Alþýðublaðið - 06.01.1945, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.01.1945, Blaðsíða 2
ALÞYPUBLAÐIÐ Laugardagui- 6. janúar- 1945. Leikafmæii Gunnþórunnar Háfíðasýning á Álf- hól á morguii og samsæti fyrir leik konuna annaS kvöld. Gunnþórunn halldórs DÓTTIR á í dag hálfrar aldar afmæli sem leikikona. Lék húri í fyrsta skipti í Breið- fjörðshúsi (Aðalstræti 8) 22 ára gömul, á þrettándanum árið 1895. Síðan. mun hún hafa leik ið um 150 aðalhlutverk, auk fjölmargra smáhlutverka. Af tilefni þessa leikafmælis Gunnþórunnar hefir Leikfélag Reykjavíkur hátíðasýningu á Álfhól á morgun og hefst hún kl. 2.30. Þá efnir félagið til sam sætis fyrir leikkonuna, verður það í Iðnó og hefst kl. 8.45 .um kvöldið. í dag birtir Alþýðublaðið við tal við Gunnþórunni. Haraldur Jónsson fekur sæii á al- þingi í sfað Jéns á Reynisfað U ORSETI sameinaðs þings las á fyrsta fimdi alþing- is eftir jólaleyfið upp bréf frá Jóni Sigurðssyni öðrum þing- manni Skagfirðinga, þar sem hann kvaðst ekki geta mætt til þings um sinn vegna annríkis og æskti þess, að varamaður sinn, Haraldur Jónasson á Völl- um tæki sæti á alþingi í sinn stað. Á furidi sameinaðs þings í gær var svo kjörbréf hins nýja þingmanns samþykkt samhljóða að tillögu kjörbréfanefndar og hefir Haraldur þegar tekið sæti á alþingi. Ríkissfiórnin hefji rannsókn já nýungum í byggingarmálum --- ------- Sérstaklega skal miðað við íbúðarhús í kamp* stöðum, kauptúnum og sveitum Tillögum sé skilað sem allra fyrst FUNDI sameinaðs al- þingis í gær var sam- þykkt tillaga um bygginga- mál. Er gert ráð fyrir í til- lögunni, að ríkisstjómin láti fram fara athugun og rann- sókn á nýjungum í húsa- byggingum og geri síðan til- lögu um það efni. Þingsályktunartillagan var samþykkt með 28 samhljóða at kvæðum og er hún svöhljóð- andi: „Alþingi ályktar að fela rík- isstjórnilnni að láta athuga og gera tillögur um, með hverjum hætti bezt verði af opinlberri hálfu greitt fyrir byggingu í- búðarhúsa í kaupstöðum, kaup túnum og sveitum landsins. Skal stjórnin svo fljóti? sem kostur er láta afla gagna um þá tækni í húsabygingum erlendis sem þar hefur rutt sér till rúms hin síðari ár og Mkur væru til, að okkur mætti að haldi koma. Þá skal stjórnin og leita áHts og tillagna byggingarfróðra manna hér á landi um nýja til högun við 'húsagerð, er leiða mætti til þess, að byggingum s'kilaði fljótar áfram og drægi jafnframt úr kostnaðinum. Enn fremur ákal ríkdsstjóm in láta taka til e ndurskoðunar löggjöf þá, ’sem nú gildir um byggingamál í landinu. Verður athugun 'þessa máls hraðað sem mest, svo að stjórn in geti sem fyrst lagt fram álit og tillögur um málið.“ Hallgrímssókn Messað í dómkirkjunni kl. 2 e. li., séra Sigurbjörn Einarsson. Kveðjuguðsþjónusta, altarisganga.! Engin messa í Austubæjarskó 1 an um. Umræðurnar um fisksölumálin; Ósæmileg blaðaskrif um kvæm ulanríkismál víð- Ösannindi og stórfuröuifeg vöntun á báttvísi í frásögn Tímans af fisksölumáiunum Jhj|.AÐ VAKTI stórfurðu á alþingi í gær, á hve ó- svífinn hátt Tíminn, blað stjórnarandstöðunnar dró við kvæm utanríkismál inn x um ræðumar og deilumar um fisksölumálin. En það er ekki aðeins að Tím inn bryti alla háttvísi í þessu tilliti, heldur fór hann með helber ósannindi tun þær til raunir, sem hingað til hafa ver ið gerðar til þess að hefja nýja samningagerð. við. Breta. um fisksöluna. Finnur- Jónsson félagsmála- ráðherra upplýsti í umræðun- um um fisksölumálin á alþingi í fyrradag, að Bretar hefðu hingað til ekki talið sig við- 'búna að taka á móti samninga nefnd héðan um þessi mál og var því ekki mótmælt af nein- um, ekki einu sinni Hermanni Jónassyni, sem talaði um þessi mál fytrir flokk Tímans. En í gær ber Timinn á móti þessu og fer með þau ósannindi, að Bretair hafi þegar fyrir áramót tjáð sig reiðubúna til þess að taka á móti samninganefnd héð an og greiða fyrir för hennar til Englands. Reynir Tíminn jafnframt að láta líta svo út, að með upplýsingum félagsmála- ráðherrans, væri varpað ein- hverjum skugga á vináttu Breta í okkar garð og hún gerð tortryggileg, en að sjálfsögðu er það ekkert annað en fleipur úr Framsóknarblaðinu. Annars var það líka upplýst Frb. á 6. síðu Ungur maðor hverfur Lagði aí stað heimanað frá sér á fimmtudagsmorgan og hefur ekki komið fram Q ÍÐASTLIÐINN fimmtudag 4. þ. m. fór Hannes Páls- son, bifvélavirki, frá heimili sínu Grettisgötu 51, áleiðis til vinnustaðar síns, sem er Bif- reiðaverkstæði Egils Vilhjálms sonar, en síðan hefur ekkert til hans spurst, og hefur þó ítrek- uð eftirgrenslan um hann átt sér stað. Hannes er 25 ára, hár vexti og grannur, með ljóst hár. Hann var í bláum vinnufötum og með bláa skíðahúfu og brún an trefil, þegar hann fór síðast heimanað frá sér. Maður þessi er reglusamur og laus við hverskonar útslátt- arsemi. En þar sem öll leit að honum og fyrirspurnir hafa enn ekki borið neinn árangur, biður rannsóknarlögreglan um að sér verði gert aðvart, ef einhver hefur orðið mansins var. um byggingu verk- smiðju (il herzlu síldarlfsis samþykhl í sameinuðu þingi FUNDI sameinaðs alþig is í gær kom til umræðu þingsályktunartillaga Sigurðar Kristjánssonar, er fjallar um byggingu verksmiðju til herzlu síldarlýsis. Með tillögu þessari er ríkis- stjórniimi falið að framkvæma svo fljótt sem auðið er fyrir- mæli laga frá 1942 um þetta efni, en mál þetta hefur um hríð verið í undirbúningi. Var fyrrverandi framkvæmdastjóra síldarverksmiðj a ríkisins falið að vinna að undirbúningi máls þessa í Ameríkuför sinni og hef ir hann látið atvinnumálaráð- herra í té ýtarlegt álit um mál- ið. í lunræðunum um mál þetta kom í ljós, að til þess er ætlazt, að verksmiðja þessi verði reist á Siglufirði, þegar raforkumál kaupstaðarins eru komin í þá framkvæmd, sem ráðgerð er á næstunni með virkjun Fljóta- ár. Var þingsályktun þessi til rikisstjórnarinnar samþykkt með 28 samhljóða atkvæðum. Nesprestakall Messað í Kapellu háskólans kl. 2 e. h. á morgun, sr. Jön Thorar- ensen. Laugarnesprestakall Messa kl. 10 f. h. Engin síðdeg- ismessa. Lögreglan reynir að úlrýma bælfulegum ósið Drengir, sem hanga í bifreiöum teknir fastir ©g nöfn þeirra birt ¥ ÖGREGLAN hefur nú tekið upp nýjar aðferðir til þess að reyna að stemxna stigu við miklum og lífs- hættuleguxn ósið, sem dreng ir hér í bænum hafa lengi haldið uppi og oft hefur vald ið þeim sjálfum stórslysum og studum bana. Hér er um að ræða þann ó- sið að hanga aftan í bifreiðum og láta þær draga. sig, sérstak lega þegar snjór er á götum og hálka. Þekkja alliir slikan ósið og vita hve hættulegur 'hann er. Ekkert, hvorfci fortölúr foreldr anna né tilkynningar og bönn lögreglunnar hefur getað aftr- að því, að 'drengir héldu upp- teknum 'hætti. Nú hefur lögreglan- því neyðst til að taka upp strangarí varnaráðstafanir í þeirri von, að þær gætu leitt til þess að útrýmt yrði þessum hættulega ósið og er ólíklegt að foreldr- um líki ekki vel að sú tilraun sé gerð. í fyrradag hafði lögreglan vakandi auga með drengjum, að þeir héngju ekki aftan í bif reiðum. Náði hún í 10 pilta og flutti’ þá í Lögreglustöðina, Þar voru nöfn þeirra og heimilis- föng skrifuð og þar fengu þeir að dvelja meiríhluta dagstins. Var þetta fyrsta stig hegningar innar. Næsta stigið mun svo verða það að lögreglan xraun birta í blöðum bæjarins nötfn þeirra drengja og heimilisföng sem gerast sekir öðru sinni. Þess er fastlega vænst, að drengir, leggi þennan ljóta og hættulega sið niður, annars verður þeim líka hengt. Er þess og vænst að fölk aðstoði lög- regluna í viðleitni hennar, að foreldrarnir fyrst og fremst skýri drengjum sínum frá því hvað í húfi er, og að vegfarend •ur grípi þá drengi, sem óhlýðn ast og leggja þar með líf sitt í hættu og færi þá í lögreglu- stöðina. Reykvíkingar munu óreiðan lega fagna því, ef hægt verður að koma í veg fyrir þau vand- raeði sem hljótast af óvarkárni og ósið drengjjanna. Próf í háskóíaiHim ¥TM ÞESSAR MUNDIR eru ^ próf að byrja í Háskólan- um. Fáir ganga þó undir próf að þessu sinni: einn lögfræði- nemi, einn læknanemi og tveir viðskiptafræðingar. Prófin eiga að hefjast næst komandi þriðjudag og munu standa til mánaðarmóta. Hjónaefni Nýlega hafa opinberað trúlof- un isína í Stykkishólmi ungfrú Guðrún Kristmannsdóttir, verzlun armær, og Ásgeir Ágústsson. fundur á mánu- dagskvöldlð /t LÞÝÐUFLOKSFÉLAG •**• Reykjavíkur heldur fimd í fxmdarsal Alþýðu- brauðgerðarinnar I,augavegi 61 næstkomandi mánudags- kvöld kl. 8,30. Fundarefni m. a.: Áramát- in, ræða, sem Emil Jónsson ráðherra flytur, Verðlag og fl. Félagsmenn eru kvattír til þess að mæta vel og stund- víslega. Nokkrar skartgripa- verzlanir hafa self smyglaða gripi _____ ■ i VERÐLAGSEFTIRLITIÐ hefur um nokkurt skeið grunað ýmsar skartgripaverzl- anir hér í bænum um að selja smyglaðar vörur, einkum úr, silfur- og gullmurai, og hefur grunur þessi nú sannast, en rannsókn málsins er ekki enn að fullu lokið. Er hér um annað hneykslis- miál að ræða, til viðbótar við heildsalahneykslið, og enn ekki vitað hversu víðtækt það er fremur en hitt. Frá bæjarráösfundi: Reykvíkingafélagið iær húsnæði í fyrir- hugaðri skrifstofu- byggingu bæjarins A FUNDI bæjarráðs í gær var meðal annars rætt um Reykvíkingafélagið og hús næðismál þess, svo hvar talið skuli að Hafnarfjarðarvegur og Suðurlandsbraut byrji ,og einn ig húsnæðismál sálarannsóknar félagsins og ungmennafélagsins á Grímsstaðaholti. • * r:;i uii: H©yíkwíkingafé!agið Árið 1943 sendi félagið bæjar ráði umsókn um lóð undir fyrir hugaða byggingu félagsins, en félagið hafði hugsað sér hús- bygginguna til fundarlialda og fyrir aðra starfsemi sína, en fé- lagið hefir meðal annars á stefnuskrá sinni að koma upp byggðasafni fyrir Reykjavík, allt frá dögum Ingólfs Árnarson ar, þar sem hægt væri að sýna hverja framþróun bær Ingólfs hefir tekið frá hans tíð, ásamt því að geta sýnt fyrsta bústað hans og sýnishorn af byggingar lagi frá þeim tíma og þá innan stokksmuni og klæðniði er þá tíðkuðust. Hefir félagið þegar stofnað húsbyggingarsjóð. Bæjarráð sendi skipulags- nefnd umsóknina til umsagnar og hefir nýlega borizt svar nefndarinnar, en hún kveðst hafa haft samband við forstöðu menn félagsins og bent þeim á möguleika til þess, að því yrði séð fyrir húsakosti í sambandi við fyrirhugaða skrifstofubygg á 7. I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.