Alþýðublaðið - 06.12.1944, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 06.12.1944, Qupperneq 4
! Otgeí-adi: Alþýðuflokkurinn Ritstjóri: Stefán Péturtóon. Ritstjórn og afgreiBsla f A1 .ýöuhúsinu við Hverfisgötu Símar ritstjórnar: 4°C1 og 490? Símar afer~iðslu: 4900 og 490B. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðunrentsmiðjan h.f. Alþýðufokkurinn og sl jérnarsamvinna n ISTJ ÓRNMÁL AÁLYKT- IJN hins nýaifstaðna 19. þings . Alþýðuflokksins segir svo um stj órnarsamvinnuna og málefnasamning þann, sem hún byggist á: „Þingið telur, að sá málefna grundvöllur, sem samkomulag að lokum náðist um, marki svo róttæka stefnu og í meginatrið urn svo nálægt því, sem síð- asta þing Alþýðuflokksins mót aði, að þar sé um að ræða stór felldan ávinning fyrir alla al- þýðu þessa lands og þjóðina x heild. 19. þing Alþýðuflokksins ályktar því, að lýsa yfir full- um stuðningi við framkvæmd þessarar stefnuskrár ríkisstjórn arinnar, og heitir á alla Al- þýðuflokksmenn, að gera slíkt hið sama.“ * $ Stj ó'mmálaály ktun flofcíksj- þingsins, sem þessar tilfærðu setningar standa í, var sam- þykkt á þinginu í einu hijóði, og ekki aðeins það, heldur og af öllum fulltrúum þ e s s, eins og formaður Al- þýðuflo'kksins tekur skýrt fram á öðrum stað hér í blaðinu í dag. Geta menn af þv<í séð, hve mikið mark er takandi, eða hitt þó heldur, á hinum daglega þvættingi Þjóðviljans um það, að Alþýðuflokkurinn standi ekki heill að stjóraarsamvinn- unni. Það skiptir í því sambandi ekki neinu máli, þó að A'lþýðu- flokksmenn væru yfirleitt ekk ert óðfúsir til stjórnarmyndunar með núverandi samstarfsflokk- um Alþýðufflokksins, og ýms- ir þeirra harla ófúsir til henn- ar. Það er ekki vegna þess, að þeir væru óánægðir með þann málefnasamning eða þá stjórnarstefnu, sem samkomu- lag náðizt um, því að hún er, eins og öllum var þegar í upp hafi ljóst og réttilega er fram tekið í stjórnmálaályktun flokksþingsins, í meginatriðum mótuð af Alþýðuflokknum. Hitt var ástæðan, að þefr báru ekki nema takmarkað traust til hinna nýju samstarfsflokka, En eftir að ákvörðun hafði verið tekin um það i miðstjóm Alþýðuflokksins, að ganga til stjómarsamvinnunnar, stendur flobkurinn heill og óskiftur að henni, eins og atkvæðagreiðsl- an um stjórnmálaályktun hins nýafstaðna flokksþings ber al- veg ótvíræðan vott um. Og ef blað Kommúnistaflokksins held ur, þrátt fyrir þá staðreynd á- fram að ráðast á Alþýðuflokk- inn, og einstaka menn hans, og saka þá um svikráð við stjórn- arsamvinnuna, eins og það hef- ir gert undanfarið, þá er til- gengur þess áxjeiðanlega ekki sá, að sfcapa friS og einingu um samstjórnina og fram- kvæmdir hennar, heldur að stofna til illinda í herbúðum ALi>YÐUBLA01P Miðvikudagur 6. desember 1944 Emil Jónsson samgöngumálaráðherra segir: Markmið sljórnarinnar er atvinna og óryggi Úfvarpsræða fluft á alþingi við 1. umræðu ijárlaganna 4. desember ÞAÐ ER GAMALL og góður siður að stjórnarandstæð- ingar noti þessa fyrstu umræðu fjárlaganna til að segja stjórn- inni til syndanna, halda yfir henni eldhús, sem kallað er. Eru þá dregnar fram allar þær ávirðingar, sem stjórnarand- staðan getur fundið ríkisstjórn :inni til foráttu og deilt á bana fyrir það, sem hún hefir illa gert, eða vangert. Þessar eldhús umræður eru að því leyti ó- venjulegar að ríkisstjórnin hef ir ekki setið nema rúman mán- uð og afglöpin þar af leiðandi færri sem víta þarf. Þetta gerir það að verkum að umræðurnar hljóta að snúast meira að stefnu málum ríkisstjórnarinnar, og þá vitanlega hver háski þjóð- inni er búinn, ef þau komast til framkvæmda, eins og berlega kom fram í ræðu hv. þm. Strandamanna Hermanns Jónas sonar, sem talaði hér fyrstur í kvöld, og svo vitanlega um það, hvernig þessa stjórnarmyndun bar að, og ýmisleg atvik í sam- bandi við það. Mér þykir því rétt, þegar í upphafi, að rekja nokkuð af- stöðu Alþýðuflokksins til stjóm armyndunarinnar og þær or- sakir, sem lágu til þess að flokk urinn tók þátt í henni. Utanþingsstjórnin Strax eftir kosningaraar síð- ari 1942 fcófust viðræður milli flokkanna allra, fjögurra, um möguleika til stjórnarmyndun- ar er allir flokkar stseðu að, var það Svokölluð 8-manna- nefnd sem um það fjallaði, tveir menn frá hverjum flokki. Eftir að þær viðræður höfðu staðið um skeið, án þess að vænlega horfði um árangur, kom fram í nefndinni, frá Sósíalistaflokkn um, uppástunga um það, að rík isstjóra, þáverandi, yrði til- kynnt, að líkxxrnar fyxir þessari lausn málanna væru svo litlar að heppilegast mundi að setja á stofn til bráðabirgða ópóli- tíska bráðabirgðastjórn, eða framkvæmdastjórn, sem ekki styddist við neinn þingmeiri- hluta. Var þetta síðan borið und ir flokfcana. Alþýðuflokkurinn var frá upphafi mjög andvígur þessari lausn, taldi hana ósam- rýmanlega okkar þingræðis- skipulagi, veika og ótrygga, hversu góðir menn, sem til starfsins kynnu að veljast, auk þess sem þá væri mikil hætta á að nauðsynlegt fast samstarf . tækist ekki milli ríkisstjórnar innar og ákveðins þingmeiri- hluta um löggjafarstarfið. Sömu afstöðu tók Sjálfstæðis flokkurinn. Framsóknarflokkur inn og Sósíalistaflokkurinn vildu aftur á móti, að þessi leið væri reynd, og það varð úr. En þessi stjórn hafði ekki setið lengi þegar alít það kom á daginn, sem Alþýðuflokkur- inn hafði sagt fyrir. Ekkert sam starf tókst milli ríkisstjórnar- innar og alþingis, eða neins fasts meirihluta þar, svo að segja mátti að engin fast mót- uð stefna væri til þetta tíma- bil, á þingi. Jafnvel 1 dýrtíðar- málunum, sem þó voru talin að almál stjórnar þessarar, tókst ekki betri samvinna við alþingi en svo, að nálega allar tillögur, sem stjórnin bar fram til úr- lausnar þessara mála, vo.ru ým ist drepnar, eða þeim breytt svo, að þær urðu óþekkjanlegar. Eftir því sem lengra leið varð ástand enn Ijósara, einn ig þeim, sem upp á því höfðu stungið í fyrstu, og samþykkt það. — Samningaumlaitunum var þvl 'haldið áfram, fyrst vorið 1943, milli flokkanna þriggja, Framsóknarflokksins, Sósíalistaflofcksins og Alþýðu- flokksins, og síðar milli allra flokkanna, eins og kunnugt er. Hin nýja stjórn og Alþýðuflokkurinn Alþýðuflokkurinn tók þátt í öllum þessum samningaumleit- unum, samkvæmt ákvörðun mið stjórnar flokksins, og flokks- þingsins, sem haldið var haustið 1943. Afstaða hans til þessara tilrauna miðaðist frá upp- hafi við það, hvað hægt væri að semja um af málum, hvort hægt væri að tryggja fram- gang nægilega margra áhuga mála hans, svo að honum fyndist viðunandi. Hver era þá þessi mál, má spyrja. Því má í rauninni svara með aðeins tveim orðum: höfuðáhugamálin eru at- vinna og öryggi. Það sem mest háði almenn- ingi fyrir stríðið, á krepputím- unum, var atvinnuleysi og ör- yggisleysi. Þessi fyrirbrigði eiga að hverfa, þau eiga ekki að vera til og þurfa ekki að vera til. Allar aðgerðir r,fkisstjórnar innar eiga að miða að því að tryggja þetta fyrst og fremst. En ef þettá hvort tveggja er tryggt, mun í kjölfar þess þró ast ýmislegt það annað, sem menn þrá og óska eftir. Spurningin er þá fyrst: hvernig verður þetta tryggt, og hvaða aðgerðir eru nauðsynleg ar til þess? Því vil ég svara á þessa leið: Með því að nota þá fjármuni sem þjóðin hefir eignast er- lendis til að byggja upp at- vinnuvegina og koma þeim í nýtízku horf. Atvinnuvegim ir verða ekki reknir í fram- tíðinni á sama hátt og hingað til, svo að segja með hönd- 2m einum, heldur með af- asta miklum tæltjum, þar sem vinna mannsins er hverf stjórnarinnar flokki sínum til fyrirhugaðs framdráttar á kostn að hinna stjórnarflokkanna. * Hitt er svo annað mál, að fylgi og stuðningur Alþýðu- flokbsins við stjó^nina er að sjálfsögðu bundinn því skilyrði, eins og strax var yfir lýst í upphafi og nú einnig kemur skýrt fram í stjórnmálaálykt- un flokksþingsins, að staðið verði við málefnasamninginn, sem gerður var áður en stjórn- in var mynduð, og þau fyrir- heit, sem þjóðinni eru þar gef- in. * Alþýðuflokkurinn lét mál- efni ráða, þegar ákveðið var, að ganga til stjórnarsamvinn- unnar; og hann mun láta fyrir greiðsíu þeirra málefna ráða af stöðu sinni til hennar í fram- tíðinni. ELDHÚSUMRÆÐUR hafa farið fram á alþingi tvö und- anfarin kvöld í sambandi við fyrstu umræðu fjárlag- anna og hefir þeim verið útvarpað. Fyrra kvöldið talaði af hálfu Alþýðuflokksins Emil Jónsson samgöngixmálaráðherra og birtir blaðið fyrra hluta ræðu hans íí dag, en síðari hluta hexmar á morgun. Emil Jónsson andi, en hestöflin yfirgnæf- að kaupa eða búa til, eða hvort tveggja. í landbúnaði okkar skortir mjög verulega á að beitt sé véla vinnu eins og æskilegt væri. í iðnaði okkar og sjávarútvegi einnig, þó að báðir þessir at- vinnuvegir séu all miklu betxxr settir hvað þetta snertir en land búnaðurinn. Samfara þessum innkaupum á tækjum og vélum kemur svo hagnýting þeirrar orku, sem við eigum í landinu sjálfu bæði í fossum og hverum, þó að einn ig þurfi að fá erlenda orkugjafa eins og kol og olíu til viðbótar Stórvirkjanir fossa og hvera þurfa því að haldast í hendur við aðra þætti þessarar nýsköp unar og að verulegu leyti, mynda grundvöllinn undir þá. Nýsköpun atvlnnu- lífsins Þessar framkvæmdir hafa verið tryggðar með lögum, sem þegar hafa verið sett, og sem mæla svo fyrir að 300 milljónir kr. af inneignum bankanna erlendis skuli var- ið í þessu skyni, og megi ekki notast til neins annars. Hafa þegar verið hafnar nokkr ar eftirgrenislanir erlendis um möguleika til t. d. skipakaupa, og virðist að þrátt fyrir styrj- öldina séu möguleikar nokkrir fyrir hendi um útvegun þeirra, og síðar munu þeir möguleik ar þó opnast miklu fleiri. Því er haldið fram af Fram- sóknarmönnum, að þessi nýju véla og tækjakaup, og kaup á skipum séu torvelduð mjög af hinu háa kaupgjaldi í landinu. Þetta hefir þó, eftir því sem Framh. á 6. siðu. MORGUNBLAÐIÐ S'krifar í aðalritstjórnargrein sinni í gær: „Nýkoxnin Akureyrarblöð skýra frá því, a"ð Mjólkursamlag K. E. A. á Akureyri hafi tekið upp skömm/tun á smjöri frá 1. þ. m. Samkvæmt frásögn forstjóra sam lagsins, Jónasar Kristjánssonar, verður hverjum íbúa Akureyrar- kaupstaðar ætlaður 250 gramma skammtur smjörs á mánuði, til að byrja með. Fyrirkomulag skömmtunar er þannig, að skömmtunarskrifstofa Akureyrar annast úthlutun skömmtunarseðla, sem gilda fyrir nokkra mánuði. Til þess að fá út- hlutaða smjörseðla, þarf að fram- vísa stofnmiðum matvælaskömmt unarinnar, því aðrir koma ekki til greina. Fá Akureyrarbúar svo keypt smjör í útsölum Mjólkur- samlagsins gegn framvísun smjör seðla. Þetta fyrirkomulag, sem Mjólkursamlag K. E. A. hefir tek ið upp, er vissulega til fyrirmynd ar og forstjóranum til sóma. Mjólkursamlag K. E. A. hefir að undanförnu reynt að veita Ak- ureyrarbúum nokkra srnjör-úr- lausn. Var smjörið haft á boðstól- um einn eða tvo daga í viku, en ekki mátti sélja hvérjum kaup- anda meir en % kg. í einu, svo að sem flestir gætu fengið úr- lausn. En það kom brátt í ljós, að múguir og margmenni safnaðist við búðirnar þessa smjörsöludaga, „og var troðningur þar orðinn svo mikill, að við slysum hefir legið“, segir forstjóri samlagsins. Forstjóri MjólkursamlagB K. E. A. bendir og réttilega á, að með þessari tilhöguri hafi ekki verið unnt að koma á réttlátri úthlutun smjörs. Sxunar fjölskyldur hafi gert út fjölmennt lið í „smjörslag inn“ og fengið á þann hátt meira en 'þeim bar. Svo hafi aðrir orðið útundan og ekkert fengið. Þess vegna kvaðst forstjórinn hafa á- kveðið, að taka upp skömmtun á smjöri, svo að allir fengju úr- lausn.“ Það fer ekki hjá þvú að þessi frásögn veki töluverða athygli í höfuðstaðnum. Væri ekki hugsanlegt, að fara að fordæmi Akureyringa? Nýkomið: Svissnesk gardínuefni Kjólaefni og sokkar Verzlunin Unnur. (Horni Grettisgötu og Bar- ónsstígs).

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.