Alþýðublaðið - 06.12.1944, Side 5
Miðvikudagur 6. dcscmbcr 1944
AL»YÐUBLAP«Ð
Skáld umburðarlyndis og fyrirgefningar 85 ára. —
Talsmaður smælingjanna — Boðskapur hans á mik-
ið erindi til okkar einmitt nú
EG VAR í gær að blaða í göml
um Alþýðublöðum. Þar rakst
ég á grein um Einar H. Kvaran
fi5 ára. Sú grein birtist hér í blað
Inu fyrir réttum 20 árum, því að
í dag hefði Einar H. Kvaran orðið
85 ára hefði hann lifað. í þessari
grein er minnst á það, hvaða þýð-
ingn ritstörf þessa skálds hefðu
haft fyrir baráttuna fyrir rétti
smælingjanna í þjóðfélaginu. Enn
fremur er sagt í greininni, að
hann hefði túlkað alla tíð evang-
elíum umburðarlyndisins og fyrir-
gefningarinnar og að hann hefði
allt af barist fyrir því að menn
reyndu að setja sig inn í aðstöðu
annara, því að, að skilja væri að
ffyrirgefa. 1
MÉR DATT í hug að minnast
Einars H. Kvarans. í dag með
mokkrum orðum. Ég átti því láni
að fagna að kynnast honum nokk-
uð og fá að sitja 4 kyrrðinni hjá
honum í stofunni hans og hlusta
é h£mn tala um bækurnar sínar
og önnur hugðarefni sín og ég
ifann þá vel að ég hlustaði á gáf-
aðan og góðan mann, sem bar um-
Jhyggju fyrir öllu lifandi, hversu
smátt sem það virtiist vera.
BOÐSKAPDR Einars H. Kvar-
ans um umburðarlyndi og fyrir-
gefningu, um miskunn við smæl-
ingjana og um rétt þeirra til lífs-
ins gæða, átti mikið erindi til þjóð
arinmar á þeim tíma, er hann starf
at$, og ég er þess fullviss, að
feann hafði mikla þýðingu fyrir þé
baráttu, sem þá var hafin til þess
að bæta kjör fólksins. En ég er
lfka sannfærður um að þess er nú
ekki síður þörf að þjóðin hlusti
A hann og læri af honum.
VIÐ ERUM fátæk að umburð-
arlyndi hvort við annað og svo
virðist sem við fyrirgefmn seint.
Nú eru harðir tímar og erjur með
mönnum. Það er því enn þýðing-
armeira að við temjum okkur um-
burðarlyndi, rólega yfirvegun og
hæfileikann að setja okkur inn í
aðstcðu samferðamannanna, svo
að við getum lært að fyrirgefa
þeim. Með lestri ritverka Einars
H. Kvarans fær maður undirbún-
ing til þess að geta öðlast þessa
hæfileika.
EINAR H. KVARAN var ákaf-
lega mikilvirkur' rithöfundur. —
Hann skrifaði smásögur og lang-
air skáldsögur. Hann ritaði leik-
rit, hann orti ljóð .og hann skrif-
aði urmul af blaðagreinum og rit
gerðum í tímarit. Ég sá nýlega í
bókabúð ritsafn hans sem nú er
nýkomið út í vandaðri útgáfu.
Ritsafnið er í 6 bindum, — og þó
er þar ekki allt það helzta sem
frá hendi hans kom. Þama eru
leikrit hans, sögur og ljóð. Þó
-munu ekki vera með fyrstu smá-
sögur hans og þar er ekker-t af
ritgerðum hans, en Kvaran stund
aði mjög blaðamennsku og ritaði
mikinn fjölda ágætra greina. Hefi
ég heyrt að í ráði sé að bæta
tveimur bindum við útgáfuna og
að taka í þau nok-krar fyrstu smá-
sögur hans, svo og greinar hans
úr blöðum og tímaritum.
JÁ, EINAR H. KVARAN hefir
einmi-tt nú mikinn boðskap að
flytja þjóðinni. Við erum í miðju
upplausnar- og óróa-ásrtandi. Þeg
ar svo er, þörfnumst við þess
að sitjast niður svolitla stund og
hlusta á hina rólegu rödd skálds
ins sem bað okkur um að hjálpa
smælingjunum og sýna hvert öðru
skilning og umburðarlyndi.
Hannes á horninu.
Unglinga
vantar til þess að bera blaðið til kaupenda við
Hverfisgötu
BræÖraiiergarstíg og
Höfðahvefi
Alþýðublaðið. — Sími 4900.
Alþýðuflokkuriim
Skrifstofa flokksins á efstu hæð Alþýðuhússins
Sími 502(1.
Skrifstofutími kl. 9—12 og 3—7 alla virka daga
nema laugardaga kl. 9—12 f. h
Alþýðuflokksfólk utan aff landi, sem
til bæjarins kemur, er vinsamlega
beðið að koma til viðtals á flokks-
skrifstofuna.
Skotinn niður
Mynd þessi sýnir viðureign LibenatorifílíU'givéiL'air úir sjóher Bandaríkj'amna: og jiapfesnsks fluig-
báts yfir Kyrralhafi, er lauk þaininiig, að jiapaniskd floigbáturinn sttieypitdsit í hafi-ð í bjiöntu báli.
Efet itil hæigri eéat, Iþeigar amer-íska flugvélin kemur út úr skýjalþyfckni og legguir til atlö-gu
;við jíaipanska íflaigbátimn. Naðst rt'iiL Ihaegr isésft neykiuT gjósa út úr fltuígbátnum, boniuim fer að
daprast flugið, en til vinstri séisit þaga-r hanm íhnapar i hafiðií bjiörtu bálá.
Endar Hifler sem nýr Andreas Hofer!
SAGT er, að Hitler hafi sagt
við nánustu samstarfs-
menn sána: „Ef nauðsyn kref-
ur, mun ég hverfa til fjallanna
og verjast þar eins og Andre-
as Hofer á sinum tíma.“ Hver
var Andreas Hofer? B-laðamað
urinn Eerdinand Tuohy segir
nokkuð Ærá honum i grein, sem
nýlega birtist í enska blaðinu
„Daily Maill“ og var siðar birf
í tímaritinu „Wor-ld Digest.“
Andreas Hofer dvaldi fyrstu
38 ár ævi sinnar í eða í grennd
við Passeyrdal, þar sem hann
fæddlist, ekki fjarri Brenner-
s-karði. Hanm hafði erft veito-
ingakrá eftir föður sinn í fögru
þorpi, sem heitir Meran. Hann
kvæntist ungur, 22 ára að aldri,
og gerðist sölumaður og seldi
létt vín og brennivín. Auk þess
seldi hann nautgripi og hann
ferðaðist talsvert í söluleiðangr
um sínum, allt til Innsbruck.
Hann var rólynd-ur maður og
fámáll og bauð af sér góðan
þbk-ka. Þótti hann raungóður
og ráðhollur, enda kom fólk oft
til hans með áhyggjur sínar og
vandræði. Hann var líka sonur
þessa byggðarlags, gekk klædd
ur eins og hinir íbúarnir, i
grænum jakka, rauðu vesti, blá
um sokkum, leðurbelti, fjaðra-
hatt og með byssu um öxl.
En það var ekki fyrr en ár-
ið 1805, að Andreas Hofer
greip til vopna. Austurríkis-
keisari hafði látið Tyrol af
hendi við Bayerribúa ogN sjálfir
voru Tyrolbúar sundurþykkir
og klíku-skapu-r miikill. Sumir
vild-u eiga samvinnu við inn-
rásarliðið, en aðrir ekki. Við-
nám landsmanna varð 1 upp-
hafi eins konar heilagt stríð.
í hverjum dal var kosinn for-
ingi og ekki leið á löngu áður
en Hofer var orðinn áhrifa-
mesti leiðtogi viðnámshreyfing
arinnar og heróp hans „Guð,
1 keisari og föðurland“ varð
brátt á allra vörum.
Á næstu fjórum árum stjórn
GREIN ÞESSI er þýdd úr
tímaritinu „World Dig-
og er eftir blaðamanninn
Ferdinand Tuohy. Hún fjall-
ar um Andreas Hofer frels-
ishetju Tyrolarbúa sem Hitl-
er hyggst að síæla.
aði Hofer bændaher, sem taldi
um 80.000 manns, er hann var
sem fjölmennastur. Hofer sigr-
aði Bayerribúa, sem voru vel
vopnum búnir i orrustunni við
Sterzing og Berg-Isel og hrakti
Frakka, sem taldir voru ósigr-
andi f-rá Innshruck. En jafn-
skjótt og Hofsr hafði hrakið
innrásarherinn úr landi, lét
keisarinn enn Tyrol af hendi
og Hofer varð að hefjast handa
á nýjan leik. Harðastir voru
ba-rdagarniir í Inn-dalnum, þar
sem Hitler fæddist og við Salz
burg. Frækilegustu herfarir
H-ofers voru í Bixen-, Ziller- og
Wippdölum, ekki fjarri Berch-
tesgaden.
Hofer stjórnaði hernaðarað-
gerðum sín-um frá veitinga-
krám og fjallakofum og ungar
stúlkur og piltar voru hraðboð
ar hans. Á undan og eftir orr-
ustur hélt Hofer guðsþjóðnust-
uf undir berum himni og við
eina þeirra, eftir töku Inns-
bruck, voru 15 þúsund manns
viðstaddir.
Glæsilegasta stund í lífi Hof
ers va-r, er hann kraup í dóm-
kirkjunni til þess að taka við
g-ulliorðu og keðju, sem keisar-
inn sendi honum. Hann var nú
orBinn vaæakonungur, en það
breytti ho'num ekkert, nema að
hann gerðist guðh-ræddari en
áður og hann var vanur að
segja, að þeir sem borða, verða
Mka að biðja.
En svo var landið enn á ný
ofurselt erlendu valdi. Að
þessu sinni átti það að falla í
hlut Napoleons. I þetta skipti
réði Hofer löndum sínum að
gefast upp, er hann hafði fastað
og beðið. Félagar hans vildu
ekki heyra það nefnt og meira
að segja ógnuðu honum með
skammbyssu. Þá lét Hofer und
an og mælti spámannlegri
röddu: „Upp, bræður og ná-
-grannar, gegn óvinum himins
og jarðar.“
Brátt var Hofer kominn
upp í fjöllin. Hann bjó með
skrifara s-ínum, Sweth að nafni
í kofa í Phandlerölpum. Talið
er, að þeir hefðu getað bjarg-
azt yfir veturinn, er kona Hof-
ers og sonur hefðu ekki komið
til hans. Hann kveikti eld til
þess að orna þeim og eldurinn
sást. Svifcari skýrði ítölskum
hermönnum frá dvalarstað Hof
ers og hann var handtekinn og
skotinn í Mantua. Setuliðsstjóri
Frakka þar í borg reyndi að
telja Napoleon af því a"ð lífláta
Hofer, þar sem það myndi
verða talinn pólitísk-ur glæpur,
en árangurslaust.
Hofer var síðair flulttur til
Innsbruck og jarðsettur þar
árið 1823.
Slík er þá saga mannsins,
sem Hitler hyggst að stæla í
lokasennunni. Maður getur
gert sér í hugarlund, hvernig
Hitler muni reyna að apa eftir
Hofer og segja: „Ég er Austur-
ríkismaður eins og Hofer, ka-
þólskur að trú og hef brotizt á-
fram af sjálfdáðum. Ég elska
náttúruna og dalinn minn eins
og Hofer. Ég lifi siðsömu lífi
eins og Hofer og ásaka Gyðinga.
Ég er eins og Hofer sjálfmennt-
aður herfræðingur og á mikilli
hylli að fa-gna. Eins og Hofer
mun ég fara-st í þessum ragna-
rökum Evrópu.“
En hann mun ek-ki bæta því
við: „Ég hefi traðkað á réttí
smáþjóða, en það gerði Hofer
aldrei.“ Eða: „Ég hefi traðkað
Frh. á 6. síðu