Alþýðublaðið - 11.01.1945, Blaðsíða 5
Fimmtndagur 11. janúar 1945
ALÞYÐUBLAOIP
«
Óþolinmæði sem knýr til góðra starfa — Líknarstarf
Menzkra kvenna .•— Barnaspítalinn og Hringurinn —
Blóm á kLstur framliðinna — og framtíð barnanna —
Gamall í hettunni skifar um álfabrennumar í gamla
daga.
OFT HEFIB verið tala'ff um að
Mð opinbera eigi að hafa á
OieBdi rekstur sjúkrahúsa, elli-
ikeimila og yfirleitt allra líknar-
ntofnana. Þetta er að vísn rétt.
Þjóðarheildin á að sjá svo um, að
allð sé gert sem nnnt er til þess
að lina sjúkdóma, gera ævikvöld
gamalmennanna Iéttbærara og
iaka byrðar af herðom þeirra, sem
erfiða og þunga ern haldnir. Þetta
gerir og íslenzka þjóðin, jafn vel í
jrikaxi mæli en aðrar þjóðir, svo
®r fyrir að þakka alþýðutrygging
nniun, sem þó* eru langt frá þvi
aX vera fullkomnar, en stefnt er
a® þvi að gera þær þannig.
EN í SAMBANDI við þetta vil
ég segja: Það er ágætt að einstakl
ingamir séu óþolinmóðir er þeir
svipast um í þjóðfélaginu, finnist
éskorta um hjálpar- og líknar-
starf og hefjist sjálfir handa til
hjálpar. Slík óþolinmæði er mjög
góS, hún knýr til aukins hjálpar-
atarfs, bindur einstaklinga í sam-
íök og fær þeim verk að vinna,
sem ber ómetanlegan ávöxt í nú-
ftíS og framtíð.
KVENÞJÓÐIN hóf baráttuna
íyrir Landsspítalanum og átti
snestan þáttinn í að koma honum
upp, konur hafa starfað mikið að
Ilíknarstörfum — og nú er kven-
félagiö Hringurinn að starfa að
J>ví að reistur verði mikill og full
kominn barnaspítali, en mikill
skortur hefur verið á slíku sjúkra
húsi, við eigum ekkert slíkt til.
Félagið hefur starfað að þessu í
nokkur ár af frábærum dugnaði
og það væri vanþakklátt að draga
ájöður yfir það að mikill fjöldi
stnanna hefir léð félaginu mikinn
stuðning í þessu starfi.
LENGI undanfarið hefir bama-
BPÍtalasjóði félagsins borizt næst-
um daglega stórgjafir og er sjóð-
ttrinn nú orðinn svo stór að fé-
lagið mun geta farið að hugsa um
einhverjar framkvæmdir, þó að
enn vanti víst mikið á að hægt sé
að byggja sjúkrahúsið. Er þetta
vofttur þess hversu góðan skiln-
ing almenningur hefir á þessu
starfi Hringsins.
FYItlR nokkru sá ég í dánar-
tilkynningu beiðni um það að
þeir, sem hiefðu hugsað sér 'að
leggja blóm á kistu hins látna,
væru beðnir um að gera það ekki,
en láta heldur andvirði blómanna
renna til bamaspítalasjóðsins. —
.Þetta er fögur og góð hugsun
Blómin fölna á einni hélu nótt.
En stofnun bamaspítalans getur
orðið til þess að hlúa að nýjum
gróðri okkar. Vemda börn frá
sjúkdóanum og lina þjáningar
þeirra.
VIÐ EÍÐUM áriega hundruð-
um þúsimda króna í blóm til að
leggja á kistur framliðinna vina
okkar. Allir munu sjá hversu
nauðsynlegra það er og jafnframt
fegurra að minnast þessara látnu
vina með því að styðja barnaspí-
talaxm. Það væri gatt e£ fólk vildi
athuga þetta. Hættið blómakaup
urnirn í "þessum tilgangi og gefið
andvirðið til ibarnaspítalasjóðs-
ins.
GAMALL í HETTUNNI skrif-
ar: „Hannes minn. Satt segir þú.
Fleiri en þú sakna álfabrennanna
hér í bænum. Sétti ég jafnan slík
ar sýningar og hafði gaman af, —
enda þótt ég sé ekki duglegur
sýningagestur. — Jæja, kannske
tvisvar á ári í leikhús, sjaldan í
bíó og aldrei í dýrtíðarát.”
,,Á VNGRI árum, í sveitinni
minni, var siður að brenna út ár-
ið, um kl. 6 á gamlárskvöld. Tal-
in þá góð skemmtun, með dálitl-
um metnaði um stærð og svo
tíma. Þótti og því betra, sem
fleiri fengu séð, og sporin ekki tal
in. Eitt sinn t. d. man ég vel, að
labbað var að heiman með eldi-
viðarbyrgðar á baki, varla skemmri
leið en úr miðbænum upp á Ár-
’ bæjarholt. Af þeim háa hól sást
lílca til brennunnar úr mörgum/
hreppum í tveimur sýslum.“
Hannes á horninn.
vantar nú þegar tsl að bera bíað-
Ið. til .áskrifenda. í .eftirtalin
hverfi:
Laisgaveg efri og
Barónsstíg
Alþýðublaðið. — Sími
Bezi að auglýsa í Alþýðublaðinu.
4960.
ÍÞassir knáiegu Bandaríkjamem voru myndaðir á Sidney í Aatrállíu, en iþangað voiu þeir
þá kxxmnii' á leið sinni til Japan Bf tiil odll eiru þeiir nú á ihópi þeinra, sem í fynraidag gengu
á land á liuzon, stæmtu eynni í Filippseyjaklasanuim. Þaðan er að vísu enn langt til Jap
an, og enn hafa Japanir margar eyjar fyrir sunnan Fiiippseyjar á sínu vaLdi, þar á með
al hinar holfenzku Aulstur-Indöur, en alvarlagt mene tekel er það nú þegar fyrir Japani
samt, að sjá Bandaríkjamenn aftur koimna til Filippseyja.
Á leið til Japan.
Síðari grein:
i ■ ' ,
Þegar formaður verzlunarráðs Banda-
rfkianna ræddi við Stalin
VIÐ munum flytja eitt-
hvað inn af skófatnaði,“
sagði Stalin marskálkur, „en
við munum leggja aðaláherzlu
á það að flytja inn skógerðarvél
ar og framleiða skó hér heima.
Við raunum þarfnas-t margs
konar vara af þessu tagi eftir
stríð.“
Hann horfði á mig, er hanu
mælti þetta. Hann talaði lágum
rómi. Setningar hans voru stutt
ar og hnitmiðaðár. Honurn varð
aldrei orðs vant, og það kom
aldrefi hik á hann, þegar hann
hugðist svara.
„Hvað viljið þér fá mikið
■ magn af þungavörum frá Banda
ríkjunum?“ spurði ég.
„Við þurfum á öllu því magni
að halda, sem við getum fepgið
samkvæmt láns og leigusamn-
ingunum. Og við munum standa
í skilum í hvívetna samkvæmt
.gerðum samningum.“
„Ég er í tölu þeirra Banda-
ríkjamanna, sem vilja veita
Sovétríkjunum hagkvæm lán
til langs tíma,“ svaraði ég. „En
sem viðskiptafrömuður æski ég
þess að kynna mér það, hvað
Sovétríkin geta látið af mörk-
um við okSkur á móti.“
SítQ'Iin lteif til lofits, strauk
skeggið og svaraði: „Við höfum
margs konar hráefni að bjóða.
Við getum látið Bandaríkjúnum
í té miklar biirgðir hvers konar
hráefna, ef þið láfið okkur í té
tæki til þess að vinna þessi hrá-
efni.“
„Hvað mun það taka ykkur
langan tíma- að endurskipu-/
leggj a iðnað ykkar ef við látum
ykkur í té hvers konar vinnslu
tæki með hagkvæmum láns-
samningi?“ spurði ég.
„Það er erfitt um slíkt að
segja,“ mælti Stalin og band-
aði hendinni. „Land okkar er
övo *\ðíáttumikið, þarfir okkar
ERIC A. JOHNSTON,
formaður verzlunarráðs Banda
ríkjanna.
svo miklar og þróun okkar svo
ör. Mér þykir ólíklegt, að sú
stund muni nokkurn tíma upp
renna, þegar við höfum allt til
alls. Fyrir styrjöldina lögðurrí
váð fimm ára áætlun til grund-
vallar í þessum efnum. En því
meira, sem við framleiddum,
því meira þörfnuðumst við. Við
munum leggja megdnáherzlu á
það eftir stríð að efna til endur
réisnarstarfs í þeim landshlut
um, sem ógnir hildarleiksins
hafa mest mætt á. Borgir hafa
verið jafnaðar við jörðu. Það
þarf meira en að segja að endur
bæta og fullkomna flestar þær
verksmiðjur, sem nú eru stárf-
ræktar.“
*
„Hvað verður langt að bíða,
Stalin marskálkur,“ spurði ég,
„að þið takið að flytja út eigi
aðeins hráefni heldur og fram-
leiðsluvörur?
„Þess verður langt áð bíða,“
svaraði marskálkurinn. „Þarf-
irnar innanlands eru margar og
miklar. Sovétríkin hafa aldrei
tekið þátt í baráttunni um er-
lenda markaði. Við fylgjum
þeirri stefnu að flytja aðeins
það eitt út, sem við verðum að
gera vegna innflutningsins. Við
flytjum til dæmis út hráefni til
þess að inna af hendi greiðslur
íyrir vélar og aðrar slíkar inn-
fl utningsvörur. ‘4
Samræðan var nú orðin hin
fjörlegasta. Stalin svaraði sér-
hverri spurningu minni fljótt
og vel.
„En hvað um stáliðnað Sov-
étríkj anna?“ spurði ég. „Hvað
var stálframleiðsla ykkar mikil
fyrir stríð? Hver er hún nú? —
Hver verður hún í framtíðinni?
Hvenær verðið þið sjálfir ykk-
ur nógir með stál?“
„Fyrir stríð nam stálfram
leiðsla okkar tuttugu og tveim
milljónum smálesta. En nazist
arnir hafa grandað fjölmörgum
stálvinnsiuverum okkar. Stál-
framleiðslan í ár mun vart nema
meiru en tólf milljónum smá-
lestum í mesta lagi. En eftir
stríðið verður ársframleiðslan
að aukast upp í sextíu milljón
smálestir.“
„Og hvað gerið þið við þetta
aukna stálmagn?“- spurði ég.
„Ætlið þið kannski að flytja
eiitthvað af því út.“
„Nei,“ svaraði marslkálkur-
inn. „Við verðum að auka um
helming járnbrautir okkar og
brýr. Éinnig fer mikið stál til
hinnar stórfelldu endurreisnar.
Þess verður langt að bíða, að
Sovétríkin framleiði það magn
járns og s<táls, er þau þarfnast.“
Við ræddum einnig um raf-
Frú. ®£ 5. sifiu.