Alþýðublaðið - 06.01.1945, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.01.1945, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐU8LAÐIÐ LaugaxdagTtr 6. janúor. 1942». pt4)í|l>llbUí>ÍÖ Otgeí—*dl: A«í»' ' Stefán Péturs.-.«o Ritstjórn og afgreiðsla i A1 ýBuhúsinu við Hverfisgötu. Simar ritstjórnar: 4r'Cl og 490? ^fmar afer~xöslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 ’aura. Alþýðuorentsmiðjan h f. Fimmfíu ára leiklistarafmæli Gunnþórunnar Halldórsdótlur ViSfal við leikkonuna af tilefni afmælisins Fisksölumálin AFKOMA sj ávarútvegsins á þeirri vertíð, sem nú er að fara í hönd, er mönnurn nú, af eðlilegum ástæðum, töluvert áhyggjuefni. Bretar hafa, eins og kunnugt er, neitað að fram- lengja fisksölusamninginn ó- breyttan, og ekfci talið sig við búna, að taika upp nýja samn- ingsgerð í hans stað hingað til. Allt er þvi í óvissu um verðlag á útfluttum fiski í Englandi á næstunni, bæði ísfiski og hrað- frystum. En þar við bætist, að Bretar hætta nú, að taka við fiskirmm til útflutnings í Ver- stöðvunum við Faxaflóa, eins Og þeir hafa gert undanfarið samkvæmt ákvæðum fisksölu- samningsins. • Með þessum óvæntu breyting ,um á aðstöðu sjávarútvegsins og sérstaklega smáútgerðarinn ar hefir okkur að sjálfsögðu mikinn vanda að höndum bor- ið. Smáútvegsmenn mega sann arlega ekki við þvi, að tekjur þeirra rýrni, eins og nú er kom- ið tilkostnaði við atvinnuveg þeirra. Hins vegar verður ekk ert sagt um það með neinni visgu, hvort fiskverðið helzt eins hátt í Englandi og hingað til, því það verður uppboðsverð og fiskurinn seldur á frjálsum markaði. Ætla mætti þó, að fisk ▼erðið héldi áfram að vera hátt í Englandi, að mlinnsta kosti meðan stríðið stendur, þó að heyrzt hafi, að fyrirhugað sé að breyta hámarksverði á fiski þar nú undir vorið. En, sem sagt: Það er ekki að- eins fiskverðið í Englandi, sem nú er okkur áhyggjuefni, held- ur og fiskflutningarnir þangað. Undanfarið hafa Bretar að nokkru leyti lagt fram skipa- kostinn til þeirra með þvi að þeir hafa samkvæmt fisksölu- samningnum tekið við fiskinum til útflutnings í verstöðvunum við Faxaflóa, en nú kemur til kasta okkar, að flytja út allan fiskinn sjálfir. Hins vegar er það kunnugt, að við höfum í mesta lagi ekki nema helming jþess skipakosts, sem til þess þarf; og með því, að vertíð fer pú í hönd er hér því um mjög aðkallandi og alvarlegt vanda- mál að ræða. * Við umræður um fisksölumál i!n á alþingi í fyrradag, á fyrsta fundi þingsins eftir jólaleyfið, kom það fram, að allt, sem þau mál varðar væri nú í heildarat hugun hjá ríkisstjórninni. Og að sjálfsögðu er þess vænzt af öll- um þeim, sém beinna hagsmuna hafa að gæta í samibandi við sjávarútveginn, og raunar af þjóðinni allri, að henni takizt að ráða þannig fram úr fisk- , sölumálunum, að engin vand- ræði hljótist af þeim breyting- um sem á þeim hafa orðið við brottfall fisksölusamningsins. Hvorki smáútgerðin né hagur hlutarsj ómannanna þolir nokk ur skakkaföll; og það var eitt ÉG VIL næstum því segja, að ég hafi orðið fyrir dular- fullum atburði á fimmtudaginn var. Ég var staddur í stofu Gunnþórunnar Halldórsdóttua' leikkonu til þess að rabba við hana af tilefni þess að hún hef ir nú í hálfa öld unnið að per sónasköptm í leiMist íslendinga. — En það er bezt að ég byrji á byrjuninni. • Fyrir tveimur árum var óg á ferðalagi í kaupstað utan Reykjavíkur. Ég kom inn í verzl ^un og keypti þar eitthvað smá vegis. Er ég var að lúka við- skiptunum kom gömul kona inn ,í búðina og sagði eithvað við kaupmanninn. Ég sneri mér við um leið og ég heyrði hreiminn í rödd hennar og mér fannst að ég kannaðist við hann. Ég horfði á konuna drykklanga sttmd, en fór svo út og var að hugsa um hvar ég hefði hitt hana og heyrt hana tala. Mér hefir dottið þessi gamla kona í hug einstaka sinnum síðan. Venjulega man ég samferðafólk mitt, er ég kynnist, en þessari gömlu konu gat ég ekki komið fyrir mig.----Svo var ég stadd ,ur í stofu Gunnþórunnar að Amtmannsstíg 5. Meðan ég beið eftir henni sýndi frú Guðrún Jónasson mér myndir um alla veggfi: hlutverk Gunnþórunn- ar, persónurnar, sem hún hefir skapað, gefið hold og blóð. - Og þama var gamla íconan mín úr búðini í kaupstaðnum, bak við gler, í ramma, upp á vegg. ,Ég steinþagnaði, er ég sá hana, mundi skyndilega eftir því hvernig, hún hreyfði sig £ búð inni og eftir hreimnum í máli hennar. Þama var hún — og ,þó voru mörg ár liðin síðan ég hafði séð Gunnþórunni í hlut verki Grímu gömlu í Jósa£at,“ leikriti Einars H. Kvarans, og oft hafði ég séð og heyrt Gunn þórunni á leiksviði og utan ,þess síðan. Já, leikaramir, sem .gæddir em neista listarinnar, sem er ódauðlegur, gefa okk- ur samferðamenn, fólk, sem mað ur ’þekkir og gleymir ekki, kunn ingja, sem hafa sín sérkenni, and leg og Ixkamleg, sem manni þykir vænt um og maður man, þó að árin líði. Og þegar ég var seztur í þægilegan hægindastól í stofu Gunnþórunnar með tvaar fal- legar blómakörfur við hlið mér og ég sá inn í aðra stofu, þar sem stór fomfáleg klukka í út skornum skáp stóð og náði frá gólfí til lofts, en veggimir voru þakktir myndum af gömlu fólki, sagði Gunnþórunn við mig, en hún sat hinum megin við blóma körfurnar, rjóð i kinnmn og bros andi með sín 72 ár að baki og hálfrar aldar listarstarf: „Ég er aldrei ég sjálf þegar ég leik. Ég hef allt af í þessi 50 ár, sem ég hef leákið, þaul- hugsað hlutverk mín áður en ég hef komið með þau fram fyrir fólkið. Ég hef legið yfir Gmmþórunn Halldórsdóttir þeim á kvöldin, hugsað and- vaba um þau, starfað að sköpun þeira við vinnu mína hér heima og í búðinni okkar. Ég hef leit að að vinum mínum látnum og Jifandi, tekið þá, vegið og met Ið og skapað mína persónu í samræmi við þá hugsun, sem mér hefir fundist vaka fyrir höfúndi hennar, tekið eitt frá þessum og annað frá hinum, .gleymt sjálfri mér og gengið svo fram fyrir fólkið með hana. — Ég skal til dæmis segja yður, að eftir að búið var að fela mér hlutverk Grímu gömlu í Jósa- fat Einars Kvarans leitaði ég í hugskoti mínu og ég fann und ,ur fljótt gamla vinkonu mína og foreldra minna. Hana þekkti ég vel — og með því að fara með hana á leifcsviði skyldi ég hana enn betur og hún varð mér enn meiri vinur. — Eins var með Ásu í Pétri Gaut. Ég hugsaði mikið um hana. Ég vissi að með því að fela mér hlutverk henn ar hafði mér verið sýnnt mikið traust. Ég fann hana, móður- ina, sem hugsaði ekki um líf sitt eða dauða, en aðeins son- inn, það dýrmætasta sem hún átti — og ég játa, að ég gleymdi sjálfri mér gjörsamlega á leik ,sviðinu. Mécr þykir vænt um Ásu, einna vænst um hana af öllum persónunum mínum. Ég skal segja yður, að á 'leiksvið- inu verður leikandinn að gleyma sjálfum sér. Ef manni tekst það ekki þá nær rnaður ekki að sálarstrengjum vina sinna á bekkjunum. Það þarf ,enginn gagnrýnandi að segja mér hvenær mér mistekst. Ég veit það sjálf —'jog þá líður mér illa. Það er ekki rnetnað- ur. Það er eitthvað allt annað. Mér mistekst, þegar ég gleymi ekki sjálfri mér, þegar ég lifi ekki örlög þeirrar persónu, sem ég vildi Idæðast. Ég vil vinna sigra persóna minna og þola raunir þeirra og ósigra. I þessu felst raunverulega öll saga mín á leiksviðinu þessa hálfa öld.“ — Já, þér voruð famar að leika 9 árum áður en ég fædd- ist og mér finnst að ég sé far inn að eldast. „Drottinn minn dýri. Látið þér engan heyra þessa bann- settu vitleysu. Ég er orðin 72 ára og mér finnst að það komi ,ekki til mála að ég verði minna' en 125. Það væri óréttlátt, ef maður fengi ekki að starfa leng ur en 30—35 ár eftir að maður er orðinn fullþroskaður, en það er maður um fertugsaldur. Skyldi það geta verið að mér finnist að ég sé ekki farin að eld ast meira en yður finnst að þér séuð farin að eldast? Hvað er þetta? Úr hvers'konar efni eruð þið tilbúin unga fólkið? .— Það var meiri kyrrð og friður þegar, þér voruð að alast upp. — Jæja, hvemig voru eig inlega kjör ykfcar leikaranna fyrir 50 árum? >rKjör? Það voru engin kjör. Ég hafði kynni af skólapiltum, þegar ég var stelpa og þeir voru að tala um leiMist. Svo lék ég fyrst í Breiðfjörðshúsi, Aðalstræti 8, þegar ég var 22 ára, sumir kalla það Fjalakött inn. AUt sem inn kom fór í kostnað og ómakslaun til leikar anna voru ekki talin með kostn aði. Við lékum ýms leikrit, nei alls ekki fremur gleði — og gam anleiki en eitthvað alvarlegra. Það var oft gaman þá. Ólafur Thorlacíus læknir var dásam- legur ,,elsker“. Hann var svo „piipur“ og fadlegur, þó að hann væri ekki stór“, Gunnþómnn brosir dreymin er hún segir þetta, en svo bætir hún við, og dökkt Ský þurrkar burt gleðina af svip hennar: „Okkur vantar sannarlega ,,elskara“ nú.“ — — Já, svona fer öllu aftur. ,,Nei, hvaða bannsett vit- leysa. Það er allt í framför. Þeir vom góðir leikarar í Breiðfjörðs húsi, Sigurður Pétursson, hróð ir Helga Péturss, Sigurður Magnússon frá Flankastöðum, hann var alveg ágætur, Guð- rún Heilmann, sem nú dvelur ekkja í Elliheimilinu, og ýms- ir fleiri. En allt er í fram- för. Félagár minir nú em dásamlegir leiflcarar: ' Brynj- ólfur Jóhannesson, Lárus Páls- son, Indriði Waage, Valur Gísla son, Gestur Pálsson, Haraldur Björnsson, Jón Aðdls, Ævar Kvaran og þeir allir, að ógleymd um leiksystrum mínum.“ — En kynslóðin milli Fjala- kattarins og dagsins í dag? „O — þau vom ágæt og hjálp uðu mér mikið. Það var dásam legt að starfa með Indriðasytr um, Jóni Aðils, sagnfræðingi, Kristjáni Þorgfímssyni, Frið- finni mínum, haxm er nú í raun og veru kærastinn minn, og fjölda mörgum öðrum.“ — Og hvaða leikritasikáld þykir yður vænst um? „Ibsen og Bjömsson tvímæla laust, Þeir em norrænir. Þeir Frh. á 6. síðu af því, sem núverandi ríkis- stjórn skuldbatt sig til með mál efnasamningi þeim, sem gerður var um stefnu hennar áður en hún var mynduð, að gera allt, sem unnt væri til þess að verja hlutarsjómenn tekjurýrnun af völdum yfirvofandi verðfalls á fiSkinum erlendis. Það kemur nú til kasta ríkis- stjórnarinnar að efna meðal ann ars þetta, jafnhliða því, sem af koma smáútgerðarinnar og sjáv arútvegsins yfirleitt yrði tryggð, með röggsamlegum ráð stöfunum til að yfirstíga þá erf iðleilka, sem í kili hafa skapazt við brottfall nsksölusamnings ins. rl' ÍMINN birtir ítarlega grein um hin nýafhjúpuðu, stór kíostlegu verðlagsbrot heildsal- anna í gær og fer að vonum um þau hörðum orðum. Tíminn segir meðal annars: „Sá verknaður, sem hinir brot- legtx heildsalar hafa hér unnið, er í fyllsta máta svívirðilegur. Þeir hafa gert sig seka um að misnota þann trsúnað, sem fyrrv. ríkisstjóm sýndi íþeim í fyrstu með því að treysta þeim íil að skila ófölsuð- um reikningtmi. Þeir hafa, eftir að þeim var gert að skyldu að af- henda frumreikningana, þrjózkasit við að gera það og sýnt þannig fyllsta virðingarleysi fyrir íslenzk um lögum. Og þeir hafa síðast, en ekki sízt, aukið stórlega dýrtíð- ina í landinu með þessu okri sínu, því að til viðbótar hinnar óleyfi- legu álagningu þeirra erlendis kemur tiltölulega hærri heildsölu og smásöluálagning innanlands. Er það vafalaust ekki ofmælt, að ísl. neytendur hafa með þessum hætti verið féflettir um milljónir króna.“ Síðar í grein simni segir Tím inn: ,.Það sem mörgum mun þykja ískyggilegast við þetta mál, eru ekki aðeins brot þeirra tveggja firma, sem þegar er kunnugt um, heldur framkoma þeirm fírma, sem alls ekki vilja afhenda frum reikningana. Slíkt getur tæplega skoðast öðruvísi en eirts fconar sektarjátning. Ástæðan til þessarar framkomu og margt annað, sem enn er á huldu í þessu máh, þarf að upp- lýsast til fullnustu. Til þess verða að teljast mjög vafasamar líkur, að þær upplýsingar fáist, ef ekki verður beitt öðrum aðferðum en þeim, sem verðlaigseftirlitið hefir yfir að ráða. Möguleikar þees til að afla nægra sannana, eru mjög takmarkaðir, eins og reynslan hef ir sýnt. Eina vonin til verulegs árangurs í þessum efnum er, að ríkisstjómin fyrirskipi opinbera allsherjarrannsókn á þessum brot xxm, meintum brotum og öðrum skyldum. Opinber rannsókn hefir marga fleiri og betri möguleika og meira vald til sannanaöflimar en verðlagseftirlitið og hefir jafn. framt ibetri aðstöðu til að leita samvinnu erlendra réttarvalda, ef þörf krefur." Fyrir því ætti að verða séð, að þessi léið verði farin til að upplýsa þessi mál; koma lögum yfir hina seku með því, að viS skiptaráð hefir nú kært tvö hinna sebu heildsölufyriírtækj a og virðist staðráðið í því, a5 ikæra hvert þeirra af öðim, sem uppvíst skyldi verða um eama verknað.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.