Alþýðublaðið - 11.01.1945, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 11.01.1945, Blaðsíða 6
 ALWrPOBUÐiO Finmitudagur 11. janúay í úflegð meS brúðuna sína Þetssi litla hiolleiizka stúilka bu'ður þels®, með ;brúðuna sinm í tveimuir pöntum, að vera fkitt burtu alf bandamönjirum úr éubt ihagalþorpi síniu, Elist, miiLli Nijmegen oig Amlhem, þar sem eMri var leniguír vært fyrir bardögumim við Þjóðverja. Hve nær sikyidá bún koanalsit 'beim afbur? Vonandi verðoir þess eikiki aJit of laongt að bíða....................... Viðfal við Sfalin Breiðfirðinga- félagið Frh. af 4. sffiu. Lögð er á það áherzla að láta ritið flytja sögulegan fróðleik, sem fyrst og fremst er tengdur Breiðaf j árðarby ggðum. — Hvað um önnur áhugamál félagsins. — Breiðfirðíngafélagið hefir átt forustu um það, að hafizt yrði handa um það hvernig bezt væri hægt að nota hið forna og fræga höfuðbói, Reykhóla. Er Það einlæg ósk Breiðfirðinga, að þess verði skammt að bíða, að upp rísi að Reykhólum veg legt menningarsetur o_g æskan saeki þangað til náms og frama. — Einnig hefir Breiðfirðingafé- lagið mikinn hug á því áð veita Snæfellingum fulltingi í skóla- málum þeirra, en Snæfellssýsla, sem eitt sinn átti menningarset ur slíkt sem Helgafell, á nú eng an framhaldsskóla. — Breiðfirðingar gengu und- ir sérstökum fána 18. júní. — Já, við höfum eiignazt sér stakt félagsmerki, Breiðfirðinga fánan svonefnda, og finnst mér fara vel á því, að honum sé val ið það heiti, þar sem félagssvæð ið nær yfir allar byggðir Breiða fjarðar milli Öndverðarniess og Bjargtanga .Hugmyndin að fán anum var fyrsj borin fram af formanni félagsins á fulltrúa- ráðsfundi 23. apríl s. 1. Á félags fundi 27. apríl var svo kosin fánanefnd. Gerð fánans var svo ákveðin á stjórnarfundi 26. maí Breiðfirðingar báru fámann fyr ir fylkingu sinni 18. júní, og síð an hefir hann verið hafður í ferðum félagsins í allar sýslur Breiðafjarðar. er, þurfi mikið húsrými til starf semi sinnar. Fundir þess eru nú yfirleitt haldnir í sýningarskála myndlistarmanna og veitir ekki af því husnæði. Skiptir það miklu máli fyrir vöxt þess og viðgang í framtíðinni, að unnt verði að leysa húsnæðisvanda- málið sem fyrst og bezt. Aðalfundur Skipstjóra- og siýrimannaféiags ins Gróifa J7 ÖLMENNUR aðalfundur var haldiun í Skipstjóra og stýrimannafélaginu . Grótta . í Reykjarvík, . sunnudaginn . 7. þ. m. Breytingar á stjórn félagsins urðu þær, að úr henni gengu Agnar Hreinsson, formaður og Gísli Jónsson, gjaldkeri, en í þeirra stað tóku sæti í stjórn- inni þeir Áuðunn Hermanns- son, formaður og Halldór Hall- dórsson, gjaldkeri. Meðstjórn- endur eru Ingvar Pálmason og Sveinbjörn Einarsson. Á fundinum voru breytingar gerðar á lögum félagsins. Samþykkt var að félagið stofnaoi deild fyrir félagsmenn á Suðurnesjum, en deildin og félagið starfi sem heild að öll- um stærri málum félagsins. Þá var samþykkt að senda núverandi ríkisstjóm traustyf- irlýsingu félagsins. Ennfremur kom fram til- laga um að skora á alþingi að leggja niður fiskimálanefnd og fá Fiskifélagi; íslands starf henn ar í hendur til úrlausnar. Mikill áhugi var rikjandi á fundinum um endurbyggingu ‘togarailotans og öðnum þeim mélum, sem sjómannastéttina Frh. af 6. síðu. iðnað landsins. „í öllum þess- um efnum mundið þið þarfnast tæknilegrar aðstoðar Banda- ríkjanna eigi síður en fram- leiðsluvara okkar,“ mælti ég. „Að sjálfsögðu,“ svaraði Stal in. „Við þörfnumst hvort j tveggja. Verikfræðingar okikar I hafa lært að reisa iðjuver, en við þörfnumst enn tæknilegrar aðstoðar.“ Við héldum áfram að ræða iðnaðarmálin, og margt bar á góma. „Framleiðsla okkar er •um margt á bernskuskeiði enn,“ mælti marskálkurinn. „Því fer all fjarri, að við séum sjálfum okkur nógir í þeim efnum. Véla iðnaður okkar er til dæmis enn skammt á veg kominn. Þið Bandaríkjamenn framleidduð til dæmis fimm milljónir bif- reiða árlega fyrir stríð. Við framleiddum hins vegar aðeins þrjú hundruð og fimimtíu til fjögur hundruð þúsundir bif- reiða ár hvert.“ „En þetta veitir ykkur tæki- færi til þess að auka þessa fram leiðslu að miklum mun,“ mælti ég. „Já, satt er það,“ gengdi Stalin. „Okkur bíður mikið verk •e'fni Og þó eru enn ekki fyrir hendi möguleikar til þess að auka þessá framleiðslu eins og vera ;þyúfti. Áðair verður við tií dæmis að leggja vegi um gjerv öll Sovétríkin.“ „Ég hygg,“ hélt hann áfram máli sínu, eftir að hafa gert þessi atriði enn að umræðuefni um stund, „að stærsta verk- efni Bandaríkjaþjóðarinnar eft ir þessa styrjöld muni verða ■að að forðast atvinnuleysi bg koma í veg fyrir nýja kreppu.“ „Satt er það, Stalin mar- skálkur,“ svaraði óg. „Víð mun um auka atvinnuna meö því að auka framleiðsluna frá því sem var fyrir strjið. Langt friðar- timabil mun valda því, að fram leiðslan eykst og fólk á kost á fastri dg öruggri atvinnú. Sam vinna Bandaríkjanna og Rúss- lánds mun tryggja varanlegan frið. Að vísu eru hættir þessara landa félagslega og fjáhags lega ólíkir um margt. Þið hafið ykkar háttu í þeiin efnum og við okkar. Bandaríkjamenn verða að kyímast Rússum betur og Rússar Bandaríkjamönnum. Þá hefi ég trú á því, að sam- vinna þessara þjóða muni reyn- ast heillavænleg fyrir báðar.“ „Sátt er það,“ mælti hann. „Menn eins og þér ættuð að fræða Bandáríkjaþjóðina um okkur.“ „En ég er aðeins einn,“ svar- aði ég. „Fréttaritarar Banda- ríkjanna hér í Moskvu eru full trúar hundraða blaða, sem les- in eru af milljónum manna. Þeir gætu frætt Bandaríkjaþjóðina meira en nú er um Rússland, ef þeim væri veitt aðstoð og leyft að fara frjálsir ferða sinna um landið. Bandaríkjamönnum leik ur til dæmis hugur á því að fræðast um hið nýja iðnríki ykkar í Úralfjöllum. Fréttarit- urunum hefir ekki verið leyft að ferðast þangað. Mig langar þess vegna til þess að fara þess á leit, að mér sé leyft að hafa fjóra fréttaritara í för með mér, þegar ég fer þangað.“ „Því ekki það?“ mælti Stalin. „Þýðir þetta það, að mér sé leyft þetta?“ „Auðvitað.“ „Jæja, þakka yður fyrir, Stal in marskálkur,“ mælti ég. „En ég veit ekki, hvort herra Molo- tov muni fallast á þetta.“ Molotov, sem hafði horft á mig, leit á Stalin og mælti því næst: „Ég verð jafnan við öll- um tilmælum Stalins mar- skálks." Stalin hallaði sér aftur á bak og brosti í kampinn. * „Mig langar til þess að spyrja yður nokkurra spum- inga,“ mælti hann. ,Getur til þess komið, að öldungadeild Bandaríkjanna samþykki ekki sámninga eftir stríð?“ Hann minnti á það, sem gerzt hafði í lok síðustu heimsstyrjaldar. „Ég hygg, að enginn forseti Bandaríkjanna myndi láta sig henda sömu yfirsjón og Wil- son forseti með því að bera ekki friðarskilmálana undir öld ungadeildina. Hull utanríkisráð herra hefir jafnan lagt áherzlu á það, að öldungadeildin hljóti að fjalla um þessi mál.“ „Það er gott að heyra,“ mælti Stalin marskálkur. Og svo hélt hann áfram máli sínu: „Rússar gera sér þess að sjáfsögðu grein, að iðnaður' og verzlun skiptir miklu máli fyrir sam- starf þjóðanna í framtíðinni. En stjórnmálalegt samstarf skiptir eigi síður miklu máli. Að þessu er vert að hyggja áður en stríðinu lýkur.“ Þegar hér var komið sögu. var klukkan fjórðung gengin í tólf. Samræða okkar hafði stað íð yfir í meira en tvær klukku- stundir. * „Stalin marskálkur,“ meelti ég. „Þér vitið, að ég er viðskipta frömuður en ekki stjórnmálaer indreki. Mig langar til þess að biðja yður um mynd með rit- handarsýnishorni yðar.“ „Því ekki það?“ mælti hann. „Ætti það að vera mynd af mér einum eða mynd af okkur báð- um?“ „En ég fer burt úr Moskvu klukkan fimm,“ mæltd ég. „Það verður varla hægt að ná í ljós- myndara fyrir þann tíma.“ Stalin þrýsti á hnapp, og tveir liðsforingjar komu inn. Annar þeirra hafði Ijósatæki og myndavélar meðferðis. Stalin tók sér stöðu við skrif- borð sitt og bað mig að koma þangað til sín. Ég bar fram þau tilmæli, að Harrimann yrði líka á myndinni. Marskálkurinn bað hann að koma til okkar. Ég stóð Stalin til hægri handar. Harri- man tók sér stöðu honum til vinstri handar og mælti: „Ég hygg, að þetta sé í fyrsta sinni, sem þér standáð milli republikk ana og demókrata!“ „Já. svona er þetta,“ svaraði rnarskálkurinn. „Ég átti ekki von á því, að til slíks myndi koma. Áð hugsa sér annað eins og það að kommúnisti sameini republikanana og demókrat ana!“ „Molotov ætti líka að vera með á myndinni,“ mælti ég. „Alltaf batnar það,“ mælti. Stalin, og það brá fyrir glettnis glampa í augum hons. „Molo- tov hefir aldrei verið óðfús bess að láta mynda sig með mér,“ en þegar hann hafði þetta mælt bað hann Molotov að slást í hópinn með okkur. Að þessu loknu, hvarf Stalin aftur að alvarlegum samræðum. * „Hitler hefir þó eitt gott gert, þótt fávís sé. Hann hefir fært Bandaríkjamenn og Rússa nær hvorum öðrum. Og það skal al- .dnei koma fyrir að nokkrum tak ist að spilla þeirri vináttu, sem tekizt Ihefir með þessum þjóð um. Við verðum að vinna sam an eftir stríð.“ Ég lét í.ljós, að mér léki hug- ur á því að koma aftur til Russ lands eftir stríð. „Þá verð ég kannski dauður,“ svaraði Stalin. „Komið fyrr.“ „Nei,“ svaraði ég. „Þér eruð Georgíumaður. Þér verðið senni lega eilífur.“ Breiðfirðingafélagið á við mik il húsnæðisvandræði að stríða, varða. því að það gefur að skilja, að \ Tillaga þessi var samþykkt svo fjölmennt félag, sem það ! með öllum greiddum atkv. 3 RIMISINS m austur um land til Sigluf j»c6a» kringum næstu helgi. VörnBaóf taka til hafna frá Húsavík til Fáskrúðsfjarðar í dag og á föstœ daginn. Pantaðir farseðlar óskast aótfe ir í dag. „Hermóður" til Stykkishólms. Vörusaiöf— taka árdegis í dag. Lv. rSverrir" til ísafjarðar, Bolungarvikur,, Súðavíkur og SúgandafjarSsE. Vörumóttaka í dag. Ms. Helgi til Vestmannaeyja. VöruHUÓf- taka árdegis á morgun. „Jæja, komið aftur og heim- sækið mig að styrjöldinni lok- inni,“ sagði hann. „Þá munuih. við sýna yður, að iðnaður okkar hefir tekið miídum framförum.“i Að þessu sinni tók hann þétt í hönd mér. Við fórum út um tvennar dyr. Herbergið að bakl okkar var baðað Ijósi. Okkur var fylgt um gamgana úit í svalís, sumarnóttina í Moskvu. Það var liðið íast að miðnætti. Þégar við ókum eftir myrkvuðúm strætum borgarinnar, skynjaði ég enm náivist þessa mamms. Hisp- ursleysi hans, hreinskilni og kímni rugluðu mig í ríminu. Hann virtist hagsýnn með af- brigðum. Hann notaði sjaldan. lýsingarorð eða sterk orð í ræðu sinni. Ég hugleiddi, að þegar friður kæmist á, myndu Rúss- land og Bandaríkin verða tvö voldugustu ríki heimsins, þar sem þau mættu sín mest á sviði hermála og iðnaðar. Já, Stalin hafði rétt að mæla. Styrjöldin hefir fært Bandaríkin og Rúss- land nær hvort öðru. Én fall- gryfjur ýmissa erfiðleika eru framundan. Auðnast okkur að efna til drengilegrar samvinnui. og vináttu að unnum sigri á sameigimfegum óvim? Umdir því kann . framtíð heimsins að verða komin. , Söng Séiskinsdeildar- innar var ve! fekiS á sunnudaginn SHDAiSTLIÐININ siunimidag hélit Barnakóirinn Sóliskin® dtedMini, söngslkemimitiun í Nýja Báó fyrir troðifullu ihiúisi áheyr ©nda. * Á sömgskaiámmi voru 20 lög og þar af nokkur ernsöngslög. Einisönigvarar kórsins voru þau Braigi Guðmunidlslson og Þóra Siigurjónisidótitir og enrs fremur sunigu þau tvísömg og þrtísöng jþau Þóra, Bragi og Hreifna Jóihanmiesdióttir. Þá' sumgu 10 telpur með gitar umdirleik. Söngnum var vél tekið atf á heyrendunum og varð kórinn að symgja nokkur aúkaliög. í kórmurn voru alls 32 böm, en söngpitjori ,hans er Guðjóu Bj,arnaison

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.