Alþýðublaðið - 02.02.1945, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.02.1945, Blaðsíða 3
RModogvr 2. febrúar 1945. Eru nazislar að undir búa nýja styrjöld ____ S»AÐ YAKTI mjög mikla at- hygii á dögunum, þegar Eden, utanríkismálaráöherra 1 Breta skýrði brezku þjóð- Inn'i frá því að ýmsir menn í í>ýzkalandi, væru þegar farn Ir að undirbúa nýja tilraun í>jóðverja til nýrrar heims- yfitdrótnunar, nýrrar heims styrjaldar með öllu því böli, sem slíku fylgir. Þetta voru aiæsta ótrúlegar fréttir, en þser hafa síðan sannast á ýms an hátt. Menn skyldu ætla, að nú hefðu Þjóðverjar feng Ið sig fullsadda á því að reyna að undiroka nágranna sína ög að hinn ljúfi draumur um íiýskipan og lífsrúm hefði. snúizt í hina hræðilegustu ; snartröð. BLAÐIÐ „New Lea*der“, sem út kemur í Bandaríkjunum og er þekkt að því að hafa raunsæja og skelegga blaða shenn, sem skilja, hvað er að gerast, ræðir þetta mál ný- léga og gerir því glögg skil. WLAÐ ÞETTÁ bendir á, að ýmis öfl innan Þýzkalands ,*nuni hafa fullan hug á því <að halda áfram hernaðar- brjálæðinu „neðanjarðar", eins og það er kallað, bæði hafi þau talsverðan stuðning millistéttarinnar, sem misst i hafi fé. sitt nú og að sjálf- sögðú Junkaranna, sem aldrei ' geta brugðið blundi í draum inum um Þýzkaland sem mesta stórveldi jarðarinnar og hina útvöldu þýzku þjóð, Þá má ekki gleyma því, að þýzkur æskulýðúr í dag þekk ir ekki annað en nazisma, hann hefir verið honum inn prentaður allt frá bernzku, hánn hefir ekki orðið að þola raunir stríðsins á vígvöllun- aim, heldur mun líta svo á, að allt illt stafi af banda- amönnum og Hitler hafi verið einskonar rödd hrópandans í eyðimörkinni. eitt HIÐ ILLRÆMDASTA blað þýzkra nazista, sem nefndist „Das Schwarze Korps“, sem mun vera gefið út á vegum hinna einkar við mótsþýðu SS-rrjanna, hefir nýlega skýrt frá þvi, að „neð anjarðarstarfssemi“ nazista muni hressa við á ný ógnar- flokkinn Feme, sem mun eiga sök á- 354 pólitískum snorðum á Weimartímabil- inú, að sögn „New Leader“. Blað þetta segir meðal ann- ars þessi uppbyggingarríku orð: „Hver sá þýzkur dóm- ari, sem kveður upp úrskurð sem runninn er undan rifj- um bandamanna, mun verða hengdur að nóttu“. Feme-fé lagsskapur þessi er sagður sameina eiginleika Mafia-fé lagsskaparins á Korsíku, Ku-Klux-Klan, GPU og Gestapo og má af því marka, hvers konar öfl hér eru að verki. Þá segja” nazistar, að . ALÞYÐUPLAÐIf? Berlinarbúar byrjaðir að grafa skotarafir Hersveiiir Zhukovs í aðeins 60 km fjarlægð frá borglnni Eru kotnnir vestur að Oder og hafa tekið virkisborgina Kiistrín wpv. [ '''y: ‘ 1, . ' STALIN gaf í gær út dagskipan, þar sem tilkynnt var, að Rússar hefði tekið Thom í Póllandi, sem þeir höfðu sniðgengið áður, til undirbúnings frekari átaka. Rorg þessi er við Weichsel og talin mikilvæg í varnarkerfi Þjóðverja. Þá hafa Rússar brotizt til Oder norðvestan við borgina Kiistrin, sem þeir hafa tekið, en þar voru mjög sterkar varn ir Þjóðverja. Er talið, að Rússar séu í aðeins 60 km. fjar- lægð frá Berlín og megi héyra fallbyssudrunumar þangað. Berlínarbúar eru farnir að grafa skotgrafir austan borgar- innar og virðist meiri ró hafa færzt yfir íbúanna vegna þess, að nú er þeim ljóst, hversu alvarlegt ástandið er. Hafa verið gerðar ráðstafanir til að verja hvern borgarhluta er til þess kemur, menn Svona var það áður hafa komið upp vélbyssuhreiðrum og skotbyrgjum á mörgum götuhornum og yfirleitt er mikill uggur í mönnum í Berlín, en þó einhvers konar bölró. Sókn Rússa er mjög hröð, að því er virðist í áttina til Ber- línar. Stalin tilkynnti í gær, að borgin Thorn í Póllandi hefði verið tekin, en áður höfðu Rúss ar sniðgengið þá borg í sókn sinni vestur á bóginn. Eru Rúss ar nú komnir allt að því i 60 km fjarlægð frá Berlín og auk þess komnir að Oder norðvest- ur af Kustrin en ekki er vitað enn, að þeir hafi brotizt yfir fljótið, að minnsta kosti ekki í stórum stíl á þessum slóðum. Varalið Þjóðverja, Volks- sturm, sem svo er kallað, býst til að verja Berlín með öllum þéim tækjum, sem það á yfir að ráða. Mikill flóttamanns , ; ... i hefir streymt til Berlínar að undapförnu og er margt um húsnæðislaust fólk. Búast menn til að verja úthverfi borgar- innar hús fyrir hús. ' Rússar eru sagðir halda uppi skothríð á Königisberg ag þar ' ríkir hið mesta öngþveiti. Sagt er, að þar séu nú um 100 þús. flóttamenn úr ýmsum héruðum Austur-Prússlands, sem flúið hafa undan hinni hröðu sókn i Rússa. Fólk þetta er á hrakhól Um, þar eð ekkert húsaskjól er að finna fyfir það. í Lóndon er sagt , að engir fangar bandamanna hafi náðzt úr höndum Þjóðverja í þeim héruðum Þýzkalands, sem Rúss ar hafa tekið, þeir muni hafa verið fluttir vestur á bóginn. Engin opinber staðfesting hef ir þó fengizt á þeirri frétt, að þýzka stjórnin sé flutt úr Berlín. Myndin sýnir Ion Antonescu, er‘ um eitt skeið var valdamest ur maður í Rúmeníu. Deilur um framfíðar- embætti Wallace í Bandaríkjunum OLDUN GADEILD Banda- rikjaþings (senatið) hefur fellt með 43 atkvæðum gegn 41 að fresta úrskurði um, að Henry A Wallace, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna verði gerður verzlunarmálaráðherra Bandaríkjanna. Er þetta talinn mikill sigur fyrir stefnu Roose velts í þessum málum. þeir muni muni senda ýmsa tiginborna gisla í kafbát til Japan, svo sem Leopold Belg íukonung og Jakob, son Stal ins, vegna þess, að banda- menn hafa hótað að refsa stríðsglæpamönnum. Hið ameríska bláð bendir hins vegar á, að þetta séu mikið til innantóm orð. Þjóðverjar hafi ekki þá eiginleika til að bera að geta barizt sjálfstætt ,neðanjarðar‘. Prússar þekkja ekki annað en hermennsku sem atvinnugrein og geta ekkert botnað í, að óbreyttir borgarar takizt á hendur þær hættu, sem jafnan eru sam- fara hernaði og ófriði. EN Á HINN BÓGINN er þessi möguleiki fyrir hendi og vafalaust verða bandamenn að hafa fulla gát á því, að slíkar og þvílíkar ráðagerðir komizt í framkvæmd. Blaðið bendir á, að Þýzkaland fram tíðarihnar, friðsamt- og blómstrandi Þýzkaland geti einungis skapazt með sám- vinnu frjálslyndra, sósíal- istiskra afla og af verka- mönnum sjálfum innan Þýzkalands. Þessi mynd er hæstá táknræn. Hún sýnír Hitler í Miinchen, áður en stríðið hófst, þegar hann gat tekið á móti hylli fjöldans sem hinn „óskeikuli“ foringi. Nú hefir viðhorfið breytzt. Nú getur Hitler ekki gengið fram á svalir og tilkynnt afreksverk. Tilkynn- ingar hans og dagskipanir boða dauða þúsuiida þeirra, sem trúðu á hann og nú getur hann ekki lengurboðið þýzku þjóðinni glæsta framtíð. Vestnrvígstöðvarnar: Yon Rundsfedt vill færa varnar- línuna nær Siegfriedvirkjunum Þjóðverfar flytja mikið !iö austur á bóginn frá vesturvígstöóvunum ALLAR FREGNm benda til þess, að bandameim séu í harð- vítugri sókn á vesturvígstöðvimum. Bandaríkjamenn sækja óðfluga að Siegfriedlínunni og hafa tekið 4 þorp norðaustnr af Monschau. Annars er þess greinileg merki, að Þjóðverjar flytji liðsafnað sinn austur á bóginn. Við Colmar verður Frökkum vel ágengt. Fyrsti her Ameríkumanna * hefir sótt mjög á í áttina til Siegfriedlínunnar og talið er, að von Rundstedt muni vilja færa varnarlínu sína allt að Siegfriedlínunni, þar sem, eim og kunnugt er, eru öflug varn arvirki Þjóðverja, sem erfitt mundi að vinna bug á. Vitað er, að 6. þýzki vélaherinn, sem til skamms tíma hefir verið á vest urvígstöðvunum hefir verið fluttur austur á bóginn, senni- lega tll austurvígstöðvanna. Áður voru um það bil 35,000 þýzkir hermenn við Colmar, en nú hafa Frakkar grandað allt að þriðja hluta þeirra, oft í meiriháttar orrustum. í fyrradag réðust brezkar Lancaster-flugvélar á þýzk mannvirki við Munchen-Glad- back, en amerískar flugvélar á staði í Mannheim og Ludwigs- hafen og varð mikið tjón af. HarSnandi átðk á Luzon I JAPÖNSKUM fregnum er sagt, að mikill skipafloti Bandaríkjaskipa sé staddur á Pólska stjórnin í Lon- don slílur sambandi vfð sljóm Benes PÓLSKA stjómin í London hefur afturkallað sendi- herra sinn hjá tékknesku stjórn inni þar, vegna þeirrar ákvörð unar tékknesku stjórnárinnar, að viðurkenna leppstjórmna í Lublin sem stjórn Póllands. Subicflóa og hafa hann skotið af fallbyssum sínum á ýmsar varnarstöðvar Japana á landi. Bandaríkjamenn sækja enn frám á Luzon og munu nú vera tæpa 25 km. frá Manila, höfuðborg eyjarinnar. Lundúnafregnir herma einn ig, að Ástralíumenn sæki jafnt og þétt fram á Bougnainville- ey og það sé hin mesta heimska að halda, að mótspyrna Japana sé með öllu brotih á bak aftur. Bougainville er sem kunnugt er ein af Salomonseyjunum á Suðvestur-Kyrrahafi. /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.