Alþýðublaðið - 28.12.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 28.12.1944, Blaðsíða 5
Fímmtudagur 28. dcs. 1944 ALÞYÐUBLAÐ3Ð Nokkur orð um friðsöm jól — jólaveður — öræfi — einstæð- inga — skriðdrekaorustu, elda sem brenna og íhugunarverða staðreynd. Blómarósir selja stríðsskuldabréf. Myndin af þessum sex amerísku blómarósum var tekin, er þær lögðu af stað í ferðalag til þess að selja stríðsskuldabréf. Þær heita, talið frá vinstri til hægri: Lorraine Bernier frá Ridgewood í New Jersey; Shirley Page frá Raltimore; Willett Smith frá Dallas; Dorothy Williams frá Dallas; Ruth Gillan frá Long Island í New York og Rusty Gilbert frá Brooklyn. ' \ Jólasáimurinn Heims um bói urinn af himni” GREIN ÞESSI, sem hér er þýdd úr tímaritinu Reader’s Di gest er sögukjami bókar austurrísku skáldkonunnar Hertha Pauli, Silent Night, og fjallar um það, hvemig sálm- urinn Heims um hól varð til í Austurrískxi f jallabyggð fyrir hundrað tuttugu og sex árum og hvernig fjögur ung systkin frá Tíról báru hann fyrsta áfangann á frægðarhraut hans. Nú er bannað að syngja sálm þennan í ættlandi hans, en eigi að síður er hann sunginn í löndum kristinna þjóða og á enn erindi til allra þeirra, sem þrá frið á jörð og velþóknun með mönnunum, eins og hinn fagri boðskapur jólanna. ETTA voru friðsöm jól í Reykjavík, líkast til frið- sömustu jól, sem Reybvíkingar hafa átt í nokkra áratugi. Slökkvi Jiðið var aldrei kvatt út og lög- regluþjónarnir gátu hlustað á aft ansönginn í dómkirkjunni í ró og næði, eða horft á jólaljósin inn um gluggana í upplýstum húsun- um á aðfangadagskvöld, því að hvergi var ófriður, hvergi slags- mál, að minnsta kosti voru þeir ekki kallaðir til að stilla til frið- ar eða skakka leikinn. BORGIN var klædd hvítum skrúða, jólasnjó af beztu ,,sort“, varla sást á dökkan díl nema á einstaka gangstétt, þar sem hita- veitan bræddi snjóinn og gerði greiðfærara fyrir börnin, sem hlupu til ömmu og afa, sem biðu eftir heimsókn á aðfangadags- kvöld, því að nú voru þau orðin ein eftir allt skvaldrið í heila mannsævi — og ef maður opnaði útvarpið kváðu við jólasálmar, org elsláttur og söngur, eða lesnar voru jólasögur, ferðasögur og ljóð. UNDANFARIN fimm ár hefir um jólin brugðið fyrir mig mynd- um sem hafa grópast í vitund mína betur en flest annað: ein- manalegir hermenn, svartklæddir sjóliðar eða brúnklæddir landher- menn, sem hafa hangið á húsa- görðum, staðið á götuhornum eða rölt um göturnar og mænt upp í gluggana, einstaklingar utan úr löndum, sem ekkert heimili hafa átt, nema óhrjálega bragga eða svarta skipsskrokka á höfninni, en hafa þr'áð að komast inn á heim- ilin í birtuna, til fjölskyldnanna, að jólatrénu. EN HVERNIG,! sem á þvi stend- ur,, sá ég enga slíka mynd á þess um jólum. Þess vegna finst mér llka ef til vill að þetta hafi verið kyrrlátari jól en flest önnur, sem ég hefi lifað á síðustu árum. Það bar minna á flugvéladyn og bif- reiðaskrölti — og nú heyrði ég ekki morgunkvaðningu hersveitar innar, sem hefir búið skammt frá mér í mörg ár, lúðurþytinn, sem hefir vakið mig næstum á hverj- um morgni í fjögur ár. Ef til vill er hann þagnaður fyrir nokkru, en ég tók fyrst eftir því að hann hafði ekki vakið mig á jóladags- morgun. UM JÓLIN talaði ég út á land. Á annan jóiadag, þegar veðrið var hér stillt og bjart talaði ég til af- skektrar sveitar. „Það er ofsa veð- ur hérna. Það er ekki stætt úti. Það er grenjandi hrið. Viltu heyra veðrið?“ sagði vinur minn og svo heyrði ég gnýinn eins og í fjarska, að vísu daufan en ótrúlega þung- an, hríðarbylinn, sem hamaðist um sveitabæinn í 300 kílómetra fj'ar- lægð frá höfuðstaðnum. Og það var einis og geigur væri í orðum vinar míns er hann lýsti veðrinu. ÍSLENZK sveit um jóhn — og ég sá fyrir mér alla afskekta sveitabæi í hvítri auðninni, þar sem þeir kúrðu í byljum imdir fjallinu eða á hólnum, með sína jólagleði og jólaljós. Og ég fór að hugsa um það hversu dásamleg uppfynding útvarpið væri sem gæti flutt til þessara einstæðinga við öræfin aftansöng og jólagleði héðan úr hötfuðstaðnum, gamah- mál og barnaspil. E.N ÞAÐ FLUTTI okkur líka utan úr heimi fréttir um strið og styrjöld. „Mikil skriðdrekaorrusta var háð á aðfangadagskvöld í Belgíu.“ Og ég sá fyrir mér log- andi skriðdrekana, fallbyssulog- ana, limlesta menn og aðra, stökkva í báli út úr skriðdrekun- um, út í snjóinn, til að reyna að slökkva í sér. Þetta var að eins ein mynd. Það logar um allan heim, nema hér. Þetta eru sjöttu stríðsjólin. HAFIÐ þið munað eftir því um þessi jól, að það var ekki hægt að hefja styrjöldina fyrr en búið var að tæta sundur kirkjmia, reka prestana út úr þeim og setja aðra í staðinn, gera kirkjuna að áróð- uirstæki ofstækiaflokks og berja niður verkalýðshreyfinguina og jafnaðarstefnuna? Fyrst var ráð- ist á þetta tvent í Þýzkalandi og er kraftur þess var brotinn var hægt að hefjast handa með hitt: styrjöld og stríð. ÞETTA er staðreynd og hún er athyglisverð. Þessu mega menn aldrei gleyma, því að í skilningn- um á þessu felst fyrirheit mann- kynsins um frið og hamingju. Það er mannúðin og réttlætistilfinning in, samúðin milli mannanna og skilingurinn á aðstöðu og kjörum hvers og eins, sem lýsir fólkinu til bjartari tíma. En trúin á hatrið og ofstækið brennir sál þess eins og eldamir á aðfangadagskvöld brendu hermennina í Belgíu. Hannes á horninu. ETTA var síðla dags 'hinn ■ *■ 24. desembermánaðar það | herrans áx 1818. Faðir Jósep Mohr sat einn síns liðs inni í skrifstofu sinni á prestssetrinu í Hallein, sem er lítiM én æva forn bær í austurrísku Ölpun- um, og las í heilagri ritningu. Börnin höfðu verið full eftir- væntingar allan daginn, því að þetta var aðfangadagur jóla, og þau áttu að fá að hiýða mess- unni, er sungin yrði um lág- nættisbilið. Þau flyikktust nú til bæjarins úr öllum áttum eft ir ísi lögðum vegum og stígum. Og þau lýstu sér leið með kyndl um, svo að séð frá Ilallein líkt- ist gervallur dalurinn geysi- stóru jólatré með hundruð log andi kerta á greinum sínum, er bærðust í blænum. En athygli unga prestsins beindist eigi að ljósadýrð um- hverfisins. — Biblían lá opin á eikarborðinu fyrir framan hann, og hann var í þungum þönkum að búa sig undir ræð- una, sem hann ætlaði að flytja við guðþjónustuna. Hann las að nýju frásöguna um hirðana úti í haganum og það, er engillinn kom til þeirra og mælti: „Yður er í dag írelsari fæddur, sem er Kristur drottinn í borg Davíðs U Faðir Mohr var hér komihn lestrinum, þegar hann var ónáð aður þann veg, að einhver kvaddi dyra hans. Hann reis á fætur og lauk upp dyrunum. Andspænis honum stóð bónda- kona, er hafði sveipað þykku sjali um herðar sér. Hún flutti prestinum þau tíðindi, að konu fátæks kolavinnslumanns, sem bjó.í afskekktu koti hæst uppi í fjöllunum, hefði fæðzt barn um daginn. Og nú höfðu for- eldramir gert konu þessa á fund prestsins til þess að biðja hann að koma og blessa barn þeirra, svo að því mætti verða langra og hamingjuríkra lífdaga auðið. Faðir Mohr varð innilega hrærður, þegar hann kom inn í rökkvað, hrörlegt kotið þar sem hin unga móðir hvíldi á hinum tötralega beði sínum með gleði bros á vörum og sofandi barnið í faðmi sér. Þar var raunar ekk ert sem minnti á jötuna í borg Davíðs, en þó vitjaði sú hugsun huga prestsins, að orðunum, er hann las, þegar ,bóndakonan. kom og ónáðaði hann, hefði ver ið beint tii hans. Á heimleiðinni sá hann kyndlaljós kirkjugest- anna rjúfa myrkurhjúpinn og heyrði kirkjuklukkurnar hringja til tíða í öllum bæjum fjær og nær. Það gerðist sannnefnt krafta- verk í lífi föður Mohr þetta kvold. Þegar hann hafði sungið rnessu, lokaði hann sig inni í skrifstofu sinni á nýjan leik og freistaði þess að festa á blað frá sögn um það, sem fyrir hann hafði borið. Og hvernig sem á því stóð, urðu orðin að ljóðlín- um, og þegar dagur rann, komst faðir Mohr að raun um það, að hann hafði ort Ijóð um nóttina. Á jóladaginn samdi svo vin- ur hans, Franz Xavier Gruber, sem var söngkennari við skól- ann í Hallein, lag við ljóð hans. Nokkrum börnum varð geng ið framhjá húsi Grubers og heyrðu þá séra Mohr syngja bar saman. Kirkjuorgelið var í ólagi um þessar mundir, svo að þeir vinirnir urðu að sætta sig við söngraddir sínar og gítar, sem Gruber lék á. „Hvað skyldi það svo sexn gera til,“- mælti Gruber. „Guð heyrir áreiðanlega til okkar, enda þótt orgelið vanti.“ En hvorugan þeirra grunaði á þessari stundu, að á þessum minningardegi fæðingar Krists, hefði til orðið ódauðlegur jóla- söngur drottni til dýrðar, sálm- ur, er sunginn yrði í öllum lönd um heims, þar sem jólin eru há- tíðleg haldin, og því síður að það yrði hlutskipti fjögurra barna að bera hann fyrsta á- fangann á frægðarbraut hans. | M. á 6. síðu. lUGLÝSIÐ í ALÞÝDUBtADINU

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.