgerð ’hans virtist
mjög lík og föðursins. Hann
var hversdagslega fálátux en
stundaði þeim mun betur þau
störf er honum voru falin, hvort
heldur voxu verkleg eða bók-
leg. Samvizkusemi og skyldu-
rækni virtust vera honum í
blóð borin. Af slífcum ungmenn
um má alltaf mikils vænta etf
þeir ná fullum þroska og kona
ast til manndómsára. En það
átti ekfci fyrir honum að liggja.
Meðal leifcbræðlra sinna var
hann dáður fyrir prúðmennskuu
og hreinleik í orðum og gjörð-
um. Hann var augasteinn for-
eldranna fyrir margra hluta
sakir, enda sár harmur kveð-
inn að móður hans og bræðruaa
við fráifall hans, Við, sem átt-
um þess kost að kynnast hon-
um og fylgjast með hinum
stutta lífsferli hans, þökkuiEt
samverustundimar, er við nut-
um með honum og biðjum gaM
að hugga þá sem sárastur er
söknuðuxinn við hið sviplega
fráfall hans.
Sigurjón Á. Ólafssoh.
Bókmennfasýningín
Frh. af 2. síðu.
fáar eða engar íslenzkar konoir
skritfandi og aðstaða þeirra til
náms og ritsarfa hefir allajafna
verið mjög óhæg, þótt nokku*
hafi úr rætzt hin síðustu ár. Er
það ekki ómerkur þáttur í»-
lenzkrar menningarsögu að efni
sé til sýningar á bókum þeim„
sem komið hafa frá hendi ís-
lenzkra kvenna frá því að mat*
reiðsluvasakver assessorinnunn
ar að Hvanneyri var preniað í
Leirárgörðum við Leirá á því
drottins ári 1800. íslenzkar kon
ur hafa afrekað mikið á vett-
vangi bókmenntanna þá næt
hálfu aðra öld, sem liðin er frá
því að hin fyrsta bók þeirra var
hér út gefin. En hið ánægjuleg
asta við sýningu þessa er þó
fyrirheitið um þátt kvennanna
í bókmenntum íslendinga í fram
tíði|ini.
Opisn Ai. /0-/2 vy
2- ty da^ietjfa-sim 3/22
Nýkomið:
Svissnesk gardínuefni
Kjólaefni og sokkar
Verzlunin
Unnur.
(Horni Grettisgötu og Bar-
ónsstígs).