Alþýðublaðið - 03.02.1945, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 03.02.1945, Blaðsíða 5
Langardagar 3. íehrúar 1945 ALÞYÐUBLAÐIÐ En nokkur orð um leikritið sem allt af hefur verið deilt um — Neyðarráðstöfim í Þýzkalandi fyrir aldamót — Bréf um birtingu á nöfnum. BRÚÐUHEIMILIÐ hefur allt af vakiS miklar deilur og rifr ildi, enda var ég í gær að aðvara ráðríka og eigingjarna eiginmenn við því að fara með kúgaðar kon* ur sínar, leikföngin sín, íkom- ana sína, lævirkjana sína á Brúðu heimilið, því að það gæti valdið vandræðum í heimilunum. Nokk- ru fyrir aldamótin, þegar 'Brúðu- heimilið var sýnt í Berlín vakti það svo miklar deilur að á veit- ingarhúsum neyddust eigendurair til þess að setja spjöld á borðin þar sem stóð: „Þess er vinsam- lega óskað að forðast sé að ræða um Nóru.“ En svo nefndist ieikrit ið í þýzkri þýðingu. ANNARS HAFÐI IBSEN vegna ýmis konar vandræða, sem leikritið hafði valdið í ýmsum löndum neyðst til að semja annan endi á það en þann sem hann samdi upphaflega og leikin er hér. Sá endir var á þann veg, að Nóra sneri aftur á þrepskildinum „vegna baráanna" — og þar með fór „allt vel“ — og heimilið sundr aðist ekki. En lélegri er sá endir og ekki í samræmi við byggingu leikritsins. — Annars er óþarfi að vera með neinar aðvaranir. Það seldist þegar upp á sjöttu sýn- inguna — á laugardaginn. En allir þeir mörgu, sem ekki fá tæki- færi til að sjá lei'kritið geta fengið að heyra það á laugardagskvöld, því þá á að leika það í útvarpið. KETILRÍÐUR GAMLA hefur ekki skrifað mér bréf í nokkrar vikur, en frá henni hef ég oft á undanförnum árum fengið mörg ágæt bréf, vel skrifuð, djörf í hugs un og máli og hún er ekki* bangin við að segja meiningu sína gamla konan án þess að hún liggi á þvi lúa lagi að reyna að sveigja að einstaklingum af persónulegri ill- kvitni, en það hefur alltaf verið eitt helzta verkefni mitt að vera á verði gegn slíku fólki. Hér er athyglisvert bréf frá Ketilríði. „KÆRI HANNES MINN! það eru nokkrir dagar síðan þú ræddir um það vandamál í dálki þessum. hvort birta ætti nöfn þess fólks í blöðunum sem dæmt er skil- orðsbundið. Um þetta hafa fleiri rætt sín á milli en þið blaðamenn irnir, og sumum 'okkar virðist nú að stundum væri sjálfsagt að birta nöfn, en þá er nú vandinn að velja úr. En yrði nú ekki einmitt það til þess að þessi verknaður yrði síður framinn“ „ER EKKI LÍKA hlífzt við, að nefna nöfn þeirra sem dæmdir eru óskilorðsbundið t. d. birtu blöðin nýlega dóm, þar siem maður var dæmdur fyrir skírlífisbrot með systur sinni, barni á 14. ári, ég sá ekki neitt nafn nefnt, og maður kannast nú ekki við marga glæpi verri. Eða finnst ykkur það ónauðsynlegt að stúlkur geti varað sig á svona pilti nieð því að (þekkja þó nafns hans. Ég veit fátt verra en að svívirða barn, hvað þá systur sína. Að svívirða börn hefur komið fyrir hér á landi, og löngu áður en herinn steig hér á landi, sem maður hefur nú frek ar búist við þess háttar af. Mér hef ur alltaf fundizt að allvægt væri farið með slíkan glæp, ef annars, væri myndast við að hegna fyrir nokkurn verknað“ „ÉG VEIT NÚ EKKI hvernig þessum málum er háttað, hvort blöðunum er bannað að birta nöfn þess fólks sem dæmt er fyrir verstu glæpi. Ég sárvorkenni þeim sem eru aðstandendur þéirra sem breyta svona, en það er því ekki hægt að taka tillit til þess þegar um verstu verknaði er að ræða. Þá er nú ýmislegt fleira sem þyrfti að athuga, t. d. þegar auglýst hefur verið eftir ungum stúlkum er vanta og búist er við liti eða augum, eða sér einkenn- um á vexti eða göngulagi. Oft- ast geta þessar lýsingar átt við hundruð af stúlkum enda er þá að hafi lent á glapstigum þá er lát ið duga að lýsa lit á kápunum og máski háralit, engin lýsing á and gizað á og talað um og svo sleg- ið föstu, að þeð séu þessar eða hin ar og saklausar stúlkur mega svo búa að þessum orðstí og aðstand- endur fá auðvitað sinn skerf, því að aldrei heyrast nöfn þeirra, er hlut eiga að málum. Ég verð nú að segja það að þessi mildi er farin að ganga nokkuð langt.“ ,dWÉR HEFUR STUNDUM dott ið í hug hvort ekki gæti stafað hætta af því, að gefa ekki upp nöfn þeirra sem dæmdir eru fyrir að aka vögnum fullir. Kemur það ekki fyrir að þeir fái sér vagn og keyri hann jafnvel þó ekki séu óll skilríki í lagi. Svo er nú þetta að lögin eiga að ganga jafnt yfir og ef að þeim er ekki hlýtt þá á að hegna þeim sem brjóta þau. „Með lögum skal landið byggja en með ólögum eyða.“ Framh. á 6. síðu. vantar nú þegar til að bera blaðið til áskrifenda í eftirtalin hverfi: Bergþórugötu og Meðaiholt Álþýðublaðið. — Sími 4900. Amerísk risaflugviiki yfir Maríaneyum RisaH'uigivinki Bamdarúkjiaimiainna eru niú farin a5 igeaiaiat rttíðir igestiir yfir Japan. Fljlúga þau þauigað lamigaa- leiðir friá eyjunuimi í Kyrrahafí, sem bamdamiecrm exiu búnir að vimna aftur, svo og frá’ Klína. Hér á myndimnii sést sveit aimerískra ráisalflluigjvirtkja yfir Mariarbeyjuna, ^ir>n-m (þeirra eyjaklalsa í Kynralhiaifí., sem nálæigastir erru Japan. Augnabliksmyndir frá Japan Á LEIKHÚSINU VÖLD eitt í júni, árið 1&32 •fórum við, konan min og ég í Kabuki — Zu-leikhúsið í boði Mr. Otani, sem er forseti ein- hvers stærsta leikarasambainds ins í Japan og hefur í umsjá a. m. k. 30 leikhús og 450 kvik- myndahús í landinu. Hvert ein asta sæti leikhússins var skip- að, en salurinn er mjög st-ór. Leiktjöldin og búningar leikar- anna voru af vönduðustu gerð og virtist ekkert til sparað. öll kvenhlutverk voru leikin af karlmönnum. Sýning þessi var að miklu leyti viðhafnarsýning fyrir leikarann Kikugoro, sem þarna lék meistarastykki sitt. Margir léikaranna voru komn- ir út af gömlum leikaraættum. Kikugoro var sömuleiðis út af merkri leikaraætt. í leik hans voru ekki mikil svipbrigði á andlitinu. Leikur hans virtist aðallega fólginn í viðeigandi hreyfingum höfuðs handa og fóta, — það var dans. Leikritið hét „Dans ljón- anna.“ Hreyfingar Kikugoros, þar sem hann lék.unga fagra stúlku, voru reglulega viðkunnanlegar. Hinn japanski dans er að mörgu leyti svo ólíkur dansi vestrænna þjóða, að vesturlandabúum mörgum hverjum finnst alls ekkert í hann varið. En sumir venjast honum fljótt. Fyrir Ja- panina er hann næstum því heil agur. Söguþráðurinn í leikritinu „Dans ljónanna" er nauðaó- merkilegur. Þjónustustúlka er valin til að framkvæma „ljónadansinn“ til þess að bjarga kastalavirki frá ósigri. Eftir langt bænaraus fæst hún til þess að dansa. Hún dansar verulega vel. Hún heldur á ljóns haus í hendinni, en umhverfis hana dansa tvö „fiðrildi“ — sem vildu fylgja henni í dans- inn, En þannig fer að lokum, að „fiðrildin“ koma henni í á- lagaham, — hún verður að ljóni, — fær gullið fax og ljós- brúnan feld; síðan upphefur hún hinn tryllingslegasta dans. Und ir dansinum leikur hljómsveit tónverk, sem stöðugt verða vilt ^3. REIN þessi er skrifuð eft ” ir frásögn amerisks sendiherra í Japan á árun- um 1932—1941. Eru hér fjórar sögur sem hann velur sem angnabliksmyndir af líf inu þar í landi eins og það kom hinum vestræna manni fyrir sjónir. Greinin er nokkuð stytt í þýðingunni. ari og viltari, unz yfir lýkur. Hljómsveitina skipa átján menn, klæddir í japanskan slopp. Þeir sitja á upphækkuð- um palli neðan við leiksviðið og snúa að áhorfendunum. Þriðj ungur þeirra syngur eða raular á meðan hinir leika á hljóðfær in. Tónlistin gengur ekki bein- línis í eyrun á vesturlandabú- um. Hún er fjarlæg okkar tón- list; — allt annarrar tegundar. Og eftir að hafa hlustað á þess konar hljómlist í heila klukku- stund, hefi ég fengið höfuðverk. Og ekki bætti dansinn úr skák. Áhorfendurnir fylltust tryllings legum æsingi, — og ég skildl það ofur vel. Hér var um skemmtun að ræða, sem var eft ir þeirra skapi. Milli þátta fór Mr. Otani með okkur bak við tjöldin og þar vorum við kynnt fyrir hinum mikla leikara Kikugoro, þar sem hann stóð í leikskrúcia sín um, ljónsbúningnum. Þannig var hann á mynd sem var tek in þarna af honum ásamt okk- ur. Síðan tók Otani okkur með sér inn í veitingasal leikhússins og bauð okkur að borða með sér, ásamt tveimur af meðstjórnend um hans. Á borðinu voru steng ur með japönskum og amerísk um fánum. Mér varð hugsað til þess, hversu ólík menning Japana og Ameríkumanna er. Mér fannst í raun og veru ekk ert líkt með iaoönskum leikhús um og amerískum, — svo ég tali ekki um hinn þjóðlega dans og tónlist. í SILKIVERKSMEÐJU Það hafði lengi verið í ráöx, Katagura-silkiverksmiðjuna. l erð mín hafði verið undirbúin af forstöðumönnum verksmiðj- unnar, sem tóku á móti mér er ég kom þangað. Við gengum í gegn um vélasalina og athug- uðum iðnaðinn eftir því sem hægt var á örstuttum tíma. Fjöldi stúlkna gætti spunavél- anna og hafði hver stúlka um- sjón með mörgum vélum. Okk ur var sýnt hvernig silkivefnað urinn fer fram, allt frá þvi, að silkið er undið ofan af silki- púpunni unz það er orðið að þræði, sem notaður er í hvers konar fíngerðan vefnað. Þarna fnátti sjá silkiþræði, sem þó veru tæplega sjáanlegir með berum augum, svo fín'ir voru þeir. A þessum tíma voru 92 prósent af silkiframleiðslu Jap ana flutt til Bandaríkjanna. Stúlkurnar sem þarna umju, urðu að fara með hendurnar of an í vatn sem er 150 gráður á Fahrenheit, til þess að skola silkihespurnar. Hendur þeirra voru rauðar og sprungnar af hitabreytingunni. Stúlkurnar höfðu meira en nóg að gera, svo ekki sé fastar að orði kveðið, og stundum gat maður tæplega fylgzt með störfum þeirra, því þær þurftu oft að fara úr einu í annað. í vinnusölunum voru hátalarar, en í gegnum þá voru gefnar ákveðnar fyrirskipanir og séð vandlega um það, að eng in stúlka fengi tækifæri til þess að hvíla sig brot úr sekúndu. Samt voru stúlkurnar látnar hætta eitt andartak, þegar við gengum inn í verksmiðjuna, til heiðurs við komu okkar. En að því búnu var gefin fyrirskipun um, að vinnan þyrfti að halda áfram af kanpi, til þess að á- ætlunin héldist. MIÐDEGISVEIZLAN Nokkrum vikum seinna var ég boðinn til miðdegisveizlu á hið undurfa'gra heimili Osaws- ættarinnar. Osaw er verzlunar maður, forstjóri verzlunarfyrir tækis og umboðsmaður erlendra kaupsýslumanna. Ég mun nú með nokkrum orðum segja frá miðdegisveizl- unni. Framh. á 6, alðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.